Alþýðublaðið - 20.03.1977, Page 3

Alþýðublaðið - 20.03.1977, Page 3
 ssar Sunnudagur 20. marz 1977 LISTIR/MENNING 3 ÁRBLIK I SJÓNVARPIÐ Loksins viröist draumur hinna fjöldamörgu aðdáenda hljómsveitarinnar vinsælu Ár- blik, um aö fá þá alla leiö inn i stofu til sin, vera aö rætast þvi aö nú hefur sjónvarpið orðið vart viö vinsældir þessarar sér- stæðu hljómsveitar og var ekki seinna vænna, þvl sögusagnir hafa verið á kreiki um að aðdá- endur Árbliks hyggðust stofna til kröfugöngu ef þessi vinsæla hljómsveit birtist ekki á skján-. um hvað úr hverju. Sem betur fer áttaði sjónvarpið sig i tæka tið á vinsældum Arbliks og hafa nú tekið þessa vinsælu hljóm- sveit upp til útsendingar I þátt- inn Rokkveita rikisins. Ef SKIFAN þekkir Arblik rétt þá verður þetta sannkallaður stuð- þáttur. Ekki hefur enn verið á- kveðið hvenær þátturinn verður sýndur en hann er I röð nokk- urra annarra Rokkveitu rikisins þátta sem sýndir verða nokkra næstu miðvikudaga einhvern- timann á milli klukkan 18 og 19. Þeir sem verða I þessum þátt- um fyrir utan hljómsveitina vinsælu Árblik eru Guðmundur Rúnar Júliusson & Co. og hljóm- sveitirnar Cobra, Fresh, Eik, Haukar og e.t.v. vonandi fleiri. Jens Kristján Guömundsson Reynir „poppari” Sigurðsson, söngvari Árbliks. SÉ Gamlir rokkslagarar Tileinkað Sveiflum — Geimsteinn Þessi skífa er tileinkuð ýmsum sveif lum og hlið 1 byrjar á réttlæitssveifl- unni, erlendur rokkari með stórgóðum texta ólafs Hauks Símonarson- ar „Þeir hengja smið fyr- ir þjóf": Allir þeir sem ekki lita undan eflaust hafa séð hvað hér er skeð, þeir griða einhvern garm og setja hann fastan, garm sem allir vita er bara peð. Peningarnir hengja þig fyrir sig, þeir hengja flón fyrr jón, þeir hengja mann fyrir þann sem alla klæki kann. þeir hengja þig fyrir sig, þeir hengja flón fyrir jón, þeir hengja þann sem enga klæki kann. Réttvisinnar vél er orðin riðguð, lög og reglur eins og vindubrú, gúmmitékkar ganga út eins og lummur ganga sértu ekki bara þú. Peningarnir o.s.frv. „Framsókn hún er farsælasta vörnin” feitur aurapúki hefur sagt. Þú finnur ekki fyrr en er um seinan fólið hefur snöru um háls þér lagt. Peningarnir o.s.frv. Næsta sveifla er um trúbadúra, siðan er dæmisögu- sveifla eftir G. Rúnar Júliusson og tekur hann nokkur dæmi um slúður, gagnrýnendur og gróu- sögur og segir þar ma.a: „Tungan getur talað sittaf hverju slúðrað talaö illa um fólk si og æ að lasta. Hugsaöu um hitt hve miklu þú getur klúðrað ihugaðu vel ef þú ætiar orðum að kasta.” • Þá er næst danssveifla með bjánalegum texta Þorsteins Eggertssonar en hann getur þó ennþá gert ágæta texta inn á milli þó að þeir séu reyndar i miklum minnihluta hjá honum en einn af þeim er við næsta lag sem er einmana- og saknaðar- sveifla, lagið er eftir Rúnar. Hlið 1 lýkur svo með gömlum uppáhaldsrokkara Get ready (bónus) sungnum á frummál- inu. Hlið 2 byrjar á innhverfri I- hugun um vináttu o.svl. siðan kemur bulltexti eftir Þorstein Eggertsson þar sem hann vill betri bila, yngri konur, eldra whisky og meiri pening. Þó að þetta sé ekki besta hagfræði- kenning sem fram hefur komið þá er ég viss um að alþýðan I Chile yrði ánægðari eftir þessu hagkerfi Þorsteins en banda- riska nóbelsverðlaunahafans og fasistans Friedman. Þá er það örstutt hugleiðing um snertisveiflu, siðan er ágætis lag og texti eftir Rúnar um óþekktu og dularfullu sveifluna (ætli Rúnar sé nlals- sinni?). Skifan endar svo á ástar-, hreinlyndis- og tryggöarsveiflu. Geimsteins- skifan er framin af G. Rúnari Júliussyni sem syngur flest lög- in, útsetur, raddar og leikur á gitara, Maria Baldursdóttir syngur 2 lög, raddar og leikur á slagverk ásamt Keith Forsey, Þórir Baldursson leikur á hijómborð og sér að einhverju leyti um útsetningar, t.d. er „discofeelingurinn” áreiðan- lega kominn frá honum, Anthony Jack leikur á bassa á- samt Don Payne, Jimmie Young leikur á trommur og Cliff Morris og Mats Björklund leika á gitara. Er allur hljóðfæraleik- ur, útsetningar og öll vinna hin vandaðasta einnig er umslagið skemmtilegt og vel hannaö af Primsa sf. Bestu lög: Þeir hengja smið fyrir þjóf (Bobby Darin), Heyrðu herra trúbador (Bob Dylan). Bestu textar: Þeir hengja smið fyrir þjóf (Olafur Haukur Simonarson), Ihugaðu vel ef þú ætlar orðum að kasta (G. Rúnar Júliusson). Jens Kristján Guðmundsson. ölafur Haukur Simonarson. Rúnar Júliusson (ERtU éfTTHVáÐ KUKKA6UR AIAR^ HVéR H£LDUR9U KAMSKi M> 5PILI 'A HéAiAlí ?•

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.