Alþýðublaðið - 09.09.1977, Side 4

Alþýðublaðið - 09.09.1977, Side 4
4 Föstudagur 9. september 1977 siKXr Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Kekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur I lausasöiu. Pólitíkin er að vilja— og sýna viljann í verki Formaður sænskra jaf naðarmanna, Olof Palme, er höfundur bók- ar, sem ber nafnið „Póli- tík er að vilja," og er það tekið úr einni af ræðum hans. Þegar þetta fyrsta skil- yrði er fyrir hendi, verð- ur hið næsta að sjálf sögðu að sýna vilj'ann í verki, ef meirihluti þjóðar hefur í kosningum veitt málinu samþykki sitt. Þessi sannindi rifjuðust upp fyrir nokkru, er for- menn allra fimm stjórn- málaflokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi, komu fram í sjónvarpi til að ræða um val frambjóð- enda. Ekki leyndist nein- um, að umræðuefnið var kosið vegna hinnar miklu umræðu, sem orðið hefur- um prófkjör Alþýðu- flokksins. Svo fórað von- um, að formennirnir ræddu einnig almennt um kosningar til þings og sveitastjórna, og hugsan- legar breytingar á þeim. Eitt meginatriði voru formennirnir allir sam- mála um. Þeir töldu, að æskilegt væri að gera kosningar hér á landi per- sónulegri, þannig að kjós- andinn fengi ekki aðeins að kjósa milli f lokkslista, heldur einnig að kjósa um menn. Fer ekki á milli mála, að þessi skoðun á miklu fylgi aö fagna meðal landsmanna, og er því skylda stjórnmála- flokkanna að sýna þann vilja i verki. Það er reynsla hér á landi, að breytingar á kosningaskipan verða aldrei nema flokkarnir taki saman höndum, ræði þau mál og tryggur meirihluti myndist um þá leið, sem farin er við breytingarnar. Ekki er hyggilegt að ætla stjórnarskrárnefnd að koma með tillögur um slík mál, hún hefur nógu margt annaðtil úrlausnar og nokkur dráttur á störf- um hennar virðist óhjá- kvæmilegur. Þar eð víðtækur vilji er fyrir hendi að leita breyt- inga á kosningaskipan í þá átt að gera hana per- sónulegri, og formenn allra flokka lýsa sig fylgjandi þeirri hug- mynd, er næst að sýna þennan vilja í verki. Væri eðlilegt að forsætisráð- herra, sem formaður stærsta stjórnmála- flokksins, boðaði alla flokkana til viðræðna um þetta mál, og þyrftu þær viðræður að hef jast þegar í þingbyrjun í þeirri von, að málið mætti afgreiða fyrir þinglok og þarmeð fyrir næstu kosningar. Ýmsar hugmyndir um persónulegra kjör eru með þeim hætti, að þær má ákveða í kosningalög- um, og dugir þá sam- þykki Alþingis einu sinni og breytingin tæki þegar gildi. Til eru hugmyndir, sem mundu krefjast breytingar á stjórnar- skrá, en þá þyrfti sam- þykki tveggja þinga með kosningum á milli. Yrði því að miða athuganir á breytingum nú í vetur við kosningalögin, en ekki við stjórnarskrárbreytingu. Vegna þeirrar reynslu, að slík mál verði að leysa með samkomulagi milli flokka, er lítið um frum- vörp einstakra þing- manna um slík atriði sem þetta. Hins vegar eru margar hjgmyndir til og hafa veriö settar fram á ýmsum vettvangi, enda eru til fyrirmyndir i ýms- um nágrannalöndum. Islenzkum stjórnmála- mönnum hættir oft til að festast í fenjum hinna erfiðu dægurmála og komast aldrei að hinum stærri málum, er varða sjálfa stjórnskipan og önnur grundvallaratriði. Núverandi ríkisstjórn hefur verið þessu marki brennd. Hún hefur lítið sinnt málefnum eins og kosningalögum, kosn- ingaskipan, starfsháttum Alþingis, umboðsmanni og f leirum, en hefur virzt önnum kafin við dægur- málin. Alþýðuflokkurinn flutti á síðasta þingi frumvörp um nokkur slik mál, og sýndu undirtektir og umræður, að veru- legur áhugi er á þeim í landinu. Lýðræðistil- finning fólks hefur farið ört vaxandi, og krafan um meiri og persónulegri áhrif á val þingmanna og annarra f orustumanna er sterk. Álit þjóðarinnar á Alþingi hefur minnkað hröðum skrefum og margt stuðlað að því, en sinnuleysi ríkisstjórnar- innar hefur valdið því að liðsmenn hennar hafa lagzt á öll slík mál á þingi og ekki tekið þau til alvarlegrar afgreiðslu í nefndum. Nefnd, sem á að skila frumvarpi um stjórnmálaf lokka, hefur verið starfslaus á annað misseri, enda þótt hún hafi lagt allgóðan grunn að skynsamlegri lausn málsins. Ríkisstjórnir og stjórn- málaflokkar geta ekki á varanlegri háttskipað sér sess í stjórnmálasögu þjóðarinnar en að gang- ast fyrir merkum breyt- ingum á skipulagi þjóð- félagsins og auka lýð- réttindi. Þess vegna ætti núverandi ríkisstjórn að taka til höndum og sinna þessum málum, þótt efnahagsmál og annað sé tímafrekt. Alþýðuf lokkurinn hef- ur lagt fram sinn skerf þingmála á þessu sviði og þannig sýnt áhuga og hugmyndir. En hann get- ur ekki hrundið þessum málum fram einn. Þess vegna beinir Alþýðublað- ið svo eindregnum áskor- unum til stjórnarflokk- anna að sýna nú skör- ungsskap á þessu sviði. Þjóðin biður. BGr OR YMSUM ATTUM Dagblaðið tveggja ára Dagblaöiö varö tveggja ára i gær. Af þvi tilefni haföi biaóió samband viö ýmsa borgara og spuröi þá álits á blaöinu. Kenn- ir þar margra grasa eins og viö má búast. Svavar Gestsson rit- stjóri Þjóöviljans segir meöal annars: „Dagblaöiö er á réttri leiö, er þaö losar sig alveg und- an áhrifum Sjálfstæöisflokksins og peningavaldsins. Dagblaöiö hefur haft jákvæð áhrif á ís- lenzka blaöamennsku, þaö er á önnur dagblöð, og sum þeirra standa nú Dagblaöinu fyllilega á sporöi, og þvi hefur Dagblaöiö ekki lengur þá sérstööu, sem þaö haföi á fyrstu mánuöum til- veru sinnar.” Til þess aö jafna metin bætir Svavar viö hinni hliöinni, sem sé: „Dagblaöiö er hins vegar á rangri leiö, ef þaö hampar áfram æsifréttum, smáborgaralegum „glistrup- isma” og ofurmennadýrkun Jónasar Kristjánssonar.” Benedikt Gröndal formaður Alþýöuflokksins segir, aö sú nýja og frjálsa blaöamennska, sem siödegisblööin hafa sýnt, sé til margvislegra bóta, enda sé frjáls blaðamennska þjóöinni nauösynleg. Olafur Ragnarsson ritstjóri Vísis segir: „Frá sjónarhóli okkar sem stöndum aö útgáfu Vísis.er Dagblaöiö á réttri leiö. Magnús Torfi og Halldór E. Sigurösson eru nokkum vegin sammála um aö Dagblaöiö sé ekki á réttri leiö, en Hannibal Valdimarsson, sú gamla kempa segir: „Dagblaöiö er hressilegt á hverjum degi og ég set mig ekki úr f æri aö ná i blaöiö svo oft sem ég get.” Að lokum segir Jón Helgason ritstjóri Timans: „Dagblaöiö hefur birt greinar manna, er túlka skoðanir, sem eru á önd- veröum meiöi viö þaö sjálft og ráöamenn þess. Þar nýtur það sérstööu sinnar og hefur stigiö spor i rétta átt. Aftur á móti finnst mér þaö alloft bera meiri keim sölumennsku en hollt er og stundum hefur þaö fariö út fyrir siöleg mörk.” Almennur áhugi fólks á prófkosningum Nú um helgina fara fram fyrstu prófkosningar Alþýöu- flokksins vegna alþingsiskosn- inganna, sem fram eiga aö fara aö ári. Kosningarnar um helg- ina eru i Suöurlandskjördæmi þar sem fimm menn eru í kjöri i þrjú efstu sæti listans. Siöan munu hverjar kosningarnar reka aörar. i 1 leiöara Visis er vikiö aö prófkjöri Alþýöuflokksins Þar segir á þessa leiö: AB undanförnu hefur mikiö veriö rætt um prófkjör Alþýöu- flokksins og hafa þau oröiö and- stæðingum flokksins efni til árása í hefðbundnum stíl. Sann- leikurinn er sá, að Alþýöuflokk- urinn hefur tekiö forystu í þessu efni. Og engum vafa er undir- orpiö, aö þessi háttur á vali frambjóöenda er til styrktar stjórnarskrárbundnu lýöræöi. Sjálfstæöisfokkurinn hefur viöhaft opiö prófkjör af þessu tagi i Reykjavik, en ekki sett þar um fastar reglur. Alþýöu- flokkurinn hefur á hinn bóginn haft frumkvæöi aö þvi aö setja ákveönar bindandi reglur um þetta efni, er taka til framboöa i öllum kjördæmum. Alþýðu- flokksmenn eiga hrós skilið fyr- ir aö hafa gengiö lengra á þess- ari braut en aörir flokkar. Einstök framboösvandamál, sem upp hafa komiö i Alþýöu- flokknum upp á siðkastiö og einkum snerta forystumenn flokksins, koma grundvallar- hugmyndunum, sem liggja að baki prófkjörunum, ekkert viö aö ööru leyti en þvi, að þau veröa leyst á lýöræöislegri hátt en ella. Framboðsvandamál Al- þýöuflokksins lýsa þvi i raun og veru kostum þess kerfis, sem flokkurinn hefur tekiö upp. Greinilegt er, að vaxandi áhugi er nú fyrir persónubundn- ari kosningum en gildandi kjör- dæmaskipan og kosningalöggjöf gera ráö fyrir. Prófkjörin eru ákveöin lausn á þvi vandamáli. Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæöisflokkurinn eru einu stjórnmálasamtökin , sem kom- iö hafa til móts við óskir kjós- enda meö opnum prófkjörum. Þó aö kosningar snúist fyrst ogfremstum stiórnmálastefnur horfir þaö ótvírætt tii aukins lýöræðis aö gefa kjósendum kost á að velja þá menn, sem fylgja eiga málefnunum fram. Gagnrýnin á prófkjörin er þvi andlýöræðisleg.'1 —BJ. V

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.