Alþýðublaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.02.1977, Blaðsíða 5
biaíið*' Miðvikudcigur 9. febrúar 1977. WIÐHORF s Feögarnir Óskar Matthlasson og Slgurjón óskarsson ásamt þriöja ættliö sem viö vitum ekki hvaö heitir. Jón Sveinsson verkstjórl. Hann sagöi fréttarltara Alþýöublaösins, aö einhver timi myndi llöa þar tll stööln kæmlst aö fullu f gagnlð. Byrjunaröröugleikar væru alltaf fyrir hendi. GÆZUJVARÐHAU) AÐ ÚSEKJU Prófessor Jónatan Þórmundsson svarar spurningu Alþýðublaðsins um bótaskyldu vegna varðhalds að ósekju Nú þegar fjór- menningarnir sem settir voru i gæzluvarð- hald vegna Geirfinns- málsins hafa verið hreinsaðir af öllum grun um aðiid að þvi máli, snéri Alþýðu- blaðið sér til prófessors Jónatans Þórmunds- sonar og innti hann eftir hver væri skyldur að svara til bóta fyrir gæzluvarðhald að ósekju og ennfremur hver væru skilyrði bótaréttar. Jónatan sagöi: „Ef gæzlu varðhald stafar af röngum sakargiftum annars manns, getur hann veriö bótaskyldur samkvæmt almennum skaöa- bótareglum (saknæmisreglunni og miskabótareglu alm. hegningarlaga) bæöi fyrir fjár- tjóni og miska. Þaö ersvo annaö mál hvort slik málsókn ber árangur meö tilliti til greiöslu- getu stefnds. Þvi er liklegra til árangurs aö höföa mál gegn fjármálaráöherra fyrir hönd rikissjóös, samkvæmt sér- ákvæöum um bótaskyldu ríkis- ins I lögum um meöferö opin- berra mála. Bótaskyida rikisins virðist óháö því, hvort sýnt er fram á sök (ásetning eba gá- leysi) þess rlkisstarfsmanns (hérdómara), sem ábyrgö ber á ákvöröuninni. Hafi starfs- maðurinn meö ásetningi eöa stórkostlegu gáleysi valdiö aö- geröinni. á rtkiö tvimælalaust endurkröfurétt á hann fyrir bót- unum. Giidir þaö sennilega einnig eftir almennum reglum, hafi starfsmaður sýnt af sér venjulegt gáleysi.” Skilyrði bótaréttar ,,Frá sjónarmiöi rikisins er ekki óeölÚegt aö miöa viö aö- stæöur eins og þær horfðu viö dómara, en hann kvaö upp úrskurö um gæzluvaröhald. A þvi timamarki getur úrskuröur veriö — og er oftast — fullkom- lega réttmætur. Gæzlufangi væri illa settur, ef hann nyti þess ekki, er siöar kemur i ljós i rannsókninni, aö hann er saklaus af broti þvi, sem hann var sakaöur um. Þess vegna á hann bótarétt, þótt úr- skuröur sé fyllilega réttmætur, en sfðar kemur i ljós, aö kæra eöa grunur átti ekki viö rök aö styðjast. Hafi gæzluvaröhaldið veriö fyllilega lögmætt, er bóta- réttur gæzlufangans þó ætiö háður þessum tveimur skil- yröum: A) Aö hann hafi ekki meö vis- vitandi eöa stórvægilega gá- leysilegu og ólögmætu fram- feröi á sambandi viö sjálfa rannsóknina, átt sök á gæzlu- varöhaldinu, til dæmis meö stroki eöa ósannindum. Geta slik atriöi haft áhrif á bótafjár- hæö, þá sem dómstólar dæma. B) AÖ rannsókn hafi veriö hætt vegna þess m.a. aö hátt- semisem hann var sakaöur um, hafi talist ósaknæm eöa sönnun hafi ekki fengizt um hana, enda megi fremur telja hann liklegan til aö vera saklausan af henni en sekan. Bæta skal þaö fjártjón og miska ef bótaskilyröi eru fyrir hendi.” —GEK Prófessor Jónatan Þórmunds- son. Viö þennan gang eru kiefarnir sem fjórmenningarnir gistu I rúma 100 daga, — aisaklausir. Slöum úla f angelsiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.