Alþýðublaðið - 22.01.1977, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 22.01.1977, Qupperneq 7
mIISm** Laugardagur 22. janúar 1977. ÚTLðNDll Það verður ekki átaka- laust fyrir Carter að skerða útgjöld til hermála Jimmy Carter sór í gær embættiseið sem 29. forseti Bandarikj- anna. Hann sigraði Gerald Ford þáverandi forseta i geysijöfnum kosningum 2. nóvem- ber á siðasta ári. Kosningabarátta þeirra kumpána var hörð og mörg stór loforð gefin, — á báða bóga. Eitt af þvi sem vakti hvað mesta athygli var fyrirheit Carters um að skerða verulega fjárveitingar til hermála. Þessi yfirlýsing kom mönnum nokkuð i opna skjöldu eftir ihlutan Sovétmanna i striðið i Angóla. Margir höfðu á þeim illan bifur og grunuðu þá um að vilja seilast til áhrifa viðar i skjóli hersveita bUnum sovézk- um vopnum. Það sem ef til vill vakti hvað mesta gremju manna vestan hafs var hve stutt var um liðið frá undirritun Helsinkisamkomulagsins. Maður með bein i nefinu Yfirlýsing Carters vakti ýmsar spurningar. Var hér kominn bandariskur forseti sem var þess albúinn að taka fyrsta skrefið i þá átt að draga úr vopnakapphlaupi stórveld- anna? Við þvi hefur ekki fengizt svar, — ennþá, en i Banda- rikjunum hefur margt athyglis- vert átt sér staö sem maður hlýtur að lita á með hliðsjón af yfirlýsingu Carters. „Svarta skýrslan” I fyrrasumar kallaði Ford, þáverandi forseti, saman hóp varnarmálasérfræðinga til þess að rannsaka gögn sem banda- riska leyniþjónustan hafði viðað að sér um hernaðarmátt og fyrirætlanir Sovétmanna. Sérfræðingar þessir komust að niðurstöðu sem vægast sagt var öllu alvarlegri en sú sem sér- fræðingar leyniþjónustunnar höfðu komið sér saman um. Þess ber þó að geta, að i banda- riskum fjölmiðlum hefur verið getið um þennan hóp varnar- málasérfræðinga sem saman- safn svartsýnismanna, og samsetning nefndarinnar hafi óhjákvæmilega leitt af sér þær niðurstöður sem nefndin lét frá sér fara. Jimmy Carter var þvi nokkur vandi á höndum i gær þegar hann settist i forsetastólinn. Þá lá á borðinu skýrsla sérfræðinga sem komizt höfðu að þeirri niðurstöðu að markmið Sovét- manna væri að komast fram úr Bandarikjunum i vopna- kapphlaupinu. Einn af yfir- mönnum upplýsingaþjónustu Utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, Cyrus Vance, í hdpi nokkurra baráttugiaöra herforingja. Jimmy Carter, tekst honum að standa við þau fyrirheit sem hann gaf i hita kosningabaráttunnar. flughersins, George Keegan jr. hefur reyndar látið hafa eftir sér að Sovétmenn hafi þegar tekið forystuna. Margirálita aö þessar yfirlýsingar séu til þess eins gerðar að freista þess aö binda hendur forsetans i afstöðu hans til varnarmála, og það verður athyglisvert að fylgjast með lyktum þessa máls. Niðurskurður sem svarar til 5-7 milljarða dala í kosningabaráttunni sagðist Carter vilja draga úr framlagi rikisins tilhermála sem næmi 5- 7 milljörðum dala. Útgjöld rikisins vegna hermála voru i fyrra 113 milljarðar dala en áætlun sú sem Ford fyrrverandi forseti gerði fyrir árið 1977 hljóðar upp á 123 milljarða. Efndirnar Menn velta þvi fyrir sér hverjar efndir verða á kosningaloforðum Carters. Margt þykir benda til þess að honum muni veitast erfitt að standa við fyrirheit um að draga úrútgjöldum til hermála, og nú nýlega lét varnarmála- ráðherra hans hafa það eftir sér að liklega yrði auknu fé varið til þeirra hluta á árinu 1977 miðað við árið þar á undan. Sjálfur vill Carter ekki viður- kenna að hann geti ekki staðið við loforð um niðurskurð, en ef marka má mál manna i Wash- ington (þar hefur talsmaður Carters látið i það skina að loforð þetta hafi aldrei verið gefið) má telja vist að ekki verði um niðurskurð að ræða á fyrsta ári Carters i forsetastóli. Haukar og dúfur Eftir að James Schlesinger var settur af sem varnarmála- ráðherra 3. nóvember 1975 hafa harðar deilur orðið milli þeirra sem oft eru kállaðir „haukar” og „dúfur” i bandariskum her- málum. Það sem varð Schlesinger að falli var skoðanaágreiningur sem upp kom milli hans og Kiss- ingers. Þrátt fyrir að Schles- inger sé nú i þeim hópi manna sem Carter hefur kvatt til liðs við sig og megi eiga von á þvi aö verða orkumálaráðherra má ekki taka það sem svo að Carter hafi bælt niður raddir „hauk- anna”. Þvert á móti hefur hann látið undan þeim meira en við hefði máttbúasteftir fyrri yfir- lýsingar hans. Ekki minni hernaðar- máttur, heldur sparn- aður Carter hefur aldrei sagt það beinum orðum að hann vilji draga úrhernaðarmætti Banda- rikjanna, heldur að með sparnaði og betri nýtingu megi draga úrútgjöldum til hermála. Þessi orð hafa vakið nokkurn ugg i brjóstum forsvarsmanna hins geysivolduga bandariska hergagnaiðnaðar og þeir þvi snúizt til varnar. Þvi verður ekki neitað að hergagna- iðnaðurinná gifurlega sterk itök ibandarisku stjórnmálalifi. Svo sterk að ýmsir telja að lýðræðinu sé hætta búin úr þeirri átt. Það er þvi vart viö miklum tiðindum að búast frá þristirninu Carter, Vance og Brown hvað varðar niðurskurð á fé til hermála á næstunni. ES Reykingar Norðmanna á undanhaldi ÞVl BETUR MENNTAÐIR ÞVÍ FÆRRI REYKINGAMENN Reykingar Norðmanna á undanhaldi. Því betur menntaðir, því færri reykingamenn! Norska læknablaöið birtir niðurstöður könnunar á reyking- um fólks I Noregi. Eins og gefur að skiija er hér um úrtak að ræða, meðal ýmissa atvinnustétta, en þetta kemur i ljós. Nálægt 20% af 570 nemendum i tækniháskólanum i Þrándheimi reyndust vera reykingamenn. Um 10% höfðu reykt en voru hætt- ir. Þetta er það sem til karla nær. Þrettan % af kvenstúdentum reykti og 4% höfðu reykt og hætt. 1 ljós kom, að aldur flestra, sem höfðu hætt. reykingum var frá 18- 22 ár! Samkvæmt sömu könnun kom i ljós, aö meðaltal reykingafólks utan menntastéttanna var 48%. Langflest af reykingafólkinu hafði byrjað reykingar á 14-17 ára aldri, sumt yngra, og þvi virtist hættara um framhald. Það virtist koma glögglega i ljós, aö reykingafólk i námi stæöi sig áberandi verr en þeir, sem ekki reyktu, að minnsta kosti ef miðað Framhald á bls. 10 K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7 1ZIIII — 7 12111 TRULOFUNARHRINGA jlolwnucs Kciissoii IL.uin.iUrQi 30 é*nni 10 200 Dúnn Síðumúla 23 /ími 64200 Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Simai 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.