Alþýðublaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 6. AGUST
156. tbl. — 1977 — 58. árg.
Áskriftar-
síminn er
14-900
Rádúneyti og Orkustofnun
í hár saman út af Kröflu
— sjá baksíðu
Lugmeier:
Vísað
úr landi
— fer í fylgd lögregluþjóns
í síðasta lagi á sunnudag
Síðdegis i gær var boðaö til
fundar i bækistöðvum rannsókn-
arlögreglu rikisins þar sem
blaðamönnum var gerð grein fyr-
ir rannsókn i máli þýzka afbrota-
mannsins Ludwig Lugmeier, sem
handtekinn var siðast liðið föstu
dagskvöld, en þeirri rannsókn er
nú lokið af hálfu rannsóknarlög-
reglunnar.
Var mál Lugmeier sent til sak-
sóknara rikisins i gærdag til á-
kvörðunar um frekara framhald
og siðar um daginn kunngerði
saksóknari þá ákvörðun slna að
ekki yrði krafizt frekari rann-
sóknar og að Ludwig Lugmeier
yrði ekki sóttur til saka hér á
landi heldur lögö áherzla á að
visa bæri honum úr landi eins
fljótt og auðið yrði.
Og ekki stóð á ákvörðunartöku
dómsmálaráöuneytisins þvi bréf
frá ráðuneytinu barst Hallvaröi
Einvarðssyni rannsóknarlög-
reglustjóra rikisins inn á fundinn
með blaðamönnum og las hann
það upphátt fyrir viðstadda. t
bréfinu kom fram að dómsmála-
ráðuneytið hefur ákveðið með til-
visun i hina ýmsu lagabálka að
visa beri Ludwig Lugmeier úr
landi eigi siðar en næstkomandi
sunnudag. Er rannsóknarlög-
reglustjóra falið aðsjá til þess, að
maöurinn hverfi héðan fyrir til-
skilinn tima og að hann sæti hæfi-
legri gæzlu þangaö til.
Á blaðamannafundinum kom
fram að upphaflega hafði Lug-
meier áform um að flengjast hér
á landi og hafði hann jafnvel hug-
leitt aö festa kaup á búgajði, en
fallið frá þvi. Einnig hafði komið
sterklega til álita hjá honum að
setja upp kaffi- og matsölustað og
var það mál allvel á veg komið en
strandaði að lokum á þvi að Lug-
meier fannst leigan sem sett var
Frá blaðamannafundinum I gær, Hallvarður Einvarðsson (annar frá hægri) ásamt þýzku lögreglu-
mönnunum tveimur Karl Heinz Georg næstur okkur, og Dieter Ortlauf. Innfelda myndin er siðan af
sökudólginum sjálfum Ludwig Lugmeier. (mynd: __ATA)
upp fyrir húsnæðið of há.
Þá kom þaö fram að handtöku
Lugmeiers bar að aðeins fáum
klukkustundum áður en hann ætl-
aði af landi brott og var þaö á-
stæöa þess að hann hafði náð i
þann hluta þýfisins sem eftir var,
til Þingvalla, þar sem það hafði
verið vandlega falið i hellisskúta.
Á blaðamannafundinum voru
auk islenzkra lögreglumanna
einnig staddir tveir vestur-þýzkir
iögreglumenn sem hingaö komu
til aö fylgjast með rannsókninni.
Annar þessara manna Dieter Ort-
lauf sem undanfarna mánuði hef-
ur elt Lugmeier úr einu landi i
annaö en hingað til ávallt veriö of
seinn til að góma hann, var aö
vonum feginn og sagöi islenzku
lögregluna hafa unnið frábært
verk.
Sagöi hann að nú fyrst lægi fyr-
ir játning Lugmeiers á innbrotinu
i Þýzkalandi sem hann hefur
hingað til ekki viljaö viðurkenna.
Akveðið hefur verið að annar
islenzku lögreglumannanna sem
einkum hefur fengizt við rann-
sókn þessa máls, tvar Hannesson,
fylgi Lugmeier úr landi til Þýzka-
lands þar sem þarlendum yfir-
völdum verður afhentur fanginn
ásamt þeim peningum sem i fór-
um hans fundust.
GEK
51
[Samskgptin vió íslendinga f VesturheimS:
Sníkjuferðir horfa til
stórvandræða
Snikjuferöir Islendinga til Is-
lendingabyggöa 1 Kanada eru
nú orðnar svo óvinsælar vestan-
hafs, að til stórvandræða horfir
um framhald þeirra góöu sam-
skipta sem myndazt hafa i
gegnum árin. Kveður svo hart
aö þessu, að formaður Islend-
ingafélagsins i Vancouver óttast
töluveröa fækkun i félaginu
vegna þess álags sem þessar
ferðir hafa skapað félagsmönn-
um.
Þessar staðreyndir koma
fram I viðtali við Gisla Guð-
mundsson fararstjóra, sem I
fyrrakviSd kom heim frá Kan-
ada ásamt um 120 öðrum ts-
lendingum. Þessi hópur haföi
eytt þrem vikum I Kanada,
ferðast um, heimsótt vini og
kunningja og verið á tslend-
ingadeginum.
GIsli segir I viötalinu meöal
annars frá þvi, að til bæjarins
Edmonton hafi komiö 50 manna
hópur frá tslandi öllum að óvör-
um. Hafði þessum hópi veriö
sagt, áður en lagt var af stað að
heiman, að þátttakendur myndu
dveljast á einkaheimilum. En
það haföi hins vegar gleymzt að
útvega þessi einkaheimili, svo
hópurinn varð að dúsa á flug-
vellinum, meöan verið var að
útvega honum samastaö hjá
einhverjum þeirra tæplega 200
manna sem i tslendingaklúbbn-
um þar eru.
Gisli segir einnig, að auðvelt
sé að skipuleggja ódýrar ferðir
til Kanada, með þvi að byrja
timanlega og skipuleggja ferð-
imar vel. ,,En það þarf að fjar-
lægja óvandaða misyndismenn
úr þessu,” segir hann.
Blaðamaður Alþýðublaðsins
fór vestur um haf með flugvél
Arnarflugs, þegar verið var að
ná I þennan hóp og á leiðinni
heim ræddi hann við nokkra
þátttakendur um ferðina og það
sem fyrir augu bar i þessar
þrjár vikur. Frá þvi er sagt I
máli og myndum á bls. 2 og 3 i
blaðinu I dag.
— hm.
STÓRA BOMBAN: f opnu birtum vid frægustu
bladagrein aldarinnar, opið bréf Hriflu-Jónasar
til Helga Tómassonar
í