Alþýðublaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 5
iSSó' Föstudagur 28. janúar 1977
IÞROTTIR
70 ár lioin frá stofnun
Kvenréttindafélags íslands
í gær voru liðin 70 ár, frá
stofnun Kvenréttindafélags
tslands, en félagið var stofnaö
þann 27. janúar 1907.
Frumkvöðull að stofnun
félagsins var Briet Bjarn-
héðinsdóttir. Hún hafði þá um
árabil gefið út Kvennablaðið,
eða frá 1895.
Arið 1904 voru stofnúð i Berlin
alþjöðleg samtök kvenréttinda-
félaga. Island var ekki i þeim
hópi, þar sem enginn sllkur
félagsskapur var starfandi á
landinu þá. Hins vegar höfðu
Brieti borizt eindregnar áskor-
anir erlendis frá um að stofna
félag til þess að Island gæti
gerzt aðili að alþjóðasam-
tökunum.
Arið 1906 var svo haldið
alþjóðlegt þing kvenréttinda-
félaga i Kaupmannahöfn og var
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur boðið
að sitja þingið. Var þá lagt hart
að henni, að koma á fót slikum
félagsskap hér, og varö þessi
ferð hennar til þess, að boðað
var til fundar á heimili hennar
eftir að heim var komið. Þar
mættu 15 konur úr Reykjavik,
og var ákveðiö að stofna Kven-
réttindafélag Islands.
Fyrsti formaöur félagsins var
kjörin Briet Bjarnhéðinsdóttir,
og gegndi hún formannsstarfi I
20 ár. Slðan tók viö formennsku
dóttir hennar Laufey Valdi-
marsdóttirog var hún formaður
til ársins 1945. Aðrar konur i for-
mannssæti voru, Maria
Knudsen, Sigriöur J. Magnús-
son, sem lengi átti sæti i stjórn
Alþjó ðasa m tak anna, Lára
Sigurbjörnsdóttir, Sigurveig
Guðmundsdóttir, og Guðný
Helgadóttir.
1975 tók núverandi formaður,
Sólveig ólafsdóttir viö for-
mennsku, en hún er jafnframt
langyngst þeirra sem hafa haft
formennsku félagsins með
höndum.
Félagið hefur allt frá upphafi
barizt fyrir réttindum kvenna.
Það hefur látið sig miklu varða
lagasetningar sem snúa að
stjórnmálalegum réttindum
kvenna, og einnig þau mál er
varða atvinnu- og menntamál
kvenna.
1 gær var minnst 70 ára
afmælis félagsins með veg-
legum fundi um skattamál, en
þau hafa sem kunnugt er verið
mjög i brennidepli að undan-
förnu. Verður nánar sagt frá
fundinum siðar.
Loks má geta þess, að Kven-
réttindafélag Islands gefur út
ársrit, sem ber nafnið 19. júni. A
það heiti blaðsins að minna á
réttarbótadag kvenna, þ.e.
þegar konur fengu rétt til kosn-
inga 19. júni 1915.
vvt HHAJ
L»Aft***T* i
[ Efc- ;
Konum hefur orðið mikið ágengt f baráttu sinni fyrir jafnrétti.
Myndin sýnir nokkurn hluta þeirra kvenna sem á kvennadaginn
1975 söfnuðust saman á Lækjartorgi.
„Tel mig vera fylgjandi almennum mannréttindum”
- rætt við Guðnýju Helgadóttur fyrrv- formann K.í
Guðný Helgadóttir er
ein þeirra kvenna sem
hafa unnið mikið og
gott starf i þágu Kven-
réttindafélags íslands.
Guðný gekk i félagið á
árunum 1945-1946 og
1971 tók hún við for-
mennsku, sem hún
gegndi til 1975. Auk
þess hefur hún verið
viðloðandi stjórn eða
varastjórn féiagsins
siðastliðin 25 ár.
Alþýðublaðið náði tali af
Guðnýju i gær, og baö hana að
segja örlitið frá störfum Kven-
réttindafélagsins og þvi sem
það hefur fengið áorkað. Sagði
hún aö stefnuskrá félagsins
hefði ifyrstu kveðið svo á um að
konan hefði sömu pólitisku
stöðu og karlmenn. Eins hefði
verið getið um jafna aðstöðu tii
menntunar og atvinnu.
„Þetta hefur alltaf verið ofar-
lega á baugi, allt til dagsins i dag,
sagði Guðný. Þó hefur enn ekki
náðst nógu góður árangur á öllum
sviðum enn sem komið er. Tii
dæmis rikir hér ekki algjört
launajafnrétti, þó svo eigi að
heita.
Félagið lagði á sinum tima
mikla áherzlu á, að hér rikti al-
gjört jafnrétti varðandi
kosningarrétt og kjörgengi, bæðii
til Alþingis og sveitastjórnakosn-
inga. Þegar þeim merka áfanga
var náö 1915, stóðu mörg Evrópu-
landanna okkur að baki, hvað
þetta snerti, þvi þar rikti ekki
jafnréttur kynjanna til kosninga.
Nú má einnig segja, aö hér
riki jafnréttitil menntunar. En ég
er aftur á móti ekki tilbúin til að
kyngja þvi, að konur hafi jafnan
rétt á við karlmenn til embætta
alls konar.
Barátta á breiðari
grundvelli.
Hvaða málefni eru helzt á dag-
skráhjá félaginu, þegar svo mörg
fyrri baráttumál erukominl höfn
að miklu eða öllu leyti?
„Þaðl er óhætt að segja að félag-
ið hafi snúið sér meira að baráttu
fyrir ýmis konar mannréttindum
nú á siðariárum. Til dæmis er nú i
lögum og stefnuskrá að félagið
eigi að beita sér fyrir almennum
mannréttindum á öllum sviðum
og er I þvi sambandi vitnað i
mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóðanna.
Hins vegar finnst okkur að enn
hafi ekki unnizt fullur sigur i
mörgúm þeirra mála sem voru á
stefnuskrá. Oft er jafnréttið
meira i orði en verki, þvi segja
má að lagalega séð ætti algert
jafnrétti að vera rikjandi hér á
landi, en það er það hins vegar
ekki. En þetta er viöa brotið i
heiminum, þó svo að lagabókstaf-
urinn sé til fyrir þvi.
Skattamálin i brenni-
depli.
Frumvarp til skattalaga hefur
valdiö miklum deilum undanfar-
ið. Hver er þin skoðun á þvi?
Skattamálið er nú eitt af jafn-
réttismálunum, ogþar eiga konur
að hafa sama rétt og karlar. Min
persónulega skoðun á þessu máli
er sú aö þarna sé aðeins verið að
breyta orðalagi og formi. Það er
augljóst, að þó þetta eigi að heita
sérsköttun hjóna, þá er það alls
ekki rétt. Þetta heldur áfram að
vera samsköttun, bara með
breyttu formi.
En ég vil láta þess getiö hér, að
ég fagna mjög þeim áföngum,
sem náðst hafa i jafnréttisbarátt-
unni, ég hef alltaf haft mikinn
áhuga fyrir jafnréttismálum.
Allar minar skoðanir grundvall-
ast á þvi, að ég tel mig vera fylgj-
andi almennum mannréttindum.
Jafnrétti er ekkert annað en
mannréttindi, og ég tel aö menn
eigi aö njóta sömu réttinda, sama
hvort um karl eða konu er að
ræða.” sagöi Guðný Helgadóttir
að lokum.... —JSS
-útgáfan sendir frá sér fyrstu bókina:
„Saga af því hvernig þúsundir
karla og kvenna hafa læknast
af alkóhólisma”
Stjórn AA-útgáfunnar
boðaði fréttamenn á
sinn fund i gær til þess
að kynna AA-bókina
sem útgáfan sendi ný-
lega frá sér. AA-útgáfan
er stofnuð 26. júli 1975 af
fólki sem er i AA-sam-
tökunum (Alcoholics
Anonymous), sem
stendur þeim nærri og
fólki sem stendur alveg
utan samtakanna, en
styður markmið þeirra.
320 stofnfélagar lögðu
fram 3 þús. kr. hver og
var það framlag notað
til útgáfu bókarinnar
sem fyrr er getið.
Jóhannes Bergsveinsson yfir-
læknir skrifar stuttan formála aö
bókinni, sem er á þessa leiö:
„Drykkjusýki er sjúkdómur.
Sjúkdómur, sem ekki verður
læknaður aö fullu, aðeins gerður
óvirkur. Ovirkur þannig aö lifa
má eðlilegu llfi máian áfengis er
ekki neytt.
Hver sá maður, sem stendur
andspænis ólæknandi sjúkdómi,
er grafið hefur undan félagslegri
velferð hans og rænt hann stjórn á
eigin lifi, er kominn i ógöngur.
Bókin sem hér fer á eftir er
vegvisir. Vegvisir saminn af körl-
um og konum, er komist hafa i
ógöngur en fundið úr þeim leið.
Leið, sem stendur opin öllum er
þurfa og vilja fara hana”.
í formála að I og II. útgáfu
bókarinnar er rakin þróun og
starf AA-samtakanna i stuttu
máli og þar á eftir er kafli sem
ber nafniö „Skoöun læknisins”
eftir Dr. William D. Silkeworth,
einn ágætasta stuðningsmann
AA-samtakanna i læknastétt frá
upphafi. Dr. Silkeworth segir frá
sjúklingi sem hann fékk til með-
ferðar á árinu 1934 og sem hann
taldi vonlausan, þrátt fyrir að
hann hafi veriö kaupsýslumaöur
ogfærum að afla sér hárra tekna.
Siðan segir læknirinn:
„Meðan á þriðju meðferð hans
stóð fékk hann ákveðnar hug-
myndir varðandi mögulega leið
til bata. Hann tók að bera hug-
myndir sinar á borð fyrir aöra
alkóhólista, sem þátt i endurhæf-
ingu sjálfssin, og lagði á við þá að
þeir tækju að sér enn aðra á sama
hátt. Þetta hefur orðið grundvöll-
ur hraðvaxandi samtaka manna
og fjölskyldna þeirra. Maður
þessi, og á annað hundrað honum
likir viröast hafa náð bata.
Ég þekki persónulega tugi
þeirrar tegundar, sem aðrar að-
ferðir höfðu ekkert gagn gert.
Þessar staðreyndir virðast hafa
stórkostlegt læknisfræðilegt gildi.
Vegnaþeirra sérstæðu möguleika
til örs vaxtar, sem þessi hópur
manna hefur, kunna þeir að
marka þáttaskil i annálum alkó-
hólismans. Velmá vera að þessir
menn hafi úrræði, sem hæfa þús.
manna, sem eins er ástatt um.
Ykkur er óhætt að treysta al-
gjörlega hverju sem þeir hafa af
sjálfum sér að segja”
Meginefni bókarinnar skiptist i
ellefu kafla.
I þessum aðalhl. bókarinnar er
þróun og eðli drykkjusýkinnar
rækilega lýst frá sjónarmiöi
þeirra, sem sjálfir hafa ratað i
ógöngur ofdrykkjunnar og þolað
dýpstu örvæntingu, en tekist að
ná fótfestuá ný og gerast hæfir og
nýtir menn. Efnið fjallar um það
hvernig þeim tókst þetta með þvi
að beita aöferðum, sem byggöust
á dýrkeyptri en ómetanlegri
reynslu. Bókin er rik af ráölegg-
ingum og ábendingum til
drykkjumanna jafnt sem að-
standenda og vinnuveitenda.
1 enskumælandi löndum og viða
annars staðar, þar sem bókin hef-
ur verið þýdd, er hún notuð sem
grundvallartexti á AA-fundum og
þarhefur hú oröið til þess aö sam-
hæfa og treysta starfiö. Einnig
hefur hún orðið kærkominn föru-
nautur þeim alkóhólistum, sem
við einangrun búa og ekki eiga
kost á samneyti við aðra alkóhól-
ista.
í bókinni eru birtar 12 reynslu-
sögur, sem skiptast I fjóra flokka.
Þarna segja tólf alkóhólistar lær-
dómsrikar sögur, sem án efa end-
urspegla lifsreynslu flestra ann-
arra alkóhólista að meira eða
minna leyti. í siðasta hlutanum
eru þrjár islenzkar sögur.
I bókarlok kom svo „Tólf
erfðavenjur AA-samtakanna”,
sem eru i raun skilgreining á
starfi, tilgangi og hlutverki AA-
samtakanna, m.a. með tilliti til
félagslegra umsvifa.
AA-bókinfæst i bókaverzlunum
um land allt og kostar kr. 3.450
með söluskatti. Pantanir má
einnig senda i pósthólf 1022 í
Reykjavík.
—ARH.
Stefnumót á Keflavíkurflugvelli:
Geir Hallgrímsson
hittir varafor-
seta Bandaríkjanna
- n.k. laugardag
Walter Mondale, varaforseti
Bandarikjanna, sem feröast nú
um Vestur-Evrópu og heldur það-
an n .k. laugardag til Japan mun á
þeirri ferð hafa viðdvöl á Kefla-
vikurflugvelli. Ráðgert er, að
Geir Hallgrimsson, forsætisráö-
herra, hitti varaf orsetann á flug-
vellinum.
Enga samninga takk!
- Landhelgissamtökin gangast fyrir
mótmælastöðu við Alþingishúsið
Landhelgissamtökin mótmæla
fyrirhuguðum samningum milli
Efnahagsbandalagsins og is-
lenzku rikisstjórnarinnar um
veiðiheimildir handa EBE þjóð-
um innan islenzkrar fiskveiðilög-
sögu með mótmælastöðu við
Alþingishúsið.
Félagar úr samtökunum munu
skiptast á I mótmælastöðunni,
föstudaginn 28. janúar frá klukk-
an 13.00 til klukkan 18.00
mánudaginn 31. janúar frá kluk
an 15.00 til klukkan 18.00
Samtökin gangast fyrir und
skriftarsöfnun og munu und:
skriftalistar liggja frammi, þ,
sem andstæðingar samninga v
erlenda aðila um veiöiheimild
innan 200 milnanna geta ritj
nöfn sin.