Alþýðublaðið - 06.09.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1977, Blaðsíða 3
dum í prófkjörinu Fæddur: 11. janúar 1952. For- eldrar: Hjónin Einar Sigurðsson, lítgerðarmaður frá Vestmanna- eyjum og Svava Agústsdóttir. Barna- og gagnfræðaskóla- ganga f Reykjavík. Stúdentspróf frá Menntaskólanum i Reykjavik 18 ára árið 1970. Lauk hagfræði- prófií byrjun árs 1975 við háskól- ann i Hamborg i Vestur-Þýzka- landi. Stundaði siðan framhalds- nám i stærðfræðilegri hagfræði við háskólana i Kfl og Hamborg. Var á námsárunum m.a. formað- ur Bandalags Islendinga i Norður-Þýzkalandi. Ernú framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvarinnar IReykjavik og Hraöfrystistöðvar Kefiavfkur. Er kvæntur Kolbrúnu Ingólfsdóttur og eigum við þrjá syni. Stjórnmálaleg mark- mið A námsárum mfnum I Vestur-Þýzkalandi tók ég þátt i starfsemi þýzka jafnaðarmanna- fiokksins, sem er undir stjórn Willy Brandt. Sat einnig þing og fundi úti sem fulltrúi Alþýðu- flokksins. Ég álit'Alþýöuflokkinn þann vettvang, sem jafnaðar- menn eiga aö koma stefnumark- miðum sinum I framkvæmd á tslandi. Ahugamál min á stjórn- málas viðinu eru einkum sjávarútvegs- og efnahagsmál. Til að gefa væntanlegum þátttak- endum I prófkjöri Alþýöuflokks- ins yfirsýn yfir hin aimennu stjórnmálaleg viðhorf min, verö- ur hér tæpt á nokkrum atriðum. 1. Sjávarútvegur Lit á sjávarútveg sem algeran undirstööuatvinnuveg þjóðar- innar og ber að styrkja hann og efla jafnvel á kostnað iðnaðar og landbúnaðar, svo ekki sé talað um verzlun. Enga samninga við Utlendinga um 200 milurnar. 2. Iðnaður Er á móti stóriðjuframkvæmd- um á tslandi I samvinnu við Utlendinga. tslenzkur iönaöur á rétt á sér, en þá fyrir innanlands- markað. Lit á tal um miklan út- flutningsiðnað annan en sjávarút- veg sem draumóra. 3. Landbúnaður Tel nauðsynlegt að haga fram- leiðslu landbúnaðarafurða aðeins fyrir in n a n 1 a nds m a r k að . Otflutningur landbúnaðarafurða ásamt til tilheyrandi útHutnings- uppbótum á ekki rétt á sér. 4. Utanríkismál Tel samvinnu viö öll lýðræöis- riki til bóta. Hafna samvinnu við einrseðisstjórnir svosem I Austur- Evrópu, Chile og Suður-Afrlku. 5. Verzlun og þjónusta Lit á verzlun sem nauðsynlegan þátt I sérhverju þjóðfélagi. Tel þó. að verzlun hérlendis sé gert allt of hátt undir höfði af hinum tveim verzlunarflokkum, sem Sjálfstæöis- og Framsóknarflokk- urinn eru. Að bankastarfsmenn séu jafnmargir og sjómenn sýnir, hve yfirbyggingin er orðin mikil. 6. Skattamál Lækka á söluskatt og hækka beina skatta, svo sem tekjuskatt hjá fyrirtækjum og einstakling- um með miklar tekjur. Hér hefur aðeins veriö stiklað á örfáum málaflokkum. Sérstök málefni Suðurlandskjördæmis tel ég vera að leysa nú þegar vandamál fiskvinnslufyrirtækja I Eyjum og á Suöurlandi með auk- inni opinberri fyrirgreiðslu, jafn- framt sem hert veröur eftirlit með stjórn fyrirtækja af hálfu verkalýðsfélaganna. Jafnframt ber að stefna að bættu samgöngu- kerfi á Suðurlandi. Ég lit á, að einstaklingurinn eigi skilyrðislaust að fá að njóta sin I islenzku þjóðfélagi, en ekki á kostnað heildarinnar. Einka- rekstur ber að taka fram yfir rikisrekstur, en stefna á að því, að verkafólk öðlist aukin völd i stjórn fyrirtækja. Erlingur K. Ævarr Jónsson Erlingur K. Ævarr Jónsson er fæddur 20. oktober 1932 i Reykja- vík, sonur hjónanna Gróu Jakobs- dóttur og Jóns Erlingssonar, vél- stjóra. Erlingur missti föður sinn með m.s. Heklu, þegar hún var skotin niður á strlösárunum, og ólst hann upp hjá móður sinni og fósturföður, Steini Einarssyni að Vatnagarði á Eyrarbakka. Ertingur stundaði nám i leir- kerasmföiog lauk prófi árið 1954. Hann lagði þó fyrir sigsjósókn og lauk skipstjórnarprófi árið 1964. Arin áöur en hann lauk skip- stjórnarprófi stundaöi hann al- menna sjósókn en eftir það hefur hann verið stýrimaöur og skip- stjóri á fiskiskipum og aöallega róið frá Eyrarbakka og Þorláks- höfn. Núna er hann skipstjóri á tslefifiIV, Ar66, sem hann á jafn- framt sjálfur ásamt öðrum. Erlingur á fjögur börn, kona PROFKJÖRSBLAÐ _ hans er Sigrlður Dagný ólafsdótt- ir frá Eyrarbakka. Erlingur hefur alist upp við sjó frá barnæsku og hefur því eðli- lcga mestan áhuga fyrir velgengni sjávarútvegsins. Telur hann aö þessi grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar hafi orðið útundan i þróun atvinnulifs á Suðurlandi. Þó má segja að átak hafi verið gert i þeim efnum meö hafnar- gerðinni i Þorlákshöfn. 1 fram- haldiaf þvi.ber brýna nauðsyn til að brUa ölfusárósa, ef Sunnlend- ingar i heild eiga að njóta góðs af höfninni. Við núverandi aðstæður hafa staðirnirá ströndinni austan ölfusár, Eyrarbakki og Stokks- eyri#nánast verið uppeldisstöðvar fólks, vegna þess að uppbygging atvinnuveganna er heft þar, og hagkvæmni hafnarinnar i Þor- lákshöfn nýtist ekki þessum stöð- um I hag, fyrr en með tilkomu brúarinnar. Má þaö furðu sæta að þingmenn Sunnlendinga hafa komist upp með að lita framhjá þessum stöð- um þótt þessi brú hafi verið á vegalögum i áratugi, — sumir þingmenn okkar Sunnlendinga virðast ekki vita að brúin er kom- in á vegalög og lýsir þaö áhuga þeirra fyrir velgengni þessara staða. ÚTSALA -ÚTSALA — ÚTSAL A —ÚTSALA 85 rúlli < ^ co Seljum næstu daga heilar og há gólfteppui <r á mjög hagstæðu verð < — 85 rúllur eru í b (J) l- Lítiö við í Litaveri / 1 í)^íi) O því þaö hefir ávallt iLilillil 1 borgað Sig Hreyfilshúsír Jr | ilfar rúllur af £ 1 — o lOÖÍ » iu# Grensásvegi 18 ÚTSALA -ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.