Alþýðublaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER
208. TBL. — 1977- 58. ÁRG.
i. •. I
Ef bladið berst ekki
kvartid til
Alþýdubladsins f
síma (91) 14900
Ef til verkfalls BSRB kemur:
Enginn ellilff-
evrir greiddurl
Þegar og ef til verkfalls
opinberra starfsmanna
kemur 11. þessa mánaðar,
munu hátt á annað þúsund
manns starfa á undan-
þágum við öryggismál og
heilsugæzlu. Slíkt má
raunar teljast eðlilegt#
miðað við aðstæður og
varla , unnt annað en að
verða við beiðnum um slik-
ar undanþágur.
En einn er sá hópur i þjóhfélag-
inu sem hefur algerlega oröið út-
undan i niðurröðun þessara
undanþága. Ellilifeyrisþegar
munu ekki fá greiddan ellilífeyri
sinn þennnan mánuð, og mun þá
mála sannast að þar sé hópur
sem sannarlega er ekki ofsæll af
þvi sem hann fær til lifsviður-
væris mánaðarlega.
Þegar Alþýðublaðið kannaði
það i gær, hvort undanþágur yrðu
veittar til að greiða ellilifeyris-
þegum lifeyri sinn 15. þessa mán-
aðar, en þá er greiðsludagur, kom
i ljós, að ekkert haföi verið hugs-
að fyrir þörfum þessa hóps. Hjá
Tryggingastofnun ríkisins feng-
ust þau svör að um þessar
greiðslur væri ekkert vitað, — það
hefði ekki verið tekið fyrir.
Flokkast ekki undir heilsu-
gæzlu eða öryggismál
— Það veröur, eftir þvi sem
bezt er vitað ekkert um slikar
greiðslur aö ræða, sagði Helgi V.
Jónsson formaður Kjaradeilu-
nefndar, þegar hann var inntur
eftir þvi i gær, hvort ellilifeyrir
yrði greiddur út. Kjaradeilunefnd
ákvarðaði sem kunnugt er þær
undanþágur sem verða frá verk-
Bryggjan á Bakkafiröi. Myndin er frá árinu 1970 og var þá unnið aö
lengingu bryggjunnar. 1 gærmorgun lestaöi Suöurlandiö þarna 1180
pakka af saltfiski sem fara munu á Grikklandsmarkaö. Eru þaö 55-
60 tonn, eöa um þriggja vikna framleiösla (Jtvers h/f.
Saltfisktjónið á
Bakkaf irði meira
— en áætlað hafði verið
UTVER h/f heitir
tveggja ára gamalt fisk-
verkunar f yrirtæki á
Bakkaf irði og komst það i
sviðsljósið fyrir nokkrum
vikum, þegar í Ijós kom
að koparmengað salt
hafði stórskemmt mikið
magn af saltfiski hjá
fyrirtækinu.
Þó (Itver sé litið fyrirtæki á
landsvisu, þá er það stórfyrir-
tæki á Bakkafiröi og hefur 15-20
manns i vinnu yfir sumarmán-
uðina . Til samanburðar má
geta þess að ibúar á Bakkafirði
eru aðeins um 60 talsins.
Bjartmar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri (Jtvers, sagði við
AB i gær, að tjónið af völdum
mengaða saltsins hafi verið
talsvert meira en ætlað var i
fyrstu. Strax voru tekin frá 45
tonn af saltfiski, sem orðinn var
gulur af völdum koparsins, og
þvi óhæfur til útflutnings. Var
reynt að þvo allan fiskinn og
unnu um 25 manns i hálfan
mánuð við þvottinn. Hafði baðið
þær afleiöingar i för með sér, aö
gulnunin i fiskinum stöövaðist
alveg, en minnkaði ekki. Tals-
vert bættist þá við af útflutn-
ingshæfum fiski og gizkaði
Bjartmar á að heildarmagn
hans væri nú orðið 60-70 tonn. Er
þar um aö ræöa nálægt helm-
inginn af þeim fiski sem kominn
var i salt á þeim tima eða um
hálfs mánaðar framleiðslu.
Bjartmar kvaðst ekki getað á
þessari stundu gizkað á tjónið af
völdum þessa, en ljóst væri að
það væri mjög mikið og til-
finnanlegt hjá svo smáu fyrir-
tæki.
— Við munum reyna að
þurrka fiskinn á einhvern hátt
og koma honum i verð,en það
Framhald á bls. 10
falli, ef til verkfalls opinberra
starfsmanna kemur.
— Var ekkert fjallað um þetta
mál i nefndinni?
— Nei, við höfum enga heimild
til siks. Við eigum að taka
ákvarðanir, en þær verða að
snerta heilsugæzlu eða öryggis-
vörzlusvið. Og útborgun ellilif-
eyris snertirþau svið ekki frekar
en útborgun launa. Ellilifeyrir
verður örugglega ekki greiddur.
Undanþága hjá Reykja-
vikurborg
Sveinn Ragnarsson felags-
málastjóri ReykjavikurbQrgar
skýröi blaðinu frá þvi i gær, að
undanþága hefði fengizt fyrir 4-5
starfsmenn til að starfa 1-2 daga i
viku, ef til verkfalls kemur. Þeir
starfsmenn eiga að sinna hugsan-
legri afgreiðslu skjólstæöinga
borgarinnar. —hm
Allsherjar-
atkvæda-
greidsla
BSRB:
9 af
hverjum
iu myddu
kallinu
Niu af hverjum tiu fé-j
lögum í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja# sem
á annað borð greiddu
atkvæði/ hlýddu kalli
forystu sinnar og greiddu
atkvæði gegn sáttatillögu
til lausnar kjaradeilu
opinberra starfsmanna
og ríkisins.
Kjörsókn i allsherjarat-
kvæðagreiðslunni var
mjög góð/ eða um 90%, og
þegar atkvæði rikis-
starfsmanna/ að undan-
skildum utankjörstaðar-
atkvæöum, höfðu verið
talin, höfðu 6628 sagt nei/
eða um 90.6%/ og 687 já/
eða 9.4%. Auðir seðlar
voru 84/ ógildir 6.
Talningu atkvæða i kosningu
hinna ýmsu starfsmannafélaga
viðs vegar um land lauk sið-
degis i gær og urðu heildarúr-
slitin þau að 3521 greiddi at-
kvæði af 4013 sem voru á kjör-
skrá. Já sögðu 356, en 3109 sögðu
nei, auðir seölar voru 47, ógildir
9. 89.7% félaga höfnuöu þvi til-
lögunni, en 10.3% greiddu henni
atkvæði. Stjórnir fjögurra
sveitarféiaga höfnuöu sáttatil-
lögunni: Vestmannaeyjar,
Hveragerði, Garðabær og Sel-
tjarnarnes, en ekki var tekin af-
staða til þess i bæjarstjórn
Akraness. — ARH
Verjendur hafa orðið:
Krafizt sýknu
yfir Kristjáni V
Vidarssyni
Munnlegur málflutningur i
Geirfinns- og Guömundarmál-
um sem hófst i Sakadómi
Reykjavikur siðast liðinn
mánudag, var fram haldið i
gærdag. Um hádegið i gær lauk
Bragi Steinarsson vararikissak-
sóknari sóknarræöu sinni sem
hann hóf að flytja á mánudag.
Að loknum málflutningi sækj-
anda tóku verjendur hinna
ákærðu til viö að flytja varnar-
ræður sinar. Fyrstur verjenda
tók til máls Páll Arnór Pálsson
hdl. verjandi Kristjáns Viðars
Viðarssonar og lauk hann við að
flytja fyrri varnarræðu sina i
gær.
Gerði hann i varnarræðunni
kröfu til þess aö Kristján Viðar
Viðarsson yrði sýknaður af
ákæru um aö hafa tekið þátt i aö
ráða þeim Guömundi Einars-
syni og Geirfinni bana, en til
vara krafðistx hann vægustu
refsingar.
Búist er við að málflutningi i
þessum viöamiklu sakamáum
ljúki á morgun, föstudag og að
þá verði málið lagt i dóm. Eru
jafnvel bundnar vonir við aö
dómur verði kveöinn upp fyrir
áramót.
Dómforseti er Gunnlaugur
Briem, sakadómari, en meö-
dómendur þeir Haraldur
Henrýsson, sakadómari og Ar-
mann Kristinsson, sakadómari.
— GEK
Vegagerdin, vörubílstjörar,
vinnuvélaeigendur
— Sjá viðtöl og bréf á baksíðu