Alþýðublaðið - 19.02.1977, Blaðsíða 11
AfmæHi 15
jSSd.’ Laugardagur 19. febrúar 1977
FRIÐFINNLR ÓLAFSSON 60 ÁRA
Afmæliskveðja
til
Friðfinns
tslendingum er gjarnt aö látast
furöa sig á aldri kunningja sinna á
stórafmælum þeirra, en mér er
engin slik yfirlýsing I huga þegar
Friöfinnur Ólafsson tekur allt i
einu upp á þvi að veröa sextugur.
Hann er reyndar léttur i máli,
spori og lund eins og aörir sam-
feröamenn fimmtugir eöa yngri,
en þó finnst mér við hæfi aö
hann sé orðinn þetta gamall.
Friðfinnur hefur lifaö svo margt
og notiö svo mikils aö hann gæti
þessvegna verið minnsta kosti
áttræður.
Eiginleikar Friðfinns
Ólafssonar eru fjölmargir, og
reyni ég aöeins aö rekja nokkra
þeirra-Vil ég þá fyrst láta þess
getið að hann er allra manna
skemmtilegastur þegar vel liggur
á honum. Hann er „geysir
gamanyröa” eins og Guttormur
J. Guttormsson orti um Káin,
hugkvæmur og opinskár i fyndni
sinni og hvarvetna . eftirsóttur
samkvæmisgestur. Er gaman aö
fylgjast með honum á manna-
mótum þegar hann leggur sig
fram um aö kæta viömælendur
sina. Þá tekur hann flugið
skemmtilega i ávörpum og til-
svörum, og ánægjan ljómar af
honum eins og sólskin. Þó er hann
fljótur aö skipta skapi ef einhver
ætlar sér að skyggja á hann. Þá
ýfist hann eins og reiður örn, og
þótti hans verður sist minni en
glaöværöin áöur. En Friöfinnur
erekkilangrækinnþóhonum þyki
stöku sinnum. Brosiö kemur af tur
fyrr en varir, og tilburöirnir
halda áfram.
Enginn kemst eins eftirminni-
lega aö oröi og Friðfinnur þegar
honum tekst upp. Einu sinni sem
oftar gekk ég fyrir hann á
indælum júnimorgni eftir langa
og sögulega fjarveru, og haföi
sumum þótt tvisýnt aö ég myndi
eiga'afturkvæmt úr þvi ferðalagi.
Friöfinnur spratt upp úr hægu
sæti viö komu mina og fagnaöi
mér eins og hann heimti mig úr
helju. Kvaö hann stundirnar hafa
veriö sér daufar meöan ég var i
burtu og snautt um lystisemdir.
Vildi ég neyta lagsins, hélt auö-
velt úr aö bæta og ástæöu til þess
aö gera sér dagamun. Friöfinnur
drúpti þá höföi viö og taldi þann
hæng á aö hann væri nýgenginn i
strangt tveggja mánaöa vin-
bindindi. Ég reyndi aö dylja
sæmilega vonbrigði m'in en leyföi
mér þó aö tala utanaö þvi að ein-
hverntima heföum við fengiö
okkur i staupinu saman af minna
tilefni. Þá leit Friöfinnur upp
stóreygur nokkuö, glotti viö tönn
og sagði:
— Maöur getur svo sem fengiö
lánaöan dag i ágúst!
Þar með var því bindindi lokiö
aö sinni.
Næst langar mig aö vitna um
hjálpsemi Friöfinns Ólafssonar.
Hann er boöinn og búinn aö likna
þeim sem eru miöur sin eöa
standa höllum fæti eins og honum
finnist þaö skylda. Reynist hann
iöulega stórtækur i þeim efnum
frammifyrir alþjóö, en flest
góöverk sin vinnur hann þó vafa-
laust án þess aö af fréttist. Hann
sinnir fúslega smælingjum sem
samfélagiö hefur gleymt og jafn-
vel rekiö út á klakann. Hægri
hönd Friðfinns veit þá ekki hvaö
sú vinstri gerir þvi þessari liö-
veislu stjórnar hjarta mannsins
fremur en heilinn. Ég hef oft séð
hann vikja góðu aö litilmögnum
einsog sjálfsagt væri. Hin skiptin
eru þó áreiðanlega drjúgum fleiri
þegar ég var fjarri og haföi engar
spurnir af greiövikni hans.
Friðfinnur ólafsson fæddist i
sama rúmi og Jón heitinn Bald-
vinsson i föðurhúsunum á Strand-
seljum viö Isafjaröardjúp, en
hann varö ekki jafnaðarmaöur
þessvegna eins og sumir kunna aö
ætla. Hann bast ungur jafnaðar-
stefnunni af þvi aö honum fannst
til um boöskap hennar og Urræði.
Friðfinni lætur hinsvegar ólikt
betur aö vera meö einhverju geö-
felldu og timabæru en á móti
þessu eöa hinu sem aflaga fer.
Hann er þvi varla eins róttækur
og nauðsynlegt kynni aö vera til
þess aö bjarga landinu eða frelsa
heiminn. Hitt nær engri átt ab
álita hann broddborgara þó
honum fari vel spariföt á hátiöum
og tyllidögum.
Friðfinnur telst læröur maöur,
en þó er miklu meira um vert
sjálfsmenntun hans en skóla-
göngu. Hann les eigi siöur skáld-
skap og aörar fagrar bókmenntir
en rit um svokölluö hagnýt fræöi,
en viösýni og þekkingu hefur
hann orðiö sér úti um meö
kynnum af landi og þjóð. Friö-
finnur er mikill Islendingur en
einkum vestfiröingur. Atthög-
unum viö Djúp ann hann af hjarta
ogvinnurþeimmargt. Geristmál
hans jafnan tilkomumikiö er hann
hermir ókunnugum landkosti
vestur þar, mannlif sýnist
fegurra á þeim slóðum en annars-
staöar, náttúran gjöfulli og
veöurfar meira en fjöll hærri aö
dómi hans, sjóar brattari og leiðir
torsóttari. Lætur hann þá blitt og
stritt leikast á i frásögninni, en
áheyranda ljúkast upp feiknlegir
jötunheimar skornir djúpum
fjöröum og þröngum dölum meö
græna unaösbletti milli regin-
hli'ða viö svalar unnir þar sem
löngum skiptist á hvitalogn og
rauöarok. Sá málflutningur lýsir
honum best, ýkjum hans og furö-
um, lifsgleöiog innræti. Þá reisist
hann, hækkar allur og stækkar og
ber svip af landslagi á Vest-
fjöröum.
Fyrir mörgum árum vildi ég
deila gebi við Friöfinn ölafsson á
gamlársdag og þreyta viö hann
andlegar Iþróttir. Sat hann þá
reifur iskrifstofu sinni við þvilikt
fjölmenni aö mér virtisthelst sem
öll Arnardalsættin myndi þar
samankomin. Lék Friöfinnur við
hvernsinn fingur og fór á kostum.
Sá ég hann og heyröi lotningar-
fullur um stund en hvarf svo
þögull og fár frá þessum ofjarli
mínum. Friöfinnur var eins og
konungur i riki sinu eöa austur-
lenskur ættarhöföingi.
Sextugur nýtur hann sln
efalaust svipaö. A honum mun
enn sannast aö hann er allra
manna glaöastur og vinsælastur
og kann sig öllum betur i mann-
fagnaöi. Ég reyni þessvegna ekki
að etja kappi viö hann i dag en
mér gæti dottiö I hug aö vilja ná
tali af honum á morgun.
Helgi Sæmundsson
☆
Friðfinnur ólafsson er einn
þeirra manna, sem forsjónin hef-
ur ætlab aö vera hrókur fagnaöar
og vekja gleði náungans með þvi
að lita á menn og málefni meö
rikri kýmnigáfu og léttri lund.
Betur aö slikir menn væru fleiri,
sem gætu létt samferöamönnum
sinum lifiö og fengið þá til aö
leggja örlitiö af hátlöleikanum og
alvörunni til hliðar stöku sinnum.
Friðfinnur er mikill gáfu- og
hæfileikamaöur, sem hefur viöa
komiö viö á starfsferli slnum.
Hann hefur gegnt margvislegum
trúnaðarstörfum i stjórnkerfinu,
en nú hin slöari ár haft það aöal-
starf aö stýra Háskólabiói, kvik-
myndahúsinu, háskólasalnum og
tónleikahöllinni.
Innri mann hefur Friðfinnur
sýnt meö margvislegu félags-
starfi.þará meðal I afkastamikl-
um mannúöarstofnunum. Hann
hefur verið félagi okkar i Alþýöu-
flokknum og gegnt þar margvis-
legum trúnaði. Ég færi honum
sextugum árnaðaróskir og beztu
kveðjur félaga hans í flokknum.
Benedikt G rönda 1.
☆
Þab munu nú um þessar mund-
ir 34 ár síöan leiðir okkar Friö-
finns lágu fyrst saman á stjórn-
málafundi i Borgarnesi á vegum
Sambands ungra jafnaðarmanna.
Litiö eitt hafði ég kynnst mannin-
um sjálfum áöur, en I þessari ferð
okkar var hann tvimælalaust
okkar forystumabur, enda viö
flestir hinir nýgræbingar i stjórn-
málum en hann oröinn okkar fyr-
irferöarmestur á þvl sviöi.
Eðlilega fengum viö á þessum
fundi okkar eldlegu skirn I „póli-
tlk” meö góðri aðstoð and-
stæðinga okkar i stjórnmálum,
sem létu oftast dynja á okkur
höggin og vönduöu hvorki meööl
né köpuryrði.
Undir þessari kúlnahriö brosti
þá Friöfinnur gjarnan og hvatti
okkur liðsmenn sina óspart, jafn-
framt þvi sem hann svaraði fyrir
okkar hönd á þann veg, aö ekki
þurfti viö að bæta.
Friðfinnur Ólafsson er fyrir
löngu orðinn þjóökunnur maöur
ekki sist fyrir orösnilld sina og
stálminni, sem almenningur
þekkir vel m.a. Ur fjölmiölum. —
Kímnisögur hans og hnyttin svör,
lifa i huga þúsunda manna. Per-
sónulega er mér þó ekki grun-
laust um, aö margar frásagnir,
sem eftir honum eru hafðar, séu
orönar svo margar aö vart geti
allar veriö rétt feöraðar. — Þeir
sem vilja vita hið sanna geta ofur
einfaldlega skoöaö frásagnir
Friöfinns i ljósi þess aö ekta
„Friðfinnssögur” meiða œgan
persónulega, — geri þær þaö, þá
er „króinn” rangt feðraöur.
Þetta eru þær hliðar Friðfinns
Ólafssonar, sem flestir þekkja. —
Stálminni hans um ættir fólks
hvaðanæva af landinu, —hin létta
lund og sifelld leit hans aö skop-
legri hlið hlutanna, eru þau ein-
kenni, sem flestir kannast viö.
Þann aldarþriöjung, sem leiöir
okkar Friöfinns hafa legiö sam-
an, hefi ég átt þess kost aö kynn-
ast þeim Friðfinni, sem færri
þekkja, I gegnum fórnfúst og alls-
ólaunað starf hans i þágu þeirra,
sem minni máttar eru I þjóðfélag-
inu. Sjálfur flikar hann ekki þess-
um timafreku störfum sinum eöa
þeim stundum, sem liann af óbil-
andi vilja fórnar frá ástkærrifjöl-
skyldu sinni til handa þroskaheft-
um, lömuöum og fötluðum börn-
um, jafnt þeim sem eldri eru.
Þessi þögli hópur á gott rúm i
huga og starfi Friöfinns Ólafsson-
ar. —Sjúklingamir, sem leita að-
stoöar i Endurhæfingarstööinni
aö Háaleitisbraut 13, bömin og
unglingarnar i Tjaldanesi og
sumardvölin I Reykjadal i Mos-
fellssveit berja ekki bumbur á
strætum úti og sjálfur bakhjarl
þeirra, Friðfinnur ólafsson, gerir
það heldur ekki. — Einhverjum
kann aö finnast Friöfinnur á
stundum geta veriö hrjúfur og
hvassyrtur hiö ytra. Sá hinn sami
ætti að gefa sér stund meö Friö-
finni á fyrrgreindum stööum. Þar
er annar maður á ferð.
Þá hefur Friöfinnur meö ráöum
og dáð stutt þessa aðila innan
Oddfellowreglunnar og aukiö með
hljóðlátu starfi slnu skilning á
kjörum þess fólks, sem ekki getur
gengið „heilt til skógar”.
Af framangreindu má ljóst
vera, aö þaö er engin tilviljun að
Friöfinni hafa veriö falin ótal
trúnaöarstörf hjá þeim félögum
er styrkt hafa þaö fólk, er hér um
ræöir.
Friðfinni hafa veriö falin ótal
störf á opinberum vettvangi, sem
hér veröa ekki talin, — en hins
vegar rétt aö minna á þau störf
hans, sem minna hefur verið tal-
að um.
Forysta hans verður ekki vé-
fengd um stofnun vistheimilisins i
Tjaldanesi, varaformaður
Styrktarfélags lamaöra og fatl-
aðra var hann fyrstu 20 árin og
formaður þess nú sl. 5 ár.
Þaö er stundum tálaö um þaö á
vorum dögum, aö fólk fáistnú litt
oröið til aö leggja á sig ólaunuð
störf i þágu hugsjóna sinna. Llfs-
gæöakapphlaup nútimans er taliö
kaffæra alla slika „tilfinninga-
semi” — aöeins beinharöir pen-
ingar séu þaö sem dugi. — Hvers-
vegna aö eyba tima og þreki I slik
störf, sem ekkert gefa af sér?
Ef slik hugsun er oröin regla,
þá þverbrýtur Friöfinnur allar
slikar reglur og gerir vonandi
sem lengst.
Ég veit, að ég mæli fyrir hönd
alls þesshljóöláta hóps, sem notiö
hafa starfa Friöfinns Ólafssonar,
þegar ég færi honum, eiginkonu
hans, börnum og ættmennum öll-
um, bestu hamingjuóskir meö
timamótin og framtiðina.
Þær persónulegu óskir læt ég i
ljós, aö mér auðnist áfram aö sjá
ibyggilegt bros Friöfinns viö
lausn þeirra vandamála, sem aö
steöja, og aö hann hætti ekki aö
bita I skjaldarrendur á sjöunda
tugnum fremur en á Borgames-
fundinum forðum.
Eggert G. Þorsteinsson
Hér er afmælisbarniö, Friöfinnur Ólafsson, I góöum félagskap. Viö
hliö hans stendur Sæmundur ólafsson og báöir eru þeir i sumar-
feröalagi Alþýöuflokksins.
íaíþýðuj
Auglýsingasími blaðsins er 14906