Alþýðublaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 7
bíaúfrt*1 Miðvikudagur 12. janúar 1977
VIDHORF 7
VL-menn gegn Garðari Viborg:
Fi ..nKv.stj. Frjálslynda
flokksins samþ. á fundi
sínum 29. jan. ’74 að for-
dæma undirskriftasötnun
þá, er gengur undir nafn-
inu „Varið land" og lítur
á hana sem óþjóðholla
starfsemi, ósamboóna
fullvalda þjóð.
Samþ. 29. jan. 74
Lúðvík Jónsson, ritari
p r
LlGL
S&f
Garðar hyggst verja
mál sitt sjálfur
fyrir Hæstarétti
Eins og menn vafalaust rekur
minni til stefndu forsvarsmenn
undirskriftalistanna um Varið
land á sinum tima nokkrum
aðilum fyrir ærumeiðandi um-
mæii er þeir töldu sig hafa orðið
fyrir.
Einn hinna stefndu er Garðar
Viborg fyrrum ábyrgðarmaður
Nýs lands. Fremur hljótt hefur
verið um mál Garðars, en hon-
um var stefnt fyrir ummæli i
blaði sinu, sem stefnendur telja
ærumeiðandi fyrir sig.
Ummælin birtust meðal ann-
ars i leiðurum og öðrum grein-
um blaðsins, en allar hafa
greinarnar það sameiginlegt að
fjalla á einhvern hátt um varn-
armálin.
f leiðara þriðja tölublaðs
janúar 1974 segir meðal annars
undir fyrirsögninni Varnarmál-
in: Er ágengi þessara manna og
smekkleysi slikt, að þeir leita
jafnvel eftir stuðningsmönnum
sinum með þvi að fara inn i
barnaskóla landsins, opinberar
stofnanir og sjúkrahús. Mun
sjálfstæðisbarátta af þessu tagi
vera eindæmi i sögu þjóðarinn-
ar.
1 fjórða tölublaði janúar 1974
eru þrjár greinar sem stefnend-
ur telja innihalda ærumeiðandi
ummæli. Er þar fyrst frétta-
grein á forsiðu er ber fyrirsögn-
ina óþjóðholl starfsemi og i
greininni er minnzt á óþjóðholla
starfsemi, ósamboðna fullvalda
þjóð. Þá er grein á þriðju siðu
blaðsins er ber fyrirsögnina
Mengun hugarfarsins og um-
mælin... sumir þeirra sem
standa nú fyrir samtökunum
Varið land, létu einnig heyra til
sin i sambandi við landhelgis-
deiluna við Breta og vildu þar
ganga lengst ti! samninga við þá
og gera litið úr baráttu tslend-
inga fyrir útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar.Það virðist vera meg-
insjónarmið þessara manna að
sjálfstæði íslands og öryggi sé
bezt borgið með .'þvfáö sýna i
hvivetna auðmýkt gagnvart
hinum engilsaxnesku stórveld-
um og undirlægjuhátturinn sé
helzta haldreipi lslendinga til að
halda reisn sinni sem sjálfstæð
þjóð.
Þá er Garðari stefnt fyrir
kafla úr ræðu Ingi Birnu Jóns-
dóttur, sem hún hélt á fundi
Samtaka herstöðvaandstæðinga
i Háskólabiói, en kaflar úr ræö-
unni voru birtir á siðum Nýs
lands.Þar segir Inga Birna
meðal annars: ,,Það hefur
a.m.k. aldrei gerzt fyrr svo að
ég viti, að fólk betli skriflega yf-
ir sig erlendan her. Þeir sem
biðja þjóðina að skrifa undir
betliskjalið verða án mikils vafa
dæmdir af blöðum sögunnar
sem landssölumenn.
Stefnendur gera þær kröfur að
stefndi verði dæmdur til að
greiða hverjum stefnanda fyrir
sig kr. 50.000 i miskabætur og
auk þess verði hann dæmdur til
að greiða stefnendum sameigin-
lega kr. 25.000 i kostnað við birt-
ingu forsendna og niðurstöðu
væntanlegs dóms i opinberum
blöðum. Stefndi skuli greiða
stefnendum sameiginlegan
málskostnað að mati dómara að
skaðlausu. Þá krefjast stefn-
endur þess að framangreind
ummæli verði dæmd ,,dauð og
ómerk”, og dæmd verði þyngsta
refsing á hendur stefnda fyrir
ummælin, sem lög heimila.
,,Ég er dæmdur til að greiða
50 þúsund krónur i miskabætur
fyrir hvern einstakling, sem eru
12 alls og gera það alls 600 þús-
und krónur og auk þess er ég
dæmdur i tveggja ára fangelsi^
sagði Garðar Viborg i samtali
við Alþýðub'laðið. „Þessu vil
ég ekki una og hef þvi áfrýjað
málinu til Hæstaréttar. Ég vil
fá staðfestingu á þvi hvort þetta
getur kallazt lýðræðislegt. Ef
svo er, held ég að frjálsri blaða-
mennsku sé settur stóllinn fyrir
dyrnar og ef þetta yrði algild
regla þá væri eilifur málarekst-
ur út af hinum ýmsu ummælum
i hverju einasta blaði á Islandi’,’
sagði Garðar.
Framhald á bls. 10
Vegna eftirfaramdi aíriða er ábyrgðar-
mamni Nýs lands stefnt:
1. Fyrir birtingu fundarsamþyldctar svo
hljóðandi:
„Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokks-
ins samþykkti á fundi sínum 29. jan. 1974
að fordæma undirskriftasöfnun þá, er
gengur undir nafninu „Varið land“ og lít-
ur á hana sem óþjóðholla starfsemi, ósam-
boðna fullvalda þjóð .
Sarnþ. 29. jan. ’74. Lúðvík Jónsson ritari“.
2. IJr lejðara Nýs lands, sem bar heitið
MENGUN HUGARFARSINS:
„Það er eftirtelctarvert, að sumir þeirra,/
sem standa nú fyrir samtökunum Varið^
Ákæruatriðin
land, létu einnig heyra til sín í sambandi
við landhelgisdeiluna við Breta og vildu
þar ganga lengst til samninga við þá og
gera lítið úr baráttu íslendinga fyrir út-
færslu fiskveiðilögsögunnar. Það virðist
vera meginsjónarmið þessara manna ,að
sjálfstæði íslands og öryggi sé bezt borgið
með því að sýna í hvívetna auðmýkt gagn-
vart hinum engilsaxnesku stórveldum og
undirlægjuhátturinn sé helzta haldreipi ís-
lendinga til að halda reisn sinni sem sjálf-
stæð þjóð“.
3. Or leiðara Nýs lands, sem bar heitið:
VARNARMÁON: jL 0 .
V, „Hrevfing, er nefnist varið land“ stend-
ur fyrir undirskriftasöfnun, sem felur í sér
að hafa herinn um kyrrt. Er ágengni þess-
ara manna og smekkleysi slíkt, að þeir
leita jafnvel eftir stuðningsmönnum sín-
um með því að fara með lista inn í bama-
skóla landsins, opinberar stofnanir og
sjúkrahús. Mun sjálfstæoisbarátta af þessi
tagi vera einsdæmi í sögu þjóðarinnar'
Að lokum er stefnt fyrir birtingu um-
mæla úr ræðu sem Inga Bima Jónsaóttir
flutti í Háskólabíói. UnEmsIía serrf stgfnt
er fyrir úr ræðtinni, era efCMarandi: &, &
„Það hefur a.m.k. ekki g&rzt fyrr svo
ij aö ég viti, að fólk betli skriflega yfir sig
erlendan her. Þeir ,sem nú biðja þjóðina
að skrifa undir betliskjalið verða án mik-
ils vafa dæmdir af blöðum sögunnar sem
landssölumenn“.
Hér kafa verið uppíalin öll þau atriði
sera sCefnendnr VL Ceíja ábm. Nýs lands
sakhæfaa fyrir og krefjasí af hans hendi
fjárbóía að uppbæð kr. 600 þús. auk fang-
elsisvisCar og aíls málskostnaðar. — G.V.
Hér gefur að líta sýnishorn af sakargiftunum
Garðar Viborg