Alþýðublaðið - 09.09.1977, Page 1
FOSTUDAGUR 9. SEPTEMBER
tbl.
1977 — 58. árg.
Ef blaðið berst ekki
kvartið til
Alþýðublaðsins f
síma (91) 14900
AB mynd GEK
HRAUNGOS HAFIÐ
í MÝVATNSSVEIT
Virkjuraarsvæðið við Kröflu ekki í hættu
að svo stöddu. — Glóandi hraunleðjan
streymir úr kílómeters langri sprungu
Laust fyrir klukkan 18 i gær
hófst hraungos um tvo kiló-
metra fyrir noröan Leirhnjilk i
Myvatnssveit, um fjóra kiló-
metra noröan viö virkjunar-
svæöiö viö Kröflu. Hér er um
töluvert mikiö gos aö ræöa og
mun alvarlegra en gosiö i
nóvember 1975. Minna gos-
stöövarnar um margt á gosiö I
Heimaey fyrstu nóttina og vell-
ur glóandi hrauneöjan úr tæp-
lega kílómeters langri sprungu.
Blaöamenn Alþýöublaösins
flugu noröur, þegar eftir aö til-
kynnt haföi veriö um gosiö og -
voru þá meöfylgjandi myndir
teknar.
Gossprunganliggurfrá noröri
til suöurs. Um þaö bil 50 metra
háir hraunstrókar þeyttust i
loftiö og hrauniö rann greiölega
niöur slakka til norvesturs aö
mestu leyti, utan hvaö smá-
vægilegt rennsli var til austurs.
Nýja hrauniö viröist renna viö
og ofan á hrauninu sem
myndaöist i gosinu 1975.
jEkki yfirvofandi
hætta við Kröflu
Eins og ástandiö var i gær-
kvöldi virtist ekki vera yfir-
vofandi hætta á aö hrauniö
rynni i átt aö Kröfluvirkjun,
enda hefur hún ekki veriö rýmd
af starfsfólki. Hins vegar er
ómögulegt aö segja hvaöa
stefnu málin nyröra geta tekiö,
enda hafa myndast tveir geysi
kröftugir hverir sunnan viö
aöaleldstöövarnar, i sömu
sprungu, og spúöu þeir hvitu
þegar Alþýöublaösmenn komu á
staöinn, en sá litur var oröinn
nánast svartur þegar viö yfir-
gáfum eldstöövarnar. Nýja
hrauniö var i gærkvöld, laust
fyrir klukkan 20, oröiö á aö
gizka þrir ferkilómetrar aö
flatarmáli, en ekkert lát var á
straumnum úr sprungunni og
þvi vist aö þaö á eftir aö stækka
verulega.
Skjálftar laust
fyrir kl. 16
Þaö var laust fyrir klukkan 16
i gær aö fram kom á mælum
nyröra smákippahryna, sem
smástyrktistoguppúrkl. 17 var
oröiö ljóst, aöeitthvaö alvarlegt
var aö gerast. Þaö var svo laust
fyrir kl. 18 aö eldgos braust út
um tvo kilómetra noröur af
Leirhnjúk eins og áöur sagöi.
1 viötali viö útvarpiö i gær-
kvöldi sagöi Siguröur Þórarins-
son jaröfræöingur, aö gos þetta
væri dæmigert sprungugos,
kvikugos meö auöfljótandi
hrauni, og ómögulegt aö segja
til um framhaldiö.
Axel Björnsson jaröfræöingur
sagöi viö sama tækifæri, aö ekki
heföi veriö beinlinis búizt viö
gosi nyröra um þetta leyti. Hins
vegar heföi veriö búiö aö vara
viö þvi, aö eitthvaö myndi
áreiöanlega gerast i náinni
framtiö. Hvort þaö væri gos eða
ekki, hefði ektó veriö hægt aö
segja til um, en nú heföi sem
sagtkomið i ljós, aö þama heföi
veriö um gos aö ræöa. _hm
Sjá nánar bls. 2