Alþýðublaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 6
6^ r Laugardagur 16. júli 1977 KSSX" Lady hin vestfirzka lék á alls oddi mehan við stönzuðum, enda var ljósmyndarinn sérlega hrifinn af henni. Könnunarferðir um hillur og kassa leiddu tii þess, að meðan Sigfrið skrapp frá komst hún i opnar niðursuðudósir með dýrakræsingum, át fylli sina þar af og stökk svo endurnærð niður á gólf til að kankast við Svarta-Pétur. Þaö var mikiö aö gera hjá Sigfriö Þórisdóttur dýrahjúkr- unarkonu, þegar Alþýöublaös- menn komu I heimsókn til henn- ar i fyrradag. Sigfriö er, eins og flestir vita eina læröa dýra- hjúkrunarkonan hérlendis, en þar sem dýraspitalinn hefur ekki tekiö til starfa enn, hefur hún til þessa unniö fyrir sér viö skrifstofustörf, meöan hún býö- ur eftir þvi aö bót veröi ráöin á rekstri spitalans. Stjórn dýraspitalans hefur nú leigt Sigfriö húsnæöi spitalans undir sumargistiheimili fyrir dýr, meöan á sumarleyfistim- anum stendur. Þar geta eig- endur dýra komiö þeim i gist- ingu meöan þeir hverfa úr bæn- um, og skiliö þau eftir i umsjá Sigfriöar. Gjaldiö sem hún tekur fyrir er mjög lágt, aö okkarmati aö minnsta kosti, 500 krónur á sólarhring fyrir ketti og 1000 krónur fyrir meöalstóra hunda. Fæöi er innifaliö i þessu gjaldi. Onnur dýr en hundar og kettir voru ekki þarna þegar okkur bar aö garöi, en Sigfriö sagöist eiga von á aö minnsta kosti fjór- um páfagaukum og jafnvel skjaldböku á næstu dögum. Sigfriö sagöist hafa byrjaö þessa starfsemi um siöustu páska og heföihún þá gefiö góöa raun. Þess vegna heföi hún fariö fram á aö fá húsnæöiö leigt aftur i sumar. Leigan heföi veriö sanngjörn, enda væri þessi starfsemi tilvalin, meöan veriö væri aö útkljá mál spital- leið, heldur strandaði undir mm búrinu hennar kynsystur ans og skera úr hans vanda- málum. Hundarnir og kettirnir eru haföir i rúmgóöum búrum, en hleypt út reglulega, auk þess sem kettirnir aö minnsta kosti leika sér í þvi herbergi sem búr þeirra eru i. Þar voru 3 kettir þegar viö komum þangaö og léku sér á gólfinu. Vestfirsk læöa, Lady aö nafni, var í þvi aö striöa fressketti úr Reykjavik, Svarta-Pétri. Hvitlítil og ærsla- full# „sérstaklega skemmti- legur köttur,” sagöi Sigfriö. „Hún klifrar meira aö segja upp eftir manni til aö kyssa mann á kinnina.” Læöan Polly sat hins vegar meö viröulegum spek- ingssvip i gættinni á búrinu sinu og virti fyrir sér ærslin á gólf- inu. Hundarnir voru úti viö þegar viö komum.enda var Sigfriö aö þvo gólfiö i hergerginu þeirra. Þar eru búr fyrir 6 hunda en 4 voru á heimilinu, eins og fyrr segir. „Þaö er ekki hægt annaö en aö hafa þá í búrum,” sagöi Sigfriö. „Enda eru þau þaö rúm aö þaö er ekki til vanza á neinn átt. Satt aö segja yröi ég aö hafa sérherbergi fyrir hvern þeirra, ef þeir ættu aö ganga lausir, því hundar eru þannig, aö þeim kemur ansi illa saman,sérstaklega hundum af sama kyni.” Þetta er fyrsta vikna sem dýragisting Sigfriöar starfar I sumar, en til þessa hafa veriö hjá henni 12 dýr — og fleiri eru væntanleg eins og fyrr segir. —hm „Hún kiifrar upp um mann ogkyssirmann á kinnina” Ladv og Sigfrið. J 8 ;:ij i;í; Í!ÍÍ sinnar. Það var leikur I honum þessum, þegar Sigfriö sýndi okkur herbergi hundanna. (AB-myndir: ATA) Sigríður flsgeirsdóttir, form. stjórnar Dýraspítalans: "\ OKKUR VANTAR DYRALÆKNI Fjáröflun að fara af stað fyrir sjúkraskýli handa hestum — Okkar vandi er sá, aö viö fáum ekki dýralækni á þeim kjörum sem viö getum boöiö, sagði Sigriöur Asgeirsdóttir, formaöur stjórnar Dýraspital- ans, þegar blaöiö haföi sam- band viö hana og spurði, hvern- ig liöi starfsemi spitalans. — Gjaldskrá dýralækna er miðuö við fast starf, en það getum við ekki boöið. Hins vegar höfum viö auglýst i brezku dýralækna- timariti og sjö aðilar hafa haft samband við okkur vegna þeirr- ar auglýsingar, þar af einn, sem Si viröist mjög áhugasamur. Viö höfum farib fram á atvinnuleyfi handa honum til bráðabirgöa, en þaö hefur ekki enn veriö af- greitt. Húsnæöi dýraspitalans hefur nú veriö leigt Sigfriö Þórisdótt- ur dýrahjúkrunarkonu i sumar, en hún starfrækir þar eins konar gæzluheimili fyrir heimilisdýr, meðan eigendur þeirra eru i sumarleyfi. Sigrfður Asgeirs- dóttir lagöi þó áherzlu á þaö, aö slik starfsemi væri alger undan- tekning og yrði ekki rekin i sam- bandi viö spitalann i framtlð- inni. — Húsið hins vegar veltir upp á sig kostnaði meöan við biöum eftir aö geta hafið starfrækslu spitalans, svo við tókum það ráð, að leigja Sigfriöi i þrjá mánuöi undir þessa starfsemi sina. Vib erum einfaldlega aö reyna aö afla fjár meö þvi, til aö greiða hitunarkostnaö og viö- hald. Dýraspitalinn er sjálfseignar- félag, sem stofnað var 20. mai sl. og eru i stjórn þess tveir full- trúar frá hverjum eiganda hans, Sambandi dýravernd- unarfélaga, Sveitarfélögum I Reykjaneskjördæmi, Dýra- verndunarfélagi Reykjavikur, Hundavinafélaginu, Reykja- vfkurborg og Hestamannafélag- inu Fáki. Húsiö var, eins og öll- um er kunnugt gefiö af Mark Watson áriö 1974 en Reykja- vikurborg gaf lóö undir húsið. Sigriöur kvaö þaö útbreiddan misskilning, að spitali þessi væri fyrir öll dýr. Þaö væri mis- skilningur. Hann væri aöallega hugsaður sem gæludýraspitali, en auðvitaö myndu öll dýr sem þangað yröi komið meö, fá aö- hlynningu eftir föngum. Engum yröiúthýst.svo framarlega sem unnt væri aö lækna hann. Hins vegar kvaö hún vera að fara i gang fjáröflunarherferð á vegum félagsins, til aö koma upp sjúkraskýli fyrir hesta. Þaö væri mikiö áhugamál og næst á dagskrá hjá félaginu. —hm ______________________________/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.