Alþýðublaðið - 24.02.1977, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 24.02.1977, Qupperneq 9
Fimmtudagur 24. febrúar 1977 ? „Ekkert sem styður að fíkniefnasala fari - segir fræðslustjóri Reykjavíkurborgar Rannsókn i gagnfræöaskólum borgarinnar á þvi hvort þar fari fram sala fikniefna, er nú aö komast á lokastig. 1 gær átti ennþá eftir aö skila inn um fimm umsögnum skólastjóra, en aö sögn fræöslustjóra Reykjavikur, Kristjáns Gunn- arssonar, átti aö hefja herferö I aö innheimta þessi gögn fyrir helgina. Einnig hefur borizt til fræöslustjóra bréf frá Sakadómi og Dómstóli 1 ávana- og flkni- efnamálum. — Þaö er ekkert sem styöur þá fullyröingu aö sala á fikni- efnum fari fram i skólum, sagöi Kristján I samtali viö Alþýöu- blaöiö I gær. — Eg vil taka þaö skýrt fram aö könnunin var gerö mjög ná- kvæmlega meöal nemenda, og ég tel aö htin leiði þaö fullkom- lega I ljós aö sala fari ekki fram I skólum. Hins vegar tel ég full- vlst aö einhverjir nemendur hafi einhverntlma komizt I kynni viö flkniefni, sagöi hann ennfremur. —AB Ferðafélag íslands 50 ára á þessu ári Nær 200 ferð- ir farnar á síð- asta ári - félagar aldrei verið fleiri Þórsmörk laöaöi flesta feröa- menn Feröafélagsins aö á slö- astliönu ári. Feröafélag tslands hélt sinn fimmtugasta aöalfund 15. fe- brúar siöastliðinn, en félagiö minnist fimmtiu ára afmælis sins 27. nóvember á þessu ári. Tala félaga Ferðafélagsins er nú rúmlega 7 þúsund og hafa félagar aldrei veriö fleiri. A tólfta hundraö eru I deildum ut- an Reykjavikur. A árinu 1976 voru farnar alls 191 ferö á vegum félagsins og þátttakendur I þeim á sjötta þúsund. Flestir fóru I Þórs- mörk, tæplega 1900 manns. Feröaáætlun 1977 er meö svip- uöu sniöi og áöur en f jölbreytni feröa fer þó vaxandi. Arbók ferðafélagsins er væntanleg I aprll og flytur hún aö þessu sinni þætti, sem ýmsir þjóðkunnir menn hafa skrifaö um efni sem starfssviö félagsins tekur til. A slöasta aöalfundi var minnst látins forseta félagsins, en Sigurður Jóhannsson lézt 2. október siöastliöinn. Siguröur gegndi starfi forseta Feröafé- lagsins samfleytt I 16 ár. Nú- verandi forseti er Siguröur Þór- arinsson prófessor. —AB. Fjölfötluð börn í leik- húsferð til Akureyrar: Flugfélag fslands og Leikfélag Akureyrar: Gefa 75% afslátt af far- gjöldum og aðgöngumiðum Næstkomandi laugardag leggur um 30 manna hópur upp I leikhús- ferö til Akureyrar, og er ætlunin aö fylgjast meö sýningu Leik- félags Akureyrar á öskubusku. Eru þaö fjölfötluö börn úr Hllöa- skóla og foreldrar þeirra, auk fararstjórans Kristins Guö- mundssonar. — Hugmyndin aö þessu er al- gerlega mln, og ég er búinn aö ganga meö hana I maganum lengi, sagöi Kristinn I samtali viö > Alþýöublaöiö I gær, en hann starf- ar, sem aöstoöarmaöur á skrif - stofuÞjóöleikhússins. — Ég hitti síöan nokkra leikara Leikfélags Akureyrar aö máli hér I Reykjavlk fyrir nokkru. Þá fannst mér alveg tilvaliö aö bera það upp viö þá hvort svona ferö væri ekki möguleg, og þaö varö úr aö þetta var ákveöiö. Feröin er farin I fullu samráöi viö skóla- stjóra Hllöaskóla. Lagt veröur af staö frá Reykja- vlk á laugardag og komiö til baka um kvöldiö. Kiwanismenn á Akureyri munu taka á móti hópn- um og Akureyrarbær væntanlega bjóöa honum slöan I hádegisverö. Kostnaö af feröinni greiöa for- eldrar barnanna sjálfir, en Flug- félag Islands gefur 75% afslátt af ferðinni til Akureyrar og Leik- félag Akureyrar gefur einnig 75% afsláttaf aögöngumiöum á ösku- busku. —AB BSRB Efnir til ráð- stefnu um líf- eyrismál Dagana 11.-13. marz hafði BSRB ákveðið að efna til ráðstefnu um lifeyrismái. Atti hún að vera i Munaðarnesi. Vegna breytinga, sem veriö er aö gera á veitingaskálanum I Munaöarnesi veröur þessi fyrir- hugaöa ráöstefná haldin I Reykjavlk viku slöar en upphaf- lega haföi veriö gfert-.ráö fyrir. Hefst hún fimmtúdáginn 17. marz kl. 16 og stendur yfir fram á laugardag. A ráöstefnunni munu flytja erindi, þeir Hákon Guömunds- son, formaöur stjórnar llfeyris- sjóös starfsmanna rlkisins, og Guöjón Hansen, tryggingafræö- ingur. Veröa gefnar upplýsing- ar um biöreikning fjármála- ráöuneytisins og llfeyrissjóöi bæjarstarfsmanna og annarra. Veröur ráöstefnan haldin I fé- lagsheimili Hreyfils viö Fells- múla og er hún opin öllum á- hugamönnum um llfeyrismál og opinberra starfsmanna, þar á meöal eftirlaunafólki. Þátttaka tilkynnist á skrif- stofu BSRB Laugavegi 172 fyrir 15. marz n.k. og er hún ókeypis. Heldur fræðslu- námskeið um land allt Fræöslunefnd bandalags starfsmanna rikis og bæja hefur ákveöiö aö efna til tveggja daga fræöslunámskeiöa fyrir trúnaö- armenn og áhugafólk um kjara- og félagsmál opinberra starfs- manna meö tilteknu verkefna- vali. Hafa slík námskeiö þegar veriö haldin hjá nokkrum bandalagsfélögum I Reykjavlk og á átta stööum úti á landi. Hefur þátttaka veriö góö og starfsemi þessi vel þegin. Um næstu helgi veröa haldin námskeiö á Húsavik og Seifossi. Þá er áformaö aö halda sams konar námskeiö á 7 stööum til viöbótar I marzmánuöi. ÆSKULÝÐSRÁÐ FOR- DÆMIR TÓBAKSAUG- LÝSINGARNAR „Æskulýösráö Reykjavlkur fordæmir þá herferö, sem hafin er I þeim tilgangi að hvetja m.a. ungt fólk til tóbaksnotkunar. Hvetur ráöiö sérhvern borgara aö gera sitt til þess aö sllk herferö renni út I sandinn, svo hún nái ekki aö vinna þaö tjón, sem henni er ætlaö.” Svo hljóöaöi tillaga sem for- maöur Æskulýðsráös Daviö Oddsson, formaöur bar upp á fundi ráösins, sem haldinn var þann 22. febrúar sl„ en þá fóru fram umræöur um þá auglýs- ingaherferö tóbaksseljenda sem nú stendur yfir. Tillagan var samþykkt sam- hljóöa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.