Alþýðublaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 16. júlí 1977 Ferð, sem seint mun gleymast 100 norrænir jafnaðarmenn um landið þvert og endilangt Eins og sagt hefur ver- ið frá i Alþýðublaðinu komu hingað til lands 100 konur úr jafnaðarmanna- flokkum Noregs, Svíþjóð- ar og Finnlands í lok júní- mánaðar. — Konurnar dvöldust hér á landi frá 26. júní til 3. júlí, og ferð- uðust víða. Ferðin í heild heppnað- ist mjög vel og má segja að sól hafi skinið á kon- urnar nærallan tímann, , sem þær voru hér, en slíkt er óvenjulegt á þessum síðustu og verstu tímum. Það var Samband Alþýðuf lokkskvenna, sem hafði veg og vanda af undirbúningi ferðar- innar undir ötulli forystu Kristínar Guðmundsdótt- ur, formanns Sambands- ins. Alþýðuf lokkskonur voru með norrænu gest- unum allan tímann. Þær hittu Alþýðuf lokkskonur á Akureyri, og áttu kvöld- stund á heimilum Alþýðu- flokksfólks í Reykjavík. Þarna sköpuðust ómetan- leg kynni fjölda fólks með sömu stjórnmála- skoðanir. Norrænu gestirnir ferðuðust m.a. til Laugarvatns, Gullfoss og Geysis, fóru norður Kjöl í Mývatnssveit til Akur- eyrar og komu við í Reyk- holti á leiðinni til Reykja- vikur. Margt kom gestun- um ókunnuglega fyrir sjónir, en mesta athygli vakti heita vatnið og hverirnir. Konurnar héldu svo hver til síns heima með ánægjulegar minningar eftir góða ferð. Hér á siðunum birt- ast nokkrar myndir frá ferðalaginu. : Hér eru konurnar á leiö noröur Kjalveg. A myndinni lengst til vinstri er sænsk kona, þá kemur Helga Einarsdóttir, Kristin Guömundsdóttir, formaöur Sam- bands Alþýöuflokkskvenna, og Rannveig Edda Hálfdánardóttir, en þær voru, ásamt fleirum meö hópnum alla feröina. 1 Dimmuborgum var boröaö. Þaö þurfti býsna margar brauösneiöar fyrir þenn an stóra hóp, enda riflega skammtaö. ' H! Þaö var gottaö hvila þreytta fætur eftir gönguferö á Hveravöllum, og ekki var lakara aö geta setiömeöþær Iheitrilaug. Þetta þótti erlendu konunum mikiö ævintýri, aö komast I heita laug á fjöllum uppi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.