Alþýðublaðið - 20.03.1977, Side 2

Alþýðublaðið - 20.03.1977, Side 2
2 STJÖRNMAL/ LISTIR/MENNING Sunnudaqur 20. marz 1977 •II ýðu- öíö alþýöu- Ctgefa.idi: Alþýftuflokkurinn. Riksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgftarmaftur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aftsetur ritstjórnar er i Siftumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeiid, Alþýftuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsími 11900. Prentun: Blaftaprent h.f. Askriftarverft: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Iðnaðurinn og Fríverzlunarsamtökin Því miður er það orðið býsna mikið á reiki, hvað við er átt, þegar talað er um hægri-stefnu og vinstri stefnu í stjórn- málum. Hins vegar ætti ekki að vera á því vafi, hvað sé framfarastefna og hvað afturhalds- stefna. Það horfir til framfara, ef gerðar eru ráðstafanir, sem efla þjóðarhag og gera þjóð- félagið réttlátara og betra en það var. Þeir, sem slíkt styðja eru f ramf arasinnaðir. Ef menn vilja halda í það, sem er, þótt það sé óhag- kvæmt eða ranglátt, hvað þá ef menn vilja breyta því til hins verra, er það afturhald. Þeir, sem berjast fyrir slíku, eru afturhaldsmenn. Flestir, sem fást við stjórnmál eða hafa áhuga á þeim, telja sig eflaust f ramfarasinnaða. Enginn vill láta kalla sig afturhaldsmann. En það eru ekki orðin, sem menn nota um sjálfa sig og skoðanir sínar, sem máli skipta, heldur verkin, stef nan, sem menn fylgja og berjast fyrir í reynd. Eitt þeirra stórmála, sem taka þurfti afstöðu til fyrir nokkrum árum og tvímælalaust skar úr um það, hvort menn og flokkar væru framfara- sinnaðir eða afturhalds- samir, var spurningin um aðild Islands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu, EFTA. Málið var rætt árum saman, og um það urðu mjög hörð átök, Alþýðubandalag. Höfuð- rökin fyrir aðild voru þau, að hún myndi til frambúðar tryggja íslendingum markaði fyrir sjávarafurðir og iðnaðarvörur og bæta stöðu þeirra á þessum mörkuðum, sem ella bæði innan þings og utan. Hér var um mikilvæga hagsmuni að tefla, spurningu um grund- vallaratriði í stefnu íslendinga í efnahags- málum. Fylgjandi aðild- inni voru þáverandi stjórnarflokkar, Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðis- flokkur, en andvigir henni þeir flokkar, sem voru í stjórnarandstöðu, Framsóknarf lokkur og kynnu að vera í hættu, auk þess sem hún stuðlaði að frjálsari viðskipta- háttum í utanríkis- verzluninni, en það væri til hagsbóta, enda stefna allra helztu viðskipta- þjóða (slendinga. Höfuð- rökin gegn aðild voru þau, að hún tengdi íslendinga óeðlilegum og vafasömum böndum við erlendar þjóðir, stofnaði jafnvel efnahagssjálf- stæði þjóðarinnar í hættu, en þó einkum, að íslenzk- ur iðnaður mundi verða fyrir óbætanlegu tjóni. Haustið 1969 samþykkti Alþingi, að ísland skyldi gerast aðili að Fríverzlunarsamtökun- um eftir harðar deildur, og aðildarsamningurinn tók síðan gildi 1. marz 1970. Síðan eru liðin sex ár. Reynsla þessara ára er auðvitað réttur dómur um það, hvorir voru framfarasinnar og hvorir afturhaldsmenn, þeir, sem voru fylgjandi aðild- inni, eða hinir, sem voru henni andvígir. Eins og áður segir, var framtíð iðnaðarins eitt aðaldeiluefnið í sam- bandi við aðildina. Nú ný- lega hefur Þjóðhags- stofnunin gefið út merki- legt rit um hag iðnaðar- ins og aðiid íslands að Fríverzlunarsamtökun- um og viðskiptasamning- inn, sem gerður var við Ef nahagsbandalagið í framhaldiaf honum. Þar er lýst þróun iðnaðarins, sem er einn mikilvægast atvinnuvegur fslendinga, siðan island gerðist aðili að Fríverzlunarsamtök- unum. Iðnaðarfram- leiðslan hefur aukizt að jafnaði um 8 1/2% á ári, en um 6 1/2%, ef álfram- leiðsla er frátalin. Þjóðarframleiðslan hef- ur á sama tíma aukizt um 4 1/2% á ári, svo að iðnaðarframleiðslan, sem andstæðingar aðild- arinnar að Fríverzlunar- samtökunum spáðu, að dragast mundi stórlega saman, hefur aukizt meira en þjóðarfram- leiðslan í heild. Atvinna í iðnaði hefur haldizt nokk- urn veginn í hendur við mannfjölgun á vinnu- markaðnum. Framleiðni í vöruiðnaði hefur aukizt um 4% á ári. Fyrirtækj- um, sem þurft hafa að keppa við erlend fyrir- tæki á innlendum mark- aði, hefur ekki fækkað. Afkoma iðnfyrirtækja hefur verið jöfn og góð, og ekki lakari en á árun- um áður en til aðildar- innar að Fríverzlunar- samtökunum kom. Framleiðslan fyrir inn- lendan markað hefur því ekki orðið fyrir því tjóni, sem spáð var, en skilyrði útf lutningsiðnaðar hafa batnað, að ekki sé talað um það hagræði, sem sjávarútvegurinn hefur haft af aðildinni að Fríverzlunarsamtökun- um. Reynslan hefur því fellt dóm sinn um það, hvaða sjónarmið voru framfarasinnuð og hver afturhaldssinnuð, þegar deilt var um aðildina að Fríverzlunarsamtökun- um. Sagan mun geyma staðreyndirnar um það, hverjir voru framfara- menn og hverjir aftur- haldsmenn í þessu stór- máli. GÞG AÐ HAFA MYNDAKVÖLD Höfundur „Straumrofs” Halldór Laxness Þaö hefur stundum veriö kall- aö á mig aö sitja hús meö öörum og hafa myndakvöld^ Þetta er oröinn algengur ósiöur aö þröngva manni aö góna af miklu afli á myndir sem eru kannski engum til gleöi nema þeim sem tóku og ef þaö eru hjón sem bjóöa, rekur oft i stanz að sýna myndirnar þvi ósamkomulag er um höfundinn. Ef svo skyldi fara að ein og ein mynd skellur á rammatjald og er óvenju skörp af góöu myndlægi er allt umsvifalaust i háaloft, þessa tók ég! HA! Mér fannst ég vera á einskon- ar myndakvöldi sl. miðvikudag, nema myndin var i leikritsformi og ekki siöan i fyrra. Leikfélag Reykjavikur haföi einhvernveg- in rótað upp á yfirborö leikriti sem sýnt var fimm sinnum eöa svo fyrir 40 árum og kanski þrem betur, Straumrofi eftir Halldór Laxness. Hann haföi veriö að skrifa um hann Bjart i Sumarhúsum en skroppið i aðra stofu aö skrifa snöggvast leikrit fyrir sitt fólk. Nánast eins og fara úr sokkunum svo maöur geti hreyft tærnar frjálsiega. A öllum þeim tima sem er lið- inn, þykist skáldiö hafa gleymt leikritinu. Sliku straumrofi i þankagangi trúir maður bágt. Til allrar lukku hefur aðeins rykið veriö burstaö af, aö vlsu skipt um ramma og svo er ekk- ert breytt frá fyrri frumsýn- ingu nema leikarar, aðstand- endur baktjalds og leikstýra (afsakiö) og viöhorfin úr saln- um. Viö búum jú I veröld sem er langtá leiöinni aö týna hissunni. Ariö 1934 um vetur varö fólk I Iðnó alveg gáttaö, en öll gagn- rýni sem var hörð, fór meö ann- ari lest en skáldiö, þaö fór aftur i sokkana aö halda áfram meö innréttingu Sumarhúsa-Bjarts, og gleymdi að koma heim aö sjá sitt fyrsta leikhúsverk. Jónas Jónasson skrifar ÚR LEIKHÚSINU Nú, áriö 1977, þegar allflestir heföu fyrirgefiö honum slika gleymsku, aldurs hans vegna, mundi hann aö mæta. Brynja Benediktsdóttir setur leikarana I skemmtilegt mót ár- geröar 1934 og maður spyr sig, var veröldin svona mikiö geö- veik? Heimili Kaldanfjölskyld- unnar er skrautleg gröf, þar sem allt stendur nánast kyrrt, ástin er meö gyllingu, tilfinn- ingar allar undir yfirboröi, sem er slétt og fágað, hver hreyfing ákveðin fyrirfram, maöur sat ekki eins 1 sófa áriö 1934 og maö- ur situr i dag. Maöur hreyföi sig i klissju. Las ljóðabækur svo samræöur yröu ekki einlægar, og þegar allt var i óvissu lék maöur tunglskinssónötuna á hvitt planó. Loftur Kaldan er leikinn af Jóni Sigurbjörnssyni, og i góöu gerfi. Manni fannst eins og búiö væri aö éta innanúr honum. Eftir var skurniö, brot- hætt og veikt. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Gæu Kaldan, móöurina meö stórum staf. Gæa er til- fingasvelt kona, sjálfsagt galin eins og nú er svo algengt. Hún er lika skurn, nema þaö eru i þvi skurni, leifar af manneskju meö ótemjandi tilfinningar, þrár sinar i geymd, dýr i mörk- inni, hættulegur nætursvali þyrstum mannbjána sem, þegar hann kikir úr sinu skurni, sléttu og pússuöu, álpast I náttból kvendýrsins. Arnar Jónsson leikur sem gestur LR og var gleöilegt aö sjá þennan góöa leikara hér sunnan fjalla aftur. Féll vel I ramma Dags Vestan. Ragnheiftur Steindórsdóttirer elskuleg leikkona. Ég er ekki viss um að hún hafi notið sin sem Alda Kaldan, dóttirin sem er skuggi móöur sinnar, tilfinn- ingalegur öreigi vegna um- stangs móöurskipsins, sem viröist hata þetta afkvæmi sitt, af þvi kanski aö hún fékk ekki aö vera ung til eilifðar, gyllingar- blóm I vasa Lofts, fórnarlamb hjónabandsins kanski? Eöa bara Portkona I eöli? Hjaiti Rögnvaidsson var ágætur I Má Yraan, unnusta no. 1, sem er á þeim slæma aldrei aö veröa bullandi ástfanginn af sér eldri konu. Svo lék Asa Helga Ragnarsdóttir þjónust- una á heimilinu. Liklegast hvarf þessi vinsæla og f jölmenna stétt þessa tima, leystist einhvern- vegin upp i ástandinu sem byrj- aði hér 10. mai aö morgni 1940. Allir leikendur eru trúir gömlu myndinni, leikmáti sann- ur og þó skemmtilega laus viö ýkjufas. Steinþór Sigurftsson var sjálf- um sér samkvæmur, leikmynd hans ný og fersk i anda liðins tima. Jafnvel var eins og maöur heföi einhverntima verið gestur á svona heimili, og kanski étiö silung i svona veiöihúsi, aö visu misst af öllu gamninu og ekki þurft aö þurrka upp blóö. Pétur Péturssonfór meö hlut- verk þuls i útvarpinu áriö 1934 og er eini leikandinn sem fer nú meö sama hlutverk. Nokkrir menn léku skugga á gluggum. Svo var þetta myndakvöld á enda. Kanski spuröu gestir skáldsins, hvort þaö heföi ekki veriö allt eins gott aö hann heföi ekki munað eftir þessu meir. Auövitaö hafa svo sumir gaman af aö finna nú i verkinu, sann- leikann. Verkiö er einfalt og sannleikur i sjálfu sér. Ég var feginn aö ég kom. Mér finnst nokkuö seint aö vera aö gagn- rýna þetta verk og höfund þess. Hann hefur löngum farið sinu fram og er nú aftur kominn á þann aldur aö gera hvort sem er ekki þaö sem til er ætlast. Þaö var hlýja I lófataki gesta þegar skáldiö kom aö hneigja sig fyrir sinu fólki. Hann geröi þaö af einlægni. Er hann þó van- ari þvi aö sjálf veröldin hneigi sig fyrir honum. 17. mars 1977 Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.