Alþýðublaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 3
AAiðvikudagur 17. ágúst 1977 ■Iþýðu- blaðiA FRÉTTIR 3 Prófkjör Alþýðuflokksins Nú á næstu vikum renna út framboðs- frestir til prófkjöra Alþýðuflokksins viða um land. Það er nú i lögum flokksins að slik prófkjör skuli ávallt haldin til undirbúnings Alþingis og sveitar- st jór narkosningum. Prófkosningum þess- um er þannig háttað að hver frambjóðandi getur boðið sig fram til eins eða fleiri sæta á framboðslista Alþýðu- flokksins i viðkomandi Alþingis eða sveitar- stjórnakosningum. At- kvæðarétt hafa allir flokksbundnir Alþýðu- flokksmenn svo og þeir, sem ekki eru skráðir félagar i öðrum stjórnmálaflokkum. Sighvatur og Jón Baldvin í framboð á Vestfjörðum FramboBsfrestur til próf- kjörsins i VestfjarBakjördæmi er runnin út. AlþýBublaBinu er kunnugt um aB minnsta kosti tveir menn hafa sent kjör- dæmisráö flokksins á Vestfjörö- um tilkynningu um þaö þeir hyggist bjóBa sig fram. Þeir eru Sighvatur Björgvinsson, alþingismaöur, sem býöur sig fram til 1. sætis á lista flokksins viö næstu Alþingiskosningar, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem býöur sig fram til 1. og 2. sætist. Prófkjör undirbúin á Vesturlandi og Austurlandi 1 gærkvöld kom stjórn kjördæmisráðs Alþýöuflokksins I Vesturlandskjördæmi saman til fundar og voru þar teknar ákvaröanir um prófkjör flokks- ins i kjördæminu. Benedikt Gröndal, formaöur Alþýöuflokksins, var fyrir skömmu á ferö á Austurlandi og ræddi viö stjórn kjördæmisráös þar. Eru menn þar eystra nú aö vinna aö undirbúningi prófkjörs. Benedikt Gröndal: Tel rétt að formaður flokksins sé í framboði í Reykjavík Alþýðublaöiö hafði i gær sam- band viö Benedikt Gröndal og innti hann eftir þvi hvort hann hyggöist gefa kost á sór i próf- kjörinu i Reykjavik. Benedikt kvaöst ekki vilja staöfesta neitt um þaö á þessu stigi málsins Hins vegar sagöi hann þaö hafa veriö mönnum ljóst innan Alþýöuflokksins aö hann teldi eölilegt aö hann yröi, eftir aö hann var kjörinn formaöur flokksins, i framboöi i Reykja- vik. Fimm nöfn nefnd í sambandi við prófkjörið í Reykjaneskjördæmi Hinn 10. september rennur út framboðsfrestur til prófkjörs Alþýöuflokksins i Reykjanes- kjördæmi. Nú þegar hafa fimm nöfn veriö nefnd i sambandi viö framboö til prófkjörsins. Þaö eru þeir Jón Armann Héöinsson, alþingismaöur, Karl Steinar Guönason, kennari, ólafur Björnsson, útgerðarmaöur, Kjartan Jóhannsson, verkfræö- ingur og Gunnlaugur Stefáns- son, guöfræöinemi. Prófkjöriö fer fram dagana 8. og 9. október næstkomandi og veröur kosiö um 2 efstu sætin á listanum Finnur Torfi Stefánsson: Reiðubúinn til prófkjörs — verði þess óskað Eins og fram hefur komiö áöur, i Alþýöublaöinu, hefur verið ákveöiö aö Finnur Torfi Stefánsson lögfræöingur veröi i efsta sæti framboöslista Alþýöuflokks i Noröurlands- kjördæmi vestra í næstu alþ. kosningum. AB haföi samband viö Finn Torfa i gær og spuröi hann hvort áformað væri aö efna til prófkjörs um efsta sæti framboöslistans. Finnur Torfi sagöi: — Akvöröun um skipan efsta sætis á framboöslistanum hjá okkur var tekin einróma á full- skipuöum kjördæmaráösfundi áöur en viö vissum aö prófkjör yröu lögbundin i Alþýöuflokkn- um. Sú ákvöröun var auövitaö fullkomlega lögleg og óumdeilt aö hin nýja lagasetning breytti engu þar um. Þetta var og staö- fest á fullskipuöum fundi flokks- stjórnar i vegur, sem geröi um þaö sérstaka samþykkt, aö skylda tii prófkjörs næöi ekki til þeirra kjördæma þar sem þegar heföi veriö tekin ákvörðun um framboö. Eg er sjálfur þeirrar skoöun- ar aö prófkjör séu lýöræöisleg- asta leiðin til að skera úr ágreiningi um framboö, og ég studdi eindregiö aö þau yröu lögieidd i Alþýöuflokknum. Þegar eftir flokksþingið siöast- liöiö haust, sem samþykkti lögin um prófkjör, lýsti ég þvi yfir viö félaga mina i Noröuriandskjör- dæmi vestra, aö ég væri reiöu- búinn aö taka þátt i prófkjöri þar þrátt fyrir fyrri ákvarðanir, kæmu fram óskir I þá átt og kjördæmaráöiö teldi þaö rétt. Þessi skoöun min er óbreytt. Mér er hins vegar ekki kunnugt um aö óskir um prófkjör hafi komiö fram enn og meöan svo er, býst ég ekki viö aö þaö veröi haldiö. Vallarmetin fuku árangur þeirra Hreins Halldórssonar og Vil- mundar Vilhjálmsson- ar. Hreinn sigraði keppinauta sina i kúlu varpi léttilega, kastaði lengst 21.02 metra, sem er nýtt vallarmet, og Vilmundur sigraði i 10 metra hlaupinu á mjög sannfærandi hátt. Hljóp á 10,6 sekúndum, þrem sekundubrotum á undan næsta manni, Charlie Wells frá Bandarikjunum. Vallarmet Hreins Halldórs- sonar var ekki það eina sem sett var á Laugardalsvellinum I gærkvöldi. Þau hrundu hvert á fæturöðru. Þannig stökk banda- riski stangarstökkvarinn Larry Jessee 5.30 metra, sem er vallarmet og Mike Solomon frá Trinidad hljóp 400 metrana á 47,3 sekúndum. Þá stökk sovézka stúlkan Larisa Klementjenok 1.80 i hástökki sem er nýtt vallarmet. I 1500 metra minningarhlaupi Hreinn : 21,02. arry Jessee, Bandarikjunum, setur hér nýtt vallarmet: 5,30 metra 1 stangarstbkirt' um Svavar Markússon sem háö var i gær, sigraði Norðmaður- inn Erik Mathisen á 3:45,7, Josyi Kimeto frá Kenya varð annar á 3:47,1 min., en Jón Diðriksson varð þriöji á 3:53,6 minútum. Hreinn Halldórsson var aug- ljóslega eini keppandinn i kúlu- varpinu sem „fann sig” I keppn- inni i gær. Má sjá það á þvi, að Geoff Cane varð annar meö lengsta kast 20,60 metra en Terry Albritton frá Bandarikj- unum varð þriöji, kastaöi lengst 19,89 metra. A1 Feuerbach frá Bandarikjunum kastaði aöeins 18.54 metra og varð fjórði. Mannfjöldinn á Laugardals- vellinum i gærkvöldi sýndi, aö árangur Hreins Halldórssonar I kúluvarpinu, og ekki siöur einvigi hans við útlendu jötn- ana, hefur vakið mikinn áhuga almennings. Það er aö minnsta kosti árabil siðan eins margir áhorfendur hafa verið á Laugardalsvelli. Eftir að kúluvarpinu lauk, beindist aöal- athygli áhorfenda að stangar- stökkinu, þar sem bandarikja- mennirnir Jerry Kingstead og Larry Bessee gerðu tilraunir til aö stökkva yfir 5,51 metra, eftir aðhafa fariðyfir 5,30. En þessar tilraunir bandarikjamannanna « mistókust, Jessee sigraöi á 5.30:1 eins og áður segir. Arangur i öörum greinum veröur nánar rakinn I blaöinu á morgun, en annaö kvöld veröur » þessum Reykjavikurleikum* fram haldiö og taka þá allir erlendu gestirnir þátti keppni i einvigi þeirra kraftajötnanna M kúluvarpinu, og eins og Orn Clausen, kynnir leikanna i gær sagöi, — þaö má jafnvel búast viö nýju Noröurlandameti. —hm..~ ......................-4) á fyrri degi Reykjavlkur leikanna A fyrri degi Reykja- vikurleikanna i gær rættust með glæsibrag þær vonir sem menn höfðu gert sér um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.