Alþýðublaðið - 26.05.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.05.1977, Blaðsíða 7
sær Fimmtudagur 26. maí 1977 FRÉTTIR 7 Vorþing umdæmisstúku Suðurlands: OFURÖLVAÐ FÓLK SETUR ÖMURLEGAN SVIP Á MIÐBÆ HÖFUÐBORGARINNAR — og því þarf að stemma stigu við ölvun á almannafæri Vorþing umdæmis- stiíku Suðurlands var haldið i Templarahöll- inni siðastliðinn sunnu- dag. Á þinginu voru samþykktar margar ályktanir um bindindismál. Meðal annars lýsti þingið yfir ánægju sinni yfir þvi að meira er nú rætt um áfengismál opinber- lega en áður, og trúir að þær umræður hafi vakið ýmsa til umhugs- unar. Vill þingið sérstak- lega þakka Jónasi Jónassyni fyrir þætti hans i útvarpinu, þætti sjónvarpsins um reyk- ingar og athyglisveröa þætti Halldórs Kristjánssonar. Þingiö telur að meö tilkomu handbókar i bindindisfræöum, sem nýverið hefur veriö gefin út, hafi verið lagöur grunnur aö bindindisfræðslu i skólum landsins. Þá vill þingið láta i ljósi ánægju sina með það að Alþingi skuli hafa skorað á rikisstjórn- ina að beita sér fyrir þvi að fjöl- miðlar verði nýttir með skipu- legum hætti i samráði við Afengisvarnarráð og aöra sem að bindindisstarfi og áfengis- vörnum vinna til markvissra aðgeröa i þágu áfengisvarna. Vorjsngið getur ekki orða bundizt vegna þess hve ömur- legan svip ofurölva fólk setur oft á miðborg höfuðborgarinnar. Skorar þingið þvi á borgaryfir- völd að leita allra ráða til að stemma stigu við ölvun á al- mannafæri. Þingið vekur athygli á þvi að afnám vinveitipga rikis- og sveitarfélaga hljóti að vera eitt af baráttumálum bindindisvina og bendir á að um þessar mund- ir vinnur bindindishreyfingin i Noregi að þvi að fá sveitarfélög og landshlutasamtök til að sam- þykkja að áfengi verði ekki veitt við mannfagnað á þeirra veg- um, og hefur orðið vel ágengt. Vorþing umdæmisstúkunnar númer 1. þakkar heilbrigðis- málaráðherra Matthiasi Bjarnasyni framlag hans úr Gæzluvistarsjóði i ár og i fyrra til unglingareglunnar og væntir þess að framhald verði þar á. —AB mmmmmmmmmmmmmmmmmm^^ Nýr útibús- stjóri LÍ á ísafirði Á fundi bankaráðs Landsbanka íslands hinn 20. mai var samþykkt að ráða Þór Guðmundsson, við- skiptafræðing, útibús- stjóra við útibú bankans á ísafirði frá 1. júni n.k.. Þór er 41 árs gamall. Hann varð viðskiptafræðingur árið 1963, starfaði um skeið hjá Fram- kvæmdabanka Islands, en réðst til Landsbankans 1966 og var þá jafnframt framkvæmdastjóri Atvinnujöfnunarsjóðs. Siðustu fimm árin hefur Þór starfað sem aðstoðarmaður bankastjórnar. Þór tekur við starfi af Helga Jónssyni, en Helgi verður útibús- stjóri á Akranesi. Spærlingsveiðar heimilaðar á ný — eftir 10 daga veiðibann Sjávarútvegsráðu- neytið hefur nú á ný heimilað veiðar á spær- lingi en hinn 16. þessa mánaðar voru öll leyfi til spærlingsveiða aftur- kölluð vegna þess að vart var við sild i afla spærlingsbáta. Hafrannsóknarstofnunin hefur nú kannað ástand miðanna og hefur sjávarútvegsráðuneytið þvi með hliðsjón af niðurstöðu þessara rannsókna, ákveðið að leyfa aftur spærlingsveiðar, þó með þeirri breytingu að veiðarn- ar verða bannaðar á grynnra vatni en 60 föðmum á öllu veiði- svæðinu. ES Verðlagsráð sjávarutvegsins: 122 kr. fyrir kílóið af sumarveiddri rækju Á fundi sínum i gærdag ákvaö verðlagsráð sjávar- útvegsins nýtt lágmarks- verð á sumarveiddri rækju frá 16. maí til 30. sept. Nýja verðið er 122.00 kr. fyrir hvert kg. Verð þetta er miðað við að seljandi skili rækju á f lutningstæki við skipshlið. Vetrarvertíð á Suðurnesjum: Aflinn tæpum 4000 lestum meiri nú en í fyrra Á félagssvæði Útvegsmanna- félags Suðurnesja varð heildar- afli i nýliðinni vertið alls 45.113 lestir i 8434 löndunum. Þar af var afli togara 5884 lestir i 56 löndunum. Meðalafli bátanna, miðað við hverja löndun var 4.682 kg. Er þetta heldur meira afla- magn en á vertiðinni i fyrra,en þá varð heildaraflinn 41.145 lestir i 6276 löndunum. Þar af var afli togara 4969 lestir i 50 löndunum og meöalafli bátanna 5810 kiló. Grindavik tók á móti mestum hluta þess afla, sem kom á land i siöustu vertið, eða alls 19.627 lestum i 3550 löndun- um. t Sandgerði var landað 11.810 lestum i 3015 löndunum. Á loönuvertiðinni var iandað um 60.000 lestum af loðnu á Suð- urnesjum, en þaðan voru gerð út 19 skip til loönuveiða og varð heildarafli þeirra 114.118 lestir, eða um 21% alls loðnuaflans. Aflahæsta skipið, sem stund- aði netveiðar var Jóhannes Gunnar, Grindavik, með 890 lestir, en af linubátunum varð Freyja Sandgerði aflahæst með 778 lestir. Ms. Grindvikingur Framhald á bls. 10 Alþýðuflokkurinn ALMENNUR STJÓRNMÁLA- FUNDUR Á ÓLAFSFIRÐI Vilmundur Eyjólfur Arni Alþýðuflokkurinn boðar til almenns stjórnmálafundar á Ólafsfirði laugardaginn 28. mai nk. klukkan 16. Ræðumenn verða Vilmundur Gylfason, menntaskólakennari, Eyjólfur Sigurðsson, prentari, og Árni Gunnarsson, ritstjóri. | Allir velkomnir Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.