Alþýðublaðið - 04.08.1977, Síða 1
Hefur Orkustofnun endanlega af-
skrifad holurnar ellefu vid Kröflu?
Þekkingaröflun
en gufuöflun
— segir Jakob BJörnsson
orkumálastjóri nú um
endurvinnslu holanna
við Kröflu
i viðtali, sem Al-
þýðublaðéð átti i gær
við Jakob Björnsson,
orkumálastjóra, kom
fram, að kalkútfelling
sem orðið hefur vart i
holunum norður við
Kröflu er mun örari
en menn hafa áður
þekkt á háhitasvæð-
um hérlendis.
Að sögn hans er talið, að
ástæðá þess sé sú að inn-
streymi i holurnar er blanda
af gufu og vatni, en ekki af
vatni eingöngu eins og annars
er venja á háhitasvæðum hér-
lendis t.d. við Námafjall. Af
bessu leiðir, að sögn Jakobs,
að einnig má búast við að út-
fellingin sé ekki eingöngu
bundin við holurnar heldur
eigi hún sér lika stað i berginu
sjálfu.
Að sögn Jakobs gerir þetta
það að verkum, að litil von er
til, að hægt verði að auka
gufumagn þeirra hola til lang-
frama,sem boraðar hafa verið
til þesga, þrátt fyrir að þær
yrðu hreinsaðar, enda mundi
kalkútfellingin halda áfram að
draga úr þeim máttinn þar til
þær að lokum myndu eyði-
leggjast alveg.
1 viðtalinu við Jakob kom
fram, að allt bendir til að þetta
gildi um allar þær holur sem
boraðar hafa verið fyrir
Kröfluvirkjun til þessa, enda
eru þær allar á mjög takmörk-
uðu svæði nálægt stöövarhús-
inu.
„Okkar viðhorf er,” sagði
Jakob ,,að leita beri betri
vinnslusvæðis einhversstaðar
innan jarðhitasvæðisins við
Kröflu og það sem fyrst. Þær
aðgerðir, sem nú standa yfir
litum við a.m.k. frekar á sem
þekkingaröflun en gufuöflun
til frambúðar.”
Má skilja orð þín svo að af-
skrifa megi þær holur sem
boraðar liafa verið til þessa?
,,Já, ef við finnum ekki neitt
betra er kannski spurning
hvað við gerum, en okkar
fyrsta viðhorf er að reyna að
finna eitthvað betra og takist
það, þá skulum við láta þessar
holur eiga sig. Nú, ef við finn-
um ekki neitt betra þá verður
að skoða málin að nýju.”
„Astæða þess að við erum
nú fyrst að verða varir við hve
kalkútfellingin er alvarleg, er
sú, að við verðum fyrst varir
við útfellinguna þegar afköst
holanna rýrna.
Það gerist hins vegar ekki
jafntog þétt, heldur tiltölulega
hægt á meðan útfellingin er að
ná ákveðnu magni, komast yf-
ir ákveðinn þröskuld. Eftir
það rýrna afköstin mjög ört og
það er það stig, sem flestar
holurnar hafa komizt á nú ný-
lega. Eftir að þær náðu þessu
stigi duttu afköst þeirra nán-
ast niður.”
„Ég vil taka það fram,”
sagði Jakob „að það svæði
sem hingað til hefur verið
unnið á, er mjög litill hluti
jarðhitasvæðisins við Kröflu,
þannig að okkur finnst allt of
snemmt að dæma allt Kröflu-
svæðið út frá þeim eiginleik-
um sem þetta litla svæði hef-
ur.”
— GEK
frekar
í opnunni er rætt við Garðar
Þórhallsson formann Elliðaár-
nefndar Stangaveiðifélags
Reykjavikur, um umhverfi Ell-
iðaánna og þá vinnu sem félagar
SVFR leggja af mörkum til að
halda þessari laxveiðiperlu i þvi
góða ástandi sem hún er og hef-
ur verið um langt skeið.
Á baksiðunni veltum við þvi fyr-
ir okkur hvort saman fari þær
staðreyndir, að þorskafli lands-
manna fer sifellt minnkandi og
það svo mjög, að setja hefur
orðið veiðitakmarkanir vegna
bágs ástands stofnsins, og svo
hins, að sífellt eru fleiri togarar
að bætast i flota landsmanna.
Heyrt, séð og hlerað er á blaðsíðu 8