Alþýðublaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 11
Carter ti íkur við embætti Ban idarí kjaforseta í dag asbJSf’Cf-t' ~4jl - yfc! »j1'-* '-á»4k <>?•'48?’^staflK<v ■ ■.*" Bæjarmörkin I Plains HVER ER HANN, HVAÐAN KEMUR HANN OG HVERT ÆTLAR HANN? Hér segir frá Plains, heimabæ Carters í Georgiu í dag tekur Jimmy Carter við embætti forseta Bandarikjanna, og verður um ieið einn voldug- asti maður veraldar. — Margt hefur verið skrifað og skrafað um þennan mann: hver er hann, hvaðan kemur hann og hvert ætlar hann? Einni þessara spurninga er leitast við að svara i þessari grein. Hún segir frá þvi umhverfi, sem Carter ólst upp i, bænum Plains i Georgiu. — Þessi grein er eftir norskan biaðamann, Kirsten H. Buzzi, og fer hér á eftir þýdd og endursögð. Daglega flykkjast feröamenn þúsundum saman til Plains i Georgiu. Þessi smábær er aðeins byggður 684 ibúum og var áður kyrrlátt og friðsamt byggðarlag. En eftir að Jimmy Carter var kosinn forseti hefur bærinn orðið fjölsóttasti ferða- mannaáfangi i Bandaríkjunum. Flestir forseta Bandarikj- anna, varaforseta og frambjóð- enda til forsetakjörs hafa komið frá smábæjum, þrátt fyrir það að meginhluti Bandarikja- manna býr i stórborgum. Það eru aðeins 3 af 20 Bandarikja- forsetum á siðastliðnum 100 árum, sem hafa átt uppruna i stórborgum. Þeir eru Theodore Roosevelt frá New York, Taft frá Cincinnati og John F. Kennedy frá Boston. Aðrir hafa komið frá smá- stöðum með nöfnum eins og Stonewell, Point pleasant, Russel og Caldwell, sem aldrei hefðu komizt á blað I veraldar- sögunni, hefði það ekki verið vegna þess að þeir voru æsku- stöðvar forseta. En smábærinn Plains i Georgiu er þó smæstur allra með aðeins 684 ibúa. Bandariskir sálfræðingar og félagsfræðingar fullyrða, að smástaðir þroski fremur öðrum forystuhæfileika manna. Þar þekki allir alla og hver einstak- lingur beri viðtækari ábyrgð, hver fyrir öðrum. Þar hafi menn einnig ineiri áhrif, hver og einn, á það sem er að gerast hver ju sinni og auðveldara sé að sjá árangurinn af starfi manna. Uppvöxtur i smábæ knýi menn til að þroska persónuleika sinn jafnframt þvi sem samhygð með öðrum aukist rikulegar en i stórborgum. En hvort sem menn álykta, að það sé vegna þess, að Jimmy Carter er uppfæddur i smá- bænum Plains, eða ekki að hann var kjörinn forseti, er það eitt vist, að Carter hefur haft si áhrif á staðinn. Enda bótt Carter hafi verið rikisstjóri i Georgiu og hann og fjölskylda hans hafi verið áhrifarik i Plains, var staðurinn með öllu óþekktur i Banda- rikjunum eins og utanlands þar til Jimmy Carter kom fram á sjónarsviðið sem frambjóðandi við forsetakjör! Nú er þessi fámenni og frið- sæli Suðurrikjabær, með sina 684 ibúa daglega heimsóttur af um 2000 ferðalöngum. Við það bætist, að 3 stærstu sjónvarps- félög Bandarikjanna, hafa þarna hvert sina sjónvarpsblla með áhöfnum og fullt er af fréttamönnum og ljós- myndurum viðsvegar að. Akvörðun Carters um að búa i heimabæ sinum til þess tima að hann tekur við forseta- embættinu, hefur einnig valdið þvi, að þangað er stöðugur straumur leiðtoga, pólitikusa og ráðgjafa, til að taka þátt i alls- kyns ráðstefnum. Þarna eru þó hvorki hótel né mótel og sam- göngurnar við bæinn eru ekki beysnar. Aðeins smáflugvélar geta lent á flugvellinum, járn- brautarviðkomur engar s.l. 20 ár og aðeins ein áætlunarbilferð á dag! Þarna er raunar pósthús, sex til sjö sölubúðir, bankaútibú, hárgreiðslustofa, bensinaf- greiðsla, sem Billy, bróðir Cart- ers rekur og fornverzlun, sem frændi hans Hugh A. Carter á. Fram að þessu hefur þetta verið allt, sem byggðarlag af þessari stærð þarfnaðist. Hinsvegar eru 6 kirkjur i bænum og þar af 2 babtistakirkjur þar sem þel- dökkir áttu ekki aðgang að kirkju hinna hvitu og urðu að byggja sér kirkju i öðrum bæjarhluta! En eftir að Carter hafði verið kosinn forseti, beitti hann sér fyrir þvi að söfnuðirnir samein- uðust, enda hafði hann fengið um 80% af atkvæðum hinna þel- dökku! Járnbrautin klýfur Plains i tvo hluta. öðru megin hennar eru stór ibúðarhús, vel máluð og rikuleg, en hinum megin er allt fátæklegra. Þar búa þeir svörtu. Flestir ibúanna lifa af jarð- hneturækt, annaðhvort sem ræktunar- eða vinnumenn á ekrunum. Carterfjölskyldan á og rekur meirihlutann af ekrun- um i Plains og Billy Carter hefur tekið við rekstrinum, sem Jimmy ánafnaði fjölskyldunni þegar hann var kosinn forseti. Hann vildi ekki vera bendlaður við að nota aðstöðu sina sér til fjárhagslegs framdráttar. Að öðru leyti er einnig ræktað dálitið af baðmull, mais og soyabaunum umhverfis Plains og þar er einnig rekin tilrauna- stöð fyrir landbúnað. Það kostar alls ekki svo mikið að fara sýniför um Plains og nágrenni og sjá þar allt það sem á einhvern hátt er bundið Carter. Þar má meðal annars nefna sjúkrahúsið þar sem hann fæddist, tréð sem hann lék sér i sem krakki, staöinn þar sem hann bað konunnar sinnar, en hún er einnig ættuð frá Plains, og skólann þar sem yngsta dótt- irin, Amy, hefur sótt fram til þessa. Aki menn hægt framhjá bústað Carters má sjá I svip ibúðarhús hans bakvið nokkur tré. Hans er nú vandlega gætt af öry ggislögreglumönnum. Flestir ibúar Plains virðast kæra sig kollótta um allan þenn- an fyrirgang, ennþá að minnsta kosti. þessum aldri sem ég hefi náð.” En þeldökku unglingarnir eru alls ekki uppi i skýjunum vegna lifsmöguleika i Plains. Þeir láta óspart I ljós, að þeir myndu flytja burtu ef kostur væri, vegna rótgróins atvinnuleysis langtimum saman. öðru máli gegnir um verzl- unarstéttina I Plains. Flestir hafa tifaldað umsetningu sina á árinu sem leið og ætla að stækka við sig. Uppi eru áform um að koma á fót ferðaskrifstofu, til þess að dreifa mannfjöldanum á nærliggjandi staði, þar sem margt merkilegra er að sjá en I Plains. En ferðafólkið kemur hingað, þó hér sé ekkert að sjá, segja þeir höfuðhristandi! Fasteignaverð hefur rokib Lillian, móöir Carters, skrafhreifin, þrátt fyrir 79 árin Eftir forsetakosningarnar komst Plains sannarlega i sviðsljósið. Ferðamenn flykkjast um verzlanirnar og kaffihúsin við aðalgötu bæjarins. Þeir standa i löngum biðröðum, til þess að fá eigin- handaráritanir og örstutt spjall viö „gamla kvenskörunginn” Lillian, móðir Jimmy Carters er 79 ára að aldri og tók ákafan þátt i ksoningabaráttunni. Nú fer hún daglega niður á kosn- ingaskrifstofuna, til að spjalla og gefa eiginhandaáritanir. í Plains er hægt að fá allt mögu- legt og ómögulegt milli himins og jarðar, sem merkt er Jimmy Carter og minjagripasalarnir lifa sina gullöld. Stofnað hefur verið til jarðhnetusafns, þar sem hægt er að fá að vita alla hluti um jarðhnetur. En þó flestir, sem til Plains koma láti nú lita svo út sem þeir hafi kosið Carter, fékk hann ekki nema 481 atkvæði þar en Ford 99. „Enginn hafði heyrt um Plains fyrr en öll þessi ósköp duttu á”, segir landbúnaðar- verkamaður, sem hefur átt þarna heima i meira en 50 ár. „Nú streymir hingað fólk frá öllum heimshornum. Okkur Hkar vel hér og fjölskyldu minni þykir bara gaman að öllum fyrirganginum”, bætir hann við. „En hér hafa menn engin uppgrip, fremur en annarsstaðar I Suðurrikjunum. Bróðir minn hefur t.d. flutzt til . Norðurrikjanna og vinnur þar fyrir miklu hærri launum. En þar er lika dýrtiðin miklu meiri, svo ég fer ekki héðan. Auk þess er mesti galsinn úr manni á upp úr öllu valdi i Plains. Allir vilja búa i grennd við forsetann þó öðrum þjóðum sé slikt tor- skilið. En þeir eru einnig til, sem eru ekki hrifnir um skör fram, t.d. fjölskylda, sem hafði flutt þangað fyrir tveim árum og hafði rétt hreiðrað notalega um sig og axlaði sin skinn i flýti, þegar ósköpin hófust, og varla var þverfótað um göturnar fyrir ferðalöngum! Trúlegt er að þetta haldi áfram næstu fjögur ár, þvi for- setinn hefur sagt, að hann muni nota hvert tækifæri, sem hann færfrá embættisstörfum til þess að „koma heim”. Billy bróðir hans sótti nýlega um starf sem formælandi bæjarins og undir þvi kjörorði að viðhalda þvi sem er og hamla móti breytingum og útþenslu i Plains og reyna að losa sig við feröamannastrauminn. Hann féll I þeim kosningum!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.