Alþýðublaðið - 11.08.1977, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.08.1977, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 11. ágúst 1977 blaSM* Fimmtudagur 11. ágúst 1977 r SÝNDI f POMPIDOU-SAFNINU Listamaburinn, Hreinn FriOfinnsson. í Gallerii Suðurgötu 7 stendur nú yfir sýning Hreins Friðfinns- sonar. Til þess að falla ekki i þá gildru, eins og svo margir hafa gert á undan undirrituöum, að útskýra og dæma hluti, sem hann hefur litið vit á, fékk hann Gallerimennina Bjarna Þörar- insson og Steingrim Eyfjörð Kristmundsson til að labba ögn um sýninguna með blaðamanni og Utskýra hana og segja nokk- ur deili á listamanninum. Hnitmiðuð og fáguð vinnubrögð Hreinn Friðfinnsson, sem nú er 34 ára, lærði i Myndlista- og handiðaskólanum. Siðan hefur hann feröast um, mest á Italiu og i London. Undanfarin sex ár hefur Hreinn verið búsettur i Hollandi. Hreinn hefur haidið átta einkasýningar, þar af tvær hér á landi, auk fjölda samsýninga. Hreinn var upphaflega bezt þekktur sem SÚM-ari, en er nú þekktur fyrst og fremst fyrir góða myndlist. Fyrir sex árum fluttizt hann til Hollands og hefur unnið þar siðan, þó svo sterk bönd hafi æ- tið bundið hann við ísland. I Hollandi er litið á listamenn sem ómissandi stétt manna, engu siður en lögfræðinga og lækna, Hreinn hefur spjarað sig mjög vel i Hollandi og selt tals- vert af verkum. Sem dæmi um orðstir Hreins erlendis má minna á, aö þegar Pompidou-safnið i Paris var opnað, en það er eitt stærsta listasafn heimsins, þá var Hreini boðið að sýna þar ásamt þremur öðrum Isiendingum, þeim Siguröi Guðmundssyni, Kristjáni Guömundssyni og Þórði Benediktssyni, en þeir starfa allir erlendis. Þetta sýnir, að allir þessir listamenn eru mikils metnir, en þeir verða aö starfa erlendis, þeir fá svo litil tækifæri hér heima. „E.t.v. er meö verk Hreins eins og handritin forðum, allt lendir þetta erlendis?” „Það sézt á sýningunni, að Hreinn er núna i toppformi sem listamaður. Verk hans eru ný- stárleg, hann kemur mönnum þægilega á óvart sifellt leitandi. Sýningin er mjög fersk, fáguð vinnubrögð og hnitmiðuð ein- kenna hana,” sögðu þeir Bjarni og Steingrimur að lokum. Alþýðublaðið spurði að lokum listamanninn sjálfan hvernig honum þætti að sýna i Gallerii Suðurgötu 7. „Gott, enda var hugmyndin að reyna að sniða sýninguna fyrir húsið. Húsið er mjög fall- egt og skemmtilegt. Eini gallinn er sá, að húsið sjálft hefur kannski of sterkan „karakt- er”.” Þessar myndir eru af sama verkinu. t texta með þvl segir: Viðkoma. Formið ágóifinu er gert úr þvi efni, sem kom úr handgrafna forminu, er sést á Ijósmyndinni (vinstra megin). Leikmenn gætu ef til vill látið sér detta ihug að formið á ljósmyndinni tákniauga en formið ágólfinu táknitár. Verk þetta nefnist mynstur. t texta með verkinu stendur: Steinar eins og þessir hér á borðinu eiga sér augljóslega margvislega og mismunandi sögu að baki, bæði jarðfræðilega og annarskonar. Ég hef grip- ið inn i þessa sögu um stundarsakir með þvi að tina þá einn og einn á ýmsum stöðum og færa saman hingað. óbeinlinis hef ég stefnt yður á fund við þessa steina og býð yður að taka einn þeirra, svo að þér og steinn verðið samferða héðan. ^ ___________________________________________________________________________________________ Suðurgata 7, HVAÐ SKAL GERA VID GÖMLll HÖSIN? Siðustu árin hefur verið talsvert rætt um húsfriðun. A hún rétt á sér, er það þjóðarnauðsyn að vernda gömul timburhús eða á að rifa alla þessa ljótu hjalla og reisa forkunnarfagrar byggingarúrsteypu og gleri á rústum fúa- sprekans? Borgaryfirvöld hafa litið aðhafst i þessum málum, ekki þorað að taka af- stöðu opinberlega. Þess vegna hafa mörg gömlu húsanna, sem viðgerða þörfnuðust, grotnað niður og orðið ónýt. Að maður ekki tali um alla þá bruna, sem orðið hafa i gömlu hverfunum. Smám saman er vandamálið að verða úr sögunni, án þess að yfirvöld hafi þurft að taka afstöðu. önnur aðferð er að flytja öll gömlu húsin á safn eins og t.d. Árbæjarsafn- ið. Þegar hjallarnir eru komnir á Árbæ, þá geta athafnamennirnir reist morgunblaðshallir á grunnunum. Það væri lika bæði synd og skömm að láta allar þessar verðmætu byggingarlóðir standa ill'a nýttar undir hálfföllnum skúraþyrpingum i hjarta borgarinnar. Krár og veitingastaðir En sem betur fer eru ekki allir á þessari skoðun. Margir vilja friða húsin en húsafriðunarmenn eru einnig sundurleitur hópur. Nokkrir vilja láta friða eitt og eitt hús, eigi það sér einhverja sérstaka sögu. Þá er það húsið sjálft, sem máli skiptir og er þá staðsetning hússins ekkert mikilvæg . Það gæti þess vegna verið upp i Árbæ. Aðrir vilja láta friða, öll gömul hús og þá helzt heil borgarhverfi. Hafa myndast samtök manna til friðunar einstakra hverfa eða húsaþyrpinga, t.d. Torfusamtökin og íbúasamtök Grjótaþorps. Margir sjá i hillingum sjálfan sig ganga um i gömlu hverfunum að kvöldi góðveðurssumardags, setjast svo niður á stól við næstu krá og panta þar is- kaldan og freyðandi bjór, (þegar Islendingum loksins hlotnast þau sjálf- sögðu mannréttindi að mega drekka bjór). Inn i þessa mynd gætu komið litlir og aðlaðandi veitingastaðir, þar sem hægt væri að hlusta á rólega tón- list og slappa af með vinum og vandamönnum yfir snarli og glasi af léttu vinu. En væri ekki einnig hægt að nýta þessi hús á þann hátt, sem þau voru upp- haflega byggð fyrir? Þ.e. sem mannabústaði og ýmsa starfsemi nátengda manninum. » Alþýðublaðið heimsótti slikt gamalt hús, sem gert hefur verið upp og not- „ að sem aðsetur ungs listafólks. Við ræddum við tvo listamenn úr hópi þeim, sem stendur fyrir Gallerii Suðurgötu 7 og kynntum okkur starfsemina þar. Þessi stigi er táknrænn fyrir mörg gömul hús, þröngur og brattur. Stiginn er i húsinu aö Suburgötu 7. um þvi galvösk i útgáfuna og höfum upplagið tvö þúsund ein- tök til að byrja með.” „Eins og skiljanlegt er, þá er erfitt að fjármagna svona fyrir- tæki en við reynum að láta aug- lýsingar borga niöur kostnaöinn eins og hægt er.” Fáiö þið þá enga opinbera fyr- irgreiðslu? „Við gerum okkur vonir um og við trúum ekki öðru en að hið opinbera veiti okkur einhverja fyrirgreiðslu,enn sem komið er höfum við ekkert fengið.” „Borgin hefur þó sýnt dálitin lit og keypt nokkur verk nú- timalistamanna. Þetta er mjög virðingarvert, þvi ungir lista- ur, en það er opið frá 13:30-16. Sá timi er varla sniðin fyrir vinnandi fólk, svo islenzk al- þýða á greinilega ekki að njóta listarinnar.” „Þetta, með meiru, leiðir svo til þess, aö almenningur er ekki nógu upplýstur um það sem er að gerast i myndlistinni i dag. Það leiðir svo aftur til þess, að lögmál frumskógarins gilda i myndlistá íslandi. Hér geta alls kyns menn, sem litið eða ekkert kunna fyrir sér, vaðið uppi og gert það bara helviti gott. Glöggt dæmi um þetta er Kjar- valsstaðadeilan fræga. Þá sýndi Jakob Hafstein myndir og stór- græddi á öllu saman.” Myndir og texti: ATA Lögmál frumskógarins gilda í íslenzkri myndlist „Starfsemin hjá okkur hérna á Suðurgötunnni fléttast inn i húsfriðunarsjónarmiö”, sögöu þeir Bjarni H. Þórarinsson og Steingrimur Eyfjörð Krist- mundsson. „Við bendu hér á leið til að nýta og varðveita i senn gömul hús. Við erum þar af leiðandi inni á þeirri linu, aö varðveita eigi gömul hús.” „Það eru tiu manns af Hjalte- sted-ættinni sem eiga húsið. Við erum ekkert aö fara nánar út i ættfræði og nefna eigendurna, en þetta fólk hefur ætið sýnt okkur mikinn skilning og hópur- inn hefur nú aöstöðu i hálfu hús- inu.” „Það er talsvert kostnaðar- samt að gera svona hús upp en þaö liggur að visu mest í vinnu. Hópurinn hefur unnið allt i sjálf- boöavinnu, þess vegna gátum viö ráðið viö þetta fyrirtæki. Við eigum nefnilega enga peninga.” hópar og fjárvana og við erum, staöið fyrir sýningum, enda stendur galleristarfsemi með miklum blóma i heiminum um þessar mundir.” Hvað er þá galleri? „Við getum tekiö okkur sem. dæmi. Suðurgata 7 er vettvang- ur nútimalistar. Er hugsuð sem stofnun fyrir almenning til að hafa greiðan aðgang að mynd- list sem er að gerast sem næst núinu, en ekki geymsla rykfall- inna hugmynda i nyndlist.” Vaxtabroddurinn i islenzkri myndlist Eruð þið einskonar angi frá SÚM? „Viö erum bara ný „grúppa” i myndlist á Islandi. SÚM-fé- lagsskapurinn var mjög mikil- vægur á sinum tima en hann er að okkar áliti aö öllum likindum búinn að renna sitt skeiö sem fé- skipti. Ætlunin erað blaðiö komi út f jórum sinnum á ári. Það á ekki að fjalla um myndlist ein- göngu, hinar ýmsu listgreinar fá þar inni. Ætlunin er aö blað- iö verði milli 60-70 blaösíöur að þessu sinni.” „Þessi útgáfustarfsemi er til- raun til aöbæta úr brýnni þörf. Ekki hefur veriö gefið neitt út á '.EUtONtC menn fá yfirleitt litla uppörvun. Þeir halda sýningu sem nokkur hundruð manns sjá, siðan er sýningunni pakkað saman og sézt aldrei meira. Listasafn Is- lands hefur til dæmis ekki reynt að safna saman verkum ungra listamanna.” Listasafnið sniðgengur nútimalist. „N:ú þegarhefur myndast stór eyða i islenzka myndlistarsögu. Bjarni við vinnu sina I Bögglapóststofunni. Fæstir ungra Islenzkra listamanna geta lifað af list sinni. Steingrlmur skoðar hér „Mynstur”. 17 manna hópur Alþýðublaðið spurði þá Bjarna og Steingrim nánar út i starfsemi Galleris Suðurgötu 7. Það er 17 manna hópur sem stendur að Suðurgötu 7. Það eru aðallega tvær stoðir, sem standa undir starfsemirmi, á- hugi á gallerisstarfsemi og á- hugi á útgáfustarfsemi. „Þetta er ekki það mikið fyr- irtæki, að hópurinn ræður alveg við þetta. Vegna eðlis galleria, en þau eru yfirleitt smá i sniö- um, þá getum við haldið uppi tengslum við galleri erlendis og einangrumst þar af leiðandi ekki. Við getum fengið lista- menn og sýningar aþ utan mun oftar og verkin þar af leiðandi mun freskari. Stundum eru verkin búin til hér eða öllu held- ur hugmyndirnar framkvæmd- ar hér með sýningarstaöinn i huga. Vegna þess, hve svona gallerísýningar eru litlar að umfangi, geta jafn fámennir lagsskapur, en sem einstakling- ar starfa þeir af fullum krafti sem myndlistarmenn, a.m.k. sumir hverjir. Hreinn Frið- finnsson, sem sýnir hjá okkur nú, var einn af stofnendum Galleri SÚM. Þetta var gott framtak á sinum tima, eins og sjá má af þvi aö félagsskapur- inn hefur verið lifandi i rúm tiu ár.” „Segja má, aö nú séum við vaxtabroddurinn i Islenzkri myndlist.” „En Galleri Suðurgata 7 er, eins og fram hefur komiö, ekki eingöngu vettvangur myndlist-; armanna. A okkar stefnuskra eru einnig tilraunakvikmyndir, innflutningur á handunnum bókum, timaritum og blööum, sem fjalla um og eru myndlist, og svo útgáfustarfsemi.” Timaritið „Svart á hvitu” „Svart á hvitu, blað hópsins, kemur út nú bráðlega i fyrsta Þessar bækur eru til sölu I Gatlerh Suðurgotu 7. Þær fjalla ekki um myndlist, heldur eru sjálfstæð listaverk og gallerl sjálfar. Islandi til aö uppfræða almenn- ingum nýjarstefnur i myndlist i fjölda mörg ár. Það er skömm að þvi fyrir Islendinga að eiga ekkert myndlistartimarit.” „Ekkert er heldur flutt inn af erlendum myndlistartimarit- um. Klámrit og kvennablöð eru flutt til landsins i miklu magni, en myndlistartimarit viöast ekki ganga.” „Áður hafa verið gefin út timarit eins og „Helgafell” „Ritlist og Myndlist” og „Birt- ingur”, en öll fóru þau á haus- inn, enda einkaframtak. Við höldum, að nú séu aðstæður aðr- ar, fólk opnara fyrir nýjungum, upplýstara, en áður. Við leggj- Listasafnið sniðgengur nútiniá- list algerlega. Sérstaklega kosið safnráð mætir ekki einu sinni á sýningar, þar sem nútimalista- menn sýna og sýnir engan á- huga á að kaupa verk þeirra. Okkur hreinlega óar við væru- kæri Listasafnsins en vegna þessa værukæris hefur eyðan i listasöguna myndast og hún á eftir aö stækka nema önnur vinnubrögð komi til sögunnar.” „Það hefur meira að segja komið mjög sterklega til greina hjá myndlistarmönnum, að þeir taki sig saman og stofni „Nú- timalistasafn”.” „Einnig finnst okkur opnun- artimi Listasafnsins undarleg-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.