Alþýðublaðið - 09.09.1977, Page 2
2
Föstudagur 9. september 1977 SKST
Hitaveita
Borgarfjardar
mun kosta
3,1 milljarð
Verói Deildartunguhver
virkjaður
Samkvæmt áætlun sem
verkfræöiskrifstofa Sig-
urðar Thoroddsen og
verkfræöiskrifstofan
Fjarhitun h.f. hafa gert,
mun virkjun Deiidar-
tunguhvers i Reykholts-
dal ásamt aðveituæð í
Borgarnes, Akranes og
Hvanneyri og dreifikerfi
um fyrrgreinda staði
kosta 3,1 milljarð króna.
Aætlun þessi miðast viö að
framkvæmdir hefjist strax á
næsta ári við aðveituæðina auk
þesssem lokiðyröi 25% af vinnu
við dreifikerfin. Árið eftir, eða
1979 yröi siöan lokið við aðveitu-
æðina, en samkvæmt áætluninni
yrði lagningu dreifikerfisins
lokið árið eftir.
Svo sem Alþýðublaðið hefur
skýrt frá hafa staðið yfir við-
ræður milli Hitaveitu Borgar-
fjarðar og eigenda Deildar-
tunguhvers, en samkomulag um
greiðslur fyrir afnot af hvernum
hefur ekki náðsl.
Kyrir nokkrum mánuöum
bauöst Hitaveitan til að kaupa
hverinn fyrir 20 milljónir króna,
en þvi tilboði var hafnað.
Siðan það tilboð var lagt fram
hefur aftur á móti náðst allgóð-
ur árangur af borunum eftir
heitu vatni i Bæjarsveit sem er
um 9 km. nær Borgarnesi en
Deildartunguhver. Ef i Ijós
kemur, að hægt verður að fá
nægjanlegt heitt vatn i Bæjar-
sveit muni þaö spara verulegar
upphæðir i lagningu aöveituæð-
ar.
Hefur t.d. verið reiknað út aö
ef það nægir að bora 4 fremur
grunnar holur, sem hver um sig
kosti um 15 millj. króna næmi
sparnaðurinn um 200 milljónum
króna.
Jarðfræðingar rannsaka um
þessar mundir fyrirhugað bor-
svæöi i Bæjarsveitinni og er von
á skýrslu frá þeim um mögu-
leika svæðisins siðar i haust.
Fæst þá væntanlega úr þvi skor-
ið hvort hér er um raunhæfan
valkost að ræða.
Er þá aöeins eftir að vita
hvort eigendur jarðhitasvæðis-
ins i Bæjarsveit, en það er
einnig i einkaeign, reynast
samningsliprari en sveitungar
þeirra i Reykholtsdal.
—GEK
VÍSIR
smáauglýsinqar
Allir þeir sem birta smáauglýsingu i VÍSI á meóan
sýningin Heimilió '77 stendur yfir, veróa sjálfkrafa
þátttakendur í smáauglýsingahappdrætti VÍSIS.
Vinningurinn - Philips litsjónvarpstæki - veróur
dreginnút 15-9 -77
Smáauglýsing i VÍSI er engin
sma
sími 86611
auglýsing
Skjálftavirkni færist sudur á bóginn:
Kísiliðjan rýmd
seint í gærkvöldi
— Sem stendur
teljum við ekki að
íbúar á Kröflusvæðinu
séu i neinni hættu, en
hins vegar höfum við
rétt i þessu látið stöðva
allar vélar Kisiliðj-
unnar og flutt mann-
skapinn á brott — sagði
Guðjón Petersen hjá
Almannavörnum
rikisins i samtali við
Alþýðublaðið um
klukkan 10:30 i gær-
kvöldi. Skömmu áður
hafði orðið vart auk-
innar skjálftatiðni i
Bjarnarflagi og var því
gripið til þess ráðs að
flytja starfsfólkið á
brott.
Sagði Guðjón að umhverfi
Kröfluvirkjunar virtist standa
betur af sér gagnvart þeim
jarðhræringum sem nú eiga sér
staö en Kísiliöjan.
Ekki var i gærkvöldi búiö að
takmarka umferð feröamanna
um gossvæðið, en til stóö að tak-
marka umferðum Bjarnarflag.
Þannig voru settir vaktmenn
sitthvorum megin við Bjarnar-
flag seint i gærkvöldi og áttu
þeir aö hamla gegn umferð
austur yfir flagið, en þeir sem
komnir voru austur yfir fengu
þó að fara aftur vestur yfir i
gærkvöldi undir eftirliti.
Ekki hafði orðið vart við
gliðnun i sprungum á svæðinu
og ekki var vitað til þessaö þrær
Kisiliðjunnar hefðu brostið.
—GEK