Alþýðublaðið - 09.09.1977, Page 9
jSSSSö’ Föstudagur 9. september 1977
9
Ný framhaldssaga
Ást og oflæti
eftir: Ernst Klein
Þýdandi: Ingibjörg Jónsdóttir
Wood ætlaöi henni aö setjast á
legubekkinn, en hún benti honum
aö setjast hjá sér og Sperazzi dró
stól sinn að bekknum.
— Humm.... hér er ég eins og
mús milli tveggja katta, hugsaöi
Wood.
Máltiöin var hin veglegasta frá
upphafi til enda. Vinin góö og
madame töfrandi, en Wood haföi
gætur á sér og drakk ekki nema i
hófi.
— Viðskifti eru viöskifti, sagöi
Wood, þegar hann haföi tæmt siö-
asta staupið. — Ég held, að hinn
hugvitsamlegi Utbúnaöur á spila-
boröinu ykkar þoli smáskatt.
Það sást ekkert á madame
Leoniu.
— Nú, nú, sagöi hún hæönis-
lega. —Aldreikom mér tilhugar,
aö hægt væri að skattleggja slikt,
en haldið bara áfram, herra
minn.
— 1 spilasalnum er kúluspil ,
sem hefur veriö „lagfært” litiö
eitt. Ég sá með eigin augum, að
vogarstöng liggur undir gólf-
ábreiðunni að fæti bankamanns-
ins. Þessi vogarstöng liggur upp
um ein boröfótinn og lyftir smá-
plötu, sem lætur kúluna falla á
það númer, sem bankamaöurinn
vill aö hún lendi á. Auðvitaö er
það númerið, sem minnst er lagt
á. Það liggur i augum uppi.
— útbúnaöurinn er góöur, en
það þarf leikni til aö stjórna hon-
um, sagði Leonia.
— Þvitrúiég vel. Þaö væri dýrt
spaug, ef bankahaldarinn stigi
rangt a stöngina og hæstu upp-
hæðirnar kæmu alltaf upp.
,,Já, þaö er bæði áhætta og
kostnaöarsamt að nota slikt tæki,
hr. Wood. Svo er þaö nú lögregl-
an, sem vill hafa sitt fyrir aö
fylgjast gaumgæfilega meö fyrir-
tækjunum og sjá um aö allt sé i
sómanum. Ég hef ekki enn borg-
aö fötin min frá Paris i fyrra.
— Auövitaö flækir þetta máliö,
sagöi James Wood kuldalega, þvi
aö jafnfögur kona og þér veröiö
aö vera vel klædd. Þess vegna
ætla ég ekki að fara fram á nema
tvö þúsund pund. Annars ætlaöi
ég aö nefna helmingi hærri upp-
hæö.
AristedesSperazzitökk á fætur,
en madama Leonia bandaði til
hans og benti honum valdsmann-
lega aö setjast.
— Þetta er heldur mikið, en viö
getum kannski rætt máliö?
Hún sá aöeins kaldan ósetning i
augum hans. Hann vildi fá þessi
tvö þúsund pund og ekki einum
skildingi minna.
— Þér eruð aödáunarverð,
madama, sagöi Wood, ef ég væri
ekki svona illa staddur tæki ég viö
þessum tvö þúsund pundum, sem
hann bróðir yöar neyöist til aö
greiöa mér,hvort sem honum lik-
ar betur eöa verr, og borgaöi
fatareikninga yöar og eyddi svo
afgangnum i skemmtunum með
yöur, en þvi miður er ég illa
staddur.
Nú stóöst bróöirinn ekki lengur
mátiö og hreytti nokkrum oröum
Útvarp
Föstudagur
9. september
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
.14.30 Miðdegissagan: „trlfhildur”
eftir HugrúnuHöfundur les (8).
15.00 Miðdegistónleikar Hans-
Werner Watzig og Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins i Berlin
leika öbókonsert eftir Richard
Strauss: Heinz Rögner stjórn-
ar. Sinfóniuhl jómsveit
Lundúna leikur „England á
dögum Elisabetar drottning-
ar”, myndrænt tónverk i þrem-
ur þáttum eftir Vaughan
Williams: André Previn stjórn-
ar.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 Frakklandsferö í fyrra-
haust. Gisli Vagnsson bóndi á
Mýrum i Dýrafirði segir frá.
Óskar Ingimarsson les (3).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 tir atvinnulifinu Magnús
Magnússon og Vilhjálmur
Egilsson viöskiptafræðingar
sjá um þéttinn.
20.00 „Myndir á sýningu”, tón-
verk eftir Módest Mússorgský
Viktor Jereskó leikur á pianó.
20.30 Svipastum á SuöurlandiJón
R. Hjálmarsson fræöslustjóri
talar viö Gest Guðmundsson i
Vinaminni i Hrunamanna-
hreppi.
21.00 Strengjakvintett I a-moil
eftir Francois Joseph Fetis
Louis Logie vióluleikari og
Bruxelles-kvartettinn leika.
21.30 trtvarpssagan: „Vikursam-
félagið” eftir Guölaug Arason
Sverrir Hólmarsson les (3).
22.00 Frettir
22.15 Veöurfregnir. Kvöldsagan:
„Dægradvöl” eftir Benedikt
GröndalFlosi Ölafsson leikari
les (3).
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjórivarp
9.
Föstudagur
september 1977
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Prúðu leikararnir (L)
Gestur Prúðu leikaranna i
þessum þætti er kvikmynda-
leikarinn Vincent Price. Þýð-
andi Þrándur Thoroddsep.
20.55 Vigbúnaðarkapphlaupið i
veröldinni Umræðuþáttur.
Stjórnandi Gunnar G. Schram.
21.45 örlög ráða (Le grand jeu)
Frönsk biómynd frá árinu 1934.
Leikstjóri Jacques Feyder.
Aðalhlutverk Marie Bell, P.R.
Wilm, Francois Rogay og
Charles Vanel. Pierré Martel
eroröinn gjaldþrota vegna ást-
konu sinnar, en fjölskylda hans
greiðir skuldir hans með þvi
skilyrði, að hann hverfi úr
landi. Hann fer til Marokkó og
gengur i útlendingahersveitina.
Þýðandi Ragna Ragnars.
23.20 Dagskrárlok
á spönsku til systur sinnar.
James Wood hellti hiröuleysis-
lega kaffi i bollan sinn og sagöi
velvildarlega:
— Nei,nei,Sperazzi! Þér sækiö
þóekki vin minn Ibrahim og biöj-
iö hannum aö mola á mér kollinn.
Tyrkinn glennti illilega upp
augun og spuröi: — Kunniö þér
lika spönsku? Þér eruö skrattinn
sjálfur!
— Já, og má ég minna yöur á,
að jafnvel nærvist svo fagurrar
konukemurekkii veg fyrir, aö ég
framkvæmi hótunina, sem ég
hafði viö yöur fyrst, ef þér eruö
meö einhver undanbrögö. Fyrst
ætlaði ég að heimta f jögur þúsund
pund, en Sperazzi vissi vel, hvaö
'hann geröi, þegar hann kvaddi
yöur til hjálpar. Aö visu læt
ég mér ekki nægja minna en
fjögur þúsund, en ég dreg
tvö þúsund frá fyrir þá miklu
ánægju, sem ég hef haft af að
snæöa meö yöur hér. Ég vona,
að þér skiljiö þaö, madame, aö
maður, sem sá ekkert nema
dauöann blasa viö sér fyrir
skömmu, getur ekki breyttgöfug-
mannlegar. Ég viröi alltlif mitt á
tvö þúsund pund, en eina stund
með yður jafnháu veröi.
Hún horfði leng á hann. Kynleg-
ir og óskiljanlegir glampar voru i
augum hennarogbros hennar var
honum ráðgáta.
— Ef ég borga yður nú,” sagði
hún.
Sperazzisprattá fæturog rang-
hvolfdi augunum.
— Seztu, sagði hún skipandi og
leit ekki af Wood.
— Þú ert bandvitlaus, tautaöi
Tyrkinn.
— Seztu!
Hann hlýddi og settist tautandi
og kjökrandi meö sjálfum sér.
„Þér eruö ekki búinn aö svara,
sagöi hún. — Hvaö ef ég borga?
— Þá lofa ég....
— Það vissi ég, sagöi hún bros-
andi. — égáttiviö allt annaö.Tvö
þúsund pund eru of há greiðsla
fyrir klukkustund meö mér. Viö
þörfnumst manns eins og yöar.
James Wood brosti kuldalega.
— Ætliég kynni á áhaldið undir
borðinu?
— Nei, viö höfum ekki efni á
bankahaldara, sem kostar tvö
þúsund pund. Viö þörfnumst
manns meö aðra hæfileika. Hvaö
segir þér viö þvi? — Hvað græöi
ég á þessu?
— Þetta er ekki hættulaust, en
vel borgaö. Hvaö segiö þér?
— Ég hef sett mér viss siðferði-
legtakmörk, sem yður finnstef til
vill of gamaldags, en viö þvi er
ekkert hægt að gera.
Leonia brosti og teygði úr sér.
— Farðu inn á skrifstofuna og
sæktu peningana, Aristides.
Maöurinn brosti eins og hún og
fór.
James Wood reis seinlega á
fætur. Hvaö voru þau nú að
brugga? Jæja, hann fengi
fljótlega að vita þaö.
Hann gekk til madömmunnar
og snart flauelsmjúkt hörund
hennar.enhún skauztundan lipur
sem kettlingur og hló háðslega.
Vaxandi eimvagna-
iðnaður í Kfna
A sumum helstu járnbrautum
i Kina renna nú dieselknúnir
dráttarvagnar af ýmsum gerð-
um — allir framleiddir innan-
lands. Þessir vagnar ásamt raf-
knúnum dráttarvögnum kin-
verskum að uppruna eru nú að
leysa af hólmi gufuknúna vagna
á kinversku járnbrautunum.
Flestar járnbrautir i Kina
fyrir frelsunina voru lagðar fyr-
ir erlent fé og gegndu þvi hlut-
verki að dæla burt kinverskum
auði fyrir imperialisku veldin. I
þá daga voru engar vélar i
dráttarvagna framleiddar i
Kina, sem átti aðeins illa búnar
smiðjur til viðgerða á eimvögn-
um. Landið var þá háð innlfutn-
ingi á vélum i dráttarvagna svo
og á varahlutum og efni til við-
gerða.
Þegar járnbrautaflutningar
fóru að verða æ mikilvægari
þáttur i sósialskri uppbyggingu,
lagði rikisstjórn alþýðunnar
mikla áherslu á lagningu járn-
brauta og byggingu verksmiðja
til framleiðslu á eimvögnum.
Miklar ráðstafanir voru einnig
gerðar til að endurnýja tækja-
kost þeirra viðgerðasmiðja, er
fyrir voru, og vinna var hafin
við að byggja gufuknúna drátt-
arvagna innanlands. Eftir svo
skamman tima sem tæpan ára-
tug var Kina farið að framleiða
nærri allar guíuvélar, sem þörf
var fyrir á kinverskum járn-
brautum. Var það að þakka
endurnýjun gamalla viðgeröa-
smiðja fyrir eimvagna og bygg-
ingu nýrra verksmiðja til fram-
leiðslu á vagnakosti.
Kina hóf að gera áætlun um
framleiðslu á dieselhreyflum og
rafmagnshreyflum eftir eigin
hönnun árið 1958, ár stóra
stökksins áfram. Verkamenn og
tælknilið i eimvagnaverksmiðj-
unum lærðu til verks i starfinu
sjálfu,og eftir óteljandi tilraun-
ir smiðuðu þeir tæknibúnaðinn
og öfluöu sér reynslu i að fram-
leiða ýmsar gerðir af diesel-
hreyflum og rafmagnshreyflum
frá 600 til 2000 hestafla til fólks-
og vöruflutninga.
Framleiðslan á dieselhreyfl-
um fjórfaldaðist á áratugnum,
sem endaði 1975, þegar fram-
leiddir voru eimvagnar 5.000 til
6.000 hestafla.
Jafnframt þvi að reisa nokkr-
ar nýtisku verksmiðjur til fram-
leiðslu á dieseldráttarvögnum
og vélahlutum nýtti Kina til
fullnustu afkastagetu gömlu
smiðjanna, með þvi að taka upp
tæknilegar nýjungar og nýja
tæknifræði i stórum stil. Þar af
leiðir, að gömlu smiðjurnar,
sem áður önnuðust viðgerðir og
smiði gufuknúinna dráttar-
vagna, eru orðnar framleiðslu-
stöðvar fyrir diesel- og raf-
knúna dráttarvagna. Dæmi um
þaðer vagnaverksmiðjan i Tali-
en, stofnuð fyrir 75 árum sem
viðgerðasmiðja fyrir dráttar-
vagna. Þessi verksmiðja, sem
byrjaði á þvi að smiða gufuvél-
ar og farþegavagna 1954, fram-
leiddi 2.000 hestafla diesel-
hreyfla 11 árum seinna.
Tungfeng (Austanvindurinn),
4.000 hestafla dráttarvagn, sem
Talien verksmiðjan hefur fram-
leitt siðan 1973, er ein af f jórum
nýjum gerðum, sem nú eru i
notkun á helstu járnbrautarleið-
um Kina.
Þegar Talein- verksmiðjan
byrjaði að framleiða Tungfeng-
dráttarvagninn, átti hún viö
fjölmarga erfiðleika að etja. Til
dæmis var ekki hægt að nota hin
venjulegu verkfæri til að bora
hin um það bil 500 hárnákvæmu
göt af ýmsum stærðum á hina
fimm fleti á hreyfilsblokkinni.
En að áeggjan verksmiðju-
stjórnarinnar tókst verkamönn-
um og tæknifræöingum i sam-
starfi við rannsóknardeildir ut-
an verksmiðjunnar að hanna
eftir 16 mánaða þrotlausa vinnu
sérsmiðað, tólustýrt verkbekk
til að vinna verkið. Hin um það
bil 200 lesta og 25 metra háa vél
gat borað öll götin i hreyfils-
blokkinni i einni lotu.
Með þvi að taka i notkun ekki
færri en 10.000 tækninýjungar
hafa verkamennirnir i Tali-
en-verksmiðjunni endursmiöaö
eða byggt siðan 1970 1.600 vélar.
Við þetta starf hefur fjöldi rann-
sóknarmanna og tæknifræðinga
hlotið þjálfun i að hanna, byggja
og gera við diesel- og rafmagns-
hreyfla.
(Frá Sendiráði Kina i Reykja-
vik.)
Auglýsingasími
blaðsins er 14906