Alþýðublaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 12. janúar 1977 Maöiö' 8 SlOl>lll|IM»D Leó M. Jónsson: fremur fiskifræöingum sinum en stjórnmálamönnunum — ekki endilega vegna þess aö stjórnmálamenn hafi algjörlega rangt fyrir sér, heldur einfald- lega vegna þess aö ef viö trúum stjórnmálamönnunum i þessu máli þá erum viö aö taka áhættu sem viö höfum ekki leyfi til aö taka, hvorki i siöferöilegu tilliti né mannlegu. Okkur ber skylda til aö varöveita þetta land og öll þess gögn og gæöi handa eftir- komendum okkar eins og okkar forfeöur hafa gert af minni efn- um en viö fram á þennan dag. Sýnum ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart eftirkom- endunum Þrátt fyrir allt félagslegt böl þessarar þjóðar eru börnin okk- ar dýrasti f jársjóöur og þaö sem géfur lifinu gildi. Og þótt kröfur neyzluþjóðfélagsins séu miklar, — svo miklar aö stundum hvarflar það að manni aö sum- um þyki vænna um bilana sina en börnin sin, þá megum viö ekki láta það henda okkur, vegna skammsýni og stundar- hagsmuna, aö hafa með kæru- leysi drýgt þann glæp aö gera þetta land aö lifvana eyöiskeri úti á hjara veraldar. Við eigum aö sýna i verki aö svo mikið manngildi sé okkur gefið að viö getum hjálpaö stjórnmálamönnum okkar aö munurinn á bókhaldslegu tapi og venjulegu tapi, stendur venjulega ekki á svarinu. ís- lensk pólitik hefur i þessu tilliti spilað bæði hlutverk refsins og lambsins jöfnum höndum. Rikisfyrirtækiogþjóönýtingá að stuöla aö aukinni hagkvæmni, sem hiö frjálsa atvinnulif er ekki fært um vegna innbyröis tengsla og yfirdrifinna stundar- hagsmuna. Og munurinn á þessum tveimur aðferðum til aö sýna svart á hvitu tilverurétt fyrirtækis, felst i þvi, að þegar tájaö er um bókhaldslegt tap, hafa afskriftir veriö reiknaöar til gjalda, en slikt er hinn hroöa- legasti glæpur á tslandi. Af- skriftir eru ekki kostnaöur I rekstri fyrirtækja aö dómi al- mennings heldur einhvers kon- ar iviljun skattyfirvalda til handa fyrirtækjum til aö létt á þeim skattbyrði. En þegar búiö er aö telja almenningi trú um að svona sé i pottinn búiö, þá er ekki von aö rikiö vili fyrir sér aö skattpina atvinnureksturinn á allan mögulegan hátt. Afskriftir eru ætlaðar til að endurskaffa framleiðslutæki og halda við fasteignum fyrirtækis eöa fjár- magna endurbyggingu eða stækkun húsnæöis. An hæfilegra afskrifta er fyrirtæki fyrr en seinna á vonarvöl og til að endurnýja úrsérgengin fram- leiðslutæki er þaö upp á aöra komiö meö fyrirgreiðslu eins og VIÐ HÖFUM NÓGU LENGI ÆTT AFRAM AF TRYLLTRI FlKN EFTIR FÖLSKUM LÍFSGÆÐUM Mánudaginn 10. janú- ar flutti Leó M. Jónsson, tæknifræðingur erindi um daginn og veginn í út- varpið. Erindi þetta var fyrir margra hluta sakir merkilegt og Leó tók þar á málunum af hispurs- leysi og einurð. Alþýðu- blaðinu þykir ástæða til að gefa þeim lesendum, sem ekki heyrðu erindið kost á því að kynna sér skoðanir Leós og birtir því erindið í heild. Ariö 1976 var aö mörgu ieyti sérstætt og þá einkum vegna þess hve hörö og linnulaus gagnrýni hefur veriö borin á ýmsa þætti þjóömála I fjölmiöl- um. f flestum tilvikum hefur þessi gagnrýni reynst réttmæt og á rökum reist og nægir þar aö nefna sem dæmi þá fjármála- spiliingu, sem reyndist eiga sér staö, stórgallaö dóms- og réttar- kerfi og skipulagsleysi i orku- málum þjóöarinnar. Stjórn- málaflokkar og stjórnmála- menn hafa veriö gagnrýndir fyrir lélega frammistööu, óábyrga hentistefnupólitik, samtryggingarkerfi og vafasöm tengsl við fjárglæframenn. Hvort sem gagnrýnin er rétt- mæt eöa ekki, og svo lengi sem hún er málefnalega fram borin, þá á hún fullan rétt á sér. Og þaö er rétt aö hafa það hugfast að til eru þau lönd I Evrópu þar sem gagnrýni af þessu tagi er bönn- uö. Svo djúpt erum viö ekki sokkin. En gagnrýnin sjálf bendir einungis á brotalamirnar og sem slik er hún nauösynleg.' Hinsvegar lagfærum viö ekkert meö gagnrýni einni saman. Til þess þarf vilja og hugarfar, at- orku og frumkvæöi til raun- hæfra aögeröa. Nauðsyn persónubund- inna kosninga Til þess aö bæta þetta þjóö- félag þarf hinn almenni kjós- andi aö vakna til vitundar um aö þaö byggist þrátt fyrir ailt, á honum sjálfum hvort einhverju veröur áorkað. Eina raunhæfa leiöin fyrir hinn almenna kjós- anda til aö hafa áhrif á þróun þjóðmála, er I gegn um þann fulltrúa sem hann hefur kosiö á löggjafarþingi þjóðarinnar. En eins og nú háttar til hefur kjós- andinn sáralitil áhrif á hver af frambjóöendum viö kosningar, fer inn á þing og hver ekki. Þessu er nauðsynlegt aö breyta. Meö þvi aö taka hér upp per- sónubundnar kosningar, eins og tiökast viöa erlendis, væri stórt skref stigiö I átt til verulegra framfara, þar sem stjórnmála- áhugi almennings mundi vera stórum meiri viö þaö aö al- þingismenn væru persónulega ábyrgir gagnvart þeim. Per- sónubundnar kosningar mundu ekki einungis örfa almenna kjósendur til virkari þátttöku i stjórnmálum, heldur einnig gera það aö verkum aö mun minni timi færi til spillis á Al- þingi vegna karps og langhunda um léttvæg efni. Fiskimiöin forsenda bú- setu landsins Af þeim þjóömálum sem hæst báru á siöastliönu ári var lausn landhelgisdeilunnar viö Breta. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti þeirra samninga sem leystu þetta stórmál, og hefur margt veriö rætt og ritaö I þvi sambandi. Eitt grundvallar- atriöi I þessu máli viröist samt hafa fariö fyrir ofan garö og neðan, en það er sú staöreynd aö fiskimiöin umhverfis landiö eru forsenda búsetu á Islandi. Viö skulum gera okkur ljósa grein fyrir þvi aö ef þessi fiskimiö þrjóta þá er ekki til sá atvinnu- vegur, smáiðnaöur, stóriöja, yl- rækt eða hvaöa nafni sem hann kann aö nefnast sem gæti komiö i staö fiskveiöanna og fisk- iðnaöarins. An þessa máttar- stólpa hins islenzka þjóöfélags er þaö dæmt til aö tortimast. Viö búum á mörkum hins byggilega heims vegna þess aö viö byggjum einhverja fengsæl- ustu og arösömustu veiöistöö veraldar. Og i ijósi þessarar staöreyndar er þaö mjög alvar- legt mál ef minnsti vafi leikur á þvi aö viö nýtum þessi fiskimiö skynsamlega. Fiskifræöingar okkar, og reyndar leikmenn einnig, telja aö viö stefnum markvisst aö þvi aö eyöa þorsk- stofninum viö landiö meö of- veiöi, en stjórnmálamenn aö minnsta kosti þeir sem fara meö völd, telja aö svo sé ekki. Hefur virkilega enginn gert sér ljóst aö hér er veriö aö taka áhættu. Ahættu sem hvorki ég né þú eru menn til aö taka. Og þeir sem ekki skilja þetta þrátt fyrir allt, ættu aö hugleiöa, aö þótt stjórn- málamönnum hafi of lengi hald- ist uppi meö aö taka rangar ákvaröanir sem kostað hafa þessa þjóð geypilegar fjárhæöir þá verður þaö ekki I þessu máli. 1 þessu máli hljóta menn að veröa aö bera ábyrgö á gerðum sinum eöa aögeröaleysi. Nú fyrir réttri viku var viötal viö skipstjóra á skuttogara i sjónvarpsfréttum. Tilefniö var mikill afli sem skipiö haföi feng- iö á Halamiðum. Afiinn var 300 tonn eftir veiöiferöina og stærst- ur hluti aflans reyndist vera ókynþroska þorskur. Svipaöan afla komu fleiri skip meö aö landi um likt leyti. Viö vitum of- ur vel hvaö þetta þýöir, hvaö þarna var aö gerast og hvert stefnir. Þorskmorö eöa þjóöar- morö er fyrir okkur eitt og sama oröiö og þaö veröur aldrei nægi- lega brýnt fyrir þjóöinni aö trúa stööva þá eigin tortimingu sem felst I eyöingu fiskistofnanna viö landiö. Viö eigum aö sýna i verki aö viö séum ekki orðin svo spillt aö við höfum glataö ábyrgðartilfinningunni gagn- vart eftirkomendum okkar, og þaö gerum viö meö þvi aö vera reiöubúin til aö taka afleiöing- um skynsamlegrar nýtingar fiskim iöanna, meö þvi aö minnka viö okkur neyzlu og heröa ólina i nokkur ár og spara. Einungis á þann hátt mundu stjórnmálamenn okkar þora aö beita réttum og skyn- samlegum aögeröum. Viö meg- um nefnilega ekki gleyma þvi þrátt fyrir alit, aö viö getum ekki varöveitt lýöræöi á Islandi án þess aö styöja viö bakiö á þeim mönnum og konum sem viö höfum faliö aö annast stjórn landsins hverju sinni Hið sjúka þjóðfélag... Þegar ég leit yfir áramóta- annála dagblaöanna tók ég eftir þvi sérstaklega aö þaö þótti fréttnæmt aö gróöi haföi oröiö af rekstri tveggja fyrirtækja, nefnilega Eimskipafélagsins og listahátiöar. Og þaö er ef til vill timanna tákn aö þaö skuli telj- ast saga til næsta bæjar ef fyrirtæki á Islandi er kki rekið meö tapi. Annaö var þaö sem ég tók eftir og þaö var aö blööin kinok- uöu sér viö aö nefna oröiö gróöa, þetta hét rekstrarhagnaöur. Ef til vill er þetta eitt af mörgum einkennum sjúks þjóöfélags. Þegar gróöanum hefur veriö út- rýmt sem eölilegu takmarki at- vinnurekstrar er ekki eftir nema gagnstæöan — rikis- rekstur. Viö heyrum oft nefnt hugtakiö „bókhaldslegt tap” og er þá jafnan gefiö I skyn aö bókhalds- legt tap sé allt annaö en venju- legt tap. Og þegar maður spyr hinn almenna borgara hver sé kallaö er. En aö fyrirtæki megi ávaxta sitt afskriftafé þannig, aö það sé fært um aö fjármagna isjálft eðlilegan vöxt og viögang hefur aldrei veriö viöurkennt af opinberum aöilum sem heil- brigöir viðskiptahættir, þótt annars staöar i veröldinni sé slikt almennt talin forsenda þess að frjáls atvinnurekstur fái þrifist. Hér er um aö ræöa hreina og beina skattpiningu og tilgangur- inn er sá einn, aö svifta fyrir- tæki hins frjálsa atvinnurekstr- ar ráðstöfunarrétti yfir sinu eig- in f jármagni til þess aö hægt sé að beita þessi sömu fyrirtæki pólitisku ofbeldi i gegnum opin- bert styrkjakerfi. Meö sérstökum lögum er þannig búiö i haginn aö almenn- ir sparisjóösvextir I landinu séu allt aö helmingi hærri en vextir eöa aröur af hlutafé sem bundið er i frjálsum atvinnurekstri. Þegar þannig er búiö aö þjarma aö rekstrinum skyldi engan furöa á þvi aö hér sé taliö vera láglaunasvæöi, þaö gengur bók- staflega kraftaverki næst aö nokkur maöur skuli nenna aö fást viö iönaö á Islandi. Svo er nú komiö þessum mál- um aö iönfyrirtæki sem fram- leiöir árlega vörur aö verömæti rúmlega 1.000 milljónir getur ekki endurnýjaö vélakost sinn um 100 milljónir nema leggjast marfiatt og snapa þetta fé meö harmkvælum úr 6-7 opinberum og hálfopinberum sjóöum. Þessi fjárfesting er þó ekki meiri en sem nemur tiu prósentum af ár- legu söluverömæti framleiðsl- unnar. Betra er seint en aldrei A undanförnum mánuðup hefur mikiö veriö rætt um iönáö og iðnaðaruppbyggingu, og þá einkum smáiöju. Nú á aö breyta tollum þannig aö islenzk iön- fyrirtæki þurfi ekki aö greiöa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.