Alþýðublaðið - 06.10.1977, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.10.1977, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 6. október 1977 £!aMö* - Ný sjúkrabifreið til Keflavíkur su fullkomnasta sinnar ssasj tegundar hérlendis Nýlega afhenti Suður- nesjadeild Rauða kross islands Sjúkrahúsi Kefla- víkurlæknishéraðs nýja sjúkrabifreið. Bifreiðin er af GMC gerð og mjög fullkomin. Hún er búin f jölbreytileg- um tækjum til sjúkra- f lutninga, svosem þrenns konar sjúkrabörum sem nota má við ólíkar að- stæður, búnaði til að rjúfa bílflök og ná mönnum úr sjálfheldu og bretti fyrir hjarfahnoð. Þá er súr- efnistæki í bifreiðinni, fullkominn búnaður til vökvagjafar, sogdæla, L— blóðþrýstingsmælir og púlsteljari, en slíkt tæki mun vera óþekkt í sjúkra- bifreiðum hérlendis. í sjúkrarými er sjálf- virk hitastiIling og loft- ræsting, gott geymslu- rými og hljómflutnings- tæki, svo hægt sé að leika fyrir sjúklingana róandi og þægilega tónlist, ef um langa og erfiða flutninga er að ræða. Bifreiðin kostaði full- búin um 5.7 milljónir króna, en aðflutnings- gjöld og söluskattur af kaupverði fengust felld niður. —JSS Blessað barna lán aftur á fjal- irnar — verður sýnt áfram I Aust- urbæjarbíói Sýningar eru nú aö hefjast á „Blessuðu barnaláni” eftir Kjartan Ragnarsson i Austur- bæjarbiói. Leikurinn var sýndur við mikla aðsókn i Iðnó i vor og var brugðið á það ráð að flytja hann i bióið til þess að sinna eftirspurninni. — Hér er á ferð- inni skopleikur, sem samin er eftir svipuðum „farsa” — upp- skriftum og til að mynda „Fló á skinni”. Leikurinn gerist i þorpi út á landi og við sögu koma prestur staðarins, læknir (Sigurður Karlsson og Gisli Halldórsson) Máttarstólpi félagslifs staðar- ins, fjallkona i fjörutiu ár með meiru (Margrét ólafsdóttir) og börn hennar, en þau eru leikin af Guðrúnu Asmundsdóttur, Soffiu Jakobsdóttur, Valgerði Dan, Asdisi Skúladóttur, og Steindóri Hjörleifssyni. Auk þeirra koma fram i sýningunni Guðmundur Pálsson, Sóiveig Hauksdóttir og Gestur Gislason. — Höfundur leikstýrir verkinu sjálfur, en leikmynd gerir Björn Björnsson. Lausar stöður Á Verðlagsskrifstofunni eru eftirtalin störf laus til umsóknar. 1. Staða starfsmanns við vélritun og sima- vörzlu hálfan daginn, eftir hádegi. Staðan er laus nú þegar. 2. Staða fulltrúa i verðlagningardeild er laus frá 1. nóvember n.k. Hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun er tilskilin. 3. Staða deildarstjóra verðgæzludeildar er laus frá 1. nóvember n.k. Lögfræði, viðskiptafræði- eða hagfræði- menntun er tilskilin. Laun verða samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir um stöðu 2 og 3 sendist Verðlagsskrifstofunni, Borgartúni 7, Reykjavik fyrir 26. október n.k. Upplýsingar um störfin vei&r skrifstofu- stjóri. íslenzk bökmenntasaga 1550 — 1950, í 5. útgáfu Fyrir 17 árum birtist 1. útgáfa þessarar bókar, og var þá sýnu smærri í sniö- um en nú. Henni var ætlað aö bæta úr brýnni þörf á að gefa íslenzkum skólanem- endum nokkra bendingu um hvern arf viö ættum í bókmenntum þess tíma- bils, sem hún f jallaöi um, svo og gefa lauslegt yfirlit yfir síðustu tíma. Þetta var, að vonum, næsta ágripskennt enda þröngur stakkur skorinn. Hvorki skólanemendur, né heldur allur almenning- ur áttu þá kost á annarri greinargerð um þetta bók- menntatímabil en ritgerð Sigurðar Nordals, prófess- ors, um samhengið i islenzkum bókmenntum, sem birt var í formála höf- undar að lestrarbók hans. Sú bók var ekki i allra höndum. Siðari útgáfur bókmenntasögu Erlends Jónssonar hafa verið nokkru fyllri en hin fyrsta og Erlendur Jónsson. raunar ætið bætt við með hverri útgáfu. En fyrst og fremst hefur bókin verið sniðin sem kennslu- bók á tilteknu skólastigi, þó aðrir gætu og notið góðs af. Ljóst er að þessari útgáfu er ætlað að spanna nokkru viðara svið en hinum fyrri og margt þar að finna sem gefur henni aukið gildi framar hinum, án þess þó að skerða hið upprunalega mark- mið. Vitanlega er um svo auðug- an garð að gresja i bókmenntun- um, að engin leið er að taka allt með, sem þó er lifvænt. Þar hlýt- ur þvi sá, sem velur, einnig að eiga sina kvöl. Allt um það verður ekki betur séð en að valið hafi tekizt eins vel og efni stóðu til. Mikil fengur er að myndskreyt- ingu og myndbirtingu af höfund- um, sem nokkur skil eru gerð og myndir eru til af, og aukið er við bóka- og nafnaskrá. Léttir það þeim, sem frekar vilja fræðast um einstaka höfunda og verk þeirra. Þegar litið er yfir feril og vinnubrögð höfundar tókmennta- sögunnar er margt, sem minnir á mannlegan uppvöxt. Þannig er sifellt aukið við. Enn- þá er verkið samt á unglingsaldri, - þó slitið hafi barnsskónum. Þess mætti þvi vænta að hér verði ekki látið staðar numið og er höfundi vel treystandi til að fylgja við- fangsefni sinu enn lengra á þroskabrautinni. Vinnubrögðin spá góðu um það. O.S. Nýtt lágmarksverd á rækju og hörpudiski Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið nýtt lágmarksverð á rækju, og gildir það frá 1. oktober til 31. desember 1977. Rækjunni er skipt í 7 flokka og greitt fyrir eftir stærð. í stærsta flokki þar sem reiknað er með að 180 stykki, eða færri, fari í hvert kg. eru greiddar 134 krónur fyrir kg. I minnsta f lokkinum þar sem reiknað er með því að 281-310 rækj- ur fari í hvert kíló fær selj- andi 78 kr. fyrir kg. Verðflokkun byggist á talningu Framleiðslueftir- lits sjávarafurða eða trún- aðarmanns, sem tilnefnd- ur er sameiginlega af kaupanda og seljanda. Verðið er miðað við að seijanai skiii rækjunni á flutningstæki við skipshlið. Smakomulag varð um verðf lokkunina í Verðlags- ráði, en verðið sjálft er hins vegar ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda í yfirnefndinni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. Eftirfarandi lágmarks- verð á hörpudiski var ákveðið í Verðlagsráði sjávarútvegsins i fyrra- Framhald á bls. 10 Félagið ísland — DDR minnist28. þjóðhátíðardags Þýzka Alþýðulýð- veldisins með samkomu að Lækjarhvammi, Hótel Sögu, föstudaginn 7. október 1977 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ávörp. 2. Skemmtiatriði: 3. Dans Kynnir: Kristbjörg Kjeld, leikkona Allir félagsmenn og vinir Þýzka Alþýðulýð- veldisins velkomnir. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.