Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 8

Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 8
8 FRÉTTIR Föstudagur 28. janúar 1977 Myndirnar eru frá sýningu á tillögu uppdráttum sem bárust í samkeppnina. Norræna skipulagssamkeppnin: HALDGÓÐ UNDIRSTAÐA fyrir áframhaldandi skipulag, þróun og uppbyggingu Vestmannaeyjakaupstaðar - er álit dómnefndar samkeppninnar. Hinn 23. janúar sið- gGss á Heimaey. í tii- nefndar i norrænni astliðinn voru f jögur ár efni þess var gerð opin- skipulagssamkeppni liðin frá upphafi eid- ber niðurstaða dóm- um aðalskipulag og deiliskipulag i Vest- mannaeyjum. Jafn- framt var opnuð sýning á tillöguuppdráttum i samkeppninni. 35 tillögur bárust innan tilskil- ins tima og uppfylltu þær allar samk eppnisskilm ála. Dómnefnd skipuöu: Báröur Danielsson arkitekt og verk- fræöingur, formaöur, Jöhann Friöfinnsson bæjarfulltrúi, Páll Zóphaniasson, bæjarstjóri, Vil- hjálmur Hjálmarsson arkitekt, Eric Adlercreutz, arkitekt. Nefndin var sammála um aö ekki væri unnt aö mæla meö einni tillögu óbreyttri, en ákveö- iö var aö veita þrenn verölaun, fyrstu, önnur og þriöju, auk þess sem keyptar skildu fimm tillög- ur aðrar samkvæmt heimild i reglum fyrir samkeppninni. 1. verðlaun hlaut tillaga nr. 29. Höfundur er Elin Corneil, félagi i norska arkitektafélaginu, bú- sett í Kanada. Aðstoöarmaöur hennar var Carmen Corneil arkitekt. 2. verölaun hlaut tillaga nr. 21. Höfundar eru Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræöingur og arkitektarnir Gylfi Guöjönsson, Sigurþór Aðalsteinsson og Val- dis Bjarnadóttir. Samverka- maður þeirra var Björn Gústafsson verkfræöingur. 3. verðlaun hlaut tillaga nr. 1. Höfundar eru arkitektarnir Ole Bergman, Per Seiving og Janne Svenson i Sviþjóö. Af þeim fimm úrlausnum sem dómnefndin ákvaö aö kaupa einnig, voru tvær frá Sviþjóö, ein frá Danmörku, ein frá Noregi og ein frá Finnlandi. Að mati dómnefndar eru all- margar úrlausnir vel og kunnáttusamlega unnar og sumar einnig hugmyndarikar og mun árangur samkeppninn- ar reynast Vestmannakaupstað haldgóð undirstaöa fyrir áfram- haldandi skipulagsvinna, þróun og uppbyggingu. Ragnar Arnalds skoraðist undan að ræða um Kröflu - á almennum borgarfundi hjá SUJ Verðlagsráð sjávarútvegsins: Nýtt lágmarksverð á sjávarafurðum Fyrir nokkru hugðist stjórnmálanefnd Sambands ungra jafnaðarmanna boða til almenns borgara- fundar um stöðvun framkvæmda við Kröflu, og skyldi fund- urinn haldinn n.k. sunnudag. Var ákveöiö aö fara þess á leit viö þá Gunnar Thoroddsen, orkumálaráðherra, Ragnar Arnalds, formann Alþýöu- bandalags, Kjartan Jtíhanns- son, verkfræðing, varaformann Alþýöuflokks, og Eystein Tryggvason, jaröeölisfræöing, aö þeir mættu á fundinn til aö ræöa þessi mál, og þeim send bréfleg beiöni þar aö lútandi. Þegar beiönin var svo itrekuö kvaöst Ragnar Arnalds ekki geta mættá fundinn. Sagöi hann ástæöuna byggjast á þvi, að „hann væri ekki ánægöur meö fundarformiö.” Hinns vegar kvaösthann vera tilbúinn hvenær sem væri til aö mæta á fundi”, þar sem allir stjórnmálaflokkar ættu sina fulltrúa”. A þessum forsendum hafnaöi formaður Alþýöu- bandalags beiöni stjórnmála- nefndar SUJ um aö ræöa Kröflumáliö opinberlega. Gunnar Thoroddsen orku- málaráöherra kvaöst heldur ekki geta mætt á fundinn, þar sem ráðuneyti hans ynni nú aö greinargerö um Kröflu. Kvaöst ráöherra ekki vilja ræöa máliö á opinberum vettvangi, fyrr en greinargerðin heföi veriö lögö fyrir rikisstjórnina. Vildum fá fram öll sjónarmið Alþýöublaöiö haföi samband við Bjarna T. Magnússon fræðslustjóra Alþýðuflokksins í gær og innti hann eftir þvi, á hvaöa forsendum ofangreindir menn heföu veriö valdir til umræönanna. Sagöi Bjarni aö SUJ heföi leitaö til þriggja stjómmála- manna vegna þess að ætlunin heföi veriö aö fá sem gleggsta mynd af öllum hliöum matsins. „Okkur þótti viö hæf i, að leita til Ragnars Arnalds, þar sem formaöur og varaformaöur Kröflunefndar voru ekki staddir á landinu, þegar þetta var, sagöi Bjarni enn fremur. Eins þótti okkur ástæöa til aö boöa Eystein á fundinn, þar sem hann hefur komið skoöunum sinum á þessu máli umbúöa- laust á framfæri, og eins vegna siöustu atburöa viö Kröflu. Eins hafa okkar röksemdir i málinu byggst aö miklum hluta á sömu skoðunum og Eysteinn hefur. Þess má geta aö viö höföum fariö fram á það viö Geir Gunn- laugsson prófessor aö hann yröi fundarstjóri, og varö hann fúslega viö þeirri beiöni. Var hugmyndin aö, fundinum yröi háttaö þannig, að upphaflega yröi dregiö um röö frummæl- enda. Áttu þeir aö fá 8 minútur i framsögu hver, og siðan 4 minútur tilaösvara fyrirsig, og eins tima til aö svara fyrir- spurnum fundargesta.” Lágmarksverö á loðnu til fnyst- ingar. 1 Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveöiö aö lágmarksverð á loönu til frystingar frá byrjun loönuvertiöar til og meö 28. febrúar 1977 skuli vera kr. 26.00 hvert kg. Verö, þetta miöast viö þá loðnu, sem nýtist til frystingar, samkvæmt þeim reglum, sem gilt hafa. Þá hefur Verölagsráö ákveöiö aö lágmarksverö á ferskri loðnu til beitu og til frystingar sem beita og á ferskri loðnu til skepnufóöurs frá byrjun loðnu- vertiöar til 30. april 1977, skuli vera kr. 12.00 hvert kg. Verð þetta miöast viö loðnuna upp til hópa. Lágmarksverö á Hörpudiski Verölagsráö sjávarútvegsins hefur ákveöiö eftirfarandi iág- marksverö á hörpujdiski frá 1. janúar til 31. mai 1$77. Hörpudiskur i vinnsluhæfu á- standi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg.. kr. 32.00 b) 6 cm aö 7 cm á hæð, hvert kg.. kr. 25.00. Verðið er miöaö við, aö selj- endur skili hörpudiski á flutn- ingstæki viö hliö veiðiskips, og skal hörpudiskurinn veginn á bflvog af Iöggiltum vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt, aö sjór fylgi ekki meö. Veröið miöast viö gæöa- og stæröarmat Framleiöslueftir- lits sjávarafurða og fari gæöa- og stæröarflokkun fram á vinnslustaö. Lágmarksverö á fiskbeinum slógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu. Yfirnefnd Verðlagsráös sjávarútvegsins ákvaö I gær eft- irfarandi lágmarksverö á fisk- beinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. janú- ar til 30. iúni _1?77._ a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöövum til fiskimjölsverk- smiöja: Fiskbein og heill fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbit- ur, hvert kg. kr. 7.30. Karfabein og heill karfi, hvert kg. kr. 9.50. Steinbitsbein og heill steinbitur, hvert kg. kr. 4.75. Fiskslóg, hvert kg. kr. 3.30. b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum tii fiski- mjölsverksmiöja: Fiskur annar en síld, loöna, karfi og steinbit- ur, hvert kg... kr. 6.64. Karfi, hvert kg. kr. 8.64 Steinbitur. hvert kg. kr. 4.32. Veröiö er uppsegjanlegt frá og með 1. april og siöar mef viku fyrirvara. Veröiö er miðaö við aö selj Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.