Alþýðublaðið - 20.03.1977, Page 4

Alþýðublaðið - 20.03.1977, Page 4
4 lfETTVJtNGUR_____________________________ Sunnudagur 20. marz 1977 bMM í heimsókn í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli... Þa&erleitabá öllum (myndinsem viömáttumekkibirta). Einn (arþeginn frá Luxemburg. Siefús Kristiánsson, yfirtoll' vöröur. I vikunni brugðu blaðamenn Alþýðublaðsins fyrir sig betri fætinum og skelltu sér til Keflavikur. Ætlunin var að fylgjast með starfseminni í flugstöðinni i Keflavikur- flugvelli. Til að lifga ögn upp á greinamar var mynda- vél, og það tvær frekar en ein höfð með i förinni. Hér birtist fyrsta greinin (ekki búið að ákveða hvað þær verða margar) og er ætlunin að sú næsta verði birt næst- komandi laugardag. Aðþessu sinni tökum viðfyrir tollinnogfrihöfnina. finnur íslenzka , ,Skyldi hann nú gera röfl út af þessu?”; þaö mátti lesa ötta- blandna viröingu fyrir þessum embættismönnum út úr svip margra þeirra sem bjuggust til þess aö þramma i gegn um „tollinn” á Keflavikurflugvelli, þegar Alþýðublaösmenn voru þar á dögunum. Tollverðir eru iiklega ekki I höpi vinsælustu starfshöpa, a.m.k. meðal ferða- langa á milli landa, en þó svo að einhverjum finnist þeir smásmugulegir á stundum og fundvisir á ýmislegt, sem ætl- unin var að láta „detta inn fyrir”, þá eru þeir aðeins að vinna sitt starf samkvæmt LÍFIS f BIBSALNUM Við settumst niður I biðsai flugstöðvarinnar og fylgdumst með lífinu þar. Þarna voru samankomnir tslend- ingar, sem biðu brott- farar með tilhlökk- unarglampa I augum, þarna voru erlendir ferðamenn, sem voru að koma frá Luxem- burg og á leið til Bandarikjanna. Mátti þar greina ólikustu manngerðir, hippa, embættismenn, rétt- trúaða gyðinga með skegg niður á bringu og svört pottlok á höfði og ógiftar hefðarkonur, komnar af bezta aldrinum, sem höfðu skroppið tíl Evrópu i leit að mannsefni en voru nú á Ieið heim með ferðatöskurnar fullar af minjagripum og andlitsdrættina fulla af vonbrigðum. Afengið vinsælast Otlendingarnir fóru flestir i minjagripaverzlun Icemart. Þar skiptust. Þar skiptust menn i tvo hópa, annar hópurinn skoöaði vörur gerðar úr Islenzkri ull og hinn hópurinn valdi sér póstkort, sem siðan voru send til vina og vanda- manna til að sanna, að þeir hefðu verið á Islandi. En er við komum inn l sjálfa frihöfnina, þá var greinilegt hvað var vinsælast. Frihafnar- starfsmenn voru önnum kafnir við kassana að reikna út hvað áfengi viðskiptavinanna kostaði, enginn leit viö mynda- vélunum, ilmvatninu og hvað það nú heitir alltþetta sem er til sölu i frihöfnum. Allir gengu út með vinskammtinn sinn og tii- skilið tóbak, en flestir viðskipta- vinirnir voru Islendingar. „I beg your pardon” Við gengum gegnum biðsalinn frá frihafnarverzluninni og er við erum komnir til móts við vopnaleitarklefann heyrum við torkennilegt hljóð, næstum dónaiegt. Þetta var hátt og hvellt hljóð, eins konar gúííp- hljóð. Víð sáum aö vopnaleitar- starfsmaður renndi tæki þessu upp og niður mann sem horfði skelfdur á aðfarirnar. Aftur heyrðist þetta hljóð og vopna- leitarstarfsmaðurinn fór i vasa ferðamannsins og dró þar upp lyklakippu. Sföan fór ferða- maöurinn. Blaðamönnum Alþýðu- blaösins þóttu þetta skemmti- legar aðfarir og hugðust þeir fylgjast ögn með. Nú kom maður, sem eftir málfarinu að dæma var Englendingur. Hann virtist utan við sig og er hann var drifinn I vopnaleitina áttaöi hann sig greinilega ekki á þvi hvað var að gerast. Hann horfði þvi i aðra átt þegar starfs- maöurinn renndi tækinu góða - eftir honum. Er tækið nam við br jóstvasann gaf það frá sér eitt af þessum aumkunarverðu hljóðum: „Gúeiiip” . Eng- iendingurinn sneri sér snöggt við og leit rjóður á starfs- manninnog sagði með þjósti: ,,I begyour pardon”. Bjórinn vinsæll A leið vorri út I hinn tollskylda heim komum við að barnum og fylgdumst meö ysnum smá stund. Þar mátti sjá margan manninn og konuna fá sér einn „strammara” fyrir flugið. Ef Islendingur átti i hlut fékk hann sér undantekningarlitiö áfengan bjór, Polar Beer, sem er fram- leiddur á Islandi. Þetta er eini staöurinn á ísiandi þar sem Islendingar mega kaupa sér áfengan bjór. Að sjá iskaldan og freyðandi bjórinn I perlandi glösum æsti upp þorstann i mörgum manninum, við flýttum okkur þvi út úr frihöfninni til þess að þurfa ekki lengur að horfa upp á fólk hella þessu þjóðhættulega eitri i sig. Viö vorum jú að vinna, ekki satt? ATA ákveðnum reglum sem fyrir þá eru lagöar. Við heilsuðum upp á toll- verðina á Keflavikurflugvelli s.i. þríðjudag. Þá var fremur rólegt hjá þeim, þota frá Flug- leiöum var að koma frá London (m.a. með Hrein Haildórsson kúluvarpara innanborðs) og önnur kom frá Noregi. Slangur af fólki kom með báðum þessum flugvélum, bæöi landar og út- lendingar og allir fóru i gegn um tollinn án þess að neitt væri að athuga við farangur þeirra. Þeir virtust þvi löghlýðnir far- þegarnirá þriöjudaginn, eins og þeir eru vist ílestir, að þvi er okkur var sagt. A dagvaktinni eru venjulega 10-12 tollverðir að störfum i einu, þar af þrir hjá útlendingaeftirliti. Auk eftirlits I „rauða” og „græna hliðinu”, annast þeir vegabréfsskoðunina og vopnaleit, en allir sem fara um borð í flugvél i Keflavik fara fram hjá útbúnaöi sem kannar með ósýnilegum geislum hvort viðkomandi farþegi hefur innanklæða eða i handfarangri, vopn og búnað sem nota mætti til þess að taka völd- in um borð i flugvélunum. Það þurfti þó greinilega ekki vopn til þess að maskinan léti heyra i sér, þvi þegar blaöamaöur átti leið i gegnum vopnaskoðunina, gaf hún frá sér skerandi vein. Þaö reyndst vera hálfur vasi af islenskum flotkrónum sem gabbaði tækiö! Alþjóölegt fyrirkomulag Fyrirkomulagið i tollgæzlunni á Keflavikurflugvelli, var • löngum þannig, að allir far- þegar sem komu tii Islands gengu i gegnum hlið þar sem tollveröir könnuðu það sem þeir höfðu i pússi sinu og spurðu hvern og einn um það, hvort hann hefði einhvern tollskyldan varning meðferðis. Þetta kerfi var þungt I vöfum, og tafsamt, sérstaklega á mesta annatim- anum yfir sumarmánuðina og auk þess var það ekki i sam- ræmi við alþjóðlegt fyrirkomu- lag i flughöfnum. Þvi var fyrir- komulaginu á Keflavikurflug- velli breytt til samræmis við alþjóðlega fyrirkomulagiö sumariö 1975. Þá komu til sögu „rauðu” og „grænu hiiöin”, en I stuttu máli er þetta fyrirkomu- lag þannig, að útkomuleiðirnar fyrir farþegana gegnum tollaf- greiðsluna eru tvær. Annars vegar er hlið merkt með grænum lit, en þar i gegn fara þeir farþegar sem ekkert hafa I fórum sinum sem varöar við lög að fara með inn i landið, án afskipta tollvarðanna. Hitt hliðiö er merkt meö rauðum lit og þar i gegn fara þeir farþegar sem hafa meöferðis eitthvað sem þeir halda að þurfi að greiða tilskilinn toll af. Við spurðum Sigfús Kristjánsson yfirtollvörð hverníg breytingin á fyrirkomulaginu i toll- afgreiðslunni hafi reynst. — Þetta hefur reynst ágæt- lega og er vafalaust til mikils hagræðis fyrir starfsmenn hérna, ekki siður en farþegana sjálfa. Fólk sem velur að ganga i gegnum „græna hlíðið” hefur sjálft svarað þeirri spurningu sem við spurðum sjáifir áður, hvort það væri með tollskyldan varning I fórum sinum. Þaö getur sjálfsagt komið fyrir eins og gengur, að menn fari þar i gegn með ólöglegan varning, en ég held að það sé I heildina litiö um aö menn reyni það. Flestir vita að viðurlög viö brotum á tollalögum hafa veriö hert og taka þvi siður áhættuna. Einhvers misskilnings hefur stundum gætt varðandi það, að vægar muni vera tekið á tolla- lagabrotum I „rauða hliðinu”, en það er auðvitað sami verknaðurinn gagnvart lögunum hvort menn reyna að leyna einhverju i „rauöa hliðinu” eða þvi „græna”. — Er ekki I raun verið aö taka þá áhættu að tollgæzlan sé minni hérna, með þvl að hleypa þeim sem vilja gegnum „græna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.