Alþýðublaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 2
I Laugardagur 6. ágúst 1977 [ MED ARNflRFlUCI flD SÆKJfl VESTURFflRfl Gísli Guðmundsson fararstjóri: Skipulegg aldrei sníkjuferðalög Horfir til stórvandræða um samskiptin við Vestur- íslendinga vegna slíkra ferða — Þessi ferö gekk prýöilega i alla staði, sagði GIsli Guð- mundsson fararstjóri, þegar hann var spurður tlðinda i flug- vélinni. En hann og eiginkona hans, Nanna Magnúsdóttir voru fararstjórar hluta hópsins. — Við fórum með 50 manna hóp utan 16. júli og ég segi þaö satt, að þetta er bezt heppnaöa ferð sem ég hef staðið fyrir. — Bjugguö þið hjá vinum og ættingum? — Nei, svarar GIsli og er þykkjuþungur,— Fólkið bjó allt á hótelum, ég skipulegg aldrei feröir sem byggjast á snflcjum, enda horfir til stórvandræða um samskipti við Vestur-lslendinga vegna sllkra ferða. Þær eru svo óvinsælar. Það er enda ekki hægt að ætlast til þess að fólk taki upp á arma slna I þrjár vik- ur ferðalanga frá íslandi, með fullu fæði og húsnæði. Ég get sagt þér það, að i Edmonton er litill Islendingaklúbbur, innan við 200 manns. Til þessa bæjar kom nýlega 50 manna hópur frá Islandi öllum á óvörum. Það hafði að vfsu heyrzt ávæningur um að slik ferð væri fyrirhuguð, en ekkert verið gert til að skipu- leggja móttökur. Það tök tvo klukkutlma á flugvellinum að koma þessu fólki fyrir, enda þótt þvl hefði verið sagt áður en þaöfórað heiman að það myndi búa I heimahúsum. Þaö gleymdist að útvega þessi heimahús fyrirfram. Einnig get ég sagt þér, að I Vancouver er fjölmennt Islend- ingafélag og formaöur þess sagði mér að ef svona heimsóknir héldu áfram, sæi hann fram á verulega fækkun félagsmanna vegna þess álags, sem þær skapa. Það er allt ann- að að taka á móti vinum og ætt- ingjum, heldur en alókunnugu fólki, sem heimamönnum fynd- ist samt að þeir yröu að gera eitthvaö fyrir. Það þarf alls ekki svona sníkjustarfsemi til að fá ferðir ódýrar. Með þekkingu og góöum undirbúningi er hægt að ná ótrú- lega góðum kjörum. En það þarf að fjarlægja óvandaöa misyndismenn úr þessum mál- um. í stuttu máli var ferðaáætlun hópsins sem GIsli var með sú, að dvalizt var eina nótt i Vinyard, sem er gömul Islend- inga byggð farið þaðan vestur til Red Deal og dvalizt þar tvær nætur. Þaðan var farið til Edmonton sem er höfuðborgin I Albertafylki og dvalizt einn dag þar, farið þaðan tilMarkerville, heimabyggðar Stephans G. Stephanssonar. „Það var merk- asti dagurinn i ferðinni,” sagði Gisli, sem afhenti þar að gjöf fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins svo til allar útgáfur á verkum StephansG., þar sem I eru bréf, ritgerðir og ljóð. Þessi gjöf verður sett á safn sem verður 'opnaö I húsi skáldsins, en um þessar mundir er verið að endurbyggja það á kostnað fylkisins og mun sú framkvæmd kosta offjár. Frá Markerville var farið til Calgary og stanzað einn dag, en fariö þaðan á tveimur dögum vesturyfir Klettafjöllin og gist I SalmonrArm á leiðinni. t Vancouver var slðan gist I sex daga og þá meðal annars fariö til Victoria á Vancouvereyju og dr. Richard Beck heimsóttur. Þá var farið I dagsferð suöur til Seattle, en loks flogið frá Vancouver til Vinnipeg 29. júli og dvalið þar til ferðaloka. Vert er að geta þess, að I ferðinni voru heimsótt öll elli- heimili sem tslendingar hafa starfrækt eða eiga aðild að i Kanada.en þaueru lOalls.Hafn ^ ........................................................... Yfir sjó og land til Vesturheims Það er afskaplega skemmtileg tilfinning að vera eini farþeginn í 149 manna flugvél. Hins vegar hlýtur sú tilfinning að vera sjaldgæf. Viðskulum að minnsta kosti vona það,flugfélaganna vegna. En blaðamaður Alþýðublaðsins varð þessarar reynslu aðnjótandi þegar hann geystist yfir sjó og land vestur til Kanada í fyrradag. Erindi vélarinnar vestur um haf varað ná 1 120manna hóp tslendinga sem eytthöfðu þrem síðustu vikum I tslendingabyggðum Kanada, —og þessi hópur var einmitt einnig takmark blaðamannsins. Okkur langaði til að ræða við fólkið á leiðinni heim. Þegar farþegarnir komu um borð vestra kom I ljós að þarna var nánast um þrjá hópa að ræða. Fimmtiu höfðu farið vestur á vegum Samvinnuferða og Þjóðræknisfélagsins undir fararstjórn Gisla Guðmundssonar, svipaður fjöldi hafði farið á eigin vegum og loks voru þarna sex unglingar sem höfðu verið I Kanada i skiptum fyrir sama fjölda kanadlskra jafnaldra sem voru á íslandi. Einn farþegi á útleið gerði það að verkum, að verkefni flugfreyjanna fimm voru ekki mikil. En það breyttist á heimleiðinni og þær Loni Kristjánsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, María Másdóttir, Margrét Halldórsdóttir og Guðrún Harðardóttir höfðu I nógu að snúast. En frammi I stjórnklefanum stjórnaði Arngrímur Jóhannsson flugstjóri liði slnu, sem I þessari ferð var raunar óvenjulega fjöl- mennt, þar sem bæði var verið að þjálfa flugmann til starfa hjá félaginu og auk þess var I vélinni siglingafræðingur, sem er orðið sjaldgæft núorðið. En þar sem á leiðinni til Kanda er flogið I um þrjár klukkustundir af fimm og hálfri án sambands við radióvita, var Ölafur Jónsson fyrrum yfir- siglingafræðingur Loftleiða fenginn til að hjálpa flugmönnunum að rata. Flugmennirnir Lúðvik Sigurðsson og Kristinn Magnússon skiptust á mestu á um að fljúga vestur, en á heimleiðinni voru það Arngrimur og Lúðvlk. Það er sem sé Kristinn sem verið er að þjálfa til starfa. Það var hins vegar ekki um neina skiptingu að ræða hjá Birni Vigni Jónssyni flugvélstjóra. Hann var bundinn mælum sinum og svissum báðar leiðir. Hér á slðunni eru birt viðtöl og myndir frá heimferðinni. En það má einnig geta þess, að mikið var kveðið I vélinni og var blaðamanni sagt, áð svó hefði éinnig verið á léiðinni vestur um haf. Var þar um að ræða visur um ferðalangana, ferðalagið og áhöfn vélarinnar. Ekki var allur kveðskapurinn rismkill, en ein vlsan endaði svo: „Arnarflugan ágæt er, áhöfninni vel við þökkum” —hm. I Vancouver, Stafholt I Blaine, en það er sagt vera að hálfu i Kanada og hálfu i Bandaríkjun- um, Bethel I Gimli og Selkirk, heimili i Arborg og Lundar og 2 i Vinyard byggð. A öllum þess- um stöðum voru heimilunum færð plötusett með islenzkum þjóðlögum, sem gjöf frá hljóm- plötuútgáfu Svavars Gests. Einnig færði Jóhann Sigurðsson bóksali á Dalvlk þessum heimil- um fimm plötur hverju, sem gjöf. — Þetta er virðingarvert framtak beggja aðila og vert að þess sé getið, sagði Gísli. — En hvenær var undirbún- ingur hafinn að þessari ferð? — Við tókum við þessari ferð 28. aprll að beiðni Samvinnu- ferða, og ég tel að við hjónin megum vel við una. Við erum bæði ákaflega ánægð, enda er eins og verndarhendi hafi verið haldið yfir þeim ferðum, sem Þjóðræknisfélagið hefur staðið fyrir, 1975 og núna. Aldrei neitt komið fyrir. Að visu var ég illa bitinn af vespu núna og varö að leggjast á sjúkrahús, en það tók fljótt af þótt ekki sé ég orðinn góður enn. En móttökur allar voru eins og bezt veröur á kost- ið, hvar sem við komum. Það má raunar getaþess tilgamans, að hótelstjórinn á Ritz Hotel I Vancouver bauð öllum íslend- ingunum á skemmtun eina kvöldstund, frá 9 til 1 eftir miðnætti, með vlni og snittum. Auk þess hélt Islendingafélagið þar I borg skemmtun, þar sem Kvennakór Suðurnesja kom fram meðal annars. — .Við viljum að lokum koma fram þakklæti til allra vestan hafs, sem gerðu þessa ferð svo vel heppnaða i alla staði, — og ekki síður til forráðamanna Samvinnuferða fyrir sérlega góða samvinnu. —hm.. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.