Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 4
Föstudagur 28. janúar 1977 12Sff
LÚSÍFER ÚR EYJUM
fáein minningarorð
Þaö geröist hér um daginn aö
fiskibátur einn frá Vestmanna-
eyjum fékk I veiöarfæri sin afar
torkennilegan fisk kolsvartan
og virtist hann i fullu fjöri, var
settur i fötu og færöur I land.
Fiskur þessi reyndist viö nafla-
skoðun vera af geröinni Lúsifer
(lag. H im m ant-dophus
Reinhardti) og aö sögn fróöra
manna var þetta vist fyrsti
Lúsíferinn sem náöst heföur lif-
andi, svo vitaö sé. Fiskurinn var
færöur i búr i Náttúrugripasafn-
iöi Vestmannaeyjum og var þar
fylgztmeö honum, enda eru lifs-
hættir slikra skepna vist sagöir
algerlega óþekktir. Ljós-
myndari og fréttamaöur
Morgunblaösins eyddu lika
löngum stundum i Náttúru-
gripasafninu og festu hverja
hreyfingu Lúsifers á filmu og
reyndu aö lesa sitthvaö út úr
svipbreytingum hans. Morgun-
blaöið birti heila seriu af mynd-
um af gripnum i alls kyns stell-
ingum og Geir leit fiskinn arö-
vænlegum augum.
Lúsífer reyndist sjálfum sér
nægur um raforku til ljósa, þvi
ofaná haus honum voru langir
fálmarar sem voru lýsandi og
var greinilegt aö þeir komu sér
vel fyrir fiskinn til feröa og
veiöa i undirdjúpunum, þar sem
rikir myrkur og kuldi. Lúsifer
varö fljótlega umræöuefni á
kaffiskúrum jafnt sem ráöu-
neytum og orkustofnunum,
enda komst sá kvittur fljótlega
á kreik, aö fyrir dyrum stæöi
meiri háttar útgerö á Lúsífera-
miöin, þar sem nýta mætti
þessa fisktegund á nýjan og
óvæntan hátt. Viö sérfræöikönn-
un i Náttúrugripasafninu i
Vestmannaeyjum kom nefni-
lega i ljós, aö fálmarar Lúsifers
lýstu óhemju vel, svo vel aö
lesbjart var i nánd viö hann þó
svartamyrkur væri i herberginu
þar semhann var i búri sinu.
Gárungi nokkur stakk þá upp á
þvi aö athugaö yröi, hvort ekki
mætti leysa orkuvanda
Norðlendinga aö einhverju leyti
með Lúsiférum. Allir vissu jú aö
Kröfluvirkjun væri svo gottsem
þegar farin i hundana og yröi
aldrei neitt til raforku-
framleiöslu. Þvl væri hugsan-
legt að spara mætti rafmagn til
ljósa á Noröurlandi meö þvf aö
rikisstjórnin beitti sér fyrir
stórkostlegriútgeröá Lúsiferog
sendi þá út um borg og bý, undir
salgorðunum: „Lús i hvert
hús”.
En allar bolialeggingar um
Lúsifera og raforku fengu snögg-
an og óvæntan endi, þvi 25.
janúar birti málgagn Geirs og
Lúsífers eftirfarandi minn-
ingarorö i ramma á baksiöu:
„Lúsifer sálaöist i Náttúru-
gripasafninu i Vestmannaeyj-
um fyrir helgina en hann lifbi i 6
daga i safninu. Lúsiferinn var
fyrsti fiskur þessarar tegundar
sem vitaö er um aö hafi komist
lifandi undir manna hendur og
aldrei hefur verið unnt aö
fylgjast meö lifnaöarháttum
hans vegna þess hve hann lifir á
miklu dýpi.
Fiskurinn var hinn sprækasti
þar til á 6 degi og hann dó áöur
en hálfur sólarhringur var
liðinn frá þvi aö þaö fór aö dofna
yfir honum.”
Lát Lúsifers var mikiö áfall
fyrir ríkisstjórnina og raunar
allt islenzka efnahagskerfiö i
heild sinni. Þarna sást þaö svart
á hvitu, aö einn blásvartur
bölvaöur fiskur, sem lifaö haföi
i svartamyrkri, nistingskulda
og við óhemju þrýsting á miklu
dýpi í sjónum lifði aöeins 6daga
Margir urftu til þess aft fella tár
vegna sviplegs fráfalls Liisifers
úr Eyjum. Unnustu greinarhöf
undar varö til dæmis um og ó
viö fréttirnar.
undir rikisstjórn Geirs
Hallgrimssonar! Yfirvöld hafa
lika greinilega dregib einhverja
lærdóma af sögu og sviplegu
fráfalli Lúsifers sáluga úr Eyj-
um, og ætla ekki aö láta sannast
aö fleiri þegnar landsins veslist
upp og deyi á næstunni. 1 gær
var t.d. lækkaö verö á
brauömeti um fáeinar krónur á
kilóiö og hver veitnema aö fleiri
lækkanir á vöruveröi fylgi i
kjölfarið. En Lúsifer sálugi er
úr sögu.
Glampar
i augum.
En það gerist fleira þessa
dagana en Kröflu-næstum-gos
og Lúsiferveiöar. Til dæmis
stendur „varnarliöiö” á Kefla-
vikurflugvelli uppi algerlega
varnarlaust, aö þvi er viröist.
Astæöan er ekki sú, aö aö þvi
sæki einhver innlend eöa erlend
ófriöaröfl, heldur hefur einn
liðsmanna „varnarliösins”
gerztsekur um sölu á pinulitlu
dópi hér og þar um landiö og var
settur i búr úr ódýru hæsnaneti
suöur á Velli, enda stórhættu-
legur og ófyrirleitinn bófi, aö
sögn kunnugra. Allt i sambandi
við þetta mál er anzi kyndugt,
a.m.k. fyrir leikmanninn og
söguskýringar setuliösmanna
ekki sem trúlegastar. Liklega er
hérum aö ræöa ótrúlega klaufa-
lega sviösetningu á „flótta”
glæponsins úr fangabúöum
setuliösins, en ef til vill er
skúrkurinn svona déskoti
vinmargur og klókur, að hann
geti leynzthér vikum saman. Ef
til vill hefur hann tileinkaö sér
þennar árvissa útsöluglampa
sem skin nú úr augum borgar-
búa og getur þannig tölt óáreitt-
ur um Laugaveginn. Skemmti-
leg tilhugsun, ha?
En þaö eru fleiri glampar sem
sjást i augum þessa dagana en
blessaðir útsöluglamparnir.
Ýmsir pólitikusar þykjast
kenna teikn á lofti um aö I ár
veröi kosningar til þings og
hugsa sér væntanlega gott til
glóðarinnar.
Mér finnst annars þessir fáu
dagar sem heita kosningadagar
merkilegir fyrir eitt. Þaö er
þaö, aö þessa daga eru menn i
vissum skilningi „jafnari” að
aðstööu til i þjóðfélaginu, þ.e.
allir eru nú atkvæöi i staö fólks
áöur. Þá eru rummungar,
skúrkar, falsarar, portkonur,
nauðgarar, rónar og ræflar
„jafnir” ráöherrum og banka-
stjórum og eru meira aö segja
eftirsótt sem atkvæöi. Þessir
dagar falla lika vel i geö hinu
ógæfusama fólki sem myndar
botnfall þjóöfélagsins, og
gangast margir upp i þvi að
láta flokkshestana eltast við sig
og knékrjúpa fyrir sig, biöjandi
um miskunn og atkvæöi.
Einn úr þessum hópi bjó i
ónefndu þorpivestur á fjöröum.
Hann notaði sér kosti þingræöis-
ins út i yztu æsar og lét sér
aldrei nægja aö venjulegar
blækur af kosningaskrifstofun-
um kæmu og bæöu hann setja
kross viö stafi sina. Hann
krafðist þess að fá að tala við
Matta Bjarna og Steingrfm i
Rannsóknarráöinu og fékk
a.m.k. einu sinni vilja sinum
framgengt. Aldrei fékkst hann
tilaðsegjafráþvihvar krossinn
hans hefði lent á kjörseölinum,
eöa hvort einhver kross heföi
verið settur á hann yfirleitt.
Aðalatriöiö fyrir honum var þaö
að vera „jafn” hinum” einu
sinni á fjórum árum.
Atli Rúnar Halldórsson
UR YMSUMATTUIWI
verðhækkanaskriðan
ÞRIDJUDAGUR 25. JANtlAR »77
Utgefandi: Samtök trjálslyndra og vinstrl
manna
Abyrgðármaöur:
MAGNOS TORFI ÓLAFSSON
Prentun: Blaöaprenth.f.
Verðhækka naskriðan
Magnús Torfi Olafsson skrifar
leiöarai Nýjum Þjóömálum siö-
astl. þriöjudag. Hann bendir
á, aö fjármálaeftirlit rikisins og
annarra opinberra stofnana hafi
siöur en svo lagt sig fram viö aö
draga úr verðbólgunni. Fáir
munu láta sér detta i hug aö
þessar mosavöxnu stofnanir
muni, af sjálfdáöum, gera ein-
hverjar ráðstafanir til aukins
aöhalds i almennum rekstri,
skipulagi og meöferö fjármála.
Sliktfrumkvæði veröur aö koma
frá þeim, sem stjórna þessum
málum, þ.e. stjórnmálamönn-
unum, viökomandi ráðherrum,
fjármálaráöherra og reyndar
rikisstjórninni i heild.
En við Islendingar sitjum i
dag uppi meö rikisstjórn, sem
ekki er likleg til mikilla afreka.
Aöhaldsaðgeröir þær, sem fjár-
málaráöherra er sagöur beita
sér fyrir, eru e.t.v. góðar, svo
langt sem þær ná. Þær eru I
raun ekkert annaö en vottur af
heilbrigöri skynsemi varöandi
almennan rekstur, nokkuö sem
menn ættu aö taka sem sjálf-
sagðan hlut.
Þaö er aö visu góöra gjalda
vert þegar menn beita sér fyrir
þvi aö dregiö veröi úr þeim
molbúahætti, sem einkennt hef-
ur,og einkennirenn, starfshætti
ýmsra ráöuneyta og opinberra
stofnana á íslandi.
En þetta er ekki nóg. Stjórn-
völd veröa aö gera eitthvað
meira en vekja sofandi em-
bættismenn og fara meö skúr-
ingafötuna um stiga og ganga
Stjdrnarráösins . Aö visu hafa
menn gilda ástæöu til þess aö
ætla, aö fjármálaráðherra fari
ekki nægilega vel inn I homin
meö gólftuskuna, og aö undir
ýmsum teppum og mottum
leynist eitt og annað sem siöur
en svo stuölar að heilnæmara
lofti i vistarverum hins opin-
bera.
Ýmsirhljóta reyndar að efast
um aö rikisstjómin geti komið
efnahagsmálunum og fjármál-
um rikisins I viðunandi horf. Sú
skoðun manna er fjarri þvi aö
vera út i bláinn.
Magnús Torfi segir i leiðara
Nýrra Þjóömála, aö aöhald að
opinberum þjónustustofnunum
veröi aö koma utanfrá, en á þvi
hafi veriö hróplegur misbrest-
ur.
Siöan segir I leiöara blaösins:
„Fjarstæöa væri aö halda þvi
fram, aö stjórnendur opinberra
fyrirtækja séu upp til hópa svo
illa starfi sinu vaxnir, aö þeir
láti sig einu gilda.hvort stofnun,
sem þeim er trúað fyrir sé vel
rekin eöa ekki. En hversu mik-
inn vilja og dug, sem þeir hafa
til að bera, er vita vonlaust aö
þeir geti af eigin rammleik ráö-
iö viö þá ókosti sem einokunar-
aöstööu geta fylgt, nema þeir
hafi sér til halds og trausts viö
breytingar og umbætur virkt
utanaökomandi eftirlit.
Tregöulögmáliö og vanafest-
an I gömlum og grónum stofn-
unum i einokunaraöstööu eru
öflugri en svo aö aöalskrifstofan
ein fái við ráöiö, án þess full-
tingis sem rekstrarkannanir
hæfra aöila veita, aöila sem
færir eru um aö leggja á hlutina
óháö mat.”
Magnús Torfi er svartsýnn á
aö hægt sé aö draga úr verö-
bólguþróuninni meö fyrirheit-
um um góöan ásetning og al-
mennum yfirlýsingum. „Al-
mennri stefnumótun af þvi tagi
veröur aö fylgja eftir meö raun-
verulegum kerfisbreytingum á
völdum, þýöingarmiklum sviö-
um, ef verulegur árangur á aö
nást,” segir i blaöinu.
1 upphafi leiöarans er vikiö aö
verðbólguskriöunni og verö-
hækkunum á þjónustu og varn-
ingi. Þar segir: „Stórkostlegar
hækkanir á veröi sem opinberar
stofnanir taka fyrir þjónustu
sina og varning voru áramóta-
glaöningur rikisstjórnarinnar
til landsmanna.
Óhætt er aö segja, að
hækkan.i rnarhafikomiö eins og
köld gusa framan i fólk. Kemur
þar bæði til, hversu miklar þær
voru allt aö helmings hækkun á
töxtum Skipaútgerðar rikisins,
og hversu yfirgripsmiklar þær
eru, ná til margra helstu nauö-
synja sem allir veröa aö notfæra
sér I daglegu lifi.”
í niöurlagi leiöarans er vikið
aö ýmsum þáttum til viöbótar
við opinbera þjónustu þar sem
verðbólgujurtin grær, i bygg-
ingarþjónustunni, flutningum á
landi, sjó og I lofti og afurða-
sölumálum. Siöan segir: „En
reynslan hefur þegar sýnt, aö
vonlaust má heita aö vænta
framtaks i þessa átt frá núver-
andi rikisstjórn.” —bj