Alþýðublaðið - 28.01.1977, Side 14

Alþýðublaðið - 28.01.1977, Side 14
14 LISTIR/MENNING Föstudagur 28. janúar 1977 SKÍ.“'. Kjarvalsstaðir: Lofsvert framtak veflistarmanna á Norðurlöndum Þann 29. janúar verður opnuð að Kjar- -valsstöðum vefnaðar- sýning, og verða þar sýnd verk frá Norður- löndum. A sýning þessi sér nokkra forsögu, þar sem tvö ár eru liðin siöan vinnuhópur ’veflistar- manna i Danmörku kom saman til aö leggja drög aö stórri sýn- ingu sem gæti gefið hugmynd um það sem væri að gerast i veflist á Noröurlöndum. Hlaut þessi hugmynd lista- mannanna góöar undirtektir og annaðist félag Textilhönnuöa undirbúning sýningarinnar fyrir fsland hönd. Skyldi sýn- inginfara fram á 3ja ára fresti, og feröast um öll Noröurlöndin. Meö styrk frá Norræna menningarmálasjóönum og annarri fyrirgreiðslu var siðan lagður grundvöllur fyrir þessari sýningu, sem nú er aö hefjast á Kjarvalsstöðum. Auglýst var eftir verkum og skipuö nefnd kunnáttumanna frá öllum Norðuröndum. Sat As- gerður Búadóttir i henni fyrir Islands hönd. Alls bárust nefnd- inni 665 verk hvaðanæva að, og sýnir það eitt grósku veflistar- innar á Norðurlöndunum. Úr þessum fjölda voru valin 116 verk til sýningar, þar af 9 eftir islenzka listamenn, en alls 16 ís- lendingar sendu verk sin inn. Hófst sýningin sfðan i Lista- safninu i Afaborg þann 26. júni sl. sumar. Þaðan var fariö með hana til Hövi ködden Lista- miðstöðvarinnar i Osló, siðan tii listasafnsins i Abo og loks að Kjarvalsstöðum. Héðan fer hún svo til Listaskálans i Færeyjum og er ferðinni þar með lokið. Listamenn þeir sem að sýningunni standa eru 95 talsins og spanna verk þeirra yfir myndvefnað, teppi, ásaum tau- þrykk, Patchwork teppi, macramé, rýjateppi, batik, prjóngóbrlin, ofinn skúlptúr og alls konar blandaða veftækni. Þetta ætti þvi að vera hin fróð- legasta sýning fyrir þá sem hafa áhuga á hvers konar handa- vinnu, og reyndar alla sem hafa yndi af að skoða fagra hluti. Gagnrýnendur allir hafa lokiö miklu lofsorði á sýninguna og á Kjarvalsstöðum gefur að llta úrklippur úr erlendum blöðum þar sem sýningarinnar er minnzt. Eru þau skrif mjög á eina lund og farið viðurkenning- arorðum um veflistarsýning- una. Islenzku verkanna er oft getið sérstaklega og farið um þau lofsamlegum orðum. Styrkir til sýningarinnar bár- ust frá Menntamálaráöuneyti og Menntamálaráði. Listráð að Kjarvalsstöðum hýsir hana og hefur séð um ýmsa fyrir- greiðslu, en undirbúning og uppsetningu hafa þær Asgerður Búadóttir, Þorbjörg Þórðar- dóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Ragna Róbertsdóttir. Þess má geta, að Flugleiðir munu veita fólki utan af landi sérstakan helgarafslátt meðan á sýningunni stendur, en henni lýkur þann 20. febrúar n.k. —JSS A NORRÆNNI VEFLIST Þær Asgerður Búadóttir, Þorbjörg Þórðardóttir, Sigrúii Sverris- dóttir og Ragna Róbertsdóttir virða fyrir sér eitt verkanna á sýningunni. A sýningunni er f jöldinn ailur af fallegum teppum og dúkum, En þar eru einnig margir skemmtilegir hlutir, svo sem ofnar brúður, jurtir og svo þessi bráðsniðuga hæna sem sat á stalli i miðjum salnum. Hana gerði úlla Aström. Séö yfir hluta af sýningarsalnum. Fremst á myndinni er nokkuð óvenjulegt, en fallegt verk eftir sænsku listakonuna Kazuko Tamaru. FALLEG 0G YFIRGRIPSMIKIL SYNING Hringið til okkar og pantið föst' hverfi til að selja blaðið í. Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900 Tækni/Vísindi I þessari viku: Skýringar á isöldum 3. Þvi miður hefur ekki veriö unnt að aldursgreina leifar frá jökul- skeiðunum lengra aftur en 50.000 ár, — sem er of lltið til þess að hægt sé aö telja fullgild- ar sannanir fengnar. Milankovitch-kenningin um or- sakir Isalda hefur heiliað marga visindamenn, en hingað tíl hefur skort sannanir til þess að sann- færa menn endanlega. Það sem vantaði var aðferð til þess að tengja nákvæmlega tfmabil ísaldanna við þær breytingar sem orðið hafa á braut jarðar um sólu og stjörnu- fræðingar geta rciknað ná- Lkvæmlega út. Nylega kom i Ijós að upp lýsinga var viðar að leita þ.e.a.s. i borkjörnum af sjávar botni og kóralklettum i fjöru borði.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.