Alþýðublaðið - 12.02.1977, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 12.02.1977, Qupperneq 12
GREiNARGERPIN UM KRÖFLUVIRKJUN. Höndlað með kornvörur í Kornmarkaðn- um við Skóla- vörðustíg Þessi auglýsing vakti hygli blaöamannsins. at- $ I/PPÍýSlAÍ&flR Vto fW.luM meo M fitfc fcfhffz ou ÚÍUHAUL oi, nu í.«vU Vfíör El»«u hx. óoýRu Mjílr»v !p» v Hurt ustin floKr: ct Rfttrtue, f-ú £Ru ii i tJs t>Æt K»U« 50 K’i. 'r Vlt> Vlljuu, Ný,» m SÍM Uo t*. I*t« fo*d itM oft 6£ hub* 5tu: Nll RíxfA-A, VI« flf foltrt /l£j,rt fttXlfoM Í (H 00 SlótH I, tú*f‘>*h « i. FfcbtúAR vfctOvM vro ICqaamhí «.tO ^jooUojóN, HU\i hvti«fee„ h£X\ftN 1-00 u C o.f, ttUðlUMONHXt. HOtXHAfi KAOKXoO Mto I KtVKWtl ft 5k». A Skólavöröustig 21 hefur um nokkurra mánaöa skeiö veriö rekin verzlun sem óhætt er aö telja frábrugöna öörum verzlunum eins og þær almennt gerast. Verzlunin heitir Korn- markaöurinn og eins og nafniö gefur til kynna, er þar einkum „höndlaö meö kornmeti og skyidar vörutegundir. Blaöa- maöur Alþýöublaösins lagöi leiö sina á Kornmarkaöinn þeirra erinda aö kynnast nánar verziunarrekstrinum og þeim sem aö honum standa. Þá kom i ijós að verzlunin er rekin af félögum i hreyfingu sem kallar sig Ananda Marga og byggir á kenningum Shri Ananda Murti. Verzlunarstjór- inn heitir Sigmar Arnórsson og tjáði hann blaðamanni aö til- gangurinn meö verzlunar- rekstrinum væri m.a. að sjá þvi fólki sem neytti jurtafæðis fyrir hráefni við sitt hæfi á viðráðan- legu verði. „Við flytjum okkar vörur inn sjálfir, milliliðalaust, og hjálpar það okkur aö halda verðinu niðri. Við reynum að reka verzlunina á heiðarlegan hátt, án tillits til arðsemissjónar- miðsi ns,þvi það er ekki ætlunin aðgræðaá viðskiptunum” sagði Sigmar. Nýtnin i fyrirrúmi A einum veggnum i verzlun- inni hékk auglýsing, þar sem á stóð að greiddar væru 2 kr. fyrir bréfpoka sem viðskiptavinir létu verzluninni i té. Þá væru greiddar 5kr. fyrirplastpoka og 5 kr. fyrir hreinar glerkrukkur með loki. Sigmar var að þvi spurður hver væri tilgangurinn með þessum pokakaupum. ,,Við vilj- um . hvetja fólk til n ýtni og þetta er ein leiðin til þess. I verzlunarrekstrinum þurfum við á pokum að halda, og ef við- skiptavinirnir eiga slika poka Smá sýnishorn af þeim vörum sem seldar eru IKornmarkaönum. Ab. myndir GEK fínnst okkur sjálfsagt að þeir séu notaðir i stað þess að þeim sé hent. Það er skömm aö þvi hvað fólk nytir almennt hlutina illa.” Aðspurður sagði Sigmar að hér i bænum væru um 20 virkir félagar i Ananda Marga, en auk þeirra hefðu um 300 aðrir lært hugleiðslu hjá þeim, en þau hafa aðstöðu til hugleiðslu aö Berg- staðastræti 28. Sagði Sigmar að þessa dagana væri staddur hjá þeim mjög sterkur Jógi hingað kominn frá Sviþjóð og er greint frá honum á öðrum stað i blað- inu i dag. —GEK Áætlanirnar misskilningur sagði Sighvatur Björgvinsson, alþm. „Þaökemur ekkert fram I þess- ari greinargerö um Kröfluvirkj- un, sem ekki var vitaö áöur,” sagöi Sighvatur Björgvinsson al- þingismaöur, þegar Alþýöubiaöiö spuröi hann um máliö i gær. Sighvatur sagði að nauðsynlegt væri að tryggja Norðlendingum næga raforku. Þaö yrði ekki gert með þvi að halda áfram virkjun Kröflu. Það sem nú ætti að géra, sagði Sighvatur, væri að ljúka byggðalinu fyrir Hvalfjörð. „Það er fljótvirkasta og bezta leiðin til að tryggja Norðlendingum næga raforku,” sagði Sighvatur. Sighvatur taldi það augljóst, að upplýsingarnar um kostnaðar- áætlanir væru byggðar á mis- skilningi iðnaðarráðherra og Kröflunefndar. Ljóst væri aö framkvæmdakostnaöurinn viö Kröfluvirkjun færi upp í 7.8 milljarða, þannig að árleg greiðsla vaxta færi langt fram yf- ir þær tekjur sem fengjust fyrir orkusölu frá virkjuninni. t grein- argerðinni um Kröfluvirkjun kemur fram, að gert er ráð fyrir þvi að 5 nýjar holur verði borað- ar. SagöiSighvatur það furðulegt, að ekki væri tekið fram i greinar- geröinni hvort þessar holur yrðu boraðar á virkjunarsvæðinu eða utan svæðisins sem þá mundi leiða af sér stóraukinn kostnað vegna nýrra lagna. —BJ. Krefjumst þess að verða metin aðverðleikum — segja hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum Sem kunnugt er af fréttum hafa hjúkrunarfræöingar á Stór- Reykjavikursvæðinu sagt upp störfum sinum. Krefjast þeir stórbættra kjara og sann- gjarnra samninga til aö koma f veg fyrir aöneyðarástand skap- ist á sjúkrahúsum höfuöborgar- innar. í yfirlýsingu frá fundi hjúkrunarfræðinga, sem sagt hafa upp störfum, segir meöal annars aö miðað viö önnur Norðurlönd sé islenzk hjúkrun- arstétt ótrúlega langt á eftir hvaö snertir laun og önnur kjör. Ennfremur segir í yfirlýsing- unni aö aöstæður hafi breytzt svo, aö hjúkrun sé ekki lengur fórnarstarf „kvenna”, heldur þurfi hjúkrunarfræöingar aö véra færirum aö sjá fyrir sér og sinum. Nám hjúkrunarfræðinga tek- ur þrjú ár, það er fjögur skóla- ár. Undirbúningsmenntun nú, er tvö ár fram yfir gagnfræða- próf eða samsvarandi menntun og meiri. Núverandi laun hjúkrunar- fræöinga'eru eftirfarandi: Ný- útskrifaðir. B-10 kr. 99.941, hjúkrunarfræðingar með fulla starfsreynslu,B-ll kr. 106.486. Hjúkrunarfræðingar vinna all- an ársins hring, helgar og stór- hátiöir.Um hátiðar fá þeir álag sem nemur kr. 211.56 á klukku- stund. Æðsta embætti hjúkrunar- fræðings á sjúkrastofnunum er staða hjúkrunarforstjóra (for- stöðukonu) á sjúkrahúsum meö yfir 200 rúm. Fyrir það er greitt samkvæmt launaflokki B-21 kr. 152.367. 1 yfirlýsingu hjúkrunarfræö- inga segir, að stétt þeirra sé nú ein fárra sem sifellt eigi i erfiö- leikum inni á sjúkrahúsum, vegna skorts á starfsfólki og sé vinnuálag þvi oft óheyrilega mikið. Hjúkrunarfræðingar.sem sagt hafa upp störfum við Borgarspi- talann, Landakotsspitala og Vifilsstaðaspitala álita.að með bættum kjörum verði talsverð bót ráðin á þvi ófremdarástandi sem nú rikir, mun það auka á- huga á hjúkrunarnámi og halda fólki betur i starfi. —AB LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977 alþýdu blaöiö Séö i bréfi frá Jóni Ormi Halldórssyni, islenzkum námsmanni i Englandi, að hann og aðrir námsmenn i Englandi séu hættir áð mótmæla og predika rót- tækar kenningar, en séu þess i stað farnir að læra. o Tekiö eftir myndskreyttri frásögn i Dagblaðinu um það, þegar þegar einn handhafa diplómatapassa frá norska sendiráöinu var færður heim til sin eftir næturgöltið af tveim fögrum lögreglukonum. Sá diplómatiski var ekki hreinlegri en svo, að önnur lögreglukonan varð ,,að fá hreinsun á fatnaði sinum eftir samveruna meö honum.” (Það skal tekið fram að viðkomandi dipló- mat er hundur.) o Heyrt að stjórn sóknar- nefndar Viðistaðasóknar I Hafnarfirði hafi sagt af sér og sé sóknin þar með stjórnlaus. Þessi stjórn varð fræg að endemum þegar hún var kosin, þar sem konum var meinað að eiga þar sæti. Þetta kvennaleysi virðist ekki hafa gefizt vel eins og sjá má, en væntanlega hefur uppstillinganefndin fyrir næsta stjórnarkjör vit á að velja konur i stjórnina, þó ekki sé nema til að halda henni við störf. o Frétt að Jón Sólnes vilji endilega fá bjórinn lög- leiddan á Islandi og slangur af bjórkrám, auk kennslu i umgengnis- reglum við Bakkus. Ekki eru allir á eitt sáttir um það, af hverju þessi áhugi Jóns á bjórnum er sprott- inn, en helzt hallast menn að þvl, að það sé gos- magnið i þessum veigum sem heillar hann. o Heyrt að ný skýring sé fundin á flóði og fjöru.l fyrsta skipti sem Islendingar komu niður að sjónum, varö hann svo hræddur að hann hörfaði. Siöan hefur hann komið á sex tima fresti til að athuga hvort þeir væru farnir. .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.