Alþýðublaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 9. júní 1977 tíJjSj1*
MINNING:
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
verkamaður F. 13. september
1893. - D. 27. maí 1977
Eitstjórnarskrifstofur dag-
blaöanna eru nú á dögum eins
og hverjar aörar verksmiöjur,
sem hefur veriö hrúgaö saman
meö prentsmiöjunum viö hinn
fræga Siöumúla, og leggja vist
fáir leiö sina þangaö, nema þeir
eigi brýnt erindi.
Fyrir ævalönga var þetta ööru
visi. Ristjórn Alþýöublaösins
var þá á annarri hæö i Alþýöu-
húsinu, yfir Ingólfs Café, i
hjarta bæjarins, og þar var
gestkvæmt. Smiöaöur var eins
konar mublugaröur til þess aö
blaöamennirnir, VSV og Karl
ísfeld, heföu vinnufriö, en þaö
var auövitaö á honum hliö og
hliöiö var alltaf opiö. Þá litu
margir inn. Prestarnir komu
sjálfir meö messutilkynningar
og höföu nógan tima til aö
spyrja tiöinda. Og þarna komu
Vilmundur landlæknir og Ólafur
Friöriksson og Arni Pálsson
prófessor og Stefán Jóhann og
Steinn Steinarr og svo margir
fleiri. Og þarna var Siguröur
okkar á Freyjugötunni tiöur
gestur.
Hann var alltaf sérlega vel-
kominn af þvi aö hann sagöi
okkur fréttir af vinnumarkaön
um, sem Alþýöublaöiö lagöi á-
herzlu á umfram annaö efni.
Alltaf rólegur og bliöur, áhuga-
samur um allt sem viökom
blaöinu, flokknum og stefnunni.
Mér fannst hann frá upphafi
vera eitt þeirra bjarga, sem
borg jafnaöarstefnunnar á ís-
landi hvildi á. Sigurður var einn
þeirra félaga, sem meö óbilandi
trú sinni og styrk sá til þess aö
hvað sem dundi yfir flokkinn
skyldi hann samt eiga sér fram-
tið. Og þaö á flokkurinn enn —
þakkaö sé mönnum eins og Sig-
uröi.
Nú er hann allur i fyllingu
timans. Alþýöuflokkurinn kveö-
ur hann meö þökk og viröingu.
Blessuö sé minning hans.
Benedikt Gröndal.
Viö fyrstu kynni min af
félagsmálum hér i höfuöborg-
inni var ég svo lánsamur aö
kynnast úrvalsfólki, sem reynt
var og hert i frumherjabaráttu
islenzkra verkalýössamtaka.
Uppeldi þess og lffskjör höföu
óhjákvæmilega sett mörk sin á
Hfsviöhorf og skoöanir á þjóö-
félagsmálum. — Hjá sumum
bryddaöi á beizkju og hörku,
sem jafnvelvoru nefndar öfgar,
— en aðrir komu frá þessum á-
tökum ómeiddir, án þess aö iáta
I ljósi minnstu beizkju til sam-
tiðarinnar og töldu þrotlaust
strit fyrir málefnunum sjálfum
raunhæfara og betra vopn, þeg-
ar til lengdar léti. — Hjá þessu
sama fólki leyndi sér hins vegar
ekki sársauki um viöskilnaö
góöra samherja, sem I hjarta
sinu áttu sameiginlegt lokatak-
mark, en greindi hinsvegar á
um baráttuaöferöir, meö þeim
afleiöingum aö raöir vinnandi
fólks riöluöust og klofnuöu
þrisvar sinnum á æviskeiöi
margra frumherjanna.
Þessi raunasaga kom mér
fyrst i hug, þegar ég frétti lát
vinar mfns, Siguröar
Guömundssonar. Enn einn fall-
inn úr rööum frumherjanna, úr
hópi fólksins sem haröasta
hríöin buldi svo óvægilega á, aö
okkur seinni tiöar mönnum
hættir viö aö lita á þetta tfmabil
ofur einfaldlega sem „liðna
tfö”.
Viö fráfall Siguröar á Freyju-
götunni, eins og hann var oftast
nefndur i hópi vina og skoöana-
bræöra, veröur þeim aöstæöum,
sem frumherjarnir áttu viö aö
búa nú ekki lýst og heldur ekki
gerð viöhlítandi skil af neinum
öörum en þeim konum og körl-
um, semi eldlinunni stóöu. —
Timans tönn og „maöurinn meö
ljáinn” fækka nú óöum þeim,
sem I fylkingarbrjósti stóöu,
þjáöust þegar litt miöaði i jafn-
réttisátt og glöddust viö hvert
framfaraspor, sem vannst.
Kynni okkar Siguröar losa nú
vel 30 ár, er leiöir okkar skilja
um sinn.
Ófáar göngur átti ég meö
Siguröi aö loknum misjafnlega
ströngum fundum og á stundum
eftir aö vinnutima almennings-
vagna lauk eöa á hvfldardögum
og vinna beiö árla næsta
morguns. —Þessar gönguferöir
eru mér ógleymanlegar, —
þvflfkur nægtabrunnur sem
hann var á alla forsögu alþýöu-
samtakanna. — Ég minnist
þess, aö viö sumar frásagnir
hans hitnaöi mér f hamsi, er
hann skýröi mér frá margvls-
legu skilningsleysi og óréttlæti,
sem alþýöa manna var þá beitt.
— Ef ég lét þessi skapbrigöi mín
i ljós meö oröum, þá brosti
Siguröur sinu eftirminnilega og
góölega brosi og klappaöi mér á
öxlina og sagöi: „vertu rólegur
góöi, ef þér endist aldur til, þá
færö þú aö reyna þetta sjálfur”.
Eöa þá hann sagöi I nokkuö
daprari tón: „Þessu var nú létt
aö mæta hjá andstæðingunum,
en þaö var þyngra og sárara aö
þola þaö frá þeim, sem maöur
taldi samherja”.
Ef ég ætti aö velja þessum
kynnum okkar Siguröar eink-
unnarorö, þá mundi ég án mik-
illar umhugsunar telja þab vera
æöruleysi og umburöarlyndi,
sem einkenndu alia framkomu
hans.
Þrátt fyrir frásagnir hans af
þessum umbrotatimum, sem
hann haföi veriö þátttakandi I,
heyröi ég hann aldrei leggja
persónulega misjafnt orö til
nokkurs manns. Aldursmunur
okkar mun miklu hafa um þaö
ráöiö, aö á stundum gat hann
haft mörg orö um betri hliöar
þeirra manna, sem í baráttu var
staðið viö þá stundina, — en ég
vildi þá meö blóðhita unglings-
ins velja hlutaöeigandi allt aöra
einkunn.
Síðar átti ég eftir aö kynnast
Siguröi á Freyjugötinni mun
nánar af lestri og ekki siöur I
gegnum ummæli annarra. Þessi
kynni min og vinátta öll sönnuöu
mér svo ekki varö um villzt,
hvern mann Siguröur haföi aö
geyma.
Aldrei vissi ég til aö Siguröur
sæktist eftir trúnaöarstörfum
eða vegtyllum, þvi I eðli slnu
kom hann mér fyrir sjónir sem
hlédrægur og þó fyrst og fremst
velviljaður Islenzkur alþýöu-
maöur. — Þrátt fyrir þessa hóg-
værö hlóðust á hann margs
konar trúnaöarstörf f Verka-
lýðshreyfingunni og Alþýöu-
flokknum.Störf, sem ekki veröa
rakin hér, en hann skilaö I
gegnum margra áratuga starf
meö fastmótaöri hógværö og
kraföist engra launa og voru
þau störf þó aö sjálfsögöu unnin
aö loknum ströngum þeirrar
tiöar vinnudegi. — Ef einhver
gat notiö þessarar vinnu, hug-
sjóna hans og skoðana, þá voru
þaö honum fullnægjandi laun og
aö hans dómi þau æskilegustu.
Laun heimsins eru þó ekki
alltaf þakklæti, a.m.k. ekki af
samtíöarfólki.
Siguröur Guömundsson varö
félagsmaöur i Verkamanna-
félaginu Dagsbrún um leið og
hann fluttist til Eeykjavikur,
áriö 1920. Hann var kjörinn I
stjórn Dagsbrúnar 1927 og átti
þar sæti til ársins 1938, eöa 11
ár, sem fjármálaritari. Þegar
Siguröur tók sæti i stjórninni
voru félagsmenn í Dagsbrún
730, en þegar hann lét af störf-
um voru. félagsmenn rúmlega
1800 talsins. — Sem ráösmaöur
félagsins á þessum árum og
siðar á Vinnumiölunarskrifstof-
unni kynntist Siguröur eölilega
miklum fjölda verkafólks, kjör-
um þeirra og aöbúnaöi, enda
einn úr þeirra rööum. öllum
sem vilja og geta skiliö aöstæö-
ur manns i slíkri stööu á
kreppuárum þeirra tfma er
ljóst, aö ekki heföi veriö óeöli-
legt aö óánægjuraddir heföu
heyrzt um slik störf viö þeirrar
tiöar aöstæöur.
A fimmtugsafmæli Siguröar
fékk hann eftirfarandi vitnis-
burð opinberlega: „Má full-
yröa, að Dagsbrún hafi aldrei
átt jafn áhugasaman og sam-
vizkusaman starfskraft og svo
ötull var hann og starfssamur,
aö nú viröist sem hann hafi leyst
af höndum margra manna
starf”, í sömu afmælisgrein
segir ennfremur: „Siguröur
Guömundsson er enginn
málrófsmaöur. Hann er rólynd-
ur og gjtírhugull, lætur aldrei
augnabliksupphrópanir eöa
öldurót f samtökunum hrekja
sig frá þeirri stefnu, sem hann
telur rétta og happadrýgsta
fyrir samtök verkamanna og
verkamennina sjálfa. Hann hef-
ur ákaflega glöggt auga fyrir
starfsaöferöum samtakanna,
enda hafa fáir jafnmikla
reynslu i rekstri þeirra og hann,
þvi aö starf hans var einnig, og
ekki minnst fólgið I þvi að
stjórna og ráða til lykta deilu-
málum, sem daglega koma upp
I rekstri svo voldugra stéttar-
samtaka sem Dagsbrún er”.
Þetta er lýsing samtlðar-
manns á félagslegum afskiptum
Sigurðar Guömundssonar I
þágu þeirra, sem minnst máttu
sin. — Persónulega er mér
kunnugt um, aö utan þessara
timafrekutrúnaöarstarfa sinna,
rétti hann hendi mörgum illa
stöddum karli og konu Kreppu-
áranna meö launalausum störf-
um, þ.e. launalaust i krónum
taliö, — þessum nútíöarmæli-
kvaröa, sem mældur er í bíla-
fjölda, innanhúsprjáli. Þetta
álitsitt og traust meðal almenn-
ings vann hann heldur ekki meö
þvi aö notfæra sér ófarir ann-
arra eöa mistök. Störf hans
mótuðust af manneskjulegheit-
um og skilningi. — Þaö voru
þeir kostir sem ýttu honum
fram til mannaforráða af fólk-
inu sjálfu.
Þessir viðurkenndu
mannkostir Siguröar og lán
hans i öllum störfum forðuöu
honum þó ekki frá þvi aö lenda I
ölduróti félagslegra og
pólitiskra átaka. Hinar almennu
vinsældir og mannkostir
Siguröar munu hafa verið taldir
orönir „hættulega miklir”.
Þann 29. júnf 1938 birtist f
Alþýöublaöinu ' eftirfarandi
fyrirsögn: „ódrengilegasta
hefndarverk unnið á vinsælasta
manni Dagsbrúnar. Fátækur
fjölskyldumaöur sviptur at-
vinnu sinni vegna pólitiskra
skoðana og borinn upplognum
sökum aö hætti verstu ihaldsat-
vinnurekenda.” A þann veg
varö Sigurður fórnarlamb
átaka, er þá gréru um sig á
vettvangi íslenzkra stjórnmála.
Sú sala veröur- vonandi siöar og
nákvæmar skráö, enda ekki til-
efni til þess frekar í minningar-
grein.
Mörgum árum slöar sagöi
þessi reynsluriki og fastmótaöi
maöur efnislega þetta i hópi
yngri kynslóöarinnar: Vinniö
krakkar og veriö tilbúnir aö
fórna öllu. Þegar fólkið sér aö
þiö nenniö og viljiö leggja ykkur
alla fram. þá munu hlaðast á
ykkur meiri trúnaöarstörf en
þiö torgið. En til þess þarf aö
vinna og aftur vinna og fórna. —
Fólkið sér vel, hverjir hugsa
bara um veraldarauö.
Engan mann þekki ég, sem I
raun haföi rikari ástæöi til aö
segja þessi orö í ljósi reynslunn-
ar. Sigurður haföi svo sann-
arlega unniö og lagt allt ab vebi.
eins og velflestir úr foryatu-
sveitum verkafólks uppskar
Siguröur ekki veraldaraub f nú-
timaskilningi. Hann var hins
vegar auðugur í hug og hjarta
og þrátt fyrir ágjafir og boöaföll
fyrri ára skildi þaö ekki eftir
neina beizkju og fáir munu hafa
verið ánægöari meö
hvernáfanga verkafólks fram á
við. Hann lagöist til hinztu
hvildar sáttur vib allt og alla, en
þó fyrst og fremst viö sjálfan
sig. — Hvaö er raunhæfari
auður?
Siguröur Guömundsson var
fæddur 13. september 1893 aö
Haukatungu i Kolbeinsstaöa-
hreppi, en fluttist á fermingar-
aldri að bænum Tröö í sömu
sveit og ólst þar upp meö
foreldrum sinum uns þau flutt-
ust alfariö til Reykjavikur sem
fyrr er sagt, áriö 1920. *
Þann 28. nóv. 1925 giftist
Siguröur eiginkonu sinni
Kristjönu Sigurást Helgadóttir
og eignuöust þau sjö börn, sem
öll eru nú uppkomin. Börn
þeirra eru: Sigurrós, Pálina
Matthildur, Arný, Guðmundur,
Helgi, Guöný, Svanhildur
Guöbjörg og Páll Valgeir.
1 einkalifi sinu var Siguröur
mikill lánsmaöur. Þaö þarf ekki
miklum getum aö þvi aö leiða,
aö oft hefur reynt á þolgæöi og
þrautseigju eiginkonunnar i
fjarvistum húsbóndans,
komandi heim tekjurýran og
berhentur af veraldargæöum.
An sliks förunautar sem eigin-
konan var hefðu þeir orðiö
færri, sem notiö heföu starfa
Sigurðar.
Konu sina missti Siguröur
fyrir 3 árum og mun þaö hafa
verið þyngsta áfallið, sem á
honum sá, þvi barnalán haföi
hann mikið og gott.
Svo sem fyrr er greint lauk
Siguröur ekki störfum sinum,
þótt hin sögulegu kaflaskipti
yrðu á sfnum tíma. A Vinnu-
miðlunarskrifstofunni og langt
fram yfir núgildandi aldurs-
mörk i starfi vann hann hjá
Olfufélaginu og mat þá vinnu-
veitendur sina mikils. Aö hans
dómi voru þeir aö gera honum
greiöameö þvi að hafa hann I
vinnu.
Þegar börnin uxu úr grasi
vannst Sigurði tfmi til
tómstundastarfs, sem þó var
nánast framhald æskudrauma
sveitapiltsins og mannvinarins,
sem árið 1920 fluttist úr
Kolbeinsstaöahreppnum til
Reykjavikur. — Matjurtagarö-
urinn og góðtemplarareglan
nutu nú alúöar hans og sam-
vizkusemi, — áfram sama
stefnan, hlúa aö og styöja til
vaxtar og þroska.
Þaö gengur enginn lengur
heim að Freyjugötu lOa I
Reykjavík með heiöurs- og
sómamanninum Sigurði
Guömundssyni, — hann hefur
sjálfur lagt upp í sína hinztu
göngu. — Þær hugsjónir sem
Sigurður ól meö sér á löngum
aldri hafa misst góban lisb-
mann, sem nýtti hverja stund
llfssínsaf innri þörf og fullvissu
I þágu mannúöar og af heilind-
um og kærleika til allra.
Viö sem enn stöndum uppi,
gerum minningu hans bezta
meö þvi aö styöja og styrkja allt
þab, sem honum var kærast.
Börnum, barnabörnum,
tengdabörnum og vinahópi hans
eru meö þessum lfnum sendar
innilegustu samúöarkveöjur.
EggertG. Þorsteinsson.
Sigurbur Guðmundsson
Freyjugötu 10 lézt hinn 27. mai
s.l. Siguröur var kunnur fyrir
margþætta félagsmálastarf-
semi á langri ævi. Sigurður batt
fljótlega trúnaö viö jafnaðar-
stefnuna meö því aö skipa sér
undir merki Alþýöuflokksins og
verkalýöshreyfingarinnar, þar
sem hann stóö stööugur allt til
aldurtilastundar. En Siguröur
Guömundsson átti samleiö meö
fleiri félagslegum þáttum, en
verkalýöshreyfingunni, en þó
henni skyldri, þar sem er bind-
indishreyfingin. Margþætt og
mikib starf hans á þvi sviöi
þjóömála innan góðtemplara-
reglunnar veröur seint þakkaö
eöa metið að veröleikum, frekar
en önnur félagsmálastörf hans.
Innan reglunnar hafði hann um
árabil forystuhlutverki aö
gegna á fleira en einu sviöi, þó
ekki hvað sist sem umdæmis-
templar Suðurlands jafnframt
þvi sem hann vann, af miklum
dugnaði fyrir stúku sina Freyju
nr. 218. Og hvenær sem stórá-
taka var þörf svo sem i sam-
bandi við starfið á Jaðri eöa til
fjáröflunar dró með þvi aö
m.a. aö setja á stofn happdrætti,
var hann sá sem mest og best
kom viö sögu aö þvi er til söl-
unnar tók, þar stóö honum eng-
inn á sporði. Lægni hans og lip-
urö á þvf sviði, sem öörum,
var viðbrugðið.
Um árabil var Siguröur
starfsmaður Vinnumiðlunar-
skrifstofunnar eöa þar til hún
hætti störfum. Sá sem þessar
linur ritar minnist margra
ánægjustunda i samstarfi viö
Sigurö Guðmundsson, aö félags-
legum áhugamálum og þá ekki
sist I starfi á vinnumiðlunar-
skrifstofunni þar sem við unn-
um saman um árabil. Þá voru
timar oft válegir, atvinnuleysi
almennt og erfiöleikar miklir og
margt alþýöuheimiliö striddi I
ströngu viö aö ná endum saman.
Þá reyndi oft á Sigurö, lægni
hans og lipurö viö afgreiðslu
mála.
Aö heilsast og kveöjast þaö er
lifsins saga. Sannindi þessara
oröa finnur maöur hvaö best,
þegar góðir félagar hverfa sjón-
um, menn sem voru samtiöa-
mönnunum fyrirmynd um
drengileg samskifti á skeiövelli
lifsins.
Jákvæö öfl i félagslegu tilliti i
islenzku þjóðlifi standa i órofa
þakkarskuld við Sigurð Guö-
mundsson, og hans líkaf menn
sem dag hvern ganga til starfa I
hógværð og öryggri trú á mál-
staö sinn, menn sem ekki telja
eftir sér sporin til þess aö þoka
málum fram á leiö.
Um leið og Sigurður Guö-
mundsson er kvaddur og þökkuö
samfylgdin er skylduliöi hans
öllu og tengdafólki fluttar ein-
lægar samúðarkveöjur.
EB.