Alþýðublaðið - 13.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.12.1976, Blaðsíða 3
agjr Þriðjudagur 14. desember 1976 3 Þing norrænna jafnaðarmannahreyfinga í Helsinki: Barizt skal gegn kenning- um auðvaldsins um rétt sterkari hins Dagana 25. og 26. nóvember siðast liðinn var haldið i FolketsHus i Helsinki i Finnlandi þing norrænna jafnaðar- manna hreyfinga. Þing þetta sátu af hálfu islenzka Alþýðuflokks- ins þau Benedikt Grönd- al, Gylfi Þ. Gislason, Kristin Guðmundsdótt- ir, Bjarni P. Magnús- son, Jón Helgason og Jón Karlsson. Hófst þingið með setningar- ræðu Kalevi Sorsa, for- manns Finnska jafnað- armannaflokksins. For- setar þingsins voru kosnir þeir, Olov Palme, Kalevi Sorsa og Bene- dikt Gröndal. Islendingar skiptu þannig meö sér þátttöku i þingstörfunum, aö Gylfi b. Gislason, flutti inngangs- erindi i Menningarmálanefnd, Benedikt Gröndal átti sæti f nefnd er f jallaöi um stööu Noröurlanda I heiminum, og samskipti þeirra viö aörar þjóöir, Kristin Guö- Nordlsk Arbejderkongres Norræoa VErkalýrfsráiístefnan 24.25.t1.197B Merki þingsins. mundsdóttir átti sæti i nefnd er fjallaöi um félags- og fjölskyldu- mál. Jón Helgason sat i Atvinnu- málanefnd, Bjarni P. Magnússon gegndi formennsku i nefnd um endurnýjun atvinnulifsins og Jón Karlsson átti sæti i nefnd er ræddi um atvinnu fyrir alla og stefnu I innfly tjendamálum. Fyrri dag þingsins störfuöu nefndir, en seinni daginn luku þær störfum en þingiö hélt áfram aö ræöa nefndarálit og afgreiöa þau, auk þess sem fulltrúar flokkanna fluttu þinginu ávörp, þar á meöal Benedikt Gröndal fyrir hönd Al- þýöuflokksins. Loks kynnti Reiulf Steen, for- maöur Norska Alþýöuflokksins sameiginlega stefnuyfirlýsingu þingsins, þarsemlögövar áherzla á, aö verkalýöshreyfingin á Norð- urlöndum byggöi framtiöarstarf sitt á samstarfi og einingu, berö- ist gegn kenningum auðvaldsins um rétt hins sterkari enda sé einn mikilvægasti hæfileiki mannsins sáaðvinna meösamborgurunum en ekki á móti þeim. bá var einnig lögö áherzla á rétt mannsins til að fá vinnu viö sitt hæfi, er þjónaöi bæöi hags- munum einstaklingsins og þörf- um þjóðfélagsins, svo og aö fá- mennir hópar innan þjóöfélagsins hefjist ekki til auös og valda á kostnaö annarra. Minnt var á mikilvægi þess að hið faglega og pólitiska starf verkalýöshreyfingarinnar og verkalýösflokkanna fari saman; talið var aö höfuðmarkmið þess samstarfs ætti aö felast i baráttu fyrir atvinnu viö allra hæfi, þar með taliö öryrkja og þeirra, sem af einhverjum ástæöum eru sér- lega illa settir, umhverfisvernd og verndun náttúruauölinda til sjós og lands, sem Norðurlöndin eru svo rik aö, jafnari skiptingu eigna og tekna, hóflegu verðlagi nauðsynjavara, réttlátari niöur- jöfnun skatta, bættum kjörum aldraðra, öryrkja og barna, jafn- réttikvenna og karla, auknu lýð- ræði i atvinnulifinu með meiri áhrifum hvers einstaklings á framgang og úrslit mála, bættum Nokkrir af erlendu fulltrúunum á þinginu: Benedikt Gröndal, Gunnar Strang, Sviþjóö, Ejner Hovaard Christiansen, Danmörku og Oddvar Nordli, Noregi. aðbúnaö á vinnustööum sem dragi úr slysahættu og hættu á heilsutjóni af öðrum ástæöum, og aukinni hlutdeild launþega i aröi fyrirtækjanna. Loks var minnt sérstaklega á mikilvægi þess að friöur haldist i heiminum, þar sem þaö væri ein- mitt megin forsenda félagslegrar og efnahagslegrar velferöar mannkynsins og undirstrikað aö jafnaðarstefnan ætti erindi til allra þjóða jafnt, þar sem i henni fælist hinn gullni meðalvegur á milli kommúnismans meö öllu sinu eyöileggingarafli og kapital- ismans meö mannt’yririitningu sinni. Lýst var yfir samúð og stuöningi á jafnréttisbaráttu manna i suöurhluta Afrfku, þar sem stefnt er aö afnámi kynþáttamisréttis og nýlendu- stefnu ianda jafnaðarstefnunnar, og i þvi sambandi minn á skyldu þróunarrikjanna til að veita van- þróuöum þjóöum alla þá aöstoö, er þau mega, innan ramma Sam- einuðu þjóöanna og i samræmi viö samþykktir bandalagsins um að veita 0,7% brúttóþjóðartekna til þeirra hluta. Vikið var sérstaklega að sam- norrænum verkefnum á sviði verkalýösmála og jafnaöarstefnu og bar þar margt á góma sem að likum lætur, þ.á m. nauösyn þess að efla Norræna fjárfestingar- bankann, koma á fót samnorr- ænni vinnumiðlun, en Noröur- löndin hafa i meira en tvo áratugi haft sameiginlegan norrænan vinnumarkaö, auðvelda ibúum Norðurlanda aö flytjast á milla landanna, búsetja sig þar og stunda þar atvinnu, aukin sam- skipti útvarps- og sjónvarps- stöðva á Norðurlöndunum um efni, samræmingu norrænnar tryggingalöggjafar, stóraukin áhrif Norðurlandaráös i norrænni samvinnu á ýmsum syiöum, 40 stunda vinnuviku á Noröurlönd- unum öllum meö hæfilegri skiptingu vinnu-, hvildar- og námstíma, o.fl. o.fl. Aö lokum var minnt á gildi þess, aö norrænu verkalýössam- böndin og verkalýösflokkarnir kæmu fram sem ein heild út á viö isamskiptum sinum viö skoöana- systkin og andstæöinga annars staðar i heiminum, þar sem slikt gerði þau aö mun sterkara og áhrifameira afli i alþjóöasam- skiptum. Siðari hluta fimmtudagsins 26. nóvember flutti fyrrum forsætis- ráöherra Svia Olov Palme ræðu og sleit þvi næst þinginu. Aö ræöu hans lokinni söng allur þingheim- ur Internationalinn, Alþjóðasöng jafnaðarmanna. Um kvöldið sóttu þingfulltrúar siðan tónleika i Folkets Hus, þar sem fram komu skemmtikraftar frá öllum Norðurlöndunum en fulltrúar Islands voru þau Ing- veldur ólafsdóttir og Gunnar Friðjónsson, félagar i FUJ i Hafnarfirði og var þeim vel fagn- aö. Loks sungu menn enn einu sinni Internationalinn og var þaö minnistæö stund aö heyra þennan blandaöa 800 manna kór af Norö- urlöndunum syngja hinn aflþjóö- lega sigursöug jafnaöarmanna af krafti og innlifun. — KG JÓN AUÐUNS , Uf og UFSVIÐHORF Séra Jón Auðuns, frjálshyggju- maður í trúmálum, orðsnjall í ræðu sem riti, rekur hér æviþráð sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og námsárum, afstöðu til guðfræði- kenninga, kynnum af skáldumog menntamönnum og öðru stór- brotnu fólki og hversdagsmann- eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf hans og skoðanir. MÐmMim SKIP&TJÖRINN Fjórtán þættir um fiskimenn og farmenn, skráðir af börnum þeirra. Þeir voru kjarnakarlar, þessirskipstjórar.allir þjóðkunnir menn, virtir og dáðir fyrir kraft og dugnað, farsælir í störfum og urðu flestir þjóðsagnapersónur þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og saltmenguð sjómannabók. 1-ÓKOIMHIt MISSON - HÚSFREYJAN A SANDI Fagur óður um móðurást og makalausa umhyggju, gagnmerk saga stórbrotinnar og andlega sterkrar og mikilhæfrar alþýðu- konu, saga mikilla andstæðna og harðrar en heillandi lífsbaráttu, þar sem togaðist á skáldskapur og veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir vareiginkona skáldbóndans Guð- mundar á Sandi. Kiuni\Ki it sict iuisso.v I MOLDINNI ■ GL.ITRAR GUL.L.IO Hi. tt liHi.lv: tl Opinskáar og tæpitungulausar sögur úrfórumævintýramannsins og frásagnarsnillingsins Sigurðar Haralz, mannsins sem skrifaði Emigranta og Lassaróna. Fjöldi landskunnra manna kemur við sögu, m.a. Brandur í Ríkinu, Sigurður í Tóbakinu, Þorgrímur í Laugarnesi og þúsundþjalasmið- urinn Ingvar ísdal. FARMAÐUR I FRIOI OC STRÍDt Jóhannes fer hér höndum um sjóferðaminningar Ólafs Tómas- sonar stýrimanns frá þeirri kvöld- stund að hann fer barn að aldri i sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans og til þeirrar morgunstundar að þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi undir honum í lok síðari heims- styrjaldar. - Hér er listilegfrásögn og skráð af snilld. Einn allra mesti fjallagarpur og ævintýramaður heims segir frá mannraunum og hættum. Bók hans er skrifuð af geislandi fjöri og leiftrandi lífsgleði og um alla frásögnina leikur hugljúfur og heillandi ævintýrablær, tær og ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta er kjörbók allra, sem unna tjall- göngum og ferðalögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.