Alþýðublaðið - 26.05.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.05.1977, Blaðsíða 11
^Fimmtudagur 26. maí 1977 SJðNJUtNND 11 Bí óln / Lelhliúsln 3*1-15-44 Madeftne Marty Wikler Kahn Fetdman * mCHARO A ROTH, JOOtR PACOUCTION Dom DeLuiseLeo McKem- —« .R<HAROA ROTH--— ,CJStV IOMW Unonir « Bráöskemmtileg og spennandi, ný bandarisk gamanmynd um litla bróður Sherlock Holmes. Mynd, sem alls staöar hefur verið sýnd við met-aðsókn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3* 1-89-36 tslenskur texti. Hin heimsfræga verðlauna- kvikmynd i litum og Cinema Scope. Myndin hefur hlotið sjöföld Oscarsverðlaun. Aðalhlutverk: Alec Guinness, William Holden, Jack Haw- kins. Endursýnd kl. 6 og 9. Bönnuð innan 12 ára. MAINDRIAN PACE... his front is insurance investieaiion.. HIS BUSINESS IS STEALING CARS... SII U CARS OISTROVED IR TMI MOn INCREOIILC fURSUIT EVER fllMEO -ITS QRAND THEFT ENTERTAINMENT" d B, H. B. HALICKI Horfinn á 60 sekúndum Það tók 7 mánuöi að kvikmynda hinn 40 mínútna langa bila- eltingaleik i myndinni, 93 bilar voru fjöreyöilagðir fyrir sem svarar x.ooo.ooo.- dollara. Einn mesti áreksturinn i myndinni var raunverulegur og þar voru tveir aöalleikarar myndarinnar aðeins hársbreidd frá dauðanum. Aðalhlutverk: H.B. Halicki Marion Busia. Leikstjóri: H.B. Halicki. Bönnuö börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 9. 3*16-444.... Spyrjum að leikslokum Hin afarspennandi og viðburðar- rika Panavision litmynd eftir sögu Alistair MacLean. Anthony Hopkin Nathalie Delon tslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. t-3-5-7-9 og 11.15. Rauða akurliljan (The scarlet Pimpernel) \ Ein frægasta og vinsælasta mynd frá gullaldar timabili breskrar kvikmyndagerðar. Þetta er mynd, sem ekki gleym- ist. Leikstjóri er Alexander Korda en aðalhlutverkið leikur Leslie Haward af ógleymanlegri snilld. tsl. texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Siöasta sinn. Slmi 11475 Sterkasti maður heimsins WiH HINH wwMium' -----lethnkolof (G| — Ný bráðskemmtileg gamanmynd frá Disney-félaginu. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Í.FIKFFíAC 3(2 r REYKIAVlKUR ^ SKJALDHAMRAR i kvöld kl. 20.30 BLESSAÐ BARNALAN Föstudag. Uppselt. 2. hvitasunnudag. Uppselt. SAUMASTOFAN miðvikudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 Simi 16620. 'Trúlof HRiNGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu, Guðmundur Þorsteinsson gullsmiöur ’, Bankastræti 12, Reykjavik. TÓMABÍÓ 3*3-11-82 Greifi i villta vestrinu Skemmtileg, ný itölsk mynd með ensku tali. Leikstjóri er E.B. Clucher, sem einnig leikstýrði Trinity-myndunum. Aðalhlutverk: Terence Hill, Gregori Walcott, Harry Carey. Bönnuð börnum innan 12 ára. Athugið breyttan sýningartima. Sýnd kl. 5, 7,15 og 9,30. B I O Sími32075 Indíánadrápið IN9IMI9 (ALIEN TMUMOER) AUTENTISK BERETNING Ný hörkuspennandi Kanadfsk mynd byggð á sönnum viðburðum um blóðbaöið viö Andavatn. Aðalhlutverk: Donald Sutherland og Gordon Tootoosis.. Islenzkur texti. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Blóðhvelfingin Ný spennandi bresk hrollvekja frá EMI Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16 ára. Munió alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Híisím IiI' Grensásvegi 7 Simi 32655. Margt er skrýt- ið.... Syrtir í álinn Flestir geta vist orðið sam- mála um, að nútlma þjóðfélag þarfnist öruggra samgangna allan ársins hring, ef vel á að vera. Þetta á ekki hvað slzt við um hinar dreifðu byggöir. Við höfum einnig lagt talsvert kapp á, að laða hingað ferða- menn frá öörum löndum og orðið nokkuð ágengt i þvi, einkum aö sumarlagi. Hér skal að mestu sleppt þeirri hreyfingu, aö koma hér á ráðstefnuhaldi að haust eða vetrarlagi, þvl þó þar sé um að ræða anga af meginmálinu, er hann þó meira bundinn við höfuðborgina en almennar sam- göngur út um land. Sérleyfishafar á langleiðum og skemmri leiðum hafa nýlega haldið ráðstefnu, sem var allrar athygli verð, og það er auðvitað fullkomlega alvöru- mál, ef svo er að þeim búið af hálfu opinberra aðila, aö þessi atvinnuvegur sé í jafn mikilli hættu og fram kom á ráö- stefnunni. Vitað mál er, að mörgum hættir til að mála aöstæöur sinar dökkum litum, þegar kvartanir eru fram bornar, enda er víst enginn búmaður, sem kann ekki að berja sé. Rökin, sem fram hafa komiö um erfitt ástand á sérleyfisleiðum eru hinsvegar svo sterk, að ástæðulaust er að skella við þeim skollaeyrum, sem stjórn- völd viröast þó hafa lengi gert. Eitt af þvi, sem við eigum yfirleitt bágast með aö þola á landi hér, er að mismunað sé aðilum, sem fást við svipllk störf og atvinnu. Þegar litið er á þá þrjá þætti samgangna, sem tiökaðar eru hér, samgöngur á sjó, i lofti og á landi, er þaö bert, aö þeir eru reknir á mjög svo misjöfnum kjörum. Skipaútgerö rikisins er fyrir- tæki, sem rikiö rekur og til er lagt fé úr sameiginlegum sjóöi alira landsmanna. Halli af henni, þegar svo vill verkast, fellur þvi á bök allra lands- manna. Þetta má alls ekki skilja svo, aö veriö sé aö væna forráðamenn um neitt tómlæti vegna þessa. Hitt er meir, að rekstursskil- yrði rlkisfyrirtækis og einka- fyrirtækja eru auðvitaö geysi ójöfn. Þarflaust er að rifja upp, að land- og loftferðir eiga i því sammerkt, að hvorttveggja er rekiö af einkaaöilum, en svo skiljast fljótlega leiðir. Báðir aðilar eru vitanlega háöir aðgerðum rikisins um flugvelli og vegagerö, og þar skortir vitanlega margt, sem trúlega á nokkuö langan ómagaháls að fáist I æskilegt lag. En þegar alls er gætt, er hæpið, að landsmenn geti án annarshvors veriö. Fráleitt væri auövitaö að halda þvl fram, að þessir aðilar reki atvinnuveg sinn sem eitt- hvert hugsjónastarf. Og jafnvel þó svo væri, er hætt við aðtotn- inn dytti úr án langra tafa, ef fjárhagsgrundvöll þrýtur. Ætla mætti, að það væri fullkomið réttlætismál, að svo væri um hnúta búið af hálfu I Oddur A. Sigurjonsson stjórnvalda, aö þessir aðilar gengju nokkuö jafnir til leiks. En er þaö nú svo? Upplýst hefur verið, að flug- félögin séu að mestu eða öllu undanþegin innflutningstollum á farartækjum sinum á sama tima sem langferðabifr. eru i háum tollflokkum. Við þetta bætast svo allskonar gjöld, s.s. vegaskattar, gúmmigjald og sitthvaö fleira, sem öllum bifreiðaeigendum er fullkunn- ugt um. Sérleyfishafar eru einnig háðir þvl, að veröa að brjótast um sérleyfisleiðir slnar næstum þvi sama hvernig á stendur, og eru bundnir við fastar ferða- áætlanir. Þetta gildir, hvort sem farþegar er fáir eöa margir. Að vetrarlagi og þó einkum þegar vetrarriki er mikið, eru langferðabifreiðarnar svo til einu samgöngutækin, sem almenningur getur treyst á, þegar komast þarf milli byggöarlaga eða landshluta. Verða myndi alvarlegt skarð fyrir skildi I þessum efnum, ef þessum möguleikum yrði kippt i burt, sem nú virðist stefna að, verði ekki aö gert. Nú er ekki þvi aö neita, að nokkuö er um smáflugvelli hér og þar á langferðaleiðum. En bæöi er, aö þeir eru dreifðir og næsta ófullkomnir. Þvi er valt á að treysta flugsamgöngur á löngum og höröum islenzkum vetri. En málið er raunar alls ekki tæmt meö þessu. 1 þvi hartnær 40 ára timabili, sem land- ferðirnar hafa boriö hita og þunga af samgöngunum milli landshluta, hefur verið komið upp áningarstöðum meðfram sérleyfisleiðunum. Þessir áningar- eða gististaðir eru lifs- nauðsynlegir hlekkir 1 samgöngukeöjunni. Ef ætlunin er, að gera Island að ferðamannalandi, sem hér skal ekki rædd nauösyn á og kann að vera umdeild, má öllum ljós vera nauðsyn slikra staða. Sá kapituli, sem um þetta gæti verið skráöur, er hvorki fagur eða frægilegur frá rikisvaldsins hálfu. Þaö má segjast fullum hálsi, aö unniö hefur verið aö þvi fullum fetum, að kippa fótum undan sómasamlegum gististöðum, sem rekstrarhæfir væru árið um kring. Hér er enn vegið i sama knérunn, að torvelda landferöir okkar. Það veröur aö kalla undar- lega byggðastefnu, að búa svo að þeim atvinnuvegi, sem bezt hefur þjónað dreifbýlinu i ára- tugi i samgöngumálum. En það er vist margt skrýtið I kýrhöfðinu! lllifjpEINSÍtÍÍ^ÍllftEnfl KOSTABOÐ Svefnbekkir á á kjarapöllu m verksmiðjuverði KJÖT & FISKUR IsVEFNBEK'KJfll B reiðholti W .-r A 'JStf Simi 7 1200 — 7 1201 l- Hcfðatón! 2 - Sím1 15581 Reyk|avik_ _.t J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.