Alþýðublaðið - 26.05.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1977, Blaðsíða 1
 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 108. tbl. — /977 — 58. árg. Áskriftar- síminn er f 14-900 | 12 dóttur- og hlutdeildarfyrirtæki skráð hjá Flugleiðum I skýrslu um rekstur Flug- leiða sem lögð var fram á aðal- fundi félagsins i vikunni, er m.a. listi yfir stöðu dótturfyrirtækja og hlutdeildarfyrirtækja Flug- leiða á tslandi og i öðrum lönd- um. Dótturfyrirtækin erutalin3: International Air Bahama Ltd. Velta fyrirtækisins var $14.1 milljónir á árinu 1976 og hafði aukizt um 2.1% frá árinu áður. Nokkurt tap er sagt á rekstrinum 1976. Yfirvöld Bahama hafa endurnýjað flug- rekstrarleyfi félagsins til 5 ára, en f yrirtækið er skráð i Nassau, Bahama. Það er að fullu eign Hekla, Holdings Ltd.,sem aftur er að fullu i eigu Flugleiða hf. Þriðja dótturfyrirtækið er Hótel Esja hf., en það fyrirtæki keyptu Flugleiðir i april 1974. Velta Hótels Esju á árinu 1976 varð 318.0milljónir, en var 195.2 milljónir árið áður. Tap er sagt á rekstrinum árið 1976. Auk framangreindra dóttur- fyrirtækja eru dótturfyrirtæki Flugleiða, sem hafa verið mynduð um söluskrifstofur er- lendis vegna lagaákvæða i við- komandi löndum. „Rekstrar- kostnaður þessara fyrirtækja er kostnaður vegna markaðs- og sölustarfsemi i þessum löndum, og er hann borinn af umboðs- launum til þessara dótturfyrir- tækja, en þau eru gjaldfærð i reikningum Flugleiða hf.M segir i skýrslunni. Þessi dóttur- fyrirtæki eru: Loftleiðir Ice- landic Airlines, S.A., Luxem- burg: Loftleiðir Icelandic Air- lines S.A.R.L., Paris: Icelandic Airlines, Inc., New York, og Icelandic de Colombia, Ltda., Bogota, Colombia. „Vegna breyttra markaðsaðstæðna i Colombiavar ákveðiðá árinu að leggja siðastnefnda fyrirtækið niður, og hætti það starfsemi sinni i byrjun október 1976”, segir i skýrslu aðalfundarins. Svo eru það hlut- deildarfy rirtækin... „Hlutdeildarfyrirtæki” Flug- leiða eru talin eftirfarandi 6 fyrirtæki: Cargolux Airlines Inter- national S.A. Meginþátturinn i starfeemi fyrirtækisins er fragt- flug á alþjóðlegum flutninga- markaði. Um 50% flutninganna eru til og frá Austurlöndum fjær, en einnig er um að ræða verulega flutninga til og frá Afriku. Þá rekur fyrirtækið við- gerðadeild i Luxemburg, þar sem höfuðstöðvar þess eru. Velta fyrirtækisins jókst veru- lega á árinu 1976 og nam $53.3 á gengi i árslok 1976. Aukningin frá árinu áður nam 31%. Ferðaskrifstofan Crval hf. Fyrirtækið hefur sérhæft sig i skipulagningu og sölu ferða til sólarlanda, auk þess sem það selurhverskonar farseðla til út- landa og annast tilsvarandi starfsemi. Þá annast skrifstof- an Umboðsrekstur fyrir Smyril á Islandi. Nettó velta fyrirtæk- isins á árinu 1976 varö 219 milljónir. Kynnisferðir f erðaskrifstof- anna sf. Fyrirtækið er sameign Flugleiða og feröaskrifstofa i Reykjavik.Eiga Flugleiðir 45% i fyrirtækinu. Ársveltan á árinu 1976 var 77 milljónir og nam veltuaukning 43% frá árinu áð- ur. Flugfélag Noröurlands hf. Flugleiðir eiga 35% hlutafjár i fyrirtækinu, en að öðru leyti er Framhald á bls. 10 HNEYKSLANLEG VIÐ- SKIPTI í KÓPAVOGI 1 siðasta tölublaði Alþýöu- blaðs Kópavogs er greint frá furöulegum og jafnframt hneykslanlegum húsaleigu- samningi sem meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs gerði við einn af fulltrúum Sjálf- stæöisflokksins I þessum sama méirihluta. Er hér um að ræða kjallara- húsnæði I Hamraborg 1—3 sem bærinn tók á leigu fyrir félagsstofnun aldraðra, en einn af eigendum húsnæðisins er bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins I Kópavogi. Einnig er ráögert að hýsa i kjallaranum eitthvaö af Iþróttakennslu skólanna „þótt svo að húsnæðiö sé litt fallið til þeirra afnota”, svo notuð séu orð blaðsins. Bærinn fékk húsnæðið i hendur fullmúraö með frá- genginni raflögn, en mun að öðru leyti hafa tekið að sér að fullgera húsnæöið. Er sá kostnaður bæjarins nú kominn I 15—16 milljónir króna. Húsaleiga sú sem bærinn greiðir fyrir afnot afþessuhús- næði er visitölutryggð og nam i marzmánuði kr. 236.304. Ofan á þessa húsaleigu bætast siðan ákvæöi i leigusamning- inn sem gera ráð fyrir að hús- eigendur eignist að 5 árum liönum 4/5 hluta af öllu þvi sem bærinn hefur gert fyrir húsnæðið og allt ef leigan er framlengd. Ef 4/5 af 15 milljónum sem eru 12 milljónir kr. er deilt Framhald á bls. 10 HERJÓLFUR SIGLIR Á NÝ Herjólfur hefur nú aftur byrj- að siglingar á milli Vestmanna- eyja og fastalandsins. Eins og kunnugt er fór fram mikil og dýr viögerð á skipinu vegna galla, sem komu fram I því. Nú sr viðgerðinni iokið, titringur- inn horfinn og allt komið I samt lag.. ítmyndinni sést Herjóifur leggja af stað I fyrstu feröina að iokinni viðgerð og innanborðs eru 30 bflar. Ekkert þokaðist í gær Aðalsamningafundi i gær lauk laust fyrir kl. 18 án þess að þar gerðist eitthvað fréttnæmt og hefur annar fundur veriö boöaður kl. 16 i dag. A þriöjudagskvöldiö féllust atvinnurekendur á 2 1/2% kauphækkun til lausnar á sér- kröfum verkalýösfélaganna, en I þvi voru einmitt tillögur sátta- nefndar fólgnar. Formannafundur verkalýðs- félaganna i Reykjavik og Hafnarfirði samþykkti enn- fremur á þriöjudagskvöldið, að beina þvi til félaganna á höfuð- borgarsvæöinu að boða til alls- herjarverkfalls föstudaginn 3. júni. Þá verða hliðstæðar verkafallsaðgeröir I öllum landsfjóröungum dagana 3.-9. júni. —hm Jón Sigurðsson rit- stjórnarfulltrúi Tímans Allt frá þvl aö þaö kvisaðist út að Alfreð Þorsteinsson hyggðist hætta störfum við dagblaðiö Tlmann, hafa verið á lofti get- gátur um að von væri á Jóni Sigurðssyni til starfa við blaðiö. Jón Sigurösson hefur komið talsvert við sögu Framsóknar- flokksins og hóf meðal annars aö skrifa vikulegar greinar I Timann um svipað leyti og Al- freö hætti. Erfiölega hefur gengiö aö fá þessa lausafréttstaðfesta þar til i gær að Jón Sigurðsson gekkst við henni I samtali viö blaða- mann Alþýðublaösins. Að sögn Jóns mun hann um næstu mánaöarmót taka við starfi ritstjórnarfulltrúa sem Freysteinn Jóhannsson gegndi áöur, en Freysteinn hóf fyrir nokkru störf sem blaðamaður við Morgunblaðiö. Sagði Jón að ráðning hans væri ekki sfzt til kominn vegna þess að þeir Freysteinn og Al- freð hafa báðir hætt störfum viö Tlmann, svo og vegna þess að Þórarinn Þórarinsson mun á næstunni dvelja langtlmum er- lendis, þar sem hann situr Haf- réttarráöstefnu Sameinuðu þjóöanna. Þvi væri ljóst að fjölga þyrfti I starfsliði blaðsins. Aðspurður kvað Jón óráðið hvort ráðning hans væri til frambúðar, það yrði tlminn að leiða I ljós. —GEK l®| BUtstJórn Sfóumúla II - Sfmí 8I8ÓÓ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.