Alþýðublaðið - 22.01.1977, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 22.01.1977, Qupperneq 6
„Humor er leiðarljós í frásagnargerð Pétur Gunn arssonar . . . Það er oft hrein unun að lesa þenn an texta . . . hrífandi skemmtileg og umhugsunar verð . . . dýrleg lesning." Árni Þórarinsson. Vísir Punktur punktur komma strik fyrsta skáldsaga Péturs Gunnarssonar seldist upp á þrem vikum-ný prentun senn á brotum fréttir alþýöu- Laugardagur 22. janúar 1977. MaAiA Arkitektar nýja Borgarleikhússins: Guömundur Kr. Guömundsson, Þorsteinn Gunnarsson og Ólafur Sigurösson „ÞETTA ER EKKI STÓRT LEIKHÚS” Rætt við arkitekta nýja Borgarleikhússins Fyrsta skóflustungan að nýju Borgarleikhúsi i Reykjavik var tekin fyrr i vetur. Fram- kvæmdir eru nú i full- um gangi og er áætlað að fyrsta áfanga húss- ins verði lokið i júli- mánuði í sumar. Séð fyrir flestum þörf- um nútímaleikhúss. — 1 leikhúsinu er séö fyrir flestum þörfum sem nútlma- leikhús gerir kröfur til, sagöi Þorsteinn Gunnarsson einn arkitekta hússins er Alþýöu- blaöiö átti viötal viö þá ekki alls fyrir löngu. Aörir arkitektar hússins eruþeir Guömundur Kr. Guömundsson og Ólafur Sigurðsson. t viðtalinu kom meöal annars fram að mestu breytingar i leik- húsinu, miðaö við þaö sem nú er, munu veröa á tæknisviöinu. Þaö er aö segja þvi sem gerist á bak við tjöldin og áhorfandinn verður ekki var viö. Þannig er gert ráö fyrir tvöföldu hring- gólfi á sviði, þar sem hægt mun veröa aö skipta um leiksvið fyrirhafnarlitiö. Þá er gert ráö fyrir vögnum sem hægt er aö aka inn á sviöiö meö fullkominni sviösetningu og sföan út aftur eftir notkun. Þá er þeim ekið i geymslu á bak viö og þeir geymdir þar til næstu sýningar. Með þessari tilhögun ætti aö vera unnt aö hafa ólikar leik- sýningar meö ólikum leik- sviöum á stuttum tima, meö mun minni tilfæringum en nú er nauösynlegt. í þessu felst mikill peningasparnaður. Aðstaða i Iðnó bágbor- in Þaö hefur háö Leikfélagi Reykjavikur mikiö siöustu ár, hve húsnæði i Iönó er tak- markaö. Aöstaöa er öll mjög bágborin og geymslurými litið sem ekkert. Hefur Leikfélagiö þvi þurft að leigja út húsnæöi um allan bæ undir leiktjöld og annaö. I nýja Borgarleikhúsinu er séð fyrir öllum slikum’ þörfum. 011 starfsemi á einum stað, svo sem málningarherbergi, smiöa- aöstaða, leikfimi og dans- æfingasalir. Gert er ráö fyrir tuttugu og fimm fastráönum leikurum við húsiö en búningsherbergi eru fyrir mun fleiri. Búningsklefar eru allir tveggja manna, á neöri hæö hússins. Þar er einnig snyrti- og ,,smink”aöstaöa fyrir leikarana. Ekki stórt leikhús t leikhúsinu er gert ráö fyrir tveimur sölum. Mun sá stærri taka um fimm hundruö manns i sæti en sá minni um 150 til 240 manns. Er þar gert ráö fyrir hringgólfi, þar sem áhorfendur sitja i kringum leiksviðiö og mun þaö vera nýjung hérlendis. — Þetta er ekki stórt leikhús miðað við Evrópu i dag. HUsiö sjálfter stórt, en leikhúsið ekki, sögðu arkitektarnir. t hljómsveitargryfju er pláss fyrir allt að 30 manna hljóm- sveit. 1 kjallara er svo Leikhús- kjallarinn þar sem mun verða veitingaaðstaöa. Byrjað að leika 1985! Sem fyrr segir á fyrsta áfanga að ljúka i júlí næstkomandi, og mun þá vera komin botnplata hússins. öðrum áfanga á að ljúka seinnihluta árs 1977 og fyrri hluta 1978. Vesturhluti yfir kjallara á að vera tilbúin 1979 og austurhluti 1980. Möguleiki er á aö húsiö geti oröiö fokhelt 1980. — Þaö veröur fariö aö leika þama 1985 sagöi Guömundur Kr. Guðmundsson og töldu sam- starfsmenn hans það vel hugsanlegt. Þaö þýöir þá leikiö veröur i húsinu ófullgerðu og aöeins aö litlu leyti. —AB Teikning af leikhúsinu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.