Alþýðublaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 16
Sölustarfsemi á hassi í
öllum framhaldsskólum
segir félagsráðunauturinn á Vífilstöðum
— Það er haldið uppi
hörðum áróðri fyrir þvi
að hass sé skaðlaust og
þvi er það staðreynd að
sú skoðun virðist hafa
rutt sér talsvert til
rúms meðai manna,
sagði Stefán Jóhanns-
son félagsráðunautur á
Vifilstöðum i gær.
Stefán kvaöst þekkja mörg
tilfelli þar sem drykkjusjúkl-
ingar hafi ætlaö aö hætta
drykkju sinni og hafi þeir þá
stundum sagt sem svo: ,,Fyrst
ég má ekki drekka, þá get ég aö
minnsta kosti reykt hass, þvl
þaö er skaðlaust”. Reynslan
hafi hins vegar sýnt aö „hassið
sé lykill aö vindrykkju”, eins og
Stefán oröaöi þaö, þvl aö eftir
mjög skamman tlma hafi fólk
þetta leiðst út I vindrykkju á ný
— aö undangenginni hass-
neyzlu.
Stefán kvaöst vera þess full-
viss aö orsaka fyrir vaxandi
áfengisneyzlu unglinga mætti
aö hluta rekja beint til hass-
neyzlu, sem hann taldi mjög al-
genga á Islandi.
—Ég fullyröi aö I ölium fram-
haldsskólum landsins og i
mörgum gagnfræöaskóium fer
nú fram sölustarfsemi á hassi.
A mörgum skemmtistööum er
einnig hægt aö ganga aö visum
hasskaupmönnum. Þetta veit
lögreglan, en af hverju er ekk-
ert gert?
Hvaö notkun sterkari fikni-
lyf ja snerti, sagöi Stefán aö þau
tilfelli væru fá, en nokkur væru
þó i gangi nú. Þá drap hann á
þaö, aö sumir læknar gæfu stöö-
ugt út lyfseöla á eiturefni, bæöi
til þess aö „kaupa sér friö” og
til aö hafa af þvi gróöa. Nefndi
hann fleiri en eitt dæmi um fólk
sem heföi sagt sér, aö þaö
greiddi 6 þús. kr. fyrir lyfseðil af
þessu tagi. —ARH
Skipt um mynt ó
Keflavíkurflugvelli?
Seðlabankinn
leggur það til
Leitaö aö Korkinum — án árangurs.
Fátt um svör
d blaðamannafundi um
strokna hasssalann
Fyrir tæpu ári síðan
lagði Seðlabankinn þá
tiilögu fyrir rikisstjórn-
ina að hafin yrði gagn-
ger athugun á þvi, að öll
viðskipti á vegum
varnarliðsmanna hér á
landi verði færð yfir i
krónur. Þetta mál hefur
nú legið á hillunni um
langt skeið enda fann
yfirstjórn hersins þvi
flest til foráttu, meðal
annars með tilliti til
þess, að islenzka krónan
væri ekki beint stöðugur
gjaldmiðill.
Alþýöublaöiö haföi vegna þessa
samband viö Björn Tryggvason
hjá Seölabankanum, en hann
hefur kynnt sér þessi mál mjög,
og spuröi hvaö liöi framgangi
þess.
— Þessar tillögur voru sendar
varnarmáladeild utanrikisráöu-
neytisins á sinum tima og hún
kynnti þær svo fyrir yfirstjórn
hersins. Þaöan komu svo athuga-
semdir, þar sem þvi var lýst sem
skoöun hersins aö þessi hugmynd
væri illframkvæmanleg. Meöal
annars vegna þess, aö hún myndi
þýöa sem næst daglegar breyt-
ingar á vöruveröi I verzlunum þar
syöra o.fl. Siöan hefur máliö legiö
Ragnheiður og
Ólafur Vignir
á Háskólatón-
leikum
Fjóröu Háskólatónleikar
vetrarins verða haldnir I Fé-
lagsstofnun stúdenta við
Hringbraut laugardaginn 28.
janúar 1977 og hefjast kl. 17 00.
Ragnheiöur Guðmundsdótt-
ir söngkona og Ólafur Vignir
Albertsson pianóleikari flytja
sönglög eftir Grieg, Sinding,
Cyril Scott og Tchaikovsky.
Þau flytja m.a. lagaflokkinn
Haugtussa eftir Grieg viö
kvæöi Arne Garborg. í þessum
kvæöabálki segir frá skyggnri
sveitastúlku i Noregi, Bjarni
Jónsson frá Vogi þýddi kvæöa-
bók Arne Garborgs, og nefndi
hana Huliðsheima. Grieg
geröi lög viö átta kvæöi úr
bókinni. Aögangur er öllum
heimill.
niöri en er nú á ný á döfinni.
Astæöan til þess aö viö geröum
þessa tillögu var sú aö viö ótt-
uöumst svartamarkaösviöskipti á
dölum af vellinum. Okkur hafði
borizt til eyrna aö slik viöskipti
væru stunduö i talsverðum mæli,
Björn Tryggvason.
einkanlega áriö 1975, en á árinu
1976 er ástæöa til aö ætla aö
dregiö hafi nokkuð úr þeim viö-
skiptum. Hins vegar væri hægt aö
koma i veg fyrir slika verzlun
meö þvi aö hafa á vellinum gjald-
miöil sem ekki freistaöi til slfkra
viöskipta.
1 annan staö fáum viö aldrei
upplýsingar um leigu
mál þeirra hermanna sem búa
utan vallarins, né hvernig þeir
greiöa sina leigu. Hvort þeir
greiöa hana i gjaldeyri og hvaö þá
verður af honum.
Annars er ekki sennilegt aö
hægt veröiaö fá þá til aö taka upp
krónur á Keflavikurflugvelli, en
hinsvegarer spurning hvort hægt
væri aö koma á aftur gömlu
„scripsunum”, sem giltu þar á
sjötta áratugnum. Slikur gjald-
miðill er eingöngu gjaldgengur
innan vallarins. Þannig væriunnt
aö koma i veg fyrir svarta-
markaösverzlun, þótt leggja beri
áherzlu á aö hér er ekki veriö aö
gefa I skyn aö bandarfskir her-
menn séu upp til hópa I svarta-
markaösbraski. Hins vegar
hlýtur alltaf aö vera ákveöin
freisting fyrir hendi hjá þessum
mönnum, þegar aö þeim er sótt
um slik viöskipti.
Björn lagöi á þaö áherzlu, aö
samstaöa heföi oröiö viö vamar-
liöiö um aö enduryfirfærslur til
varnarliösmanna eru undir eftir-
liti og mjög takmarkaöar. Þeir
skipta viö Sölunefndina eingöngu
með dollurum á markaösveröum
frá Bandarikjunum (t.d. meö
bila). Hann sagöi aö lokum, aö
mál þessi væru á viöræðustigi og
til athugunar hjá báöum aöilum.
—hm
Síðdegis i gærdag
voru blaðamenn kall-
aðir á fund talsmanns
hersins á Keflavíkur-
flugvelli, þar sem
hann útskýrði hvernig
flótta Christofers
Barba Smith bar að
höndum og svaraði
spurningum blaða-
manna.
Á fundinum kom
fram, að daginn sem
Smith slapp var hann
eini fanginn i fangelsi
hersins, en tveir
fangaverðir til að
gæta hans.
Samkvæmt reglum eiga
ameriskir fangar rétt á aö
horfa á sjónvarp, en einmitt
sama daginn og fanginn slaR)
viidi svo óheppilega til aö
fangelsissjónvarpiö bilaöi.
Var þá gripiö til þess ráös aö
sýna fanganum kvikmynd og '
fór sýningin fram i herbergi
meö sérstakri öryggishurö
sem alla jafna er höfö læst.
Þetta kvöld var þó brugöiö út
af þeirri venju, en kvik-
myndavélinni komiö fyrir á
gangi fyrir framan herbergiö I
þvi skyni aö myndin á tjaldinu
yröi stærri.
Hófst siöan sýningin og röö-
uöu m ennimir sér i herbergiö
þannig aö fangaveröirnir sátu
næst _tjaldinu en fanginn fyrir
aftan þá.næst útgönguleiöinni,
sem veröur aö telja mjög und-
arlega ráöstöfun enda leikur
einn fyrir fangann aöhlaupast
á brott við þær aöstæöur sem
hann og gerði.
Klukkan mun hafa verið
milli 8.30 og 8.35 er fanginn
hljóp út og lokaði fangaverö-
ina inni. Hvernig hann komst
yfir lykla að bil fangavarðar-
ins er ekki ljóst þar eö eigand-
inn man ekki hvort heldur
hann skildi þá eftir I bilnum
eða I jakkavasa sinum, en
jakkinn hékk á snaga viö út-
göngudyr fangelsins.
Ekki tók þaö langan tima
fyrir fangaveröina aö sleppa
út, og er þeir komu út sáu þeir
hvar fanginn ók úr hlaði. A
leiö sinni útúr fangelsinu sleit
fanginn sima lögreglunnar Ur
sambandi og þurftuveröirnir
þvi aö hlaupa nokkurn spotta
til aö komast i slma og til-
kynna hvarfiö til herlögregl-
unnar, en henni barst
vitneskja um hvarfiö klukkan
8.40.
TIu minútum eftir aö ame-
risku lögreglunni barst þessi
vitneskja ók strokufanginn út
um Njarövlkurhliö flugvallar-
ins, en þangaö er um sjö min-
útna akstur frá fangelsinu.
Rétt i sömu mund og fanginn
ók út um vallarhliöiö barst
vöröum þess aövörun, — en
þvi miöur of seint.
Hvaö fanginn var aö gera
allan þann tima sem leið frá
þvi hann brauzt út og þar til
hann ók út af vellinum er ekki
vitaö og þegar gengiö var á
talsmenn hersins um frekari
útskýringar er litil svör aö fá.
Bera þeir viö aö sakadóms-
rannsóknir I Bandarikjunum
séumeðöðrum hætti en hér á
landi og óttast þeir aö meö þvi
aö segja of mikið muni þeir
ónýta hugsanleg sönnunar-
gögn.
Ekki veröur annaö sagt en
aöþessi saga sé meira en lítiö
furöuleg og hefur þessi fundur
hersins vakiö fleiri spumingar
en hann svaraöi. En þess má
aö lokum geta aö talsmenn
hersins lofa aö allt veröi gert
sem i mannlegu valdi er til aö
hafa upp á þessum horfna
hasssala. Þá er bara aö blöa.
—. GEK
FÖSTUDAGUR
28. JANÚAR 1977
alþýðu
blaðið
Heyrt: Aö Norölendingar
blði nú bara eftir þvi aö
borholurnar viö Kröflu
veröi 18. Þá megi breyta
Kröflusvæöinu i óvenju-
legasta golfvöll i heimi. Aö
visu eru holurnar nokkuö
viöar og djúpar, en þaö má
lagfæra með litilli fyrir-
höfn. Stöðvarhúsinu mætti
breytai ,,golfhótel”á stærö
viö Hótel Sögu, og gufuna,
sem eftir er mætti nota til
baöa.
o
Viö höfum veltfyrir okkur,
vegna fréttar i VIsi I gær
um aö lögreglan I Kópavogi
eigi rafmagnskylfur, sem
gefi rafmagnshögg i staö
venjulegra högga, hvort
þeir fái rafmagnið á sama
veröi og álveriö.
o
Frétt: Aö I morgunkaffinu
á Borginni i fyrramorgun,
hafi kunnur Sjálfstæöis-
maöur oröiö bálreiöur,
þegar hann sá fyrirsögn
leiðara Morgunblaösins,
sem sótt var i ræöu Ólafs
Jóhannessonar á Alþingi:
„Bænaskrá Gylfa”. Hafi
hann spurt hvort Mogginn
væri oröinn málgagn
dómsmálaráöherra, og
gæti ekki lengur sagt neitt
frá eigin br jósti. S vo fór um
marga aöra Sjálfstæðis-
menn þennan dag.
o
Lesið: Fyrirsögn i Dag-
blaöinu i gær: „Island e-
ekki eina landiö, þar sen.
eitt hneyksli á dag kemur
skapinu i lag.”
o
g p
Séö: 1 forystugrein
Verzlunartiöinda:
„Verzlunin hefur lengi látiö
bjóöa sér, aö biöa eftir
svörum ráöamanna t.d.
varöandi tillögur um breyt-
ingar á verölagsmálum,
biða svo mánuöum og
árum skiptir. Vingjarnleg
samtöl fara fram og skipun
nefndar til þess aö fresta
málum, og svo kemur hin
langa þögn, eöa svokölluö
svæfing. Þær raddir hafa
oröiö háværari innan vé-
banda kaupmanna, sem
telja, að þaö þurfi aö
endurnýja aöferöirnar.
Bent hefur m.a. verið á aö
kaupmenn auglýsi mikiö i
dagblööum og gætu þvi
auglýst þessi málefni meir
á óbeinan hátt og skapaö
þrýsting þannig.” Þvi má
bæta hér viö, aö ýmsir
kaupmenn hafa talað um
þaö, aö hætta aö auglýsa i
dagblööum og gefa heldur
út sitt eigiö blaö, sem
myndi lifa góöu lifi á öllum
auglýsingum kaupmanna.