Alþýðublaðið - 28.01.1977, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 28.01.1977, Qupperneq 3
KBír Föstudagur 28. janúar iy77 FRÉTTIR 3 OECD skýrslan, sem ekki var þýdd á íslenzku: Síðari grein: Hér veröur haldið áfram aö greina frá skoðunum OECD á islenzkum efnahagsmálum, eins og þær koma fram f skýrsl- unni „OECD Economie Surveys: ICELAND, November 1976.” f skýrslunni segir, að það hlutverk, sem biði þeirra, er móta efnahagsstefnu á Islandi, sé ekki öfundsvert. Landið hafi alla tið búið við sveiflur i afla- brögðum og duttlunga f verðlagi afurða á heimsmarkaði. OECDsegir, aðfslandhafiorö- ið fyrir óvenjulega miklu hruni viðskiptakjara i nýafstaðinni kreppu. Hækkun olíuverös hafi haftmeiri eða minni áhrif á all- ar þjóðir bandalagsins, en fáar hafi eins og tsland mátt þola verðhrun á útflutningsafurðum sinum að auki. Viðsk iptak jör tslendinga versnuðu um þriðjung frá fyrsta ársfjórðungi 1974 til þriðja fjórðungs 1975. Hins vegar bendir skýrslan á, að þetta hrun hafi orðið frá langbeztu við- skiptakjörum i sögu þjóðarinn- ar, og 1975 voru kjörin betri en nokkru sinni fram til 1970 (Bls. 8). OECD bendir á, að eftirspurn - Verðbólgan Breytingar í prósentum 1975 miðað við 1974 A þessu Ifnuriti er gcröur samanburöur á veröbóiguþróun «LCD-landanna árin 1974 og 1975. Svörtu örvarnar tákna áriö 1975 «n þær ljósu 1974. Af þessu má ljóst vera, aö Island hefur aigjöra sérstööu í hópi OECD-rfkjanna meö yfir 50% veröbóigu áriö 1974, og 43,6% áriö 1975. Segja má, aö tslendingar beri höfuö og heröar yfir aörar þjóöir á þessu sviöi. (á) samkvæmt siöustu upplýsingum. |(b) Danir lækkuöu viröisaukaskattinn um 2,5% í október 1975. 30- mikilvægu hlutverki” f heftingu verðbólguáhrifa. í slendingar þola verðbólguna. I skýrslu OECD kemur fram, að efnahagsástand á tslandi sé um margt svo sérstætt, aö ekki megi bera það saman við önnur lönd. Þó að islenzk yfíp'öld gætu ekki sætt sig við svo mikla verðbólgu (50%), þá leiddi hún alls ekki til eins hörmuiegra afleiðinga og orðiö hefði í flest- um öðrum löndum. Enginn vafi er á, að Islendingar þola veru- lega hærri verðbólgu en aðrar OECDþjóðir, þar sem þeir hafa komið á visitöluákvæöum og öðrum reglum til að takmarka óæskileg áhrif hennar (Bls. 39). Það kemur fram, að verð- bólgan á Islandi hafi verið 12% að meðaltali áratug á undan siöasta krepputimabili. Samt hafi hagvöxtur verið 4,9% af þjóðarframleiðsluárin 1960—75, en það er vel yfir meðaltali OECD ríkja. Verðbólgan hefur þvf ekki hindraö hagvöxt. Á einum staö segir ennfrem- ur: Erlendar skuldir orðnar fjötur á athafnafrelsi íslendinga ☆ J J íðaverðbólgan var afleiðing af itefnu vinstri stjórnarinnar * 1 l tættulega sein viðbrögð í ipphafi kreppunnar 1974 ☆ j sland þolir verulega hærri verðbólgu en önnur 0ECD lönd i landinu hafi aukizt jafnhliða vaxandi tekjum meðan sveiflan var upp á við fram til 1974... ... svo að hin alvarlegu áhrif kreppunnar á tslandi voru að verulegu leyti óhjákvæmileg afleiðing af fyrri efnahags- stefnu. Jafnvel á velmegunar- árinu 1973 voru erlendar skuldir ekkert lækkaðar. (I skýrslu OECD eru rfkis- stjórnir, stjórnmálaflokkar eða ráðherrar aldrei nefnd á nafn, heldur aðeins rætt um efna- hagsþróun á hverjum tfma. Hins vegar er ofangreint álit á þróun mála 1972—74 harður dómur um efnahagsstefnu vinstri stjórnarinnar.) Mótaðgerðir (aðlögun) hófust ekki fyrr en seint á árinu 1974 og ekki tókst að hindra, að erlendar skuldir tvöfölduöust 1974 og 1975. I lok seinna ársins námu skuldirnar 42% af árlegri þjóðarframleiðslu (Bls. 38). Skuldabyrðin vérður þung fram á næsta áratug. Fram kemur i skýrslunni, að 1970 hafi erlendar skuldir þjóðarinnar numið 20% af arlegri þjóðarframleiðslu, en það er talið eðlilegt fyrir land, sem er I hraðri þróun, og megi sjá jafnvirði skuldanna i orku- Emile van Lennep, aðalframkvæmdastjóri OECD. verum, verksmiðjum og öðrum atvinnutækjum. Um skuldasöfnunina erlendis segir annars svo: Staða islands gagnvart öðrum löndum hefur versnað alvarlega á siðari árum, að nokkru leyti vegna tilhneigingar til eyðslu- semi (neyzla og fjárfesting) á siðasta velmegunarskeiði, en að nokkru vegna versnandi viðskiptakjara 1974—75. Samandregin fjárfesting umfram sparnað hefur leitt til mestu skulda erlendis i hlutf. við framleiðslu á OECD svæðinu. Skuldimar nálgast nú 45% af þjóðarframleiðslu, ei» meira en helmingur þeirra safnaðist á árunum 1973—1975 (Bls. 39). Siðan segir: Enda þótt takist aðeyða viðskiptahallanum á ár- unum 1978—79, munu vextir og afborganiraflánunum vaxa enn frá þeim 18% af útflutningstekj- um, sem nú er, og vafalaust verða þung byrði langt fram yf- ir 1980. Siöan segir: Erlendu skuldirnar eru alvar- legur fjötur á athafnafrelsi tslendinga og mun hafa mikil áhrif á efnahagsstefnu þeirra i framtiðinni (Bls. 39). Ein björt hliö er þó á lánamál- unum að áliti OECD. Hún er sú, að mikill hluti erlendu lánanna sé tengdur sérstökum framkvæmdum, sem draga úr innflutningi eða auka útflutning. Ef til vill er þetta skýringin á þvi, segir skýrslan, hvers vegna islendingar hafa getað haldið lánstrausti sinu, þrátt fyrir 460 milljón dollara skuld, sem i lok 1945 nam 42% af þjóðarfram- leiðslu. Verkalýðshreyfingin og verðbólgan Hin gamla villukenning um að kauphækkanir séu orsök verð- bólgunnar kemur að sjálfsögþu hvergi fram i skýrslu OECD. Hlutur launþegasamtakanna er þar þvert á móti mjög góöur. Hóflegir kjarasamningar hafa heldur dregiö úr veröbólgu, en hagstjórnartæki eins og gengis- lækkanir og hækkun beinna skatta ýta verulega undir verðbólgu. Um launamálin 1975 segir skýrslan: Þótt launaþensla hafi verið mjög há samanborið við önnur OECD lönd minnnkaöi hún veru lega 1975. Kauptaxtar hækkuðu að meðaltali 27% i sambanburði við 50% árið áður. Kaupmáttur launa lækkaði verulega á árinu og hélt þar áfram þróun, sem hófst á siðasta fjórðung 1974. Meöal lækkun kaupmáttar fyrir alla launþega nam um 15%. Sama átti við aörar tekjur, en beinir skattar hækkuðu nokkru minna en tekjur, svo að tekjur til ráðstöfunar minnkuðu i raun um 12%. (Bls. 13—14). 1 skýrslunni segir um útlit fyrir 1977, að búast megi við að þrýst verði á um hækkanir á kaupmætti launa, er hefðu lækkað um 17% 1975 og 1976. I skýrslunni er minnzt á „rauðu strikin’ sem sett voru inn i siðustu kjarasamninga, og eru þau talin hafa gegnt „mjög Þegar á heildina er litið er erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að tslendingum tak- ist i hagkerfi sinu að lifa tiltölu- lega rólega I verðbólgu, sem mundi virðast ógnvekjandi ann- ars staðar. Það eru sannarlega engin merki um hrun lýöræöis, sem oft hefur verið talin óhjákvæmileg afleiðing af stöðugri, mikilli verðbólgu. Hvað snertir tekju- og eigna- skiptingu og hagvöxt kann að vera of snemmt aö meta áhrif þróunarinnar siðustu þrjú ár, þegar verðbólgan varð mun meiri en áður. Almennt mundi reynast hættulegt að draga ályktanir af reynslu tslendinga, sem er um margt sérstæð. (Bls. 35—36). Og að lokum: Orkumálin. Siöasta málsgreinin í OECD skýrslunni hefst á þessa leið: Reynsla siðustu ára hefur sýnt, að æskiiegt er að auka fjöl- breytni atvinnuvega og hverfa frá þvi að treysta á fiskveiðar einar. Vegna landfræðilegrar stöðu tslands og veðurfars hefur orkufrek stóriðja komið helzt til greina i þessum efnum. Vatns- orka og jarðhiti eru nægileg fyrirhendi, og siðan orkukrepp- an hófst hefur tsland staðib betur að vigi i samkeppninni sem orkusali. Lokskoma þessi lofsyrði, sem hljóta að verma Gunnari Thoroddsen um hjartarætnr: tsland á viðurkenningu skilda fyrir að vera eitt af fáum rikj- um, sem hefur tekib alvarlega beizlun nýrra orkulinda og hef- ur ráðizt i fyrirtæki, sem eru risavaxin mibab við stærð efna- hagskerfisins. Þessi mannvirki hafa þegar dregið úr þvi, hve tslendingar eru háðir innfluttri oliu. Rikisstjórnin hefur tekiö mjög virkan þátt i þessum mál- um. Virðist vera rúm fyrir áframhald þessarar þróunar, ef tekið er nægilegt tillit til þess, hvaö til er af fjármagni, og gætt arðsemi einstakra fyrirtækja (Bls. 40). Siðustu oröin, sem eru aðvör- un um aö gæta arðsemi einstakra fyrirtækja á orku- sviöi, eiga vafalaust viö Kröflu- virkjun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.