Alþýðublaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. júní 1977 3 Heimsókn í Hortus Botanicus Reykjavicensis — Eru þær erlendu tegundir sem reynast hvað bezt hér komnar frá ákveðnum löndum? — Það er engin regla á þvi. Við höfum hins vegar tekið eftir þvi að plöntur sem upprunnar eru sunnarlega en i mikilli hæð reynast bezt við islenzkar að- stæður. Það stafar liklega af þvi að þær vaxa við lik skilyrði og þau sem eru á Islandi, þar sem hitasveiflur eru miklar. Við sækjumst þvi eðlilega eftir að ná ifræ sem við vitum að safnað er i sem mestri hæð. Hingað kemur fólk sem vill fræðast — Nú er þetta nefndur til- rauna- og fræðslugarður fyrir almenning. Á hvaða hátt rækir hann þetta hlutverk? — Við veitum almenna upp- lýsingaþjónustu hverjum sem hafa vill og hér kemur margt fólk sem fyrst og fremst hefur áhuga á að fræðast um plöntur — bæði tslendingar og erlendir ferðamenn. Fólk hefur t.d. ein- hverjar plöntur i garði sinum sem það ekki þekkir en vill gjarnan fræðast eitthvað um. Það getur þá komið hingað og gengið um garðinn og fundið þessa plöntutegund i honum. Hér eru allar plöntur merktar með alþjóðlegu heiti plöntunnar og islenzku ef til er. Nú, þá má geta þess að við höfum ná- kvæma spjaldskrá yfir allar þær nær 7000 plöntutegundir sem við höfum reynt hér, og þar eru skráðair upplýsingar um þær —- bæði plöntur sem þrifast á tslandi og þær sem ekki þrifast. — Þið stundið ekki sölu á plöntum hérna? — Nei, hér er engin plöntu- sala. Ég er hræddur um að fræðimennskunni myndi fljót- lega verða ýtt til hliðar, ef við færum út i slikt. — Er þessi garður sá eini sinnar tegundar á islandi? — Nei, Lystigarðurinn á Akureyri er hliðstæður Grasa- garðinum i Laugardal og hann stundar einnig alþjóðleg fræ- skipti. — Hve margir starfa i Grasa- garðinum að jafnaði? — Auk min vinna hér yfirleitt tveir faglærðir garðverkstjórar árið um kring, en á sumrin eru að auki 5 manns til aðstoðar. — Að lokum, hvernig er um- gengni gesta hér i garðinum? — Umgengnin hérna er góð, enda kemur fólk hingað fyrst og fremst til að fræðast, eins og ég sagði áðan. Hér er þó oft margt um manninn, sérstaklega á kvöldin og um helgar. Við höf- um opið fram til kl. 22 á hverju kvöldi og margt fólk kemur þvi hingað að lokinni vinnu. Sigurður Albert Jónsson, forstöðumaöur Grasagarðsins f Laugar- dal. Cr gróðurhúsi. Veöur i höfuðborginní hefur veriö ákjósanlegt til útivinnu sföustu vikurnar og menn þurfa þvi ekki aö vera kappklæddir við að stinga upp beðin. Allar plöntur f beöunum eru merktar meö alþjóölegum heitum og islenskum ef til eru. Grasagarðurinn i Laugardal i Reykjavik á að baki sögu sem nær allt til þess tima er Eirikur Hjartarson, sá merki áhuga- maður um trjárækt, bjó i Laugardal. Elztu trén i Grasa- garðinum eru einmitt gróður- sett af Eriki á árinu 1929, en siðan keypti Reykjavikurbær landið 1955. Þegar svo haldið var hátiðlegt 100 ára afmæli Reykjavikur, 18. ágúst 1961, var Grasagarðurinn formlega opn- aður og hefur hann þvi verið starfræktur i tæplega 16 ár. Alþýðublaðsmenn heimsóttu Grasagarðinn i Laugardal einn góðviðrisdag i júni og hittu m.a. að máli forstöðumanninn, Sig- urð Albert Jónsson. Sigurður Albert kynnti starfsemina fyrir okkur og við gengum með hon- um um garðinn. — Við getum sagt að Grasa- garðurinn sé nokkurs konar til- rauna- og fræðslugarður fyrir almenning um plöntur og grös. Við erum i sambandi við 150 hliðstæða grasagarða viðs vegar um heiminn og tökum þátt i alþjóðlegum fræskiptum við þá. Við fáum fræ sem safnað er i öðrum löndum og gerum með þau tilraunir hér og send- um fræ frá okkur út i heim. — Hvers eölis eru þessar til- raunir ykkar með fræið? — Þær felast ekki i blöndun tegunda eða neinu sliku, heldur reynum við að finna út hvort ýmsar erlendar plöntur þrifast við islenzkar aðstæður — veður- far, jarðveg o.s.frv. Sumar þessar tilraunir hafa eingöngu grasafræðiiegt gildi, en árang- urinn af öðrum er vitneskja um nýjar skraut- og skjólplöntur fyrir almenning. Nálægt 430 tegundir i isl. flórunni — Hvað hafið þið reynt marg- ar tegundir piantna hér og hve margar þeirra hafa staðizt próf- ið, ef svo má segja? — A þeim 16 árum sem Grasagarðurinn hefur verið starfræktur höfum við reynt hér nær 7000 plöntutegundir og af þeim hafa hátt i 3 þúsund reynzt nógu harðgerar til að lifa við is- lenzkar aðstæður. Hvað varðar fræið sem við sendum frá okkur út i heim, þá má nefna að send- ar voru 287 frætegundir á siðasta ári, þar af voru 115 teg- undir úr isl. flórunni. Þess má geta að alls munu vera nálægt 430 tegundir i isl. flórunni og af þeim eru 150 hér I garðinum. Texti: Atli Rúnar Halldórsson Myndir: Gunnar E. Kvaran

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.