Alþýðublaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL/ FRÉTTIR Miðvikudagur 22. júní 1977 Aiaiiö alþýöu- aöíö X'fgcfaudi: AÍþýðuflokkurinn. Hckstur: Heykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmabur: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askrlftarsími 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Nú er að huga að verðbólgunni Nú, þegar nýir kjara- samningar hafa verið gerðir og vinnufriður verið tryggður í hálft annað ár, munu menn hugleiða hvaða áhrif þeir hafi á verðbólguna. Ýms- ir telja, að þessir samn- ingar muni haf a í för með sér mikið verðbólgu- skrið: ‘ekkert geti komið i veg fyrir það. Ekki er vafi á því, að vinnuveitendur og ríkis- stjórn munu kalla þetta verðbólgusamninga, þeg- ar ef nahagsstefnan hefur farið úr böndunum meira en orðið er. Það hef ur áð- ur verið tíðkað að telja verkalýðshreyf inguna helzta lífgjafa verðbólg- unnar. En nú snúast málin ekki um verðbólgusamn- inga. Verkalýðshreyfing- in hafði beðið þolinmóð eftir kjarabótum. Þessir samningar bæta upp það sem glatazt hafði. Launa- hækkunin er aðeins það, sem vinnandi fólki bar fyrir löngu. Það hefur meðal annars afkoma íslenzkra fyrirfækja og stofnana sannað. Verkalýðshreyf ingin verður ekki sökuð um að auka verðbólgubálið, enda hafa stjórnvöld löngum hafttiltækar fjöl- breytilegar ráðstafanir til að ná aftur krónutölu- hækkun launa. Það er hins vegar Ijóst, að hvernig / sem menn túlka þessa samninga og áhrif þeirra á efnahags- lífið, þá er það stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, sem stjórn- ar hraða verðbólgunnar. — Það er þó engu að síður brýnasta verkefni þjóð- arinnar, að hún sameinist i baráttunni gegn verð- bólgunni, sem of margir sjá sér hag í að viðhalda. Að ala þorskstofna í landi í Vestmannaeyjablað- inu Brautinni hefur oft verið fjallað um mikil- vægi fiskræktar í sjó, og hefur Magnús Magnús- son, fyrrum bæjarstjóri, verið einn helzti baráttu- maður þess máls. í siðasta tölublaði Brautarinnar segir hann frá tilraunum, sem gerð- ar hafa verið með klak nytjafiska í sjó í Náttúru- gripasafninu i Vest- mannaeyjum. Þessar til- raunir hafa gefið góðan árangur. Magnús segir, að þessu þurfi að fylgja eftir með tilraunum til að finna heppilegt æti fyrir seiðin frá því að þau komast af kviðpokaskeið- inu og þar til þau ná þeim aldri að þau leita til botns, um það bil þriggja mánaða gömul, en þá eru þau úr allri hættu, miðað við það sem á undan er gengið. Takist að finna heppi- legf æfi fyrir seiðin er það ekkert stórf yrirtæki, amk. ekki miðað við þýð- ingu málsins, að skapa aðstöðu til að klekja út og ala upp til 3ja mánaða aldurs 4-500 milljónir seiða árlega, en það er svipaður f jöldi og talið er að meðal-hrygningarár- gangur þorsks skili af sér, eftir þetta hættulega þriggja mánaða tímabil. Að því loknu yrði seiðun- um sleppt í sjóinn, þar sem aðstæður yrðu taldar heppilegastar. Hér er á ferðinni mjög merkilegt mál. Ef til- raunir sýna að þetta er hægt, væri í raun og veru unnt að búa til heilan hrygningarstofn í landi. Nú þegar hrygningar- stofninn minnkar ár frá ári er mikil ástæða til að gefa þessu máli gaum og athuga hvort ekki væri unnt, að gera tilraunir í mun stærri stíl. AG Sætúnið undir malbik og Suður landsbraut endurbætt — Af svokölluöum nýbygg- ingum gatna, eru iönaöarhverf- in viö Sundahöfn og Vestur- landsveg tvimælalaust stærstu verkefnin hjá okkur nú i sumar, sagöi Ólafur Guömundsson yfir- verkfræöingur gatnadeilar borgarverkfræöings, er Alþýöu- blaöiö ræddi viö hann um væntanlegar malbikunarfram- kvæmdir i borginni, Er áætlaö aö þær framkvæmdir kosti um 140 milljónir króna. Þá er áætlaö aö verja um 45 milljónum króna til aö malbika ATH! Hið nýja símanúmer Alþýðuflokksins er 2-92-44 Sætúniö, frá Skúlatorgi og austur aö Kringlumýrarbraut. Auk þessa veröur malbikaö heilmikiö i nýjum hverfum, svo sem I Seljahverfi og Breiöholti III. Inn viö Suöurlandsbraut veröa einnig talsveröar framkvæmdir þvi þar á aö mal- bika Húsagötu frá Vegmúla og austur fyrir Byggingarvöru- deild SIS. Þá kom einnig fram I viötal- inu viö Ólaf, aö i ár er áætlaö aö verja samtals 870 milljónum króna til nýbygginga gatna og holræsa og 390 milljónum til viöhalds gatna og holræsa á vegum borgarinnar. Rúmlega helmingur fyrri upphæöarinnar fer I aö byggja upp og malbika ný hverfi, og afgangurinn skipt- istnokkuö jafnt á ibúöar-og iön- aöarhverfi og umferöargötur. Eins og fyrr sagöi veröur nú 390 milljónum króna variö til viöhalds gatna og holræsa, og þar af 240 millj. króna til viöhalds á malbiki. Er fyrirhug- aö aö leggja samtals 40.000 tonn af slitlagi. M.a. veröur Suöur- landsbrautin malbikuö, allt frá Rauöarárstfg og austur aö Elliöavogi. Einnig veröur lagt nýtt slitlag á Miklubraut, allt frá Grensásvegi og Hafnar- fjaröarvegurinn veröur malbik- aöur frá Miklatorgi aö Nesti. Þegar Ólafur var inntur eftir þvi,hvort götur heföu ekki slitn- aö óeölilega i vetur vegna lltilla snjóa, kvaö hann svo ekki vera. Þaö væri greinilegt, aö menn væru farnir aö sjá aö sér meö ofnotkun nagladekkja, en æ fleiri settu nú snjódekk undir bila sina yfir vetrartimann. Þetta ásamt óvenjulitlum umhleypingum heföigert þaö aö verkum, aö götur borgarinnar væru sizt verr farnar nú en undanfarin sumur. —JSS. Ný listaverk í Listasafni íslands Listasafn Islands hefur nú opnaö aftur eftir nokkuö hlé á sýningúm fyriralmenning. Veröur safniö nú opiö daglega frá 13.30 til 16.00 allt fram i ágúst. ólafur Kvaran listfræöingur sagöi, þegar blaöiö haföi sam- band við hann i gær, aö listaverk- in sem nú væru til sýnis væru yfirleitt verk sem safniö heföi keypt á þessu ári og siðastliðnu ári. —BJ Nýstárleg neyt - endaþjónusta Söluvelta Vinnufélags raf- iðnaðarmanna var sl. ár á ann- að hundraö milljóna króna og varö veltuaukning á milli ár- anna 1975 og 1976 268%. Félagið rak á sfðasta ári raf- virkjaverkstæði i Reykjavik, á Sauðárkróki, Kópaskeri og i Hafnarfirði, en þar er félagið einnig meö raftækjaverzlun á sinum snærum. Hefur veriö stefnt að þvi, aö koma slikri starfsemi á fót sem viöast um land, og var nýlega samþykkt að skrásetja rafmagnsfyrirtæki á Raufarhöfn. Þá var samþykkt á aðalfundi Rafafls, sem haldinn var fyrir skömmu, að stofna sérstaka deild i fyrirtæki félagsins i- Reykjavfk til þjónustu við almenning. Með tilkomu þeirrar deildar vill félagið ganga til móts við þarfir almennings um hvers kyns viðhaldsþjónustu á raflögnum og raftækjum. Er fyrirhugað að hefja neytenda- þjónustu þessa á næstu mánuð- um. —JSS 9 nýir leikarar frá Leiklistar- skólanum Leiklistarskóli Islands hefur lokið ööru starfsári sinu. 30 nemendur stunduðu þar nám s.l. vetur i þrem bekkjardeild- um. Sunnudaginn 12. júni braut- skráðust svo 9 nemendur frá skólanum. Fór útskriftin fram að lokinni frumsýningu leikara- efnanna á siðasta verkefni þeirra i Nemendaleikhúsinu, „HLAUPVIDD SEX”, eftir Sig- urð Pálsson. Var sýningunni mjög vel tekið, einnig höfundi, leikstjóra, Þórhildi Þorleifs- dóttur, leikmyndarteiknara, Messiönu Tómasdóttur, og leik- URum óspart klappað lof i lófa. Mótmælir óheiðarlegum á- róðri á samvinnuhreyfinguna Á aöalfundi KEA, sem hald- inn var fyrir skömmu var sam- þykkt aö andmæla „kröftuglega þeim óheiöarlega áróöri, sem haidiö er uppi gegn islenzkri samvinnuhreyfingu af ákveðn- um öflum i landinu”. Einnig var fordæmd ófrægingarherferö á hendur landbúnaöinum, rekin af sömu eöa skyldum aöilum, og náöi hámarki er lýst var yfir aö efnahag þjóöarinnar yröi bezt borgiö ef landbúnaöur yröi lagö- ur niöur. Fundurinn telur aö i þvlllkum áróðri, birtist ákveöin viðleitni vissra afla á höfuö- borgarsvæöinu til aö vinna gegn landsbyggöarstefnunni, sem tekin hefur veriö i tiö siöustu og núverandi rikisstjórnar. Fundurinn leggur aöaláherzlu á aö samvinnufélög i nær öllum byggöum landsins mynda sterka atvinnu- og athafrtalifs- keöju á landsbyggöinni. Aö öfl- ugurframsækinnlandbúnaöur er óhjákvæmileg forsenda fyrir búsetu i flestum meginhéruöum landsins, og engin byggöastefna veröur rekin án hans. Einnig bendir fundurinn á aö nauösyn- legt er, aö þeir, sem styöja vilja landsbyggöarstefnuna, veröa aö standa saman henni til f ulltingis og verja hana fyrir þeim þjóö- félagsöflum, sem vilja hana feiga. Hvetur fundurinn því til meiri og betri samstööu sam- vinnuhreyfingarinnar, verka- lýöshreyfingarinnar, bænda- samtakanna og annarra fjölda- samtaka, sem tryggja vilja búsetu og gott mannlif I byggö- um iandsins. —AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.