Alþýðublaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 17. ágúst 1977 Lausar stöður Nokkrar lögregluþjónsstöður i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefa yfirlögregluþjónar. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 16. september 1977. Lögreglustjórinn i Reykjavik 16. ágúst 1977. Auglýsing til búfjáreigenda í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu Hér með er athygli búfjáreigenda á framangreindu svæði vakin á þvi, að öll lausaganga búfjár er bönnuð á svæði vest- an nýju landgræðslugirðingarinnar, sem nær frá Vogum að Grindavik austan Grindavikurvegar, sbr. auglýsingu Land- græðslu rikisins 1. júli s.l. Hér með er búfjáreigendum á framan- greindu svæði veittur frestur til 25. ágúst 1977 til að smala búfé sinu i afgirt svæði eða flytja það út fyrir framangreinda landgræðslugirðingu. Að öðrum kosti verður beitt þeim viðurlögum sem lög heimila. Bæjarfógetinn i Keflavik, Grindavik og Njarðvik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Umsóknir um heimilisbætur frá Tryggingastofnun ríkisins Samkvæmt nýútgefnum bráðabirgðalög- um skulu almannatryggingar greiða þeim einhleypingum ellilifeyris- og örorkulif- eyrisþegum, sem njóta tekjutryggingar, sérstaka heimilisuppbót. Þetta tekur þó aðeins til þeirra, sem eru einir um heim- ilisrekstur, án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um heimilisaðstöðu eða fæðiskostn- að. í Reykjavik verður byr jað að afhenda um- sóknareyðublöð og taka á móti umsóknum fimmtudaginn 18. þessa mánaðar á 1., 2. og 4. hæð i skrifstofu Tryggingastofnunar rikisins að Laugavegi 114. Þeim, sem óska eftir aðstoð við útfyllingu umsókna, er sérstaklega bent á, að til þess að komast hjá biðröðum og óþægindum er nauðsynlegt að skipuleggja þá aðstoð sér- staklega, og verður fyrirkomulag þeirrar aðstoðar frá 18. til 26. þessa mánaðar þannig, að dag hvern verður veitt aðstoð þeim, sem bera nöfn, sem byrja á ákveðn- um upphafsstöfum. Þá er einnig á það bent, að mjög æskilegt er, og myndi greiða fyrir afgreiðslu, að umsækjendur hefðu með sér siðasta greiðsluseðil tryggingabóta, ef ekkú er hægt að framvfsa persónuskilrikjum. Aðstoð verður veitt sem hér segir: Fimmtudag 18. ágúst Föstudag 19.ágúst Mánudag 22. ágúst Þriðjudag 23. ágúst Miðvikudag 24.ágúst Fimmtudag 25. ágúst Föstudag 26. ágúst Aage til Ebba til Guðrún til Hrafnhildur til Klara til Páll til Stefanía tii Drafnar Guðmundar Hrafns Kjartans Ottós Stefáns össurs Tryggingastofnun ríkisins Reykjavik, 15. ágúst 1977. Hafsteinn Björnsson látinn A mánudaginn varð Hafsteinn Björnsson, miðill, bráðkvaddur. Hann var tæp- lega 63 ára er hann lézt. Hafsteinn fæddist 30. oktö- ber árið 1914 að Syðri Hofdöl- um i Skagafirði. Hann komst I kynni við Einar Kvaran rit- höfund rúmlega tvitugur. Ein- ar kvatti Hafstein eindregið til að rækta miðilsgáfuna, er snemma bar á hjá Hafsteini. Hafsteinn var mjög nafn- kunnur miðill og barst frægð hans út fyrir landsteinana. Var hann meöal annars feng- inn til Bandarikjanna til at- hugana vegna rannsókna á parasálfræði er fram fóru bar i landi. Eftirlifandi kona Hafsteins er Guðlaug Kristinsdóttír. Vottar 5 York. í Kaliforniu eiga þeir höll, sem þeir kalla Bet-Sarim, ,,HUs höfðingjanna”. Þar býr forset- inn og nánustu samstarfsmenn hans. Þar eru vel búnar fbúðir handa Dvið konungi, Abraham, ísak og Jakob, sem þeir eiga að fá til afnota, þegarþeir koma til jarðar sýnilegir. Flokkurinn á sina eigin útvarpsstöð, er sendir áróður út um heiminn á mörg- um tungumálum. Meðlimir. Meðlimir flokksins skiptast i tvennt: Þá, sem vinna fyrir flokkinn jafnhliða venjulegum atvinnustörfum, og hina, sem verja öllum tfma sinum til starfsemi á vegum flokksins. Hinir fyrrtöldu (nefndir „publishers” i Ameriku) þurfa að „vitna” a.m.k. 60 stundir á mánuði, þ.e. ab ganga um götur eða farai hústilþess að selja rit félagsins. Verða þeir að gera yfirmönnum sinum nákvæma grein fyrir þessum störfum sta- um. Hinir siðar töldu („pion- eers”) eru fastráðnir og laun- aðir starfsmenn. Kenningar. Mest snúast kenningar þessa trúflokks um það, hvað heims- byggðin muni eiga i vændum. Og það, sem einkum skýrskotar til auðtrúa fólks, er svæsin gagnrýni þeirra á mannfélagi og trúarbrögðum og fyrirheitin um jarðneskt sæluriki sem i vændum sé. „Orustan við Harmageddon” er framundan. Harmageddon þýöir Megiddo- fjall, en það er suöaustur af Karmelfjalli i Gyöingalandi. Þar unnu Israelsmenn einu sinnimikinn sigur (Dómarabók, 4. og 5. kap.), er varð frægur i sögu þeirra. í Opinberun Jó- hannesar (16,16) er þessi staður nefndur, en þar er þetta nafn ekkert annað en ein af mörgum táknrænum visbendingum um þann gleðiboðskap, sem bókinn flytur öll, að þrátt fyrir allt sé kærleikans mikli Guð sigurveg- arinn i öllum sviptingum sög- unnar og alger sigur hans yfir öllu verði opinber um siðir. En þann dag eða stund veit enginn, sagði Jesús, þegar hann var spurður um hin efsta dag, hvorki englarnir né sjálfur hann, aðeins faðirinn einn. Vottar Jehóva telja hins vegar, aö „orrustan við Harma- geddon” sé blóöug úrslitastyrj- öld, sem háð verði milli Jehóva og óvina hans innan skamms. Kristur kallast „hinn konung- legi böðull Jehóva”. Hann tor- timir öllum, sem ekk i fylla ftokk „vottanna”, stjórnmálamönn- um fyrst og prestum, þvi að kirkjur og rikisvald eru sérstök verfæri djöfulsins. En aðrir „vantrúaðir” verða og deyddir i þessari blóðugu viðureign. Slðan rennur „þúsundárarikiö” upp með jaröneskri og likam- Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða: Hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu i skól- um (m.a. Breiðholt) og i heimahjúkrun. Ljósmóður við mæðradeild Upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri. Rafveita Hafnarfjarðar auglýsir eftirtalin störf til umsóknar: 1. Störf deildartæknifræðings, (sterk straums.) 2. Starf rafvirkja. 3. Starf tækniteiknara, hálfsdags starf frá 1. október n.k. Umsóknum skal skilað á sérstökum um- sóknareyðublöðum til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um störfin. Rafveita Hafnarfjarðar. Skrifstofustarf Alþýðusamband íslands óskar eftir starfsmanni til að annast vélritun og simavörzlu. Kunnátta i ensku og ein- hverju norðurlandamáli nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 25. ágúst merkt: „SKRIFSTOFUSTARF 2577” legri fullsæld handa þeim, sem fest hafa trúnað á kenningar „vottanna” og verða þvi hólpn- ir. Ekki kristindómur. Sú mynd af Kristi, sem birtist i ritum þessa flokks, er næsta annarleg i augum kristinna manna. Hinn himneski böðull, sem á að koma hefndum Jehóva fram viö óvini hans, á litið skylt við þann Krist, sem kirkjan boðar. Og aðrar kenningar þessa flokks um frelsarann eru I fullri mótsögn við Nýja testa- mentið og játningu kristinnar kirkju. Nægirað benda á þessi atriði: 1) Vottar Jehóva segja, að Jesús Kristur sé ekki eilifur sonur Guðs, heldur hafi Guö skapað hann fyrstan af öllu. Hér af- neita þeir þeirri kenningu, sem er hornsteinn kristinnar trúar allt frá dögum postul- anna og til þessa dags. 2) Einnig halda þeir þvf fram, að Kristur og erkiengillinn Mikael séu sama persóna. 3) Þá segja þeir og, að Jesús hafi ekki orðið Messias fyrri en við skirnina og að hann hafi ekki risið likamlega upp frá dauðum. 4) Gagnstætt vitnisburöi Nýja testamentisins segja þeir, að Jesús Kristur hafi ekki verið hafinn til sins himneska há- sætis, þegar hann hafði fulln- að hjálpræöisverkið hér á jörö, heldurhafi það verið lát- ið dragast — til ársins 1914. 5) Þeir afneita kenningunni um heilaga þrenningu. 6) Þeir halda ekki jól. 7) Þeir segja, að mannssálin sé ekki ódauðleg. Visað á bug. Þetta, sem hér hefur verið bent á, er nóg til þess aö sýna, að hversá,er vill einhvers virða sina kristnu trú, getur með góðri samvizku og umsvifalitið visað boðberum þessarar hreyf- ingará bug. Þeir eru að jafnaði mjög ágengir. Meðal þeirra eru sjalfsagt einlægir og frómlund- aðir menn, karlar og konur. En þeir eru afvegaleiddir. Takið þeim með kurteisi og vinsemd, þegar þeir knýja dyra og bjóða rit sin til sölu og vilja ræða mál sin. Og sýnir þeim kristilega hjálpsemi, ef þeir eru einhvers þurfandi. En rökræður við þá um trúmál eru alveg tilgangs- lausar. Þeir hamra aðeins á sundurlausum tilvitnunum i Biblfuna og slagorðum, sem engin rök bita. Þess vegna er eðlilegast að visa þessum óboðnu og stundum nokkuð áleitnu og þráu gestum á dyr kurteislega og einarðlega. Þvi að þó orðalag þeirra kunni i fljótu bragði að virðast bibliu- legt og kristilegt, er óhætt að fullyrða, að það er ekki Jesús Kristur, Guðs sonur, frelsi mannanna, sem þeir boða, það erekki Guðs hjálpræðisorð, sem þeir flytja heldur hafa þeir „snúið sér að ævintýrum” (2. Tim., 4,4>. ShlP.limieRB KIKISIN- M/S ESJA fer frá Reykjavik mánudaginn 22. þ.m., vestur um land I hringferð. Vörumóttaka: miðvikudag, fimmtudag og til hádegis á föstudag til Vest- fjarðahafna, Norðurfjarðar, Sigluf jarðar, ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.