Alþýðublaðið - 04.08.1977, Side 6

Alþýðublaðið - 04.08.1977, Side 6
6 Fimmtudagur 4. ágúst 1977 Garðar Þórhallsson, formaður Elliðaárnefndar SVFR: Fyrir nokkru var fjallað um Elliðaárnar ög umhverfi þeirra hér i blaðinu, — þá með til- liti til ánna sem útivist- arstaðar fyrir borgar- búa. Þeir sem hafa þó ef til vill hvað mestan áhuga á umhverfi þessa vatnasvæðis og hreinleika þess eru án nokkurs efa stanga- veiðimenn. Mannirnir sem fást til þess að greiða peninga fyrir að standa úti i á og reyna að fá fisk. Sumir fá og sumir ekki, eins og gengur, en þeir sem ekkert fá eru samt ánægðir. Þetta er sport segja þeir. Til þess aö kynnast sjónar- miðum laxveiðimanna I sam- bandi við umhverfi ánna rædd- um við við Garöar Þórhallsson, aðalféhirði Búnaöarbankans. Hann er formaður Elliðaár- nefndar Stangaveiðifélags Reykjavikur, en það félag hefur haft árnará leigu siöan 1938. Við spurðum hann fyrst, hvert væri helzta vandamál Stangaveiðifé- lagsins i sambandi við veið- araar i Elliðaánum. Byggðaþróun og framkvæmdir. — Sú þróun sem við erum hræddastir viö er að Breiðholts- og Arbæjarhverfi eru sífellt að færast nær ánum. Sérstaklega Breiðholtið. Þessi þróun þýðir að manna ferðir aukast meira við árnaren veiðimönnum þykir æskilegt. Bæði eru mannaferöir truflandi fyrir veiðimennina og auk þess freistast margir til að renna út færi ef þeir halda að enginn sjái til. Að visu eru það aöailega unglingar sem sllkan veiðiþjófnaö reyna, en þó er það til að fullorðnir menn geri það lika. Auk þessa færist það I vöxt með aukinni byggð að ánum að Börn kasti hvers konar drasli i árnar. Það er vandræðamál sem veiðiverðir duga ekki til að stöðva. En það sem alvarlegast er i umhverfismálum Elliða ánna er það sem er að gerast við ósinn. Þar hafa verið settar upp verk- smiðjur, malbikunarstöð og sementafgreiðsla. Úr þessum fyrirtækjum koma úrgangsefni sem eru hættuleg fyrir laxinn, og það hefur verið sannaö með rannsóknum fyrir mörgum ár- um. Þessi úrgangsefni ýmist fjúka i sjóinn eöa berast með regnvatninu, sem nóg er af i Reykjavik eins og allir vita. Oliubrákin drepur seiði. Þá vofir yfir sma’bátahöfn sem nú er á teikniborðinu hjá borgarverkfræöingi. Að hún er ekki lengra komin er vegna þess, að eindregin mótmæli veiðimanna hafa tafið raun- verulegar framkvæmdir. En þó hafa 15-20 einstaklingar með smábata tekið sér bólfestu i Ell- iðaárvoginum og frá bátum þeirra kemur oliubrák sem er mjög skaðleg laxaseiðum, auk þess sem hávaðinn truflar laxa- göngur og skrúfur þessara báta geta verið hættulegar seið- unum. Seiði synda nefnilega mjög ofarlega i sjó á leið til sjávar. Það er vegna þess að árvatnið erofan á sjónum. Þegar svo olia er á yfirborðinu synda seiðin i hana, blindast, komast ekki lengra og drepast. Aðrar framkvæmdirsem ekki örva beinlínis fiskigengd eru hafnarframkvæmdir, auk þess sem trúlega liggur fyrir að breyta Grafarvoginum i upp- skipunarhöfn. Þannig þrengist sifellt að fiskigöngunum. — Hvað um Geirsnefniö svo- kallaða? — Það virðist ekki hafa haft nein áhrif á göngu laxins, en hins vegar hefur það gereytt öllu lifrikinu sem þar var. Sem dæmi má nefna það, að áöur en framkvæmdir hófust viö hólm- ann var mjög fjölskrúðugt fuglalif við árósinn.Nú sést þar enginn fugl nema svartbakur. Breiðholtsbyggðin færist slfellt nær ánum. Kardemommubærinn, eða þaö, sem eftir er af honum. (AB-myndir: ATA) Engin mengun er frá byggð viö Elliöavatn. Auövitað verða þessar fram- kvæmdir til þess að mannaferð- ir aukast, en þær þurfa ekki að verða til skaöa nema til fram- kvæmda komi sú endemishug- mynd að setja þarna upp TIvoli eins og minnzt var á i ein- hverjum blöðum fyrir stuttu. Stiflubygging til bóta. — Er veiðimönnum- ami af áhorfendum? — Það er allt i lagi með áhorf- endur svo lengi sem þeir halda sig í hæfilegri fjarlægð. En þeir hafa truflandi áhrif á bæði veiðimenn og fisk ef þeir eru að væflast á árbakkanum. fl — Nú er verið að byggja nyja stiflu við Elliðavatn.hefur slikt ekki truflandi áhrif? — Jú, framkvæmdirnar við nýju stifluna hafa haft fremur truflandi áhrif i sumar. En hins vegar hef ég trú á aö þessi framkvæmd verði til góðs þegar fram i sækir, með tilliti til vatnsmiðlunar. Gamla stfflan var orðin ónýt, hún var mink- smogin og hélt varla vatni. — Nei, þar var ekki neitt telj- andi ónæði af hestamönnum. Við vorum auðvitað ánægðir þegar þeir fluttu, en hins vegar eru enn eftir 3 eða 4 hesthús i Kardemommubænum svokall- aða, sem okkur er nokkur ami að. En þeir hestar hverfa sjálf- sagt með timanum. Árvatnið mjög hreint. Auðvitað riða hestamenn með árbakkanum, en ég sé ekki ástæðu til að gera neitt veður út af þvi. Þeir eru með sinn skeið- völl þarna uppfrá og halda sig mest þar. — Nú er mikið búið við Elliða- vatn, en hvað um úrgang frá þeim bústöðum? Garðar Þórhallsson. MIKIL VINNA VIÐ AD HREINSA ÁR OG UMHVERFI I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.