Alþýðublaðið - 13.12.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.12.1976, Blaðsíða 8
9 Verð á landbúnaðaraf- urðum hækkaði í gær Nautakjötið hækkaði um 8% og kindakjötið um rúmlega 6% Afturhlutar hækkuðu um 56 krónur hvert kiló, eða úr 693 krónum i 749 krónur. Stykki úr miðlæri kostar nú 943 krónur i stað kr. 870 fyrir hækkun. Loks hækkaði smásöluverð kart- aflna um 10 krónur hvert kiló, og er nú kr. 109.80 i stað 99.80 kr. áður. Að sögn Sveins Tryggvasonar i Framleiðsluráði, stafa ofangreindar hækkanir af hækkun i verðlagsgrund- velli. Bændur fá þarna launahækkun til samræmis við 3% og 6% hækkanir sem launþegar hafa fengið. Auk þess var við útreikninga nýja verðsins tekið tillit til hækkana sem orðið háfa á fóð- urbæti, flutningskostnaði og viðgerð- um á vélum, auk geymslukostnaðar, en hann er 75 aurar á mánuði fyrir hvert kiló. —JSS i gær tók gildi nýtt verð á landbúnaðarafurðum, þ.e. kindakjöti, nautakjöti og kartöflum. Nautakjötið hækkaði mest hlutfalls- lega, eða um 8%, en kindakjötið hækk- aði um rúmlega 6%. Smásöluverð kindakjöts er þvi sem hér segir. Súpu- kjöt kostar nú kr. 720 krónur kilóiö, en var áður 679 krónur. Læri hækkaði um 44 krónur hvert kiló, eða úr 766 krónum i 810. Kótelettur hækkuðu um 46 krónur kílóið, eöa úr kr. 854 i sléttar 900 kr. Það kostar kilóið af lærissneiðum nú kr. 986 i stað 936 króna áður. Nautasteik kostar nú i smásölu kr. 1173kilóiö, en var áður kr. 1082 krónur. Rafstöðvarbruninn á Djúpavogi: Hætta á rafmagns- leysi aftur ef kólnar Eins og fram hefur komið i fréttum brann rafstöðin á Djúpavogi til kaldra kola aðfaranótt sunnudagsins sl. Rafstöðin er nýbyggð tveggja ára gömul og eyði- lagðist hún gersamlega i eldinum svo og allt sem inn- anhúss var, vélar, allur búnaður, varahlutir og bók- hald. „Siðan sjálfvirki siminn kom hingað höfum við alltaf haft gæzlumann i raf- stöðinni nema yfir blánóttina ef vel hefur litið út og veður verið gott. bannig var það á sunnudagsnóttina og svona var -aðkoman á sunnudags- morguninn, allt brunnið til kaldra kola”. Þannig fórust Ragnari Kristjánssyni vélstjóra i rafstööinni á Djúpavogi orð, er blaðiö hafði sam- band við hann i gær. Áður en slökkvilið gat hafizt handa þurfti að rjúfa linuna til Austurlands- veitunnar, en til þess þurfti, að vekja upp á Breiðdalsvik og Egilsstöðum og tók það allt sinn tima. Eldsinsvarðfyrst vartum áttaleytið á sunnudagsmorgun og voru Djúpi- vogur, Alftafjöröur, Hamarsfj. og Beruf jörður rafmagnslausir til klukk- an tiu á sunnudagskvöld, en þá voru staðirnir tengdir við Austurlandsveit- una. „Þetta erágætthjá okkureins og er, á meðan ekki kólnar meira,” sagöi Ragnar.^Það bjargar okkur að veður er mjög gott hér eins og er, stillilogn. Ef það kólnar meira eykst orkunotk- unin og þá getur ástandið versnað.” Ef bilun yrði á Stuðlaheiöi af ein- hverjum orsökum, myndi það hafa i för með sér tilfinnanlegt tjón fyrir Suðurfirðina ogerhætt við að rafmagn yrði þá af skornum skammti á Djúpa- vogi. Ekki er enn hægt að segja til um eldsupptök, en málið er i rannsókn og unnið er að þvi að finna sem fljótleg- asta lausn á vandanum. Simasambandslaust varð við Djúpa- vog og nærliggjandi firöi á sunnudag en simasamband er nú komið á aftur. „Þetta er geysilegt tjón fyrir okkur, við getum ekki einu sinni gert okkur i hugarlund hversu það er mikið”,sagði Ragnar Kristjánsson að iokum. —AB Félag leiösögumanna: Utanfélagsfólki ekki leyfð leiðsögumannastörf Stjórn Félags leiðsögumanna mun i janúarmánuði hefja námskeið fyrir leiðsögumenn I ferðum innanlands. Það hefur viljað brenna við að viö leiðsögn og fararstjórn ferðamanna hafi starfað fólk sem ekki uppfyllir kröfur I Félag leiðsögumanna og er þvi ekki fé- lagsbundiö. Vill stjórn Félags leiösögu- manna vekja athygli þessa fólks og ann- arra á námskeiðum þessum. Búast má við að Félag leiðsögum. veiti utanfé- lagsfólki ekki lengur undanþágu til leið- sögustarfa. Er þvi ófélagsbundnum leiðsögumönnum bent á að afla sér fé- lagsréttinda með þvi að sækja fyrr- greint námskeið i feröamannaleiðsögn. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er aö fá á skrifstofu Feröamálaráðs Is- lands, Skúlatúni 6. —AB. Þriðjudagur 14. desémber 1976 tjJijiSlð1-- Þriðjudagur 14. desember 1976 * / VINSÆLLI Það hefur færzt i vöxt siðustu árin að matreiða hreindýrakjöt á stór- hátiðum svo sem jólum, enda um herramanns- mat að ræða þar sem vel matreidd hreindýra- steik er á borðum. Hjá Kaupfélaginu á Egilsstöð- um fengum við þær upplýsingar að aukning á sölu hreindýrakjöts væri talsverð frá fyrra ári. Hrein- dýrakjöt er vinsæll matur austan- lands og mikið notaö i jólamáltið- irnar. En kjötið hefur einnig verið sent til Reykjavikur og er mun meira sent i ár en áður hefur ver- ið gert. Er hægt að fá hreindýra- LANDSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA FIMM ÁRA: VINNA ERFIÐ STÖRF LÖGREGLU 0G HEIMAVARNARLIÐS Út er komið á vegum I^andsambands hjálparsveita skáta, Hjálparsveitafréttir þriðja tölublað 1976. 1 ritinu segir að L. H.S. verði 5 ára á þessu ári og birtist af þvi til- efni hugleðing eftir Tryggva Pál Friðriks- son sem átt hefur sæti i stjórn LHS allt frá stofnun. I hugleiðingu hans kemur fram að árlegur styrkur rikisins til allra tiu aðildarfélaga L.H.S. og sporhunda björgunarsveita er 1.200.000, og sé það álika stór upphæð og kostað er til að prenta „vandaða og veglega” ársskýrslu opinberrar stofnun- ar eða hálfvirði eins lögreglu- bils. Enn fremur segir að hjálparsveitirnar greiði árlega til rikisins i formi tolla og gjalda ekki aðeins 1.200.000 heldur nokkrar milljónir, sennilega ekki undir fimm milljónir ár- , lega. Rikið þénar þvi um 4 milljónir á sveitunum árlega i beinhörðum peningum, segir Tryggvi Páll Friðriksson i hug- leiðingu sinni. Um hjálparsveitina og með- limi hennar segir i hugleiðingu Tryggva m.a.: Félagar sveit- anna leggja árlega á sig mikla vinnu til að búa bæði sjálfa sig og sveitirnar sem bezt undir þau erfiðu störf sem oft á ári hverjukoma upp. Margir félag- anna eiga útbúnað fyrir hundr: uð þúsunda sem þeir hika ekki við að leggja fram ef þörf kref- ur. Þetta er nokkuð sérstakt i is- lenzku þjóðfélagi i dag, nokkuð sem blasir við hvar sem litið er. Menntamálaráðherra landsins gat um það fyrir nokkru i blaða- viðtali að e.t.v. yrði þess ekki langt að biða að öll þjóðin gerði verkfall sama daginn. Þvi ekki það, allir heimta og hóta. Hjálparsveitir skáta eru undan- tekning þar á. I hart nær hálfa öld hafa skátar unnið ýmis störf sem annars staðar eru verkefni heimavarnarliðs eða lögreglu. Þeir hafa bjargað fjölmörgum mannslifum með fórnfúsu starfi sinu. Þeir hafa lagt sig i veru- lega áhættu vegna starfa sinna. Þeir verða árlega fyrir fjár- hagsl^ tjóni vegna starfa sinna i hálparsveitunum bæði vegna vinnutaps og vegna þess að oft þurfa þeir sjálfir að standa straum af kostnaði við ýmsar aðgerðir sveitanna s,.s. æfingar og leitir. Hver skyldi trúa þvi að óreyndu að i sumum sveitanna leggja félaga,r fram að meðal- tali ca. 500 vinnustundir árlega, sumir meira, sumir minna. Þetta er um það bil 12.5 venju- leg vinnuvika. Þetta er mikið starf sem unnið er i sjálfboða- vinnu. Ekki einn maður er á launum i sveitum Hjálparsveit- arinnar. Þær hafa aldrei i hart nær hálfa öld farið i verkfall. Þær hafa aldrei heimtað neitt. —AB. Jólafrí kennara: Fara að lögum í mótmælaskyni Útivistartími barna og irnglinga í Reykjavík JÓLAMATUR kjöt hér i nokkrum matvöru- verzlunum. Fyrir hina venjulegu fjögurra manna fjölskyldu ættu þrjú kiló að vera nóg i eina máltið. Tjáði okkur Karl Sigurðsson hjá Kaup- félagi Héraðsbúa, Egilsstöðum. að kilóið af hreindýralæri eða hrygg seldist á 1.680 krónur hvert kiió. Myndi þvi verð á kjötinu fyr- ir utan allt meölæti vera rúmar fimm þúsund krónur. —AB Borgaryfirvöld hafa nú náð samningum við röntgentækna Borgar- spítalans, en eins og kunnugt er hafa röntgentæknar átt i harðri kjaradeilu und- anfarnar vikur, Fengu röntgentæknar fram- gengt meginkröfu sinni að hækka um einn launaflokk, til jafns við röntgenhjúkrunarkonur, en aö auki voru aöilar sammála um skipan sérstakrar nefndar til þess að f jalla um málefni þessa starfs- hóps og á nefndin að skila áliti fyrirgerð næstu kjarasamninga á miðju næsta ári. Röntgentæknar við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri hafa einn- ig samið, en þeirra sámningar tókust 1. þ.m. og hljóðuðu svipað og samningurinn viö starfsbræð- ur þeirra hjá Reykjavikurborg. Enn verkfall hjá Landspitalanum Alþýðublaðið haföi samband viö Arngrim Hermannsson trún- aðarmann röntgentækna hjá Landspitalanum og spurði hann hvort eitthvað hefði miðað i deilu þeirra við rikisvaldið. Arngrimur sagði að enn hefðu engar form- legar viðræður farið fram við þá og væri þvi allt við það sama hjá þeim. Hann sagði að kröfur rönt- gentæknanna væru óbreyttar, þ.e. að samningar við röntgen- tæknana á Akureyri og á Borgar- sjúkrahúsinu yrði hafðir til hlið- sjónar við samninga við þá, sem þýddi aö þeir hvikuðu ekki frá þeirri kröfu að þeir yrðu færðir upp um einn launaflokk. Þetta væri þvi ekki krafa um launa- hækkun, heldur um ieiðréttingu mála þeirra. — Við erum mörg hver komin i fasta vinnu og biðum eftir þvi sem verða vill Ég tei aö það sé að eins timaspursmál hvenær eitt- hvað gerist i þessu máli, þar sem burtför okkar hefur i för með sér mikil óþægindi fyrir Landspital- ann. Við munum aldrei falla frá kröfunni um leiðréttingu á kaup- taxta okkar, þannig að nú er það rikisins að leika næsta leik, sagöi Arngrimur Hermannsson aö lok- um. —ARH. Eins og Alþýöublaðið skýröi frá fyrir rúmum mánuöi hefur stjórn Blaöamannafélags tslands boðað til vinnustöðvunar hjá blaða- mönnum eftirtalinna blaða, vegna vanskila útgáfufélaganna viö Lifeyrissjóð? Blaðamannafé- lags Islands, Dagblaðið, Alþýðu- blaðið, Visir, Timinn, Þjóöviljinn auk Vikunnar. Hafi útgáfufélög þessara blaða ekki staðið i skilum við Lifeyris- sjóðinn fyrir þann 17. desember næstkomandi mun vinnustöðvun hefjast hjá viðkomandi blöðum. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýöublaðið aflaði sér i gær, hafði staðan i þessu máli ekkert breytzt frá þvi vinnustöðv- unin var boðuð. Bendir þvi flest til þess, eins og málin standa, að blaðamenn allra blaðanna utan Morgunblaðsins fari i verkfall frá og með 17. desember næstkom- andi. —GEK Hrein- dýra- kjöt: FARA BLAÐAMENN I VERKFALL 17. DESEMBER? Wnltar- er neinar Þaottlr úr sögu dýralæknls r.o »i» Á»«*ir ó. EiMr»<m — bb. 10-21 igara" ■» V/ií Barnaskólakennarar landsins hafa ákveðið að jólafri i skólum fari fram löglega og samkvæmt lögum og reglugerð. Hefst jólafri 18. desember samkvæmt heimild frá Menntamálaráðuneytinu. Upphaflega átti fri að hefjast mánudaginn 20. des. en var flýtt til laugardagsins 18. desember og munu kennarar þá vinna af sér mánudaginn. Þetta kom fram er Alþýðublaðið ræddi stuttlega við Elinu Rikharðsdóttur trúnaðar- mann kennara i Digranesskóla i Kópavogi. Kennarar munu mæta aftur i skólann 4. janúar og sinna sin- um störfum 4. og 5. janúar en skólabörn munu ekki mæta fyrr en6. janúar. Sagði Elin þetta gert i mótmælaskyni, en kennsla átti upphaflega að hefjast 4. janúar. „Við ætlum að fara að lögum, en samt I mótmælaskyni”, sagði Elin. Næstu viðbrögð kennara bjóst Elinvið að yrðu i marz eða april mánuði. Þá yrði sett á mánaðar- fri, sem yrði jafn ólöglegt og fyrra mánaðarfri kennara i nóvember siðastliðnum. Sem kunnugt er vilja kennarar mót- mæla þvi aö mánaðarfri voru niðurfelld og jólafri stytt, án þess að kennarar fengju vegna þess nokkra launauppbót. —AB r r 'í íi«« «t« VILJA AÐ FARIÐ VERÐI EFTIR SETTUM REGLUM Barnaverndarnefnd Reykjavikur hefur á- kveðið að foreldrum bama i skólum borgar- innar skuli kynntar sér- staklega reglur um úti- vistartima barna og ungmenna. Mun sér- stakur starfshópur vinna að þeim málum og fá til samstarfs við sig lögreglu og skólayfir- völd. Starfshópur þessi mun sjá til þess að hvert barn i skólum borg- arinnar fái eintak af úrdrætti reglugerðar um útivistartima barna og ungmenna, og verður það framkvæmt nú fyrir jólin. Foreldrar munu einnig fá sér- stakt bréf þar sem þeir eru beðnir að hvetja börn sin til að vera heima á kvöldin og stuðla að þvi, að þau vilji vera heima með þvi að hafa ofan af fyrir þeim á eðli- legan heilbrigðan hátt. Siðar i vetur er áhugi fyrir að efna til kvöldumræðna með foreldrum um almennt barnauppeldi og lög og reglugerðir er einkum varða börn og ungmenni, sem kynni að verða foreldrum til gagns og er vonazt eftir góðum undirtektum foreldra við þessari nýbreytni. Reglur um útivistartima barna og ungmenna i Reykjavik eru sem hér segir: Börn yngri en 12 áramega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 frá 1. september til 1. mai og eftir klukkan 22. frá 1. mai til 1. september, nema i fylgd með full- orðnum. Unglingaryngrien 15 áramega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00 frá 1. september til 1. mai og kl. 23.00 frá 1. mai til 1. september nema i fylgd meö full- orðnum eða um sé að ræöa beina heimferð frá skólaskemmtun, iþróttasamkomu eða annarri við- urkenndri æskulýðsstarfsemi. Unglingum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á al- mennum dansleikjum eftir klukk- an 20.00 öðrum en sérstökum ung- lingaskemmtunum sem haldnar eru af skólum,æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Ber forstöðumönnum dansleikja skylda til að fylgjast með þvi að ákvæði þessi séu hald- in, að viðlögðum sektum eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tima. Hvers konar þjón- usta við börn og unglinga eftir löglegan útivistartima önnur en heimflutningur, er bönnuð að við- lagðri ábyrgð þess er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með þvi að á- kvæði þessu séu haldin. —AR. Samið við röntgentækna á Borgarspítalanum' ENN SITUR ALLT VIÐ SAMA VIÐ LANDSPÍTALANN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.