Alþýðublaðið - 28.01.1977, Qupperneq 9
Max Grundig
byrjaði smátt...
Evrópa, áriö 1945, stríðinu
er nýlokið.
Þegar friður komst á var
varla til útvarp á þýsku heim-
ili. Viðtækin höfðu ýmist ver-
ið eyðilögð eða gerð upptæk.
Fólkið var fátækt. Það var
enn bannað að smíða útvarps-
tæki.
Gegn þessum vanda réðst
ungur rafvirki, Max Grundig,
með aðstoð fáeinna hjálpar-
manna, án auðs eða áhrifa.
Með ótrúlegum klókindum
tókst honum að hefja gerð
viðtækja úr gömlu dóti sem
herir bandamanna höfðu í
fórum sínum og máttu sjá af.
Þannig var kjölur lagður að
einu mesta iðnaðarundri
seinni ára.
Á tólf árum varð Grundig
mestur framleiðandi útvarps-
og segulbandstækja í Evrópu
allri og í gerð sjónvarptækja
einn sá fremsti í heimi. Verk-
smiðjur hans eru nú 25 í
ýmsum löndum Evrópu.
Grundigstaður heitir nýtt
byggðarlag skammt suðaust-
an Nurnberg, sem reist var
um 1970. Þar eru nú höfuð-
stöðvar Grundigs, og einhver
stærsta og fullkomnasta sjón-
varpstækjasmiðja heims. Þar
vinna nú 10.000 manns að
framleiðslunni.
Árið 1970 var 10. hvert
litsjónvarpstæki í Vestur-
Þýskalandi frá Grundig. Nú er
3. hvert litsjónvarp framleitt
af fyrirtæki þessa manns,
sem sjálfur forðast sviðsljós-
ið, fjölmiðlana og hið Ijúfa líf
eins og heitan eldinn.
Það er fyrir þig en ekki
Max Grundig sem þessi saga
er sögð hér og nú. Hvernig
getum við betur skýrt það
ótrúlega traust sem krofu-
hörðustu kaupendur heims
sýna einni tegund vöru?
ÞAÐ ER ÁSTÆÐA TIL AÐ
TREYSTA GRUNDIG.
Leiðandi fyrirtæki
á sviði sjónvarps
útvarps og hljómtækja
Þröstur Magnússon
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.