Alþýðublaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 9. JUNI Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra í viðtali: „Við erum alltaf tilbúnir að ræða fiskverndarmál en viðskiptamál ræðum við ekki við fulltrúa EBE” — Við vitum auðvitaö að þeir vilja ræða við okkur um fisk- veiðiréttindi við ísland, en ég tel að fyrri afstaða um að hafna öll- um beiðnum um slikt sé óbreytt afokkar hálfu. Ég hefihins veg- ar aldrei fariö dult með þá skoð- un mina að ég tel eðlilegt að geröur sé fiskverndarsamning- urvið Efnahagsbandalagið, þar sem skýrt sé tekið fram að hvor aðili um sig hafi sitt óskorðaða vald til að vernda fiskistofna innan eigin lögsögu. Við erum alltaf tilbúnir að ræða fisk- verndarmál við erlendar þjóöir, enda er það í anda frumvarps þar að lútandi sem nú liggur fyrir hafréttarráðstefnu Sam- einuðu Þjóðanna. En um við- skiptamálmunum við ekkiræða við fulltrúa Efnahagsbanda- lagsins. Framangreint kom fram i máli Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, isamtali við Alþýðublaðið f gær. Ráð- herrann var þá inntur eftir af- stöðu hans til fundarins með fulltrúum EBE, sem stendur jff- ir í Reykjavik i dag. — Ég vil jafnframt segja, að þó ég telji ekkert vit i samning- um um fiskveiðar eins og nú. stendur, að þá þarf sú afstaöa ekki að vara um alla framtið. Ef við fáum hagstætt tilboö um veiðar hjá öðrum þjóðum, hag- stæða sölusamninga i öðrum limdum o.s.frv., þá munum við auðvitað endurskoöa afstöðuna. Við verðum aö gera okkur grein fyrir þvi að við erum ekki einir 1 heiminum og þurfum þess vegna á þvi að halda að hafa góð samskipti við aðrar þjóðir. Vantrú á öllu nýju Sjávarútvegsráðherra var þvi næst spurður um hugsanleg- ar aðgerðir, sem á döfinni væru hjá stjórnvöldum i þvi skyni að draga enn úr sókn i þorskstofn- ana. — Ég tel að við höfum nú þeg- ar gert mjög mikið i þvi skyni að friða þorskinn og að Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra friðunaraðgerðir Islendinga séu i raun og veru viðtækari en þekkist annars staðar i heimin- um. A ég þar fyrst og fremst við það að möskvastærö hefur verið stækkuð mjög mikið — er nú komini 155 millimetra, og veiöi- Framhald á bls. 10 MEGA NU VERZLA FYRIR 14 ÞÚSUND í FRÍHÖFN Viðskiptaráðuneytið hefur aö höfðu samráði viö Seðlabank- ann breytt reglum þeim, er gilda um inn- og útflutning pen- inga. Hefur ný reglugerö verið sett um þetta efni, er tekur gildi 10. júni n.k., og er ástæða til aö leggja áherslu á nokkur aðal- atriði hennar. Að þvi er varðar Islenska peninga fá innlendir og erlendir feröamenn heimild til að flytja inn og út úr landinu allt að fjór- tán þúsund krónum, þó ekki I seðlum að verðgildi yfir eitt þúsund krónur. Viðskipti I Frihöfninni á Keflavikurflugvelli meö islenskum peningum mega þó ekki nema samtals hærri fjár- hæð en sjö þúsund krónum viö brottför eða komu til landsins I hvort sinn. Veröur tekin upp áritun á brottfararkort farþega um kaup þeirra I Frihöfninni til eftirlits. Hin heimilaöa fjárhæö til kaupa I Frihöfninni við komu til landsins i krónum (7000) hefur meðal annars verið ákveðin Bullandi tap á framrúðutryggingum á íslandi: Tapið hjá Samvinnutrygg- ingum einum 1S.7 millj. A aðalfundi Samvinnu- trygginga, sem haldinn var 2. júni kom meðal annars fram I ræðu stjórnarformanns, aö hæpinn rekstrargrundvöllur /irðist vera fyrir rekstri /ramrúöutrygginga á íslandi. Arið 1976 var hvorki meira né minna en 18.7 milljón kr. tap á þessum þætti Samvinnutrygg- inga, en það er litiö eitt hærri upphæö en tapiö á framrúöu- tryggingum 1975. Þá kom fram að nokkrir stað- ir á landinu viröast skera sig áberandi úr hvaö varöar tiöni framrúðubrota og var á þaö bent að sennilega stæöi þetta I Fyrsta lán Norræna fjárfestingarbankans til járnblendiverksmiðjunnar afgreitt: Samanlögð upphæð allra lánanna er 7.4 milljarðar 1. júni var afgreitt fyrsta lán Norræna fjárfestingarbankans i Helsinki til tslenzka járnblendi- félagsins vegna byggingar kisil- járnverksmiðju að Grundar- tanga i Hvalfirði. Lán þetta er að fjárhæð tæplega 9.5 millj. dollara eða 1837millj. isl. króna. Hefur Norræni fjárfestinga- bankinn nýlega boðið út skulda bréf I Bandarikjunum, aö fjár- hæö 40milljónirdala,ogerlánið hluti af andviröi þeirra. Vextir eru8.85% á áritil 1. júni 1984, en verða þá endurskoöaðir með hliðsjón af lántökukostnaði bankans á þeim tima. Endur- greiðsla fer fram á árunum 1982-1992, þannig aö lánstimi verður alls 15 ár. 1 frétt frá Islenzka járblendi- félaginu hf. segir, að lán þetta sé tryggt með veði i verksmiöju tsl. járblendifélagsins, og verði veð Norræna fjárfesting- arbankans eina veðið á verk- smiðjunni. Ganga hluthafar félagsins, fsl. rikið og Elkem- Spigerverket a/s, ekki i ábyrgð fyrirláninu. A hinn bóginn hef- ur verið gerður samningur milli félagsins og hluthafa þess, þar sem hluthafarnir taka að sér aö tryggja útvegun á nægilegu fjármagni handa félaginu til að ljúka við byggingu verksmiðj- unnar. Er þetta svonefndur lúkningarsamningur, geröur með heimild i 6. gr. laga um járnblendiverksm iðju á Grundartanga. Hann var undir- ritaður hinn 31. mai s.l. og á bankinn aðild að honum. Þess má að lokum geta, að fyrrgreint lán frá Norræna fjár- festingarbankanum er hiö fyrsta af þremur, sem hann mun veita til járnblendiverk- smiðjunnar i Hvalfirði. Mun fjárhæð allra lánanna verða samtals sem svarar 200 miiljónum norskra króna, eða um 7370 milljónir isl. króna á núverandi gengi. —ARH með hliðsjón af reglum tolla- yfirvalda um leyfileg kaup þar. Af framangreindum ástæðum er tilefni til aö vara ferðamenn viö þvi að taka 5000 króna seðla með sér til útlanda til skipta þar. Þá er notkun ávisana (einka tékka I islenskum krón- um) utanlands og i Frihöfninni ekki heimil. Engin veruleg efnisbreyting er á gildandi reglum um inn- og útflutning erlendra peninga. Hin nýja reglugerð er birt I Stjórnartlðindum og Lögbirti- ingablaðinu. sambandi við gerð ofaniburðar á þessum vegarköflum. Meðal. vegakafla sem reynst hafa framrúðum hættulegir undan- farin ár eru: vegurinn um Mela-' sveit, vegurinn undir Hafnar- fjalli og vegurinn frá Þjórsá og austur fyrir Hvolsvöll. —ARH • ;,>v • . : . ; . ■ , -. •:<vWar-€!Srf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.