Alþýðublaðið - 13.12.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.12.1976, Blaðsíða 16
Merki um hið rómaða ríki velmegunarinnar? ÞRIÐJUD AGUR 13. DESEMBER 1976 Fleiri sækjast eftir að- stoð Hjálpræðishersins en verið hefur í áratugi Fotapakkarnir hurfu á örskömmum tíma um nú heimsóknir fólks sem við ' höfum aldrei séð hér áður. Það er ofur „venjulegt” fjölskyldu- fólk sem hreinlega hefur ekki ráð á fatakaupum. Mér sýnist það vera bezti vitnisburðurinn um það hve kaupið sem fólk fær fyrir vinnu sina dugar nú skammt. — Vegna anna getum við þvi miður ekki sinnt fatadreifing- unn i m eira fram til j óla, en helzt væri þó að við reyndum að út- vega meira af barnafatnaði. Við erum með jólapottana í borginni og einnig útbúum við matar- pakka og förum með til fólks sem við vitum að þarf þeirra með. Það hefur verið spurt tals- vert um þessa aðstoð okkar, þannig að ég veit að hennar er þörf á mörgum stöðum, sagði Ingibjörg Jónsdóttir. —ARH. Trúir einhver þvi, að til er fjöldi fólks i Reykjavik og viðar Islandi, sem jiarf að leita til samtaka og stofnana nú fyrir jólin og biðja um föt og mat að gjöf? Já, það er vissulega stað- reynd, og það sem meira er: fólkinu sem svo er ástatt fyrir fer fjölgandi. Aukin eftirspurn eftir sikri aðstoð er þvi hvað bezti mælikvarðinn á það á- stand sem skapazt hefur meðal þeirra sem hvað minnst mega sin i þjóðfélaginu. Þetta fólk hefur ekki hátt á opinberum vettvangi til að vekja athygli á bágindum sinum. Það æpir ekki á „frjálst verðmyndunarkerfi”, „frjálsa álagningu”, litasjón- varp og allt þar fram eftir göt- um. Það biður einfaldlega um brýnustu lifsnauðsynjar — fæði og klæði — og það hefur engin önnur ráð til þess að afla sér þeirra en þau, að leita til aðila sem tekið hafa að sér slika að- stoð. Það er þörf fyrir slika að- stoð, mun meiri þörf f ár en ver- ið hefur i áratugi. Fötin hurfu á örskömmum tima Alþýðublaðið hafði samband við Ingibjörgu Jónsdóttur deild- arstjóra i Hjálpræðishernum og innti hana eftir þvi, hvort fleiri leituðu aðstoðar Hjálpræðis- hersins nú en verið hefur undan- farin ár. Ingibjörg sagði: — Ég.man satt að segja ekki eftir slikri eftirspurn siðan að ég byrjaði við þetta. 1 ár fengum við meira af fatnaði að gjöf frá fólki en við höfðum rúm fyrir og við töldum sjálf að við myndum aldrei losna við öll þessi föt. En reyndin varð vissulega önnur. Við höfðum til dæmis opið einn morguninn á milli 10 og 12. Þá komu um 120 manns til þess að afla sér fatnaðar. Mest var eft- irspurnin eftir barnafatnaði, en hins vegar barst okkur minna af honum heldur en fatnaði á full- orðna, þannig að erfiðast var að' uppfylla allar óskir þar að lút- andi. Þeir sem leita til okkar eru oítast að leita fata handa börnum, öryrkjum eða gamal- mennum. Einnig er algengt að fötin fari inn á óregluheimili. En mest áberandi er það, að við fá- Mörg nauðungaruppboð í Lögbirtingablaðinu: Innheimta gengur þóekki verr en óður — segir deildarstjóri Veðdeildar Landsbankans í nýlega útkomnu Lög- birtingarblaði birtast óvenju margar auglýsingar þar sem tilkynnt er uppboð á eignum vegna vangoldinna afborgana af Húsnæðismálastjórnar- lánum. Af þvi tilefni hafði Alþýðublaðið samband við Guð- brand Guðjónsson deildarstjóra Veðdeildar Landsbanka Islands og innti hann eftir þvi hvort óvenju erfiðlega gengi að inn- heimta afborganir lánanna i ár. Guðbrandur sagði þetta siður en svo vera óeðlilega mikið magn nauðungaruppboða vegna vangoldinna lána, þar sem magn þeirra hlyti að aukast i hlutfalli við fjölgun lánanna sem veitt eru ár frá ári. Hann sagði að lánum hafi fjölgað um 10-15% á ári, og alltaf verið auglýst nokkur nauðungarupp- boð vegna vanskila. Hann sagði að starfsmenn Veðdeildarinnar hafi ekki orðið varir við meiri erfiðleika hjá fólki að borga lán sin nú en áður, enda væru þetta það hagstæð lán. — Menn greiöa yfirleitt skuldir sinar eftir að þessar auglýsingar birtast i Lög- birtingarblaðinu, enda fara yfirleitt ekki i uppboð nema þetta 1-2 ibúðir af þeim sem auglýstar eru, sagði Guð- brandur Guðjónsson að lokum. arh— Verð á landbúnaðarafurðum hækkaði í gær — Sjá frétt í opnu ENN UM KRÖFLUMÁLIÐ Óánægðmeð skrif Isleifs t 16. tölublaði fréttabréfs Verk- fræðingafélags tslands birtist grein eftir tsleif Jónsson for- stöðumann Jarðborunardeildar Orkustofnunar, sem nefndist „Hugsanleg orsök lítils gufu- magns i Kröflu”. t grein tsleifs kemur m.a. fram sú skoðun hans að fjallshliðin hafi skriðið niður og sé þar komin skýring á skekkju þeirri sem komið hefur i Ijós á fóðringum i holu 5. öflunar og djúprannsókna á svæðinu á sinn þátt i hvernig staðið hefur verið að borunum. Að dæma allt jarðhitasvæðið i Kröflu út frá þeirri vitneskju sem fyrir liggur sýnist okkur vera í hæsta máta óábyrg afstaða. Okkur sem vinnum að rannsókn jarðhitasvæðisins i Kröflu er akk- ur I að fá vitneskju um allar þær hugmyndir sem mönnum dettur í Ekki virðast skrif Isleifs alls staðar hafa fallið i góðan jarðveg, þvi i nýútkomnu fréttabréfi Verkfræðingafélags ritar Val- garður Stefánsson og Hrefna Kristmannsdóttir grein sem þau nefna Jarðhitasvæðið við Kröflu — nokkrar athugasemdir. Þar segir meðal annars: „Sú fullyrðing Isleifs, að fjallshliðin hafi skriðið niður er ekki á rök- um reist. I fyrsta lagi er skemmd á fóðurröri i holu KG-3 50 m neðan við botn Hliðardals og beygja á fóðurröri í holu KG-5 er 10 m neð- an við botninn á gilinu sem holan stendur við. 1 öðru lagi hefur það verið sannreynt að skemmdin i holu KG-3 er vegna lóðréttra hreyfinga en ekki skriðs. Að lokum er rétt að benda á að borholur við Kröflu eru ekki á miðju jarðhitasvæðinu, heldur á suðurhluta svæðisins. Tilvera stöðvarhússins og hinn skammi timi sem gefizt hefur til gufu- hug um þetta svæði bæöi frá leik- mönnum og þeim sem betur til þekkja. Isleifur hefði samt getað kynnt sér betur niðurstöður jarð- hitarannsókna í Kröflu áður en hann birti skrif sín. Ef það er athugað að þrem rit- nefndarmanna Fréttabréfs var kunnugt um að greinin gaf vill- andi mynd af aðstæðum á Kröflu- svæðinu, vaknar sú spurning, hver hafi verið tilgangurinn með birtingu greinar Isleifs.” Vegna niðurlags greinar Val- garðs og Hrefnu birti ritnefndin sérstaka athugasemd, sem birtist hér: „Athugasemd Kynningar- og ritnefndar : Kynningar- og ritnefnd ritskoð- ar ekki greinar, sem henni berast til birtingar i Fréttabréfi VFI, heldur eru þær birtar óbreyttar undir nafni höfunda og á þeirra ábyrgð. Nefndin fær ekki skilið, að sumir aðilar hafi einkarétt á þvi að mynda sér skoöanir umfram aðra.” alþýðu blaöiö HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Lesið: 1 Alþýðumanninum áAkureyri: „Þau einstæðu tiðindi gerðust á Alþingi á dögunum, að forseti Sam- einaðs þings varð að slita settum fyrirspurnarfundi, þar eð enginn ráðherra var mættur, en 12 fyrirspurnir, sem þeir áttu að svara, voru á dagskrá. Þá var þessi visa kveðin i þingsal: Nú er virðing farin flatt, finna lærðir skráð verra: Alþingi er orðið „patt”, enginn mætir ráðherra' o Séð: 1 Suðurnesjatiðindum, þar sem sagt er frá fundi Kiwanisklúbbsins Keilis með Jónasi Kristjanssyni, ritstjóra: ,,í ræðu Jónasar kom það fram, að lif Dag- blaðsins hafi hangið á blá- þræði fyrstu sex mánuðina og hefði i þvi sambandi margt komið til, margir hefðu reynt að leggja stein i götu blaðsins, t.d. með lög- banni, sem varð þess vald- andi að blaðið kom ekki út i heila viku, og sagði Jónas að það hefði nær riðið þvi að fullu”. o Tekið eftir: Að fyrstu þrjá dagana, sem Mæðrastyrks- nefnd Reykjavikur starf- aði, leituðu til hennar 150 konur um einhvern stuðn- ing fyrir jólin. Af þessum 150 konum voru liðlega 100 aldraðar. Þá hefur Hjálp- ræðisherinn i Reykjavik aldrei fengið eins mikið af hjálparbeiðnum og nú. Allt segir þetta sina sögu um ástandið á mörgum heimil- um i Reykjavik. o Séð: I Alþýðumanninum á Akureyri: „Sivaxandi óánægja er i röðum sjálf- stæðismanna með sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks. Er hald sumra, að skrif Morgunblaðsins um gæru- mál SIS sé einn liðurinn i þvi að sprengja Framsókn i loft upp úr ráðherrastólun- um og borgarstjórinn i Reykjavik sé svo viss um, að stjórnarsamstarfið sé feigt, að hann haldi hverfa- fundi baki brotnu”. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.