Alþýðublaðið - 09.09.1977, Page 12

Alþýðublaðið - 09.09.1977, Page 12
alþýðu- blaóiö tJtgefandi Alþýðuflokkurinn Kitstjórn Alþýðublaösins er aö Sfðumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977 _______ J Lyfjanotkun íþróttamanna: Er hún þess virdi? Hér á landi eru til iþróttamenn, sem taka lyf sem getur haft sjúk- leg áhrif á beingerð og verkað rýrnandi á eista- vef, svo eitthvaö sé nef nt. Þetta kemur fram í at- hyglisverðri grein eftir Ásmund Brekkan, yfir- lækni Röntgendeildar Borgarspítalans, sem birtist í Morgunblaðinu i gær. t greininni segist hann nýlega hafa haft til rannsóknar ungan mann, sem stendur framarlega f einni þeirra iþróttagreina sem útheimta mikla likamsburöi. Röntgenmyndir gáfu til kynna að verið gæti um alvarlega truflun á stýringu beinmyndun- ar i likamanum aö ræöa. Þessi ungi iþróttamaður hefur tekið inn lyf, sem á að örva vöðva- uppbyggingu likamans, lyf sem nefnist anabol steroida, en lyfið er að sögn Asmundar mjög sterkt og afbrigðilegt hormóna- lyf. Asmundur bendir á nokkrar staöreyndir i sambandi viö hor- mónalyf af þessari gerð, segir m.a. að slik hormónalyf séu ein- göngu ætluð til meðferöar á rýrnunar- og hrörnunarsjúk- dómum og I einstökum tilfellum sem viðbótarmeðferð við krabbameinssjúkdóma. Séu lyf þessi gefin fullfrlsku fólki i stórum skömmtum, valda þau talsveröum ofvexti i vööv- um, en viðhald þessa ofvaxtar erlikamanum ákaflega erfitt og nánast ofviöa, öðruvisi en gengið sé á aöra varasjóði, sem getur valdiö t.d. sjúklegum áhrifum á beinagerð, eins og fyrr var get- iö. Hinir nýbyggðu vöðvar hverfa fljótlega, ef einstaklingur hættir aö nota lyfin og i staö vööva- frumanna kemur fitufruma og vöðvarnir geta þannig á skömmum tima breytzt i óhollt og sjúklegt fituhvap. Jafnframt geta lyf þessi verk- að rýrnandi á eistavef. Iþróttamenn? Hér að framan voru aðeins dregin út fáein atriði úr grein Asmundar. Ljóst er þó hvað lyf sem þessi geta veriö hættuleg, sé þeirra neytt i óhófi. Stera-lyf, eins og talað var um hér að framan eru bannvörur á öllum stórum mótum erlendis en þó er það talið fullvist, aö fjöldamargir af frægustu lyft- ingarmönnum og þátttakend- um i kastgreinum og öörum kraftiþróttum neyti þessara lyfja ótæpilega. Samkeppnin er mikil i iþróttunum en framför- um mannslikamans eru tak- mörk sett. Þegar menn hætta að bæta metin, þá verður að gripa til einhverra aögeröa. Stangar- stökksmenn fóru að nota nýjar og betri stangir, sundmenn setja öldukljúfa á laugarbakka sina og salt i vatniö, allt til að bæta árangurinn. Kraftiþrótta- menn hafa margir hverjir grip- ið til lyfja notkunar til að bæta sinn árangur. Er þetta rétt stefna? Er frá- bær árangur svo mikils virði, að hægt sé aö leggja allt i sölurnar fyrir hann? Iþróttafólk, sem er aö leggja út á þá vafasömu braut aö bæta árangur sinn meö hormónalyfj- um gerir sér ef til vill ekki glögga grein fyrir þeim hættum, sem þessari lyfjanotkun fylgir. Það ætti aö hugsa sig tvisvar um, verðið fyrir nokkra senti- metra eða nokkur kiló gæti orðið eyðilegging bæði likama og sál- ar er fram i sækir. Þá er oröiö litið eftir af gamla, góöa markmiöinu meö stundun iþrótta: „Heilbrigð sál i hraustum lik- ama”. —ATA Fimm gefa kost á sér í Reykjavík Framboösf restur til prjófkjörs Alþýðuflokks- ins við næstu borgar- stjórnarkosningar á vori komanda rann út á mið- V nætti 7. þessa mánaðar. Fimm framboð komu fram, þar af þrjú í 1. sæti á væntanlegum lista og tvö í annað sæti. Þeir sem gefa kost á sér eru þessir: Björgvin Guömundsson, skrifstofustjón i 1. sæti, dr. Bragi Jósepsson, uppeldisfræö- ingur i 1. sæti, Eyjólfur Sigúrðs- son, prentari, i 1. sæti, Elias Kristjánsson, mælingamaður i 2. sæti og Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir, kennari i 2. sæti. Prjófkjörið fer fram dagana 1. og 2. október næstkomandi, og geta allir tekiö þátt i þvi, sem ekki eru flokksbundnir i öörum flokkum en Alþýöuflokknum og hafa náð 18 ara aldri. GUÐMUNDUR GEFUR KOST ÁSÉR í FYRSTA SÆTI f prófkjöri á Vesturlandi é Alþýðublaðið hefur fregnað, að Guðmund- ur Vésteinsson bæjar- fulltrúi á Akranesi hafi ákveðið að gefa kost á sér við prófkjör um frambjóðendur Al- þýðuflokksins á Vest- urlandi við næstu alþingiskosningar. Kjördæmisráö flokksins á Vesturlandi kemur saman til fundar 1. október næstkomandi til að fjalla um prófkjörsmálin og fleira, og verður þá væntan- lega tekin frekari ákvörðum um prófkjör. Framboðsfrestur og önnur tilhögun hefur ekki verið ákveðin enn. Hins vegar er ljóst að undirbúningur allur getur tekið á annan mánuð, þannig að ljóst má vera að prófkjör fer varla fram fyrr en undir lok nóvembermánaðar. Benedikt Gröndal, formaður Aiþýðuflokksins, sem verið hefur i efsta sæti á Vesturlandi og þingmaður kjördæmisins, hefur ákveðiö að gefa kost á sér I fyrsta sæti á lista Alþýðu- flokksins I Reykjavík við prófkjör þar. —hm Lengsta málverk á íslandi Listmálarinn L. Alcopley var við vinnu sina í kjallara Kjarvals- staða þegar blaðamenn AB litu þar inn í gær. „Það sem er sérstakt við þetta málverk," sagði Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri List- ráðs, er að þetta mun vera lengsta málverk, sem málað hefur verið á islandi, alls 25 metrar á lengd." Alcopley sagði, að í þessari mynd vildi hann túlka hreyfingu. Myndin er máluð á hvitan striga, og liturinn er aðeins einn — svart, ef lit má kalla. Listamaðurinn vildi þó taka fram, að myndin væri alls ekki f ullbúin, og til þessa hefðu engir ruðst inn í kjallara til að lita á sköpunina utan blaðamenn AB.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.