Alþýðublaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL Fimmtudagur 20. janúar 197/. .Sta&íd alþýðu- blaöið tltgefaadi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Biaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Smjörfjöll og hungurgrátur barna Á undanförnum mán- uðum hefur verið hart deilt hér á landi um efna- hags- og launamál. Efna- hagslega hefur talsvert þrengt að þjóðarbúinu frá því sem áður var. Þó er alvarlegast hve kaup- máttur launa verkafólks hefur rýrnað. Á sumum alþýðuheimilum jaðrar við gjaldþrot, og lang- flestir eru sammála um, að verulega þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu. Þessar stað- reyndir blasa við í hinu islenzka velferðarþjóð- félagi. Þegar íslendingar meta kjör sín er oftast gripið til samanburðar og leitað til hinna Norður- landanna. Yfirleitt er ekki farið lengra. En ef á hinn bóginn er litið fram- hjá þessum auðugustu velferðarþjóðfélögum veraldar verður allur samanburður íslending- um mjög í hag. Sú skoðun er þó ríkjandi, að við eig- um að miða við það bezta og ekki það sem lakara er. Þótt fjarri sé því, að Alþýðublaðið vilji gera litið úr ríkjandi erfiðleik- um á íslandi, er stundum hollt og gott að beina sjónum sínum út fyrir landamærinog líta á þá mælistiku, sem við notum til að meta afkomu okkar og lífskjör. íslendingar þurfa ekki að kvarta undan atvinnu- leysi né matarskorti. Hús þeirra eru betri en víðast þekkist. Enn er þjóðin ekki fjölmennari en svo, að einstaklingurinn eigi ekki hjálpar von, ef hann leitar eftir henni. Vanda- mál milljóna þjóðfélaga hafa gert várt við sig, en eru ennþá ekki allsráð- andi. vegna þess að viljinn var f yrir hendi og landið gott, sem þjóðin býr í. Það ætti að vera auð- velt fyrir íslendinga að skilja nauð mikils meiri- hluta mannkyns, sem stafar af hungri og nær- ingarskorti. En það er einsog þjóðin vilji ekki af þessum vanda vita. Börn með útblásna maga og Það er ekki langt síðan, ef tekið er mið af ævi þjóðar, að íslendingar bjuggu við sult og seyru. Bylting í framfaraátt hefur orðið á nokkrum tugum ára, — islendingar stigu beinlínis út úr moldarkofum inn í stein- steypuhallir. Þessi þróun hefur kostað mikla bar- áttu og gífurlega vinnu. Þetta var unnt að gera beinaberir og deyjandi unglingar eru þúsundir kiiómetra frá íslands- ströndum.Grátur barna, sem eru dæmd til að deyja nokkurra mánaða gömul, berst ekki hingað norður í haf. Það hrikalegasta við næringarskort mikils meirihluta mannkyns er það, að kæligeymslur ríku þjóðanna eru yfir- fullar af smjöri og kjöti og það flóir út úr korn- turnunum. — Á síðasta ári jókst kornframleiðsla i heiminum um 8% og hveitiframleiðsla í þró- unarlöndunum jókst að- eins um 2,5%. — ( mörg- um þróunarlandanna hafa ibúarnir ekki einu sinni vald yfir eigin framleiðslu. Einokunar- hringar og stórveldi eru þar með fingurna og hirða afraksturinn á meðan sveltandi íbúar horfa á. Þar eru kommúnista- ríkin engu betri en auð- valdsrikin. Og á sama tíma hlaðast upp smjör- fjöll og þurrmjólkur- haugar hjá ríku þjóð- unum. Þannig er talið, að Ef nahagsbandalagsríkin eigi nú 1400 milljónir lesta af þurrm jólkurduf ti. Reynt er að koma því í verð með því að selja það sem skepnufóður.i Noregi eru nú til yfir 3600 lestir af umf rambirgðum í smjöri. Þetta eru aðeins smádæmi um öfgarnar. (slendingar hafa kynnzt smjörfjöllum og kjötbirgðum. Þeir eiga gnótt matvæla og enginn líður fæðuskort. — Staðreyndin er sú, að vandamál daglegs lífs á íslandi eru hreinir smá- munir, þegar litið er til þróunarlandanna og þeirra hörmunga, sem í- búar þeirra líða. — Auð- vitað ber (slendingum að berjast stöðugt fyrir bættu og betra þjóðfélagi. En á sama tíma ættu þeir að hafa í huga hve vel þeim er borgið og f ramar öllu öðru að gleyma ekki skyldum sínum við svelt- andi heim. —áG— orion skrifár: Verðbólgan og verkalýðsforystan Ekkert mannsbarn á landinu hefur komizt hjá þvi aö merkja áhrif veröbólgunnar undanfarin ár, svo ofsalegur vöxtur hefur veriöá henni. Stjórnarherrarnir hvetja allan almenning til þess aö gæta hófsog margtóku fram i áramótagreinum sinum nat.ö syn þess aö kunna nú hóf á kröf- um sinum viö væntanlega samningai vor. Þetta getur ver- iö raunhæfur boöskapur. EF stjórnvöld sjálf færu eftir þvi er þau biðja almenning að gera. Þaö er meö öörum oröum aö sýna gott fordæmi varöandi veröbreytingar upp á viö. En þvi miöur, hiö opinbera gengur hér ósvifiö á undan meö kröfur um stórhækkanir. Má þar til- nefna, aö póstur og simi hafa hækkaö þjónustu sina um 35% á minna en ári og rafmagnið hækkar, hitaveitan hækkar, flutningsgjöld hækka og fleira og fleira. Svo er sagt úr hvita gamla fangelsinu: Fariö var- lega, minir elskulegu, annars fer allt i strand. Manni getur dottið I hug, aö hér sé talaö meö bundiö fyrir augun og ekki séu menn meðvitaiidi hvaö hægri höndin aðhefst. Já, hvaö gerir hægri höndin, hinir nýju sterku jónar. Þeir eru ekki i vandræöum, ákveöa hæstu OKURVEXTI á athafna- lifiö og i raun brjóta islenzka löggjöf um okur meö þvi, en enginn þorir aö lyfta litla fingri og kæra þessa herra, þvi a,t- vinnulifiö er svo ' mergsogiö vegna ýmissa stjórnunarað- geröa, bæöi af hálfu opinberra aðila og svo ömurlegra ákvarö- anatöku einkaeigenda, að hund- flatir veröa menn aö liggja og taka viö hverju sem aö þeim er rétt. Afleiöingin er meiri og geigvænlegri veröbólga hér á undanförnum árum en áður eru dæmi til. Menn koma saman á margvislega stjórnunarfundi og ráöstefnur og sitja til borös meö þessum vaxta-okur-furstum en hafa ekki einurð I sér til aö krefjast þess, aö þessirmenn er hafa borið ábyrgö á fjár- málastefnunni hér á landi siöastliöin 20 ár. Sú fjármála- stefna hefur kostaö islenzka sparifjáreigendur marga tugi milljaröa og enn mun halda áfr- am á sömu braut, nema almenningur taki til sinna ráöa. Ekkert ber stjórnleysinu meir vitni en einmitt veröbólgan og útgáfa á rikisskuldabréfunum hjá Seölabankanum. Ef rétt er munaö var byrjaö meö Utgáfu-á þessum bréfum 1963 og þá meö 50 mill- jónum, er jafngildi í dag um 850 milljónum. Nú er svo komiö að framundan er milljaröa útgáfa árlega fyrst og fremst til þess aö RIKISSJÓÐUR geti greitt út eldri bréf meö verðminni pen- ingum. Þetta kalla menn svo sumir hverjirgóöa latinu og fólk eigi meö þessu aö „varöveita gildi peninga sinna. Þaö er fals- kenning, þvi aö meö þessu er fólk I raun svipt frjálsum sparn- aöi, er ævinlega hlýtur aö vera undirstaöa undir heilbrigt at- hafna lif i landinu. Þó vextir hér séu nú 22% á vissu sparifé, segir þaö ekkert á móti 35-50% veröbólgu. Hins vegar veröur atvinnurekandinn aö reikna meö vaxtakostnaöi hjá sér og nú þegar semja á um kauphækkun innan tiltölulega skamms tíma, munu verkalýösleiötogar finna fyrir vaxtastefnu jónanna og minna kaup veröur uppskeran þe ss v egna. Þaö er þvi vegiö tv i- vegis i sama knérunn meö þess- ari fáránlegu vaxtapólitík. HUn sviptir nU sparifjáreigendur á annan milljarö I kaupmætti á ári. Getur verklýösforustan þagaö? Þessi vaxta stefna er þvi vitlausari og geggjaöri þeg- ar skoöaö er hver aöstaöa iönaöarins er til aö mæta harö- ari samkeppni erlendis frá. Orkuverð er hér miklu hærra, svo undarlegt sem það er fyrir íslendinga. Þá er þrautlending- in aö láta vitleysuna og „spek- inga "-pólitikina koma fram MEÐ LÆGRI LAUNUM FYRIR VERKAMENNINA EÐA IÐNAÐARMANNINN. ÞETTA VERÐUR AÐ STÖÐVA. Þetta veröur verk- alýösforustan aö gera sér vel grein fyrir nú og knýja fram raunhæfa lausná þessu. Þaö eru mjög miklar kjarabætur og kemur mörgum eldri mann- inum vel. Þúsundir manna er komin eru á efri ár, sjá afrakst- ur vinnu sinnar veröa aö engu á báli verðbólgunnar. Er til of mikils mælzt viö verkalýðsfor- ustuna i dag, að hún taki þetta vandamál meö viö næstu kjara- samninga? EIN- DÁLKURINN jStóriðja - jhvernig jog hvar? • Undanfarna daga hafa • fjölmiðlar fengið hverja 2 áskorunina á fætur ann- Z arrium að reist verði ál- Z ver hér og þar um land- 2 ið, austan, sunnan og jnorðan, — athuganir ; verði framkvæmdar tii • að ganga úr skugga um J hvort ekki sé rétt að Z reisa álver og höfn við Z Dyrhólaey, eða við JÞykkvabæ. Og Þingey- • ingar hafa dustað rykið • af gamalli samþykkt um Z að þeirra sveit verði Z könnuð þar sem Eyja- ífjörður sé sennilega • dottinn úr dæminu • vegna undirtekta jheimamanna þar. J Þetta veldur manni óneitanlega • furðu. Af hverju eru álver allt i • einu svona afskaplega heillandi? • Alita hefði mátt, að reynslan af í Straumsvikurverksmiöjunni væri • ekki beinlinis hvetjandi til áfram- Jhaldandi áliðjuframkvæmda. En • nú er allt i einu eins og allir vilji 2 álver heim i hlað. • Sá þáttur sem alltof litið hefur 2 veriö ræddur i sambandi við stór- • iðjuframkvæmdir eins og þær , sern nU eru á döfinni, er hinh • félagslegi þáttur. Hvaða áhrif 2 það hefur á litil byggðalög aö fá • heim i hérað iöjuver á borö viö 2 álverksmiöju sem veitir t.d. 600 • manns atvinnu. 2 Reynsla Norðmanna t.d. er sú, • að bygging slikra iðjuvera i fá- 2 mennum byggöalögum hafi i för • með sér stórfellda röskun á stað- 2 bundnum félagslegum og um- • hverfislegum aöstæöum. Þegar 2 slikar verksmiöjur eru settar á • fót draga þær gjarnan aö sér 2 starfskrafta úr öörum þeim at- • vinnugreinum sem i héraðinu 2 hafa veriö stundaöar, svo sem • landbúnaöi, þjónustufyrirtækjum 2 alls konar, fiskvinnslu og slíku. • Þetta hefur haft i för meö sér 2 stöðnun og jafnvel hrun sli'kra at- • vinnufyrirtækja, sem hafa verið 2 búin að koma sér á fastan grund- • völl áöur en stóriöjan kom til sög- 2 unnar. • tltlend stóriðjufyrirtæki eru 2 ekki til þess fallin aö jafna aö- • stöðuna i byggðum landsins eða 2 tryggja heimafólki þau ráö yfir • eigin hag, sem ætti þó aö vera 2 markmið raunsærrar byggða- • stefnu. Slik fyrirtæki falla, eöli 2 sinu samkvæmt, illa aö smáum • samfélagseiningum kauptúna og 2 kaupstaöa hér á landi og þvi fer • varla hjá þvi aö þau valdi spennu 2 og togstreitu. Þetta gildir raunar • jafnt þótt um allslenzk fyrirtæki 2 væri aö ræöa. • Hér er ekki veriö að halda þvi 2 fram, aö orkufrekur iönaöur eigi • hvergi og undir engum kringum- 1J stæðum rétt á sér. A nokkrum • stöðum Uti á landi mætti reisa siik 2 iðnaöarver i tengslum við þá at- • vinnuvegi sem I þeim byggöar- •lögum erurikjandi. Þarmá nefna 2áburöarframleiöslu fóöurefna • ylrækt, og hvað snertir úrvinnslu 2úr innlendum hráefnum efnaiðn- • að margskonar. • En áráumórarnir um álverk- ^smiðju á sérhverri hafnlausri Jströnd eru óraunsæir. Ekki að- ^eins frá umhverfislegu sjónar- Jhorni, heldur einnig félagslegu. • —hm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.