Alþýðublaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 12
BORGARSTJÓRN Á MARAÞONFUNDI
LAUGARDAGUR
22.JANÚAR 1977
Meirihlutinn felldi tillögu
um lækkun útsvara!
Magn- og krónutölusamdráttur í framkvæmdum á
vegum borgarinnar, segir Björgvin Guðmundsson
Siðari umræða um
fjárhagsáætlun Reykja-
vikurborgar fyrir árið
1977 fór fram á fundi
borgarstjórnar sem
hófst klukkan 17 i fyrra-
dag eins og fram kom i
viðtali við Björgvin
Guðmundsson borgar-
fulltrúa i blaðinu i gær
lögðu fulltrúar minni-
hlutaflokkanna fram
sameiginlegar tillögur
um viðamiklar
sparnaðarráðstafanir i
rekstri borgarinnar auk
þess sem einstakir full-
trúar voru með sjálf-
stæðar tillögur i sömu
átt.
Afgreiðsla þessarar fjárhags-
áætlunar var sannarlega ekkert
áhlaupaverk. Fundinum sem
hófst eins og fyrr sagði klukkan 17
i fyrradag og lauk honum ekki
fyrr en klukkan sjö i gærmogun
eftir 14 tima.
Þrjár tillögur minni-
hlutans samþykktar
Á þessum fjórtán timum af-
rekaði meirihlutinn það meðal
annars að fella tillögu um lækkun
útsvara á Reykvlkingum um 269
milljónir króna, fella tillögu um
að nýta til fulls heimild til
álagningar aðstöðugjalds sem
hefði fært borginni 150 milljónir
króna, fella tillögu um byggingu
leiguibúða á vegum borgarinnar
sem og um byggingu söluibúða,
hækka rekstrarkostnað borgar-
innarum 40%, en framkvæmdir á
vegum hennar um aðeins 15%.
Þrjár af tillögum minnihlutans
voru samþykktar. Það voru til-
laga um að hefja byggingu
B-álmu Borgarspitalans um
fjölgun gæzluvalla og fullkomnari
starfsvelli og um holræsagerð.
Geta ekki samþykkt til-
lögur þótt sammála séu.
Það vakti athygli við um-
ræðurnar um húsnæðismál, að
Magnús L. Sveinsson verkalýðs-
Stuðningur við
Styrktarfélag
lamaðra
og fatlaðra
Borgarstjórn samþykkti i
gær tillögu frá þeim Björgvin
Guðm undssyn i, Albert
Guömundssyni og Páli Gisia-
syni þess eðlis, aö Styrktar-
félagi lamaöra og fatlaöra
skyldi veittur stuöningur á ár-
inu, og aö borgin skyldi
gangast fyrir viöræðum viö
heilbrigöisráöuneytiö og
Tryggingarstofnun ríkisins, til
að tryggja framtlöarrekstur
endurhæfingarstöö félagsins.
Ekki varunnt aö samþykkja
beinan fjárhagslegan stuöning
viö félagiö, þar sem beiöni
þar um barst borginni of seint
til aö unnt væri aö taka slikan
stuöning inn á fjárhagsáætl-
un. Hins vegar sýndu borgar-
fulltrúar vilja sinn í verki meö
þvi aö samþykkja þessa tU-
lögu þremenninganna sam-
hljóða. —hm
frömuður Sjálfstæðisflokksins
mælti eindregið gegn þvi aö borg-
in byggði leiguibúðir. Sérstaklega
tók hann það fram I máli sfnu, að
hann væri á móti þvi að reisa
leigufbúðir fyrir ungt fólk sem er
að byrja búskap. Astæðulaust
væri fyrir borgina að beina sjón-
um að sliku fólki sérstaklega.
Þeim af sameiginlegum tillög-
um minnihlutans sem ekki voru
beinlínis felldar, var yfirleitt
visað til nefnda eöa ráöa á vegum
borgarinnar. Slikt er gert við þær
tillögur sem meirihlutinn er f
hjarta sínu samþykkur en getur
ekki veriö þekktur fyrir að sam-
þykkja, þar sem þær eru bornar
fram af minnihlutanum. Þannig
var tillögu um vinnuvernd og
eflingu atvinnusjúkdómadeildar
Heilsuverndarstöövarinnar visað
til heilbrigðisráðs og tillögu um
að stöðvuð verði sú hnignun og
stöðnun I atvinnulífi Reykvikinga
sem orðið hefur undanfarin ár,
með þvi að efla togaraútgerð frá
borginni og bæta fiskvinnsluað-
stöðu þar, var visað til útgerðar-
ráðs og atvinnumálanefndar.
Styðja Sinfóniuna áfram
Eins og fram kom I viðtalinu
við Björgvin Guðmundsson í gær,
lagði hann fram tillögu um að
borgin felldi niður 40 milljón
króna styrk sinn til Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, þar sem
rekstur hennar væri alfarið i
* >
höndum ríkisins og þvi eðlilegt að
það sæi um að greiða af henni
hallann. Þessi tillaga var felld,
sem og tillaga frá Sigurjóni
Péturssyni um aö lækka framlag
til hljómsveitarinnar um 15
milljónir. Virtust meirihlutafull-
trúar lita á það sem einskonar
kúltúriskt statussymból að eiga
þátt I rekstri hljómsveitarinnar,
en þó virtust þeir nokkrir á þvf að
nágrannasveitarfélögin ættu að
koma til liðsinnis lika.
Blaðið hafði samband við
Björgvin Guðmundsson í gær og
spurði hann hver væru helztu
áhrif þessarar áætlunar fyrir
Reykvikinga. Björgvin kvað það
skoðun sina, að þessi fjárhags-
áætlun væri mjög óhagstæð
launafólki I borginni. Hún gerði
ráð fyrir auknum álögum á þetta
fólk, fasteignagjöld hækkuðu og
að aldraðir og öryrkjar sem eiga
ibúðir sinar myndu eiga mjög er-
fitt með að standa I skilum.
Kostnaðurinn við rekstur borgar-
innar hækkar um 40%, en fram-
kvæmdir drægjust saman bæöi að
magni til og krónutölu. —hm
i'!
Björgvin Guðmundsson: Fjár-
hagsáætlunin er óhagstæð reyk-
visku launafólki.
Hættuástandi aflýst við Kröflu:
Vinna hefst á mánudag
A fundi sem boðaður var
klukkan 10,30 i morgun hjá
Almannavarnarraði rikisins,
átti aö taka afstöðu til þess,
hvort aflýsa bæri hættu-
ástandi á Kröflusvæðinu.
Guðjón Petersen hjá
Almannavarnarráði sagði
Alþýðublaðinu i gær, að rað-
inu hefði borizt bréf frá Orku-
stofnun, þar sem hún telur þær
aðstæður hafa skapazt á
staðnum, að óhætt myndi að
aflýsa hættuástandi. Taldi
Guðjón likur til að Almanna-
varnarráð kæmist að sömu
niðurstöðu, enda hefði sam-
eiginlegur fundur þessara að-
ila i fyrradag samþykkt hverj-
ar aðstæður þyrftu aö ríkja til
að hættuástandi væri aflýst.
t gærkvöld barst blaðinu til-
kynning frá Iðnaðarráðuneyt-
inu þess efnis, að það hafi
ákveðið, að tillögu Orkustofn-
unar, að vinna skyldi hefjast
með eðlilegum hætti á mánu-
daginn. GEK/—hm
Mokafli og mikil
vinna á Siglufirði
— Það er óhætt að
segja að hér hefur ver-
ið ofsaleg aflahrota frá
því um jól, sagði Björn
Þór Haraldsson verk-
stjóri hjá Þormóði
ramma á Siglufirði, i
samtali í gær
— Hér hefur veriö unnið alla
daga frá því kl. 7 á morgnana til
kl. 7 á kvöldin, jafnt virka daga
sem helgar. Það hefur sem sagt
ekki falliðúr einn einasti dagur i
vinnu síöan um áramót. Við
höfúm nú tekið á móti um 500
tonnum af fiski, mest er það
þorskur, en einnig dálitið af ýsu.
Það sem kom á milli jóla og ný-
árs var ágætur fiskur, en heldur
hefur hann nú fariö smækkandi.
Togarar fyrirtækisins, Stálvik
og Sigluvik, hafa lagt upp þenn-
an afla, en einnig höfum við tek-
ið við hluta aflans af Dagnýju.
Við höfum nýlega fengið
flatningsvél hér og það er mikill
munurþar sem við flöttum áður
í höndunum það sem fór i salt.
Stærsti þorskurinn fer í saltið,
en við spyrðum lika talsvert af
aflanum.
Ég held að fullyrða megi að
þetta sé með þvl bezta sem ver-
ið hefur siðan fyrir 20 - 30 árum,
þannig aö þú getur bara sagt aö
hér sé allt i blómanum!
—ARH
Utanríkisnefnd á fundi í gær:
Ráðherrar
gáfu skýrslu
Benedikt Gröndal
t gær var haldinn fundur i utan-
rikisnefnd Alþingis þar sem ráð-
herrarnir Einar Ágústsson, Geir
Hallgrimsson og Matthías
Bjarnason gáfu skýrslu um við-
ræðurnar við Efnahagsbandaiag
Evrópu fyrir jól. Samkvæmt
þessari skýrslu hefur ekkert
gerzt I þessum málum frá því aö
siitnaöi upp úr þeim samninga-
viðræöum, enda hafði þvi verið
heitið af hálfu rikisstjórnarinnar
aö ekkert yröi I málinu gert fyrr
en þing hefur aftur komið saman.
Þá kom fram á fundinum, að
væntanleg er hingaö til lands
sovézk sendinefnd til viðræðna
um gagnkvæma samninga um
fiskvernd og hafrannsóknir.
Blaðið hafði I gær samband við
Benedikt Gröndal, fulltrúa
Alþýðuflokksins I utanrikisnefnd,
eftir að fundinum lauk, og kvað
hann ekkert það hafa komiö fram
á fundinum, sem breytti þeirri
stefnu Alþýðuflokksins, að ekki
séu aðstæður til neinna samninga
um landhelgiina.
—hm.
alþýðu
blaðiö
Heyrt: Að menn hugleiði
nú hvernig unnt verði að
komast hjá einhverju þvi
fjárhagslega tjóni, sem
fyrirsjáanlegt er að þjóðin
verði fyrir vegna mistak-
anna við Kröfluvirkjun.
Þ.e. ef unnt reynist að taka
völdin af Kröflunefnd. —
Talað hefur verið um, að
hægt yrði að nota annan
hverfilinn á Svartsengi til
rafmagnsframleiðslu.
Vafalitið yrði hægt að hafa
einhver not af hinum
hverflinum. Erfiðast verð-
ur að nýta stöðvarhúsið, en
sú snjalla hugmynd hefur
komið fram, að Seðlabank-
inn flytti þangað. Húsið er
gluggalaust og þvi góð
peningageymsla, og flutn-
ingur Seðlabankans til
Kröflu kæmi til móts við
kröfur landsbyggðarinnar
um dreifingu valdastofn-
ana.
o
Séð: 1 færeyska blaðinu
Sósialurinn: „Tiðliga leyg-
armorguninn var rútur
brotin i bakhandlinum og
nakrar bökur stolnar. —
Sig so, að menn ikki ment-
aðir.
Petur Christiansen sigur,
að ölkubbarnir hava mink-
að um kriminalitetin. —
Hvi so ikki fáa allar býr-
áðslimirnar inn I onkran
ölklubba.”
o
Frétt: Að kvikmynd, sem
örn Harðarson, kvik-
myndagerðarmaður, gerði
um nagladekk upp-
finningamannsins Einars
Einarssonar, hafi hlotiö
verðlaun á kvikmyndahá-
tið i Tékkóslóvakiu, þar
sem eingöngu voru sýndar
kvikmyndir um tækni og
tækninýjungar. Þeim Erni
og einari verða afhent
verðlaun fljótlega I
tékkneska sendiráðinu I
Reykjavik.
o
Frétt: Að mjög hart sé nú
slegizt um þær fáu lóðir
sem borgaryfirvöld I
Reykjavik hyggjast úthluta
á næstunni. Bygginga-
meistarar sjá fram á veru-
legan verkefnaskort, og er
pólitiskum þrýstingi beitt
af fullu afli. Fróðlegt verð-
ur aö sjá hverjir hreppa
hnossiö.