Alþýðublaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 2. október 1977 æ&r
_ ■ —
Otgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i
lausasölu.
íslenzkur iðnaður
Óhætt er að f ullyrða, að
íslenzkur iðnaður sé
vaxtarbroddur íslenzks
atvinnulífs.Með því er átt
við stóriðnað á Islandi
fyrst og fremst, þótt
hann sé hagkvæmur og
sjálfsagður innan vissra
marka til þess að hagnýta
aðra mestu auðlind
þjóðarinnar, orkuna í
fallvötnum og jarð-
varma. Vaxtarskilyrði
iðnaðarins eru ekki síður
fólgin í skilyrðum til
margs konar meðalstórs
iðnaðar og smáiðnaðar,
bæði vegna góðra skil-
yrða til orkuöflunar og
ekki síður vegna vel
menntaðs vinnuafls. Sem
betur fer hefur íslenzkur
iðnaður einnig tekið ótrú-
legum framförum á
undanförnum árum. Um
það ber t.d. sú víðtæka
iðnkynning, sem fram
hef ur farið undanfarið ár
og er nú að Ijúka í höfuð-
borginni, Ijósast vitni. Á
mörgum sviðum er sá
iðnvarningur, sem t.d. er
sýndur í Laugardalshöll
f ramúrskarandi
framleiðsla og fyllilega
sambærileg við það, sem
bezt gerist með stærri
þjóðum.
Hinu er ekki að leyna,
að enn skortir á, að
iðnaður njóti þess skiln-
ings og stuðnings af hálf u
stjórnvalda, sem eðli-
legur væri og nauðsyn-
legur er. Auðvitað er
sjávarútvegur aðal-
atvinnuvegur (slendinga
og hlýtur að verða það
áfram, vegna þess að
hann hagnýtir aðal-
auðlind þjóðarinnar,
fiskimiðin umhverfis
landið, þá auðlind, sem
við höfum fyrst og
fremst umfram aðrar
þjóðir. Þess vegna á
sjávarútvegur að geta
verið arðbærasti atvinnu-
vegur (slendinga, eins og
hann hefur raunar verið
alla þessa öld. En það
réttlætir að sjálfsögðu
ekki, að anað sé áfram í
blindni hvað snertir f jár-
festingu í þessum
atvinnuvegi. Tvö ár eru
nú orðin síðan sér-
fræðingar, sem störfuðu
á vegum Rannsóknarráðs
ríkisins, bentu á það, að
f iskiskipaf loti
þjóðarinnar væri orðinn
helmingi stærri en þyrfti
til þess að veiða það f isk-
magn, sem veiðst hefði
árið á undan. Þeir töldu
útgerðarkostnað vegna
þess, að botnfiskflotinn
væri of stór nemaalltað 7
milljörðum króna árlega
umfram það, sem vera
þyrfti. Afkastagetu fisk-
vinnslustöðvanna töldu
þeir einnig mun meiri en
nauðsynlegt væri til þess
að vinna úr þeim afla,
sem veiddur væri. Þeir
bentu ennfremur á, að á
árunum 1962-1974 hafi
verðmæti aflans aðeins
verið um 30%. Á árinu
1974 haf i hver króna, sem
varið haf i veriðtil þess að
kaupa fiskiskip, gefið af
sér 55% af því, sem hún
hefði gert 1962.
Getur nú nokkrum í
alvöru blandazt hugur
um, að því geysimikla
fjármagni, sem offjár-
fest hefur verið í
islenzkum sjávarútvegi á
undanförnum árum,
miðað við aflaskilyrði,
hefði verið betur varið til
uppbyggingar nýs
iðnaðar í landinu? Hér
hafa átt sér stað örlaga-
rík mistök, sem eru
veigamikill þáttur þess,
að lífskjör eru hér ekki
eins góð og þau gætu
verið og hafa dregizt
aftur úr lífskjörum
nágrannaþjóða.
Umf ramf járfestingin í
sjávarútveginum og sú
erlenda skuldasöfnun,
sem hún hefur leitt til,
skila ekki þeim arði, sem
þetta sama f é hefði getað
skilað, ef því hefði verið
varið til uppbyggingar á
nýjum íslenzkum iðnaði
og eflingar þeim, sem
fyrir er.
Þó má segja að fyrst
kasti tólfunum, þegar
litið er til þess, sem gerzt
hefur á sviði land-
búnaðarmálanna. Um
fjárfestinguna í
sjávarútveginum má þó
alltaf segja, að þótt hún
skili ekki arði í bráð,
muni hún gera það,
þegar fram í sækir. En
f járfestingu í landbúnaði
hefur enn verið haldið
áfram og hún aukin í
sífellu, þótt fyrir löngu
hafi verið orðið augljóst,
að umframframleiðslu
fyrir innlendan markað
hafi verið orðið að ræða
og að árum saman hafi
þurft að flytja umfram-
leiðsluna á erlendan
markað fyrir helming og
allt niður í þriðjung
framleiðslukostnaðar.
Aukning fjárfestingar í
slíkri framleiðslu og
áframhaldandi
f ramleiðsluaukning á
þessu sviði getur ekki
orðið annað en þungur
baggi á þjóðarheildinni.
Þeir, sem ekki verða
alvarlega hugsi, þegar
útf lutningsbætur á
útfluttar landbúnaðar-
vörur eru komnar hátt á
þriðja milljarð króna á
ári, eru hættir að hugsa
um þjóðarhag. Hvaða
heilbrigt hugsandi maður
sér ekki, hversu miklu
betur því fé hefði verið
varið til uppbyggingar
iðnaðar í landinu, sem í
reynd hefur verið varið
til aukinnar landbúnaðar-
framleiðslu, þegar greiða
þarf erlendum
neytendum fyrir að
kaupa hana?
íslenzkur iðnaður hefur
verið sniðgenginn með
þeim hætti, að f jármagni,
sem réttilega hefði átt að
verja til uppbyggingar
hans, hefur verið varið
ranglega til óarðbærra
framkvæmda i öðrum
atvinnugreinum. Og
iðrráðurinn þarf ekki ein-
göngu f jármagn til nýrra
framkvæmda. Hann á
einnig eðlilega kröfu á
aðstoð við öflun tækni-
þekkingar og bættrar
markaðsaðstöðu, þar eð
hér er um að ræða
kostnað, sem ekki er hægt
að búast við að einstök
fyrirtæki hafi efni á að
stofna til, heldur
þjóðfélagiö í heild á að
standa undir. Ef
iðnaðurinn fengi til
umráða svo sem þriðjung
þeirrar upphæðar, sem
varið er í ár til út-
f lutningsuppbóta vegna
landbúnaðarins, hvern
arð skyldi ekki slíkt fé
geta borið á næstu árum?
Kosningaskrifstofa
í allsherjaratkvæðagreiðslum um tillögu
sáttanefndar verður í
TJARNARBÚÐ, VONARSTRÆTl 10
Opið frá ki. 13 á sunnudag og mánudag.
Þar verður bækistöð fyrir: Öil félög ríkisstarfsmanna
Heildarkjörskrá rikisstarfsmanna fyrir allt landið. Kjörskrársimi er 26688 Almennir upplýsingasimar: 26527, 26539 og 26575.
Sum félögin hafa auk þess starfsemi á skrifstofum slnum báða kjördagana. Starfsmannafélag Reykjavikurborgar hefur
skrifstofu i Tjarnargötu 12. — Kosning i Reykjavik fer fram I Miðbæjarskölanum.
— Kjósið fyrri daginn —
Bandarískur
prófessor held-
ur fyrirlestur:
Áhrif trúar
og hjátrúar
á sagnir
„Ahrif trúar og hjdtrúar á
sagnir” nefnist fyrirlestur sem
prófessor Linda Dégh frá Þjöð-
fræðistofnun háskólans I Indiana I
Bandarikjunum heldur I stofu 301
i Háskóla Islands þriðjudaginn 4.
október kl. 17.15. Fyrirlesturinn
verður fluttur á ensku og er öllum
heimill aðgangur. Prófessor
Linda Dégh kemur hingað til
lands fyrir tilstilli Norrænu þjóð-
fræðistofnunarinnar, en fyrirlest-
urinn heldur hún i boöi heim-
spekideildar Háskóla íslands.
— ES