Alþýðublaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Miðvikudagur 22. júni 1977 f Skólastarf í tengslum við lifandi náttúru Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir tillögu Guðmundar Magnússonar um aukna náttúruskoðun skólabarna og aukin tengsl milli skólastarfsins og atvinnulífsins Guðmundur Magnús- son borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins flutti 16. júní sl. tillögu í borgar- stjórn Reykjavíkur, sem miðar að því, að nemend- ur grunnskóla fái viðun- andi tækifæri til að kynn- ast umhverfi sínu, nátt- úru landsins og atvinnu- háttum þjóðarinnar. í greinargerð með tillögunni segir svo: „Eitt af aðalmark- miðum grunnskólans er og á a5 vera að haga störfum sinum i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla aö al- hliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Eitt er að setja sér markmið, annað að ná þeim. bað er hollt að minnast þess hvernig til tókst með það á- kvæði fræðslulaganna frá 1946, að hefja verknám til vegs og virðingar. bar voru fögur áform sem aldrei voru framkvæmd. Nú má ekki fara eins. 1 sam- ræmi við áöur nefnd markmiö gerir 42. grein grunnskólalag- anna ráð fyrir þvi, að stefnt - skuli að þvi, aö nám i öllum bekkjum skólans tengist sem bezt raunhæfum athugunum og þroskandi störfum utan skóla- veggjanna. Ennfremur er gert ráð fyrir þvi aö i 7. og 9. bekk verði val námsgreina frjálst að hluta,ogskalþarviðþað miðað, að verklegt skyldu- og valnám geti samanlagt numið helmingi námstimans að hámarki, en fimmtungi hans að lágmarki. Hér er um mjög merkilegt á- kvæði laganna aö ræða, en vandinn er sá, hvernig eigi aö koma þvi i framkvæmd. Hollt er að gera sér grein fyrir þvi að skólinn er i eðli sinu ónáttúruleg stofnun. Úr þvi verður ekki bætt nema meö tvennum hætti. Ann- ars vegar með þvi að börn kom- ist i snertingu við og kynnist náttúrulegum fyrirbærum utan skólaveggjanna eöa að skólinn rúmi þau að einhverju leyti inn- an sinna vébanda.” Flutningsmaöur telur seinni leiðina mun erfiðari og þvi sé tillagan miðuð við hina fyrri og lagt til aö borgarstjórn beini þvi til fræðsluráös aö málið verði tekið til sérstakrar athugunar. 1 greinargerðinni er vikið að nokkrum atriðum sem flutn- ingsmaður telur nauðsynlegt að kynna vandlega. Er það m.a. fræðslu-og kynnisferð nemenda, náttúruskoðun, gönguferðir, ratleikir og aörir leikir og úti- iþróttir fyrir einstaklinga, hópa og fjölskyldur. bá er einnig vik- ið að þátttöku nemenda i at- vinnulifinu og þvi, að flytja „náttúruleg fyrirbæri” inn i skólana. t lok greinargerðarinnar segir á þessa leið: „Reykjavik er ein- stök i sinni röð með hliösjón af hitaveitunni og upphitun húsa. Engin höfuðborg önnur státar af sliku. Reykjavik er lika einstök I hópi höfuðborga fyrir hreint loft og litla mengun, þótt þar kunni að vera blikur á lofti. Eigum við ekki lika að gera Reykjavik að einstakri höfuð- borg nútimaþéttbýlis fyrir þá sök að hún leitast við að tryggja börnum sinum og unglingum vaxtar- og þroskamöguleika i tengslum við hina lifandi nátt- úru og veitir þeim hlutdeild i at- vinnulifinu þrátt fyrir augljósa annmarka hins tæknivædda þjóðfélags?” bannig hljóða niðurlagsorð I greinargerð Guðmundar Magnússonar. Miklar umræður urðu um tillöguna og var hún samþykkt með 15 samhljóða at- kvæöum. —BJ. ÞRÓUN SOVÉZK-fSLENZKRA VIDSKIPTA „Farið fram úr hámarkskvótanum frá árinu 1975 — segir Dmitrí Tvö islenzk fyrirtæki, Sam- band islenzkra frystihúsaeig- enda og Sjávarafurðadeild SIS, og sovézku útflutningssamtökin Prodintorg hafa nýverið gert samning um sölu á miklu magni af islenzkum fiskflökum og hraðfrystum fiski til Sovétrikj- anna. Dimitri Bskurnikov, yfirmað- ur þeirrar deildar sovézka utan- rikisviðskiptaráðuneytisins er fer með mál er varða viðskipti viö Norðurlöndin, svaraöi nokkrum spurningum J. Barbukjo, fréttaritara APN, af þessu tilefni og sagði hann aö þessi stóru viöskipti væru enn eitt dæmi um hina hagstæðu þróun sovézk-Islenzkra við- skipta. Eftirfarandi tölur stað- festa þetta einnig. Beskumikov Sovétrikin, sem eru einn stærsti viðskiptaaðili fslands, kaupa 96% af útflutningi Islands á málningu, þrjá fjóröu af hrað- frystum fiski, helming af salt- síld, tvo þriðju af niöursoðnum fiski, sjötta hlutann af fiskflök- um og þriöjung af prjónavörum. Nú er stefnt aö þvi að auka viöskiptatengslin milli land- anna tveggja. bað stuðlar mjög að þessu skrefi sem stigið var I viðskiptum Sovétrikjanna og fs- lands. A sl. ári tvöfölduöu Sovétrikin kaup sin á málningu og niðursoönum fiski, tóku aftur upp kaup á saltaðri sfld, og loks hafa á þeim mánuðum, sem liönir eru af þessu ári veriö gerðir samningar milli land- anna um meiri innflutning frá Islandi heldur en á öllu siöast- liðnu ári. „Viðskiptin milli landa okkar eru orðin sveigjanlegri,” sagði D. Beskurnikov, „og horfur þeirra eru mjög góöar. A þessu ári verður væntanlega farið fram úr þeim hámarkskvóta sem ákveðinn var i samningum frá 1975 á útflutningi til Sovét- rikjanna á islenzkum vörum eins og saltsild, prjónavörum og niðursoðnum fiski.” Er D. Beskurnikov var að þvi spuröur hvernig hægt væri að gera viðskiptasamvinnu Sovét- rikjanna og Islands viðtækari, benti hann á, að sovézkir sér- fræðingar teldu að miklir mögu- leikar fælust I þvl að breyta hefðbundnu eðli sovézk-Is- lenzkrar samvinnu. Sovézk að- stoð viö byggingu vatnsafls- versins við Sigöldu sýnir, að Sovétrikin og Island geta vel tekið upp ný form viðskipta- tengsla. Að lokum bað fréttaritari APN Ditri Beskurnikov að lýsa þeim áhrifum sem tvær ferðir hans til Islands hefðu haft á hann. „ísland byggir iðið og duglegt fólk,” sagði hann. „Ég sann- færðist um það, svo og samtök okkar, aö islenzkir kaupsýslu- wenn eru reiöubúnir til að auka gagnkvæmt hagstæöa við- skiptasamvinnu. Auk þess sem þeim fylgir viðskiptalegur hagnaður, þá stuðla viðskipta- tengsl að gagnkvæmum skiln- ingi og vináttutengslum á milli þjóöa okkar.” I PER E. KOKKVOID ) Belgía verði sambandsríki Allt bendir til að í nánustu framtíð Eftir að Leo Tindeman, for- sætisráðherra i Belgiu, vann góðan kosningasigur 17. april s.l. hefur hann unnið að stjórnarmyndun baki brotnu. . Flokkur Tindemans, sem raun- verulega er einskonar banda- lagsflokkur kristilegra sósial- ista, sem eiga aðalfylgi sitt i flæmsku hérööunum og Vall- onska flokksins 1 suöurhluta landsins hlaut 1 kosningunum 80 þingsæti, bætti við sig 8 sætum. Aðrir, sem unnu á, voru jafnaöarmenn, sem bættu við sig þrem þingsætum, úr 59 i 62. Fyrstu tilraunir Tindemani 1 til stjórnarmyndunar voru að ræða við ihaldsflokkinn og jafnaðarmenn, en úr þvi fékk hann engan árangur. Allt bendir nú til að stjórnar- myndun takist og veröi stjórnarflokkarnir fjórir, flokkur Tindemans, jafnaöar- menn, flokkur frönskumælandi manna i Brtlssel og flokkur flæmsku þjóðeiningarinnar. Hinir tveir siöartöldu eru smá- flokkar, en hafa þó samanlagt 30 þingsætum að ráöa. Hvorugur þeirra hefur áöur verið I stjórnaraöstöðu I Belgiu. Aöalmál stjórnarinnar er talið að verði lausn á æva- gömlum hnút I stjórnmálum Belga, sem skipt hefur þjóðinni i þrennt eftir tungumálum. Niðurstaöan veröi, aö mynda sambandsriki þriggja lands- hluta, hins flæmska, vallónska og i þriðja lagi höfuðborgar- innar, sem landfræðilega til- heyrir Flandern, en ibúarnir eru frönskumælandi. Meinleg örlög Kalla má, aö það séu meinleg örlög að Tindeman sem hefur verið ákafur stuðningsmaður sameinaörar Vestur-Evrópu, skuli nú þurfa að skipta sundur föðurlandi sinu! betta er samt sem áður ekki nýtilkomið, þar sem rikishlutarnir hafa nú þegar ýmislegt sérskilið. Svo er t.d. um kirkjumál, menntamál og fjármál að nokkru, auk þess sem tvær útvarpsstöövar eru reknar af rikinu, hvor meö sinu máli. Nánari sundurgreining verður auðvitað, ef áætlanir stjórnarinnar ná fram aö ganga. bannig mun hver rikis- hluti fá nokkurt framkvæmdar- og löggjafarvald, þó sameigin- leg mál heyri undir alrikis- stjórnina. En kálið er raunar ekki enn sopiö, þó i ausuna sé komið. Hér er um að ræða stjórnarskrár- breytingu, og til þess að hún fái gildi, verður hún aö hljóta sam- þykki 2/3 hluta þingmanna og kostar auk þess aðrar kosningar og þá samþykki sama þing- mannafjölda. Eins og nú standa sakir virðist hvorttveggja fyrir hendi. Timinn leiðir svo I ljós, hvort nokkrar breytingar veröa þar á eftir næstu kosningar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.